Vísir - 01.09.1971, Qupperneq 9
VÍSIR. Miðvikudagur 1. september 1971.
9
Búnir a<
níutíu
a, o,
a sjomn i
ekkert frí
Ræft v/ð sjómenn á Náttfara ÞH 60, sem var
að koma frá s'ildveiðum i Norðursjó
Það var engin sérstök blíða
f augnaráði mannskapsins, né
heldur neinn gælutónn í rómn
um þegar við ætluöum að taka
tali strákana á Náttfara, sem
nýkominn er heim a'f síldveiö-
um í Noröursjó.
í níut’iu daga — þrjá mánuði
samfleytt — eru þeir búnir að
berja sjóinn allt frá 40 föðmum
og út á 70 faöma og dýpra utan
við 12 mílna landhelgislínu
Hjaltlandseyja. Óslitið í 90 daga,
menn jafnvel fyrir sínu kaupi.
„Hey, annars! Voruð það ekki
þið á Vísi, sem svo snilldarlega
reiknuðuð út hve mikið þjóöar
búið tapaöi á því að síldarsjó-
menn tækju frí um helgar? —
Þið getið sleppt áhyggjunum
núna. Engu töpuðuð þið á okk
ur 1 sumar.“
Ef ekki hefði örlað á stríðni-
glampa í einstaka augum þarna
í messanum, hefðum við senni
lega foröað okkur í land, áður
á bryggjunni Að vísu hefur hún
ekkj langt geymsluþol í þessum
tönkum, um sólarhring, ef hún
er geymd lengur verður hún
roðlaus en það stafar af því að
þetta eru þrýstitankar. Við hins
vegar setjum síldina beint í
kassa úti á miðunum. Þetta
er ekki svo mikið magn
sem við getum komið með eftir
hverja veiðiferð 60 til 65 tonn,
og það er of lítið miðað við
þetta langa siglingu.
Við veiddum aðallega úti viö
Hjaltlandseyjar og lönduðum í
Hirtshals á Jótlandi. Tíminn fór
aðallega í að stíma fram og
Strákarnir á Náttfara eru að vonum ánægðir á svipinn, yfir því að /era komnir í höfn eftir
þéssa löngu útiveru.
fyrir utan einhverja tvo sóla-
hringa sem þeir lágu í vari
við eyjarnar fyrir veðri
„Og er nú verið að koma til
þess að skrifa um, hvað þetta
hafi verið allt gott og yndislegt.
Hetjur hafsins komnar heim i
veiðilok, ánægöar með góðan afla
og allt það kjaftæði? — Jæja,
kallarnir. Þá eruð þiö komnir
í skakkan stað, held ég,“ sagði
einn hásetanna og gaut auga til
útbúnaðar ljósmyndarans.
Þessu var ekki hreytt i okkur,
heldur svona slegið fram til þess
að viö gætum sparað okkur
strax ómakið, ef við værum á
þeim buxunum.
Vestur við Grandabryggju
voru þeir að setja veiðarfærin
og fiskikassana í land og hreinsa
skipið efcir úthaldið. Leiðinda-
verk, sem kemur öllum ærleg-
um sjómönnum í fúlt skap, og
suddarigningin bætti ekki geð
ið í þeim.
Og svo voru líka þessir 90
dagar að baki . . .
„Ekki einn einasti helvítis fri
dagur allan tímann,“ og þung
áherzlan hneig af hverju orði
'i von um, að með því gætu
biaðamennirnir kannski skilið
ögn af því. hvað slíkt úthald
þýöir. Þar sem hver dagurinn
er öðrum líkur. Sofa, taka stýr
isvakt, standa uppi á nótapalli
með fullar lúkur af garni og
draga inn nótina — ísa síld í
kassa og koma þeim fyrir i lest
inni.
„Já, stafla 40 kg kössum upp
'i þrettándu kassa hæð! — Hald
ið þið, að það sé eitthvert létta
verk,“ og augnaráðið, sem got
ið var til hvítrar skyrtu blaða
mannsins, lýsti vissum efasemd
um um, að þar í stétt ynnu
en þeir dembdu alveg úr skál-
um þriggja mánaða samansafns
af ergelsi og leiðindum yfir okk
ur — Það bitnaði þó ekki á
gestrisninni, því að fyrr en
varði skákaði kokkurinn nokkr
um kaffiföntum fram á borðið
og bauð okkur brosandi að gera
svo vel. Hann var l’ika orðinn
vanur rausinu í köllunum, og
sennilega jafngott fyrir hann og
hafa tiltækt glaðvært bros, þeg
ar þeir hafa verið að setjast viö
boröið hjá honum, úrillir og ön
ugir, og ýmislegt fleira munn
tamara en tómar bænir.
Kaffið bjargaði málunum. og
samræður tókust, — ef sam
ræður skyldi kalla. Spurningum
er varpað fram og svörin koma
dræmt og seint, og alls ekki,
ef spurningarnar eru heimsku-
legar.
„Ó, já. Þið eruð svona fróðir!
— Vitið ekki, að svæðið þarna
er opnað til veiða ‘i byrjun júní,
og því lokað í endaöan ágúst.
Síðan er ekki opnað aftur fyrr
en í október," upplýsist með
háðslegu glotti, sem breytist í
meðaumkunar- og umburðar-
svip.
„Þetta eru orðin alltof lítil og
úrelt skip, sem við erum með,
þarna í Norðursjónum.“ Það er
stýrimaðurinn á Náttfara, Pét-
ur Guðjohnsen sem segir þetta.
„Til dæmis Færeyingarnir, sem
fyrir nokkrum árum voru að
okkar dómi langt að baki ís-
lendingum í veiðitækni og skip
um, eru núna komnir langt fram
úr okkur. Skipin þeirra eru
bæði stærri og fullkomnari, og
svo eru þau til dæmis útbúin
með kælitönkum. í þessum
tönkum er síldin flutt ísuð ti'
lands og háfuð beint í kassa
tij baka. Engin stopp í landi,
mesta lagi klukkutími fyrir
suma en ekki allir komust í
land.“
„Hvernig er svo að vera þetta
lengi aö héiman í einu?“
„Þetta er alltof langur tVmi í
einu Það er kominn urgur í
mannskapinn, menn orðnir leiðir
á því að fá engin frí allan þenn
an tíma. Við fórum út héðan
2. júní og komu inn klukkan 2
í nótt. Þetta lendir á fjölskyld-
unni, konan verður að standa i
öllu vafstrinu hérna heima.
Þetta er sérstaklega slæmt þeg-
ar menn standa í stórræðum,
eru að kaupa íbúðir og þess
háttar."
„Hvernig er svo mannskapur-
inn á bátunum?"
„Það má segja að það sé
helzta vandamálið í dag. Hér
á Náttfara erum við bara tveir
sem erum búnir að vera hérna
síðan skipið var smiðaö 1957,
ég og vélstjórinn. Vana sjó-
menn virðist bara ekki vera
að fá. Það er ekki alltaf
auðvelt að standa með 8 til 9
háseta á dekkinu, alla meira og
minna óvana,“ segir Pétur Guð-
johnsen að lokum.
Þeir eru búnir aö vera í flota
55 íslenzkra veiðiskipa, sem ver
ið hefur að veiðum í Norðursjó
í sumar. En á miðunum hefur
veriö fjöldi norskra, danskra og
þýzkrá veiðiskipa.
„Fyrir utan svo Skotana, sem
veiða auðvitaö innan við land-
helgi — þar sem mesta og bezta
síldin er.“
Þeir hafa landað í Skágen og
Hirtshals í Danmörku, og eina
ferð fóru þeir til Þýzkalands.
Öll síldin ísuð í kassa — nema
ef mikið var í s’iðasta kastinu,
en það fer þá í bræðslu.
„Norsarárnir;'e'Áií!þéíf''feihU, .>
sem veiða, þarna, í gúanó —
moka í gúanó. Það er skrítið,
að takmarka veiði á svæðinu
við örfáa mánuði, en leyfa svo
mokveiði í gúanó þann stutta
tíma, sem veiða má. — Það
mætti hafa lengri veiðit’ima, með
því að banna gúanófiskiríið.
Hvers vegna hafa þeir ekki sam
ið um það?“
En við getum ekki svarað því,
og við kunnum heldur ekki
svör við þvi, hvers vegna þeir
geta ekki fengið svipað verð fyr
ir síldina hérna heima. eins og
þeir fá úti í Danmörku.
Það þykir gott, ef þeir ná
að landa einu sinnj í viku,
1200—1600 kössum. Fimmt’iu
og fjögurra tíma sigling er í
ÍttttLwws..
Pétur Guðjohnsen stvrimað-
ur: Erum með úrelt skip og
okkur vantar fleiri vana sjó-
menn.
höfn af miðunum, og lenguren
3 nætur mega þeir ekki vera
á miðunum með aflann.
Þeir á Náttfara eru búnir að
afla fyrir ca 8 milljónir, og
úr því er hásetah’uturinn ca.
170 þúsund. Með netavertíðinni
og loðnunni er hásetahluturinn
kominn upp í 440 þús. frá ára-
mótum. — Þegar blaðamaður-
inn slær tölunni fram til þess
að sýna, hve snöggur hann er
V hugareiknigi er því tekið
kuldalega.
„Og hvað með það! — Við
erum búnir að púla fyrir hverri
krónu. Við gætum velt hverj-
um einseyring upp úr svitan-
um, sem við erum búnir aö
úthella fyrir þetta.“
Og framundan er daufur kafli.
Hvað á að gera svo með stóru
bátana? — Fara á síld hér
heima, ef síld finnst. (Hafi ein-
hver séð síld hér um slóðir, er
hann vinsamlegast beðinn um
að gera viðvart.) Kannski verð
ur bara legið við bryggju, þar
til Noröursjórinn verður opnað-
ur aftur í október — ef það
verður þá farið í Norðursjóinn
aftur. Allt er í óvissu.
Og mannskapurinn, hvað gerir
hann á meðan? — Fyrst verður
gluggað í tollinn (bjórinn og á-
fengið). sem fékkst úthlutaður
... „og við megum alveg viö
því aö staldra ögn við til þess
að draga andann.”
Nokkrir sfldarbátanna, sem komnir eru úr Norðursjó liggja við bryggjur vestur á Granda, og
í gær voru flestir að taka upp veiðarfærin og fiskikassana.