Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 21.09.1971, Blaðsíða 6
6 Bautasteinn Einars — Sæmundsen reistur í Heiðmörk Eftir fráfall Einars Sæmund- sen framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags Reykjavlkur og for manns Landssambands hesta- mannafélaga ákváöu stjómir Skógræktarfélags íslands og Landssamband hestamannafél. að beita sér fyrir því, að réistur yrði bautasteinn til minningar um Einar og mikilvæg störf hans í þágu nefndra féiagastamtaka. Var bautasteininum valinn stáð ur í Heiðmörk, en Einar hafði sem framkvæmdastjóri Skógrækt arfélags Reykjavikur haft aðal- umsjón með allri ræktun þar og framkvæmdum um 25 ára skeið. Steinninn er úr íslenzku gabb rói og ber þessa áletrun: Þennan stein reistu skógræktar- menn og hestamenn 1971 til minningar um Einar G. E. Sæ- mundsen. Bautasteinninn var reistur i Heiðmörk sl. laugardag. Komu þar saman ættingjar Einars auk margra samstarfsmanna hans og vina a'f vettvangi hesta- mennsku og skógræktar. Við minningarathöfn, er þá fór fram, fluttu ávörp þeir Hákon Guö- mundsson formaöur Skógræktar félags fslands og Albert Jóhanns son formaður Landssambands hestamannafélaga, en viðstaddir tóku lagið undir stjóm Odds Andr<i Hsonar. Að ithöfninnj lokinni buðu stjómir hestamannasambands- ins og Skógræktarfélagsins til kaffidrykkju að Þorgeirsstöðum, bjálkahúsi Nordmanslaget i Reykjavík, 1 Heiðmörk. Tveir nýir í varnarmálanefnd I gær skipaði utanríkisráð- herra þá Valtý Guðjónsson úti- bússtjóra í Keflavík og Hannes Guðmundsson, fulltrúa í vamar máladeild til að taka sæti í varn a'rmáianefnd, en fyrir sitja i nefndinni þeir Hallgrimur Dal- berg skrifstofustjóri félagsmála ráöuneytis, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri og Páll Ásg. Tryggva son. sendifulltrúi og forstöðu- maður deildarinnar en hann er formaöur varnarmálanefndar Kratar styðía Kína Alþýðuflokkurinn hefur gert þá ályktun í þingflokki sínum að hann telji rétt að Alþýðulý.ð veldið Kína fá; aðild að Samein- uðu þjððunum og taki sæti Klna I öryggisráðinu. Hins yegar , telur flokkurinn að ónauðsyr)legt sé að Taiwan hverfi úr S.þ.— Leggur flokkurinn til að ísland greiði atkvæði með inngöngu al- þýðulýðveldisins, en gegn brott- vísun Taiwan. Jafnframt bendir flokkurinn á að rétt vær; að ís- land tæki upp stjórnmálasam- band við alþýðulýðveldið og möguleikar á viðskiptum viö þaö athugaðir. Haldið áfram við Sigöldu Á stjómarfundi Landsvirkjun ar á laugardaginn var, var á- kveöið að halda áfram verkfrœði legum undirbúningi að 150 MW virkjun I Tungnaá við Sigöldu. Samþykktin var send eignaraö- ilum, ríki og Reykjavíkurborg og verður nánar skýrt frá virkj- unaráætlunum Landsvirkjunar innan skamms. F ' VlSIR Þriðjudagur 21. september 1971. 335 Hvar eru sérfræð- ingarnir? M. R. hringdi eftirfarandi: „Hvað er að gerast I þessum læknamálum hér á landi? Við eigum fjölda hámenntaðra sérfræðinga, sem starfa erlenö is, en að þessum ungu mönnum er ekki hlúð á nokkum hátt. — Á ekki landlæknir að fylgjast með því, hverjir af Iæknum okk ar starfa erlendis, og bióða þeim hingað heim til starfa, þegar þörf er fyrir þá? Hvemig var það með gervinýrað hér um ár- ið? Þá var fluttur inn með þv’i hálfmenntaður maður, til að hafa yfirumsjón með því hér — en samt eigum við sérfræðing í nýmasjúkdómum og gervinýra starfand; I Bandaríkiunum. Þessum málum er ekki gefinn gaumur sem skyldi. Okkur er bezt, íslendingum, að fylgjast betur með framþróuninni og losna af aldamótastiginu sem fyrst — öðruvísi verður þjóðar- hag ekki borgið!“ Miðanúmerin áttu ekki við fjölda gesta á sýningunni HM/KK skrifa: „Auglýsing frá alþjóðlegu vörusýningunni I Laugardai birt ist I Morgunblaðinu (og e.t.v. 1 öörum blöðum). Við erum hér tvær, sem finnst þessi auglýs- ing villa fyrir lesendum blað- anna að nokkru leyti. Var þar m.a. sagt, að 50.000. gesturinn kæmi væntanlega það kvöldið Sá gestur átti að fá rausnarleg verðlaun, sem við munum ekki hver vora, en það skiptir heldur ekki meginmáli. — Tilgangurinn var auðsær. En þetta gat bara' ekki stað- izt þar sem við fóram á þessa sömu sýningu þrem dögum áð- ur (á miðvikudanskvöldil og þá var miðinn minn nr. 53097. Þetta finnst okkur vera að tæla fólk á sýninguna'. Auðvitað getur verið eðlileg skýring á þessu og þætti okkur vænt um að heyra hana, ef hún er til“. Ja. hvort það er til skýring", sagði Ragnar Kjartansson fram kvæmdastjóri kaupstefnunnar, sem annaðist þessa sýningu, en við lásum upp fýrir hann bréfið. „Jú, skýringin er hreint og beint sú, að miðamir voru ekki númeraðir frá EINUM. — Þeir byrjuðu á nr 10.000 .. eða var það nr 15.000? — Ég man ekki i augnablikinu, hvort það var, en alla vega sýndi númerið á miðanum ekki númer hvað gest urinn var. sem miðann fékk. Auk þess vora í umferð tvenns konar miðar — fullorð- insmiðar og barnamiðar — og það þurfti að leggja saman fjölda seldra bamamiða (sem byrjuðu heldur ekki á númer eitt) og fjölda seldra fullorðins miöa. til að fínna út, hver væri 50.000 gesturinn. Að þessu hafa fleiri spurt mig heldur en HM og KK, en svona liggur nú í þessu“. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 'I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.