Vísir - 23.08.1971, Side 13
7 3
V í S I §L. Mánudagur 23. ágúst 1971.
Eldri námskeiö sem haldin hafa verið, hafa ekki verið eins viðtæk.
Sameiginlegur kjarni fyr-
ir. alla. síðan
■— Kennaranámskeiðin í myndiðn og tónlist
boða víðtækar breytingar á kennslu í listræn-
um efnum í barna- og gagnfræðaskólum, og
um leið verður hefðbundinni sundurgreiningu
handavinnukennslunnar eftir kynjum breytt.
Tjað er hópur fólks, sem and-
stætt flestum öörum situr
skólabekkinn á sumrin — en
það eru einmitt kennarar sjálfir.
Þetta er ný þróun og í beinum
tengslum við endurskoðun
námsskrárinnar og nýjungar,
sem á að taka upp og verið er
að taka upp í kennsluháttum hér
á landi. Nú er það svo, að 60%
allra starfandi kennara á barna-
og gagnfræðaskólastiginu hafa
varið tveim til þrem vikum af
sumarleyfi sínu til þess að
sækja þessi námskeið í sumar.
Þessa dagana er haldið nám-
skeið fyrir teikni- og handa-
vinnukennara, sem tæplega 150
manns taka þátt í. Þar er verið
að ptófa og kynna víðtækar
breytingar, sem munu eiga sér
stað í teikni. og handavinnu-
kennslu einhvern tíma á næstu
árum. Útkoman verður senni-
lega námsefni, sem kallast
myndíð og er fólgið i tengslum
handavinnu- og myndlistar-
fraeðs'lu. Þegar myndíð kemst á
sem kennslugrein verður æva-
gömlu skipulagi endavelt, en
það er hefðbundin sundurgrein-
ing handavinnukennslu eftir
kynjum.
^ndri ísaksson forstöðumaður
Skólarannsókna sagði að
unnið yrði að endurskoðun
námskrárinnar í handavinnu-
kennslu og teikningu næsta ár
og að undirbúningi mynd’iðar-
kennslu f skólum. „Sú kennslu-
tilraun, sem nú fer fram með
námskeiðinu er að byggja þessa
kennslu upp sem sameiginlega
grein, síðan myndu greinarnar
skiptast. Þannig verður sameig-
inlegur kjarni fyrir alla, síðan
valgreinar þar sem nemendur
velja út frá áhugasviðum".
Meðal þess sem kennaramir
leggja stund á á námskeiðinu er
föndur, leirmunagerð, silfur-
smíðavinna og margt annað, sem
gefur kost á miklu fjölbreyttari
kennslu en áður hefur t’iðkazt.
Auk þess er á námskeiðimi fjall
að um markmið myndlistar-
kennslu og stöðu myndíðar í
skólakerfi og þjóðlífi og tengsl
myndlistarkennslu við aðrar
námsgreinar.
í einhverjum skólanna hefur
kennslu i handavinnu og teikn-
ingu verið breytt á grundvelli
eldri námskeiða. Námskeiðið nú
felur f sér mik’u stórtækari
breytingar eins og áður hefur
verið minnzt á. (
Cöngkennslu n^un einnig verða
^ breytt og aukin í skólum
borgarinnar næstu árin. í vet-
ur á að vinna að nýrri nám-
skrá, sem mun taka gildi haustið
1972. Nú stendur yfir námskeið
fyrir tónlistarkennara, sem tveir
Ungverjar kenna á meðal ann-
arra, en í Ungverjalandi hefur
orðið gjprbylting í söngkennslu
og kallast það Kodalykerfið.
Þar er gert ráð fyrir viðtækari
tónlistarkennslu en þekkzt hef-
ur, og að hún tengist a.m.k. 6-
beint öðrum námsgreinum.
Tilraunir með þetta kennslu-
form hafa þegar verið gerðar
f nokkrum bamaskólanna, ein-
um fjórum, m.a. með aukinni
kennslu. þrem vikulegum tón-
listartímum í stað eins áður
og auk þess var námsefni breytt
Tilraunin var gerð í 7, 8, og 9
árá bekkjum og ætlimin er að
nýta þá reynslu, sem þar fékkst
—SB
Fjölskyldan
MUNIÐ FLÓTTAFÓLKIÐ
FRÁ PAKISTAN
★ Tekið á móti framlögum í bönkum, spari-
sjóðum, póstafgreiðslum og í skrifstofu
félagsins, Öldugötu 4.
GÍRÓNÚMERIÐ ER 90-000.
, \
Rauði kross Islands
Kranar til sölu
Til sölu eru hjá hafnarsjóði Hafnarfjarðar tveir
kranar, ef viðunandi kauptilboð fæst.
Annar kraninn er 15 tonna „Michigan“ bS-
krani með 65 feta bómu og 15 feta „jib’*,
hinn kraninn er 5 tonna sjálfakandi „Coles*'
krani með 30 feta bómu.
Kranarnir eru til sýnis við Hafnarfjarðarhöfn
frá kl. 14 til 18 þessa viku fram til föstudags.
Kauptilboð skulu hafa borizt til undirritaðs
fyrir 1. september 1971.
Hafnarstjórinn í Hafnarfirði,
Strandgötu 4.
MGUtiévhviU _
með gleraugum frá
Austurstræti 20. Síml 14566.
BjóBum aðeins jboð bezta
Badedas í 25 og 10 böð ný-
komið
FRÁ CUTEX:
Naglabandaeyðir — nagla-
bandakrem — naglastyrkir
— naglaþjalir og aciton.
Opið til kl. 22 á föstudögum.
— auk þess bjóðum við við-
skiptavinum vorum sérfræði-
lega aðstoð við val á
snyrtivörum.
SN YRTIV ÖRUBÚÐIN
Laugavegi 76. Sími 12275