Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 2
faríð á hausinn — útbreiddosta timarit Bandarikjanna stendur ekki undir póstburðarkostnaðí — skortur á auglýsingum riður blaðinu að fullu bfútt fyrir tuttugu og átta milljón áskrifendur Tímaritið Look mun hætta að koma út fljót- iega. Hefur verið lýst yfir af hálfu útgefenda, að síð asta blaðið komi á mark- að þann 19. október n.k. Ástæðan fyrir dauða þessa vinsæla bandaríska tímarits er allt of mikill kostnaður við útgáfu blaðsins og skortur á aug- lýsingum. BlaCiö er sérlega útbreitt, og þykir það næsta kaldhæðnisl. að blaðið skuli leggja upp laupana á þessu ári, þegar það hefur náð meiri útbreiðslu en nokkurt annað h'liðstætt tímarit hefur nokkru sinni haft, eða 28 milljón áskrif- endur. Gardner Cowles, stjórna'rformað ur útgáfunnar og aðaleigandi blaðsins, segir að á-rið 1971 hafi verið bezta árið í sögu blaðsins, ef litið er á áskrifendafjöldann. MALRAUX vill berjast — ætlar vonbráðar til Bengal i strið Franski rithöfundurinn og ráð- herrann fyrrverandi, André Malr- aux, sagði þann 17. september að hann væri tilbúinn að halda til Austur-Pakistáns aö berjast undir merki Bengala — eftir því sem franska fréttastofan hefur skýrt frá. Malraux, sem er C9 ára, sagði André Malraux. fréttamönnum, að hann myndi fljótlega gefa yfirlýsingu um hvenær hann héldi þangað austur og hvað hann myndi gera þar. Hermaðurinn, rithöfundurinn og pólitíkusinn Malraux var á vettvangi bæði í spánska borgara- stríðinu og því kínverska, og hef- ur skrifaö bækur um báða ófrið- ina. Seinna var hann framámaður í frönsku andspymuhreyfingunni og var upplýsingamálaráðherra de Gaulle í útlagastjórninni. Eftir dauða de Gaulle hefur Malraux ekkert skipt sér af pólitfk en hefur „beint kröftum sínum að því að skrifa". Síðasta bók hans er „Fallnar eikur", og er hún byggð á síðasta samtalinu sem Malraux átti viö de Gaulle. Hann hefur ekki átt neinn þátt i stjórn Pompidous, né heldur hefur hann skipt sér af pólitjk í Frakk- landi stðan hann kom til valda. Bamsmóðir Man- sons handtekin sökuð um morð Mary Brunner, stúlka sem stát ar af því aö hafa verið fyrsta fylgikona Charles Mansons, þess frasga blómabarns, morðingja og djöfladýrkanda, hefur nú verið handtekin fyrir morð. Mary Brunn er átti barn með Manson, og var hún handtékin með skammbyssu í hendí ■ í síðasta mánuði, þegar hún og nokkur hippi áttu I úti- s-töðum við lögregluna. Kom lög- reglan á vettvang, þar sem hóp- urinn var í þann veginn að gera árás á fangelsi það, sem Man- son er hafður í haldi í. og stóð til að frelsa leiðtogann. Mary Brunner var handtekin, þar sem hún þekktist á götunni og ákærð fyrir að Pafa átt hlut- deild að morði tónlistarmannsins Gary Hinman áriö 1969. Robert nokkur Beausolei' hefur einnig veriö ákærður Og dæmdur til dauða fyrir það nnorð. „En það dugir ekki til. Áhugi íesenda er mikill, en póstkostnað ur, heimsendingarkostnaðurinn er svo gífuriegur, að viö stöndum ekki undir því. Einnig hafa vinnu laun öll vaxið úr hófi". Sagði Cowlés, að jafnvel þött auglýsingum fjölgaði, þá myndi blaöið ekki standa undir kostnaði. „Póstkostnaðurinn mun meö sama áframhaldi vaxa um_142 prósent næstu fimm árin", sagði Cowles, „hann mun vaxa úr 4 milljónum dollara I 10 milljónir á næstunni. Mér finnst þetta sérlega kald- hæðnislegt, að ríkisstjórn Banda- ríkjanna skuli hvetja atvinnurek- endur til að halda öllum kostnaöi niðri, en snaifhækkar á sama tfma póstburðargjöldin. Þegar ég var rekinn til að taka ákvörðun um áframhald útgáfunn ar, þá sagði hjartað mér að halda útgáfunni áfram, en skynsemin sagði hið gagnstæða. Það var ekk- ert annað hægt að gera". rr Heimsmeistarínn // Marlene Dietrich er örugglega heimsmeistari í því að snarsnúa karlmönnum kringum sig. Hvar sem sú sjötuga fegurðardrottning kemur vekur hún athygli, stelur senunni frá öðrum glæsikonum. Mynd þessi var tekin í London fyrir örfáum dögum og konan. sem stendur hjá la Dietrich er Aiexandra prinsessa. Dietrich segist hafa afsalað sér titlinum „Yngsta amma í heimi" í hendur Elisabeth Taylor — en í staðinn vilja margir aö hún beri nafnið „fegursta amma f hetmi". (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.