Vísir - 23.08.1971, Qupperneq 9
^TÍSIR. Mánudagur 23. ágúst 1971,
9
á stóru
heimili
■y,....................................................................... .......................................................................................-................................- ...............................................................................................................................................................................•
500 millj. til félagsmála hjá Reykjavikurborg
Vissir þú, að 1.663 menn hlutu í fyrra framfærslu-
styrk hjá Reykjavíkurborg og að 1523 börn voru á
dagheimilum og leikskólum borgarinnar? Eða viss-
ir þú, að íbúðum í Reykjavík hefur á fimm árum
fjölgað um 3767, en Reykvíkingum hefur aðeins
fjölgað um 3162 á sama tíma? Væntanlega hefur þú
ekki heldur vitað, að borgin hefur þurft í fyrra að
hafa afskipti af þremur drengjum á fimm ára aldri
fyrir innbrot og slcemmdir? Og þá væntanlega ekki
heldur, að íbúum bragga hefur á 15 árum fækkað
úr 2320 í 0? Hefðir þú getað gizkað á, að borgin
varði 48.388 vinnustundum í fyrra til heimilishjálp
ar og að borgin á 536 íbúðir, sem hún leigir þurfandi
fólki?
Níu barna f jölskylda
Tæplega 57 milljónir króna
fóru til framfærslustyrkja til
1.663 manna aðallega aldraðs
fólks og foreldra með böm á
framfæri. Stærsta fjö'.skyldan,
sem fékk stuðning, taldi hvorki
meira né minna en níu börn. í
þessum hópi voru líka fjórir ein-
stæðir feður, sem höföu sex
börn á framfæri slnu hver um
sig Höfuðástæðan fyrir vanda
þessa fóf.is voru mikill bama-
Allt þetta og þúsund fleiri
atriði koma fram í skýrslu Fé-
lagsmáiastofnunar Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1970. Þetta er
tiltölulega nýleg stofnun, sem
borgarstjóm samþykkti árið
1967 að setja upp og láta taka
yfir verkefni_ sem áður höfðu
verið á vegum ýmissa aðila, svo
sem bamaverndarnefndar, fram-
færslunefndar og áfengisvam-
amefndar Hugsunin á bak við
þessa breytingu var sú, að hér
væri um að ræða náskyld
vandamál, sem gjarnan samein-
uðust í tiltölulega fáum fjöl-
skyldum, þar sem annað hvort
foreldrið væri drykkjusjúkt,
börnin á glapstigum, peningar
af skomum skammti og hús-
næði fyrir neðan allar hellur.
Með því að beina kröftunum að
fjölskylduvemd, eins konar
varnaðarstarfi og endurhæfingu
fjölskyldna og einstaklinga,
væri hægt að komast að kjarna
málsins og gera félagsmá'.astarf
borgarinnar mun virkara en
áður var.
Helzti fjötur run fót þessa
nýja og athafnasama ráðs er
skortur á vel menntuðu starfs-
liöi Hefur ráðið orðið að fara
inn á þá braut, að veita lán til
náms í félagsráðgjöf erlendis og
halda námskeið á ýmsum sviðum
félagsmálastarfs. Peningaskort-
urinn er e kkinærri eins sár, og
árið 1970 varði borgin hvorki
tneira né minna en um 500
milljónum króna til félagsmála.
Þar kennir ótal margra grasa.
fjöldi, örorka og veikindi. 385
fengu styrk vegna veikinda,
vegna barnafjölda og 315 vegna
örorku. 99 fengu
áfengisböls og 20 vegna afbrota.
Af þessum fjö'da voru 440, sem
ekki höfðu hlotið styrk áður, og
var þorri þeirra til kominn
vegna barnafjölda og veikinda.
Styrkþegum hefur fariö fjölg-
andi á undanförnum árum, aðal-
lega vegna aukinna umsvifa í fé-
lagsmálastarfi Rvíkur. Telja
skipuleggjendur þessa starfs, að
þessi kostnaður muni borga
sig, því að varnaðarstarfið og
endurhæfingin muni geta komið
mörgum fjölskyldum á réttan
kjöl aftur.
Stærsti útgja'daliður borgar-
innar á sviði félagsmálanna er
þátttakan f rekstri almanna-
trygginga og sjúkrasamlags.
Þetta kostaði borgina tæplega
242 milljónir króna í fyrra eða
um helminginn af'öl'.u félags-
málafé borgarinnar. Þetta fé
rennur til miklu fleiri en hinna
verst settu í þjóðfélaginu. Hið
sama er að segja um þann
reksturshalla, sem borgin greið-
ir af dagheimilum og leikskól-
um þótt lítið fari fyrir þeim
upphæðum í samanburði við
tryggingakerfið.
640 leiguíbúðir
Afskipti borgarinnar af hús-
næðismálum hafa lengi verið
mikil, enda er ekki auðvelt að
fá leiguhúsnæði, þótt mikið
framboð sé á húsnæði í sölu
vegna mikilla byggingafram-
kvæmda. Reykjavákurborg hefur
stutt efnalítið fólk til kaupa á
fbúöum og hefur lánað rúmar
49 milljónir króna f þvf skyni
á sfðustu þrem árum. Alls hefur
borgin byggt og se't yfir 800
fbúðir með hagstæðum kjörrnn
og byggt og leigt nærri 300 fbúð
ir með enn hagstæðari kjör-
um. Leiguíbúðirnar voru f fyrra
536 talsins, en verða væntan-
lega f lok þessa árs orðnar 640.
Fjö'mennasta fjölskyldan f hús-
næöi borgarinnar telur 12
manns. Veigamesta ástæðan fyr-
ir þv*i að hleypa fólki f þessar
fbúðir er mikill barnafjöldi, og
er um tæplega 200 slíkar fjöl-
skyldur að ræða. 100 ellilífeyris-
þegar búa f bæjarhúsnæði og 93
öryrkjar. Margt af þessu fólki i
bjó áður í braggahverfum þeim,
sem fyrr á árum „prýddu" borg-
ina. Ibúðarbröggunum hefur nú
verið útrýmt en auðvitað hefur
orðið að hjálpa mörgu af þvf
fólki. Og borgin hefur alls látið
rífa 822 óíbúðarhæfar Vbúðir á
14 árum.
Borgin hefur vfðtækt sam-
'starf við ýmis félagssahitök út
af velferðarmálum a'draðra og
áfengisvömum. öldruðu fólki er
útveguð heimilshjálp og heima-
hjúkrun, svo ekki sé gleymt
tómstundastarfi þvi, sem farið
hefur fram í Tónabæ og gefið
góða raun. íbúðir hafa verið
byggðar fyrir aldraða og hjúkr-
unarheimili er f byggingu við
Grensásveg. í áfengisvörnunum
er fólki kunnugast um gisti-
heimilið f „Farsótt", þar sem
223 einstakiingar fengu inni
eina nótt eða oftar, þegar þeir ’
höfðu hvergi höfði sfnu að i
halla i
5 ára og samt...
Barnavemdin er eitt viðkvæm- ej
asta mál félagsmálastarfsins. u
Hafa hefur þurft afskipti af 205 |
drengjum á aldrinum 5—16 ára. n
Flestum mun finnast ótrú'.egt, |
að þar á meöal séu þrír 5 ára |
drengir, sem skráð hefur verið á |
innbrot og skemmdir. Innbrot |
eru algengasta vandamálið og •]
hafa 167 börn og unglingar
komið þar við sögu á sfðastliðnu |
ári. Er Þar eingöngu um drengi j
að ræða, yfirleitt á aldrinum
10—15 ára. Stúlkur komast
mik'.u síður á skrá, og vom þær
aðeins 30 þetta sama ár, þar af
sjö í dálkinum flakk og útivist.
Hér hefur aðeins verið drepið
á örfáar tölur úr þvf mikla upp-
lýsingasafni, sem ársskýrsla
Félagsmálastofnunarinnar er. 1
heild gefa þær þá mynd, að það
þurfi áreiðanlega margs að gæta
á stóru heimili. ekki sfzt þegar
„heimilið" telur 80.000 manns.
Eitt veigamesta verkefni borgar-
innar er að byggfa upp félags-
lega aðstöðu fyrir unga og
gamla. Efri myndin er frá leik
ve’li f borg'nni oe neðri myndin
frá féiagsstarfi aldraðra í Tóna
bæ.
i