Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 21. sej»t. 1971.
Þorgeir og
félagar fara
á EM í bridge
Átta menn hafa kepot um hvaöa
veit Islendingar senda á Evrópu-
mótið í brigde, sem haldiö verður
’ næstunni I Grikklandi.
. Fóru leikar svo eftir 128 spil,
ið Þorgeir Sigurðsson, Símon
"ímonarson, Stefán Guðjohnsen og
>órir Sigurðsson unnu með 37 stiga
mun Ásmund Pálsson, Hjalta Elí-
^sson, Einar Þorfinnsson og Jakob
\rmannsson.
Þessar tvsér sveitir voru mynd-
3ðar að lokinni sérstakri tvímenn-
'ngsképpni. sem landsiiðsnefnd
efndi til, þar sem efstu pörunum
veittist réttur til að keppa til úr-
'lita um 'utanförina.
Sigurvegararnir eru allir reyndir
i utanförum, en í samráði við lands-
’iösnefnd munu þeir velja með sér
til utanfarar þriðja parið. —GP
Tekin meö
„veizlu" í
farangurs-
hólfinu
„Mlkil ósköp sígur skottið hjá
.énni blessaðri“, og lögreglu
'önar í tollhliði fríhafnarinnar á
oflavíkurflugvelli gutu horn-
’ga ýmist til konunnar, sem ók
■'num eða til bílskottsins.
-----------------------1--------------------ri|-^--■mmi—nTMu—iriiiiiiriiiiínnnniiiMMiimn
Bragi Ásgeirsson svarar Steingrimi:
„AugnaráBið var vesældarlegt"
„Vísaði Braga Ásgeirssyni
á dyr með augnaráðinu einu
saman“, sagði Steingrímur
Sigurðsson, listmálari í Vísi
á föstudaginn var — og til
þess að sannreyna að hægt
væri að snúa Braga á hæli
með augnaráði, birtast hér
skýringar af hans hálfu:
„Það var miðvikudaginn 15.
þ. m.“ sagði Bragi, ,,sem ég
ákvað að fara yfir allar mynd-
listarsýningaT borgarinnar og
þjappa saman áhrifum f einn
heildarlistdóm vegna fjölda sýn-
inganna og persónulegra á-
stæðna. Þegar niður í miðbæ
kom, fannst mér ekki rétt að
ganga framhjá sýningu Stein-
gríms Sigurðssonar, þótt hann
hefði ekki sýnt mér þá háttvísi
að senda mér boðskort á sýn-
ingu sína og þrátt fyrir aö
hann heföi hiaupið með rætin ó-
sannindi f Mblaðið fyrir fá-
einum árum. Það er á stefnuskrá
minni að ^era fljótur að gleyma
slíkum frumhlaupum.
Nu er skemmst frá að segja,
að þegar ég kem niður f kjallara-
gang Casa Nova, situr þar Stein
grímur einn og fyrir tómum söl-
um.
í stað þess að bjóða mig vel-
kominn, krefur hann mig sagna
um hvort ég komi sem „kritik-
er“. Ég tel mig ekki geta svarað
slíkum spurningum áður en ég sé
sýningar, enda finn ég ekki hjá
mér hvöt til að skrifa um sumar
þeirra, og sýning Steingríms var
enn spurning. Ég svaraði því
sem rétt var, að ég væri ekki
vanur að skrifa um sýningar sem
mér væri ekki boðiö á form-
lega, auk þess taldi ég mig ekki
geta sagt um, hvort ég kæmi
sem gagnrýnandi, þa^ sem ég
hefði ekki séö sýninguna — þar
fyrir utan ekki skyldur til að
svara“.
— Og fór þá Steingrímur að
hvessa augun?
„Hann krafði mig þá enn
sagna um, hvort ég kæmi sem
„kritiker" og lét fylgja með
dylgjur um skrif mín í Morgun-
blaðið. Helzt dettur marini í hug
að hann hafi viljað stofna til
deilna, en honum varð ekki að
þeirri ósk sinni, því að ég sagð-
ist ekki hafa tíma til að þrasa
við hann (var á leiö norður á
land og skrifaöi syrpuna um
nóttina) — snerist þvínæst á
hæli og hélt áfram göngu minni
milli sýninga.
Ég kannaðist ekki við að hafa
séð annars konar augnaráð en
flótta- og vesældarlegt er ég
hélt burt... tilgangur frásagnar
Steingríms um daginn má vera
augljós, en þaö er samvizkumál
hvers og eins hvaða meðul hann
viíl nota framleiðslu sinni til
framdráttar en samsafn lágkúru
hefu-r ekki hingað til og mun
heldur aldrei auka míkrómilli-
grammi við listgæði verka nokk-
urs manns“,
— Steingrímur sagði þig
menntunarlausan vera í list-
fræði?
„Þaö er ósatt. Ég var f fimm
ár á listháskóla erlendis". — GG
ÍWÍWií
Hún var á leiðinn; út af vellin-
■m
„Gátu þeir fengið að skqða í
kottið?“ — „Nei, þvf miður. Hún
'mfði éngan lykil og það var læst“.
Aftur var skipzt á augnaskotum.
— Makalaust hve margir, sem leið
':®a um hliðið hjá þeim, hafa
'”nt lyklum sínum að farangurs-
"'Ӓnslunrii!
Þá var að senda eftir bifvéla-
•'rkja og í hönd fór nokkur bið. —
Agar svo bifvélavirkinn kom þá
nr ékki léngur þörf fyrir hann. —
’ ■'’killinn að farangursgeymslunni
'■’afðj allt f einu fundizt. — En sú
'npni! Og þó ...!
í farangursgeymslunni hafði
■'’essuð konan þrjá kassa af bjór,
’'Há kassa af sterku áfengi og
'•'mstrin öll af matvælum (andviröi
''eirra 40 dollarar) „Hvernig f ó-
-köpunum var nú þetta allt komið
■'irna allt í einu?!“
Enginn vissj neitt. Enginn skildi
nn né niður i neinu.
„Þeir héldu þó ekkj að hún væri
ð smygla?"
Nooo .. ekki endilega það, en
hmm. .. Viljið þér ekki koma með
'kkur og rabba aðeins við okkur?
Konan, sem lögregluþjónarnir
'tððvuðu í Vallarhliðinu kl. 17.40
! gær, var ekki eina tilvikið, þar
sem fundizt hefur í farangrinum
ótollafgreiddur varningur. Það eru
alltaf nokkur brögð að því, en kann
'.ki sjaldan nú orðið, að menn séu
svo stórtækir. — GP
„Frelsisskrá barnanna" í sjónvarpsumræðum
Það var Emil Björnsson frétta
stjóri sjónvarpsins sem svaraði í
símann hjá sjónvarpinu er Vísir
hringdi þangað í morgun þeirra
erinda að fá upplýsingar um þátt
Magnúsar Bjarnfreðssonar, Sjón
arhorn, sem er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöid. „Ég get sagt
þér alit um þennan þátt hans
Magnúsar“, sagði Emil. „Þetta
verður áreiðanlega ágætur þátt
ur. Hann tekur svo athyglisverð
mál til meðferðar.“
„Magnús ætlar að tala við fyrsta
fastráðna fangelsisprestinn, sem
ráðinn hefur verið til starfa. Það er
séra Jón Bjarman, sem áður gegndi
starfi æskulýðsfulltrúa Þjóökirkj-
unnar. Að sjálfsögðu mun hann
ræða um fangelsismál við Magnús",
sagðí Emil.
„Nú“, hélt hann áfram, „svo ætl-
ar Magnús að taka fyrir mál, sem
þið á Vísi hafið góðu heilli vakið
máls á og fylgt eftir, en þar á ég
viö vinnuþrælkun barna, þar sem
óhentugar stundaskrár eru.
í þættinum ætlar Magnús aö fá
til þátttöku ’i umræðum um fræðslu
mál Lenu M. Rist, sem kom fram
með „frelsisskrá barnanna“ í Vísi
á dögunum. Auk hennar munu taka
þátt í umræðunum Jónas B. Jóns-
son fræðslustjóri, Karl Guðjóns-
son fræðslustjóri Kópavogs og Þor
steinn Hannesson, sem mun vera
) barnaverndarnefnd Kópavogs."
—ÞJM
Yerður meistaratignin
tekin af Keflvíkingum?
— Við munum flýta okkur
hægt í þessu máli, enda höf-
um 'ið alla vikuna til stefnu,
sagði Stefán Runólfsson, for
maður Iþróttabandalags Vest
mannaeyja, þegar blaðið
hafði samband við hann í
morgun og spurði hvort ÍBV
hefði kærfc það, að Birg*r Ein
arsson lék í liöi Keflvíkinga á
sunnudaginn.
Birgir var sem kunnugt er
settur í tveggja leikja keppn
isbann á dögunum og töldu
Keflvíkingar að hann hefði
setið yfir tvo tilskilda leiki,
þar sem hann lék ekki genn
Tottenham eða gegn Ár-
mann í bikarkeppni 1. flokks.
Þess má geta að Birgir hefur
leikið fáa Ieiki í meistara
flokki í sumar.
— Við erum aö rannsaka
öll gögn í málinu, sagði Stef-
án ennfremur, or> nprsónulega
tel ég að Birgir hafi ekki ver-
ið löglegur gegn okkur. Hvort
við kær’im imkmn verður tek
in .kvörðun um síðar í vik
unni. —Hsím
Leikarar
í gæsa-
takti
„Það eru amerískir liðþjálfar,
sem kenna leikurum f Höfuðs-
manninum gæsaganginn”, sagði
sagði Klemens Jónsson, blaða-
fulltrúi Þjóðleikhússins, er Vís-
ir ræddi við hann f morgun.
„Þetta eru röskir strákar — van-
ir hermennsku og hafa eflaust
stúderað þýzka gæsaganginn".
— Ekkert vont að kenna leik-
urum að halda gæsatakti?
„Nei, nei, þetta eru ungu
strákarnir, sem marsera, en ann
ars erum við 50—<60 í sýning-
unni og margir okkar- í mörgum
hlutverkum".
„Höfuðsmaðurinn frá Köpem-
ick“ verður væntanlega frum-
sýndur í næstu viku. Ámi
Tryggvason er í aðalhlutverki,
„leikur- höfuðpaurinn sjálfan".
sagði Klemens, en leikstjóri er
Gísli Alfreðsson. Leikurinn er
eftir Carl Zuckmayer. — GG