Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 21. september 1971. 9 íslenzk a — Hilmar Kristjónsson aðstodar t>arlenda v/ð framfarir, sem eiga oð þrefalda sjávarafla Það má víst deila um það, hvort ísland sé „þróað“ eða „vanþróað“ á ýmsum sviðum. Á einu sviði hafa íslendingar þó að minnsta kosti verið meðal hinna fremstu. Afköst íslenzkra fiskimanna hafa verið heimsmet. Þeir hafa á undanförnum árum aflað allt að 200 tonnum á hvern fiskimann ár hvert, sem er feikimikið, þegar haft er í huga, að þjóðir ýmissa suðlægra ríkja verða að sætta sig við að fá úr sjó ein fimm tonn eða jafnvel minna á ári fyrir hvern fiskimann sinn. Þessi forysta íslendinga byggist hvort tveggja á dugnaði og útsjónarsemi sjómanna og tiltölulega góðum vélakosti. Úr þessum jarðvegi hafa sprott- ið margir sérfræðingar, sem sumir hverjir hafa sótt heim fjarlægar og „vanþróaðri“ þjóðir og miðl- að þeim af þekkingu sinni. Einn besrara manna er Hilmar Kristjónsson verkfræðinsrur, sem um þessar mundir er að kenna fólki í Indónesíu, lengst austur í Asíu, að veiða fisk. 809 þúsund fiskimenn með úreltar aðferðir Hilmar hefur undanfarin 19 ár starfaö hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna og verið for- stöðumaöur veiðarfæra ög veiði- tæknideildar stofnunarinnar, sem annast það mikilvæga verk efni aö aðstoða vanþróuð ríki við uppbyggingu sjávarútvegs. Fólkið i Indónesíu er um þessar mundir að gera mikið átak til að auka sjávarafla, enda á þetta eyjaríki fullt í fangi með að ala c-nn fyrir þeim 116 milljónum manna, sem þaö byggja. Indónesía er sjötta fjölmenn- asta ríki veraldar. Ríkisstjórnin telur mikið undir því komið, að unnt verði að auka sjávarútveg. sem gefi fæöu auðuga að eggja- hvituefnum, sem jafnvel megi flytja út. Hvorki meira né minna en 800 þúsund fiskimenn eru í Indónesíu, en engu að síður nota fiskimenn nær eingöngu hefðbundnar og úreltar aðferðir og veiða skammt frá ströndum. Einu nýtízkulegu veiðamar á fjarlægari miðum eru gerðar af erlendum skipum, sem rekin eru í samvinnu við fyrirtæki í Indó- nesíu og með sérstökum leyfum. 200 milljóna áætlun undir stjóm Hilmars Hilmar Kristjónsson er þang- að kominn á vegum FAO, en sú stofnun og fleiri alþjóðlegar stofnanir styrkja indónesísk stjórnvöld við framkvæmdaáætl un í sjávarútvegi á eyjunum Jövu, Súmötru, Norður-Celebes og Vestur-ÍTian og víðar. Sam- taJs mun aðstoð aiþjóðlegra stornana nema um tólf milljón- um dollara eða rúmum milljarði íslenzkra króna, og rikisstjórn Indónesíu leggur fram átta rnilljónir dollara á móti. Fisk- veiðadeild FAO skipuleggur á annan tug einstakra stórfram- kvæmda í sjávarútvegi Indó- nesíu, og Hilmar Kristjónsson segir i viðtali, sem birt er i fréttabréfi FAO, að til samans sé þetta stærsta átak, sem stofn unin hafi nokkru sinnj gert í einstöku riki, miðað 'úð útgjöld og fjölda framkvæmda. Hann kveðst vongóður um, að með tím anum muní Indónesía geta þre- faldað núverandi framleiðslu sina á sjávarafurðum. Hilmar veitir forstöðu .fram, kvæmda- og þjálfunaráætlun. sem hefur aðalstöðvar í höfuð- borginni Djakarta. Á hans veg- um starfa sérfræðingar FAO og Indónesar. Áætlunin tekur til tveggja ára og á að verja um 200 milljónum króna til að bæta tækniþiálfun í nýtízkulegum sjávarútvegi við fiskiönarhá ':ól ann í borginni og fiskiðnaðar- skóla og sjómannaskóla. Meðal annars verða innfæddir biálfaðir í skipasmiðum, fiskifræði og úr- vinnslu og meðferð sjávaraf- urða, auk sölumennsku og mark aðsrannsókna. Stjórnvöld lát.a f. té 6 —8 kennsluskip til þessa. Auk framangreinds verkefnis mun nann verða ráðunautUr fiskimálastjórnar Djakarta og aðstoða við samræmingu allra fiskveiðiáætlana FAO í Sandinu. • Eggjahvíta og gjaldeyrir í viðtali, sem fréttamenn áttu við Hilmar í Róm, skömmu áður en hann hélt til Indónesíu, ræddi hann um það mikla ve>kefni, sem framundan er í Indónesíu. „Aðeins örfáir af 260 þúsund fiskibátum í landinu eru vél- væddir," sagði hann, og hann benti á þá möguleika, sem mættj skapa með nýtízkulegum aðferð- um í togveiði og notkun snurpu- nótar, sem hefðu verið teknar upp meö frábærum árangri i vanþróuöum rfkjum eins og Thailandi og Filippseyjum. Hilmaj- sagöi, að efling sjávar- útvegs mundi ekki aöeins veita Indónesum meira magn eggja- hvíturfkrar fæðu, heldur auka gjaldeyristekjur ríkisins og stuðla að efnahagslegum fram- förum. bættum lífskjörum op félagslegum framförum í land- inu. Auk framangreindrar fram- kvæmdaáætlunar i höfuðborg- inni Djakarta skinuleggur FAO fjögurra ára áætlun í Vestur- Irían sem er strjálbý! eyja en hefur auðug fiskimið í grennd. Hilmar Kristjónsson þróuðu ríkin. 19 ára starf að aðstoð við van- BSIIBIBBil m IFfiW iiHnRiiiniP Þessar framkvæmdir hófust i fýrra og er stefnt að auknum túnfisksveiðum og gjaldeyris- tekjum, sem af þeim munu leiða. I fýrra kom einnig til fram- kvæmda í Vestur-Írían áætlun um fiskirækt, sem nýtur styrkja frá sérstökum sjóðum Samein- uðu þjóðanna, sem hollenzka stjórnin leggur mest fé til. Samdi „biblíu sjávar- útvegsins“ Hilmar Kristjónsson er liðlega fimmtugur viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Hann sótti sjóinn f skólaleyfum og sigldi með vélbátum og togurum. Að loknu viðskiptafræðinámi hélt hann til Kalifomiuháskóla og stundaði verkfræöi. í Kalifomíu stundaði hann sardínuveiðar og síðan sildveiðar við Alaska. Sagt er að fáir menn f heim- inum standi Hilmari á sporði um þekkingu á veiöitækni og veiö- arfærum. Hann annaðist á sín- um tfma útgáfu á fyrstu verk- fræðilegu handbókinni í fiskveið um, sem hefur verið kölluð ..Biblía sjávarútvegsins“. Hann hefur farið vfða um lönd og miölað af þekkingu sinni. Hann átti mestan þátt f fram- förum. sem urðu í indverskum sjávarútvegi eftir 1954, ásamt öörum íslendingum, Guðjóni Illugasynj skipstjóra frá Hafnar- firði cg Skapta Jónssyni skip- stjóra frá Hrísey, sem fóru til Indlands og geröu innfæddum Ijósa kosti vélbátaútgerðar, en Indverjar höfðu ætlað að sleppa því millistigi og hefja strax út- gerð stórra togara. Fór svo, að vélbátaútgeröin á Indlandi olli mikilli aukningu sjávarafla og funda nýrra gjöf- ulla miða við landið. „Fjögur skref frá bátskeljunum“ Fyrir tveimur árum sagði Hilm ar Kristjónsson f viötali í Vísi: „Fyrsta skrefiö frá bátskeljum fiskimanna til dæmis f Austur- Pakistan eða á Ceylon, eða hvar sem aðstoðar er þörf, er að fá vélar í bátana. Ánnað stóra stökkið verður, þegar vélarafli er beitt í meöhöndlun veiöarfær- anna. Þriöja þrepið eru veiðar- færi úr gerviefnum, og loks er það fjóröa fiskileitin með flókn- um tækjahúnaði, Þetta er aö koma, hægt og hægt. Tæknihjálpin hlýtur aö aukast stórlega fyrst og fremst með vilja og áta^ki viðkomandi þjóða og stundum aðstoö tækni- hjálpar Sameinuöu þjóð- anna . ..“ Hilmar Krfstjónsson hefuT helgað sig því göfuga starfi að aðstoða vanþróaðar þjóðir ti! sjálfsbjargar bægja frá dyrum þeirra vofum hungurs og fátækt ar og eera h°iminn betri á þann veg, ekki aðeins þeim heldur okkur öllum. — HH Ertu ánægð(ur) með stundaíöfluna? Ómar Ragnar Jónsson, 9 ára f Hvassaleitisskóla: — Nei, ekki þegar ég þarf að fara í sund á morgnana og bíða svo fram að hádegi eftir að skólinn byrji. — Það er svo sjaldan, sem ég nenni að fara heim í strætó að borða á milli. Páll Kolka Haraldsson, 11 ára í Austurbæjarskólanum: — Hún er alveg í lagi. Ég er fyrir há- degi í skólanum og þarf aö koma í aukat'ima eftir hádegi þrisvar í viku, i dönsku og sund. Hver tími er 40 mínútur, og ég verð að gera sérstakar ferðir fyrir þá. Ingvar Bendej:v 11 ára 1 Austur- bæjarskólanurrt:'— Ég er skólan um fyrir hádegi. Fjóra daga 1 viku verð ég svo að fara í auka tíma eftir hádegi, það er í sund, teikningu og svoleiðis. Ég verð að fara heim á milli í hádégis- mat. Hildur Helgadóttir, 12 ára í Laug arnesskólanum: — Ég er bara ánægð með hána. Það eru raun- ar aukatímar eftir há'" :g; nokkr um sinnum í viku, en ég slepp við þá flesta af þvl ég er sko handleggsbrotin. Þegar mér verð ur batnað verð ég svo að fara í sund, leikfimi og allt það. — Þá þarf ég að fara f skólann eftir hádegi alla daga nema tvo. Einar Páll Indriðason, báðir 8 ára og nemendur í Álftamýrar- skója: — Við erum báðir í skól- anum á morgnana. segir Örn. Ég þarf bara aö fara f skólann eftir hádesi einu sinni f viku. Það er 1 söng. Einar þarf svo að fara tvisvar. Nefnilega líka ? handavinnu einn daginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.