Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 5
kvöld Mikið af landsleikjum verður háð í Evrópu í kvöld og meðal annars V í SIR. Miövikudagur 13. október 1971. Spjallað og spáb um getraunir: Skotmenn vopnabúrsins hafa ekki unnið á..Brúnni"í 8 ár Leikimir á næsta get- raunaseðlí nr. 31 — leik- dagur 16. október — eru snúningsleikir frá fyrstu umferð keppninnar, sem var 14. ágúst. Fimm þeirra lauk með jafntefli þá — fimm Iiðanna unnu á heima velli, en tvö á útivelli. Eft- ir þessu að dæma ættu lið in, sem'nú leika á héima- velli, að teljast sigurstrang legri í mörgum leikjanna. En við skulum byrja á því i dag að líta á úrslitin 14. ágúst: Arsenal—Chelsea , 3-0 Coventry—Stoke 1—1 C. Palace—Newcastle 2—0 Derby—Manch. Utd. 2—2 Hudderfield—Leicester 2-2 Ipswich—Everton 0—0 Liverpool—Nottm. For 3-1 Manch City—Leeds 0—1 Sheff. Utd, —Southampton 3—1 West Ham-WBA 0—1 Wolves—Tottenham 2-2 Blackpool—Swindon 4-1 möguleikar á enn einu jafntefli í Leeds. Leicester—Huddersfield 1 Þegar liöin mættust í 1. deild i Leicester 1970 varð jafntefli 1 — 1 og það er eini leikur liðanna í deildakeppninni síðustu 8 árin inn- byrðis En nú ætti Leicester með öllum sínum nýju leikmönnum að hafa góða mögueika á sigri. Manch. Utd.—Derby 1 Þetta er erfiður leikur og eitt- hvað veröur þar undan að láta. Manch Utd hefur unnið alla fimm leiki sína á „heimavöllum“, en Der- by hefur ekki tapað leik ennþá. í fyrra vann Derby 2—1, en United árið áður 1—0, en það var fyrsta ár Derby í 1 deild eftir 16 ára fjar- veru Nokkrir leikmanna Derby taka þátt í erfiðum landsleikjum í kvöld (sjá frétt á öðrum stað á s'fðunni) og kann það að hafa áhrif á laugardag, Þess vegna reiknum við frekar með sigri heimaliðsins. Newcastle—C. Palace 1 Newcastle vann 2—0 á síðasta keppnistímabili og ætti einng að sigra' nú. Nottm. Forest—Liverpool 2 Liverpool hefur oftast haft tak á Forest bæði í Nottingham og Liverpooi, vann t.d. í' fyrra 1—0 og það er spáin að þarna verði fyrsti útisigurinn á seðlinum. Southanipton—Sheff. Utd. X Tvö lið, sem oftast hafa mætzt 'i 2. deild. Þau hafa ekki mætzt í Southampton í 3 ár, en '68 varð jafntefli milli þeirra þar og við höfum litla trú á, að Sheff. Utd. tapi þriðja leiknum í röð. Stoke—Coventry 1 Stoke er sterkt lið á heimavelli og hefur unnið Coventry þar tvö síðustu keppnistímabilin. Serini- lega verður það sama uppi á ten- ingnum nú, en rétt er þó að hafa Og þá nánar eiristakir leikir: Chelsea—Arsenal X Síðustu átta árin hefur Arsenal (vopnabúrið) aðeins náð einu jafn- tefli á Stamford Bridge, en tapað hinum leikjunum sjö. I fyrra vann Chelsea 2 — 1 og 3—0 áriö áður. En Arsenál ætti nú að hafa mögu- leiká á stigi — jafnvel sigri, þó við höllumst frekar að jafnteflinu. Everton—Ipswich 1 Á síðasta keppnistímabili vann Everton 2—0 og árið áður 3 — 0. Þó enn séu mikil meiðsli hjá leik- mönrnun Everton ætti liðið að geta sigrað Ipswich. Leeds—Manch. City X Síðan Manch. City komst aftur í 1. deild 1966 hefur liðið einu sinni unnið Leeds gert eitt jafntefli, en tapað þremur leikjum. Leeds hefur nú gert 3 jafntefli heima í 6 leikj- um, og unið þrjá leikj og þama eru í huga, að Coventry hefur unnið í þremur síðustu leikjunum Tottenham —Wolves 1 Tottenham hefur ekki gengið vel með Úlfana á heimavelli undan- farin ár og ekkj unnið þá á White Hart Lane s'iðan 1968 En Totten- ham er.nú með mjög góðán árang- ur á heimavelli sínum, en Ijifárnir lélegir á útivelli svo þarna ætti að geta orðiö heimasigur. W.B.A.—West Ham 1 West Bromwich hefur unnið West Ham á heimavelli sínum sjö síðustu árin og ætti einnig aö vinna nú. Swindon—Blackpool 1 Swindon hefur undanfarin ár ver- ið dæmigert heimalið og hlotið þar nær öll sín stig. Því veðjum við á heimasigur, enda árangur Biack- pool mjög slákur á útivöllum, fimm tapleikir og aðeins einn vinn- ingur í sex leikjum. KR-ingar eiga löngum til að koma á óvart og það gerðu þeir sannarlega gegn Ármanni víkurmótinu í handknattleik og unnu 14—12. Hér hefur einn KR-ingur sloppið inn Ármanns. á Reykja- fyrir vörn áhugamannareglur hjá HSl Á þingi Handknattleiks samband íslands um helg ina voru samþykktar nýj- ar áhugamannareglur fyrir handknattleiksmenn og fer það helzta úr frumvarpinu hér á eftir: 1. grein. Áhugamaður má ekki veita við- töku peningum eða jafngildi pen- inga og heldur ekki verðá sér úti um fjárhagslegan ábata með þátt- töku sinnj í íþróttum. Verðlauná- gripir eru þó undanskildir þessu atriði 2. grein. Án samþykkis handknattleiks- sambandsins er áhugamannj ó- heimilt að taka þátt í eftirfarandi: a) Keppnj eða sýningum þar sem hagnaöurinn rennur til einka- aðila eða annarra aðiia sem ekki eru tengdir iþróttahreyfingunni. b) Keppni sem atvinnumenn taka þátt í. c) Keppni þar sem einhver veð- mál eru leyfð. d) 1 auglýsjngastarfsemj sem ein- staklingur. 3. grein, Áhugamaöur má ekki veita við- töku verðlaunum, sem eru svo verðmæt, að þau eru í ósamræmi við eðli keppninnar. Eigi má veita viðtöku verölaun- um í peningum eða neyzluvörum. Óheimilt er að veðsetja verðlauna- gripi Stjórn H.S.Í. sér um áð á- kvæði þessu sé fylgt. 4 grein. Heimilt er að veita viðtöku ferða- og dvalarkostnaöi vegna þátt töku 1 ’iþróttamótum, ennfremur vegna dvalar i æfingábúðum og á námskeiðum. Vegna þátttöku í íþróttamótum erlendis, svo og vegna þátttöku í aiþjóöamótum 1 eða landskeppn' innanlands er heimilt að greiða saungjarna vasapeninga. Sambandsstjórnin ákveður upp- hæöir, sem fullnægja eiga útgjöld- um vegna ferða og dvalarkostn- aðar 7. grein. í Sambandsstjórnin úrskurðar um brot á áhugamannareglum, en úr- skurði hennar má áfrýja til fram- kvæmdastjórnar ÍSI Óski atvinnu- iþróttamaður eftir að öðlast áhuga- mannaréttindi á ný getur sambands stjórnin veitt þau á ný, þó eigi í fyrr en 6 mánuöum eftir að at- , vinnumennskunni lauk. 8. grein. Þessar reglur hindra ekki, að á- hugamaður geti keppt I ööru landi ; í samræmi við þar gildandi áhuga- mannareglur (og sé þá háður á- hugamannareglum er þar gilda) Þó 'verður hann ætíð að hlíta reglum 1, 4 og 5. 9. grein. Atvinnumaður í annarrj iþrótta- grein er ekkj hlutgengur til keppni isern áhugamaður í handknattleik. leika öll landsliðin á Bretlandseyjum. Liðin fara hér á eftir, enda gott að hafa nöfnin í huga í sambandi við get raunirnar. Litlar breytingar gerói Sir Alf Ramsey á enska landsliðimi, sem leikur í Basel í Sviss í kvöld, en talsvert kom á óvart áð hann valdj Poul Madeley að- eins tij að elta bezta mann Sviss. Enska liðið er þannig: Gordon Banks (Stoke), Chris Lawler (Liverpool). Terry Cooper (Leeds), Alan Mullery (Tottenham), Roy McFarland (Derby), Bobby Moore (West Ham), Francis Lee (Manch. City), Poul Madeley (Leeds), Martin Chivers (Tottenham), Geoff Hurst (West Ham) og Martin Peters (Tottenham). — Varamenn eru Shilton (Leicest- er), Hunter (Leeds), Rad- ford (Arsenal), Summerbee (Manch City) og Hughes (Liver- pool)/ ' Tommy Docherty valdi sitt fyrsta skozka landslið og þar eru meðal annars tveir Ieikmenn frá Arsenal, Liðið er þannig: Bob Wilson (Arsena'l), Jardine (Rangers), Eddie Colquhoun (Sheff. Utd.) Stanton (Hibem- ian), Hay (Celtic), Billy Bremn- er (Leeds), fyrirliði, George Graham (Arsenál), Gemmill og O’Hara, báðir Derby, Jimmy Johnstone (Celtic) og Alex Cropley (Hibemian), Þá verður landslið Wales þannig skipaö gegn Finnlandj í Cardiff, en Skotland leikur við Portúgal í Glasgow og þar leik- ur Eusebio sinn 50. landsleik fyrir Portúgal. Wales: Garry Sprake (Leeds), Peter Rodriques (Sheff. Wed.), Rod Thomas (Swindon) Terry Hennesey (Derby), Mike Eng- land (Tottenham), Trevor Hockey (Sheff. Utd.), Evans (Swansea), Reece (Sheff. Utd.), Roberts (Arsenal), John Toshack (Liverpool) og Alan Durban (Derby) Af þessu má sjá að þeir eru ckki fáir leikmennirnir frá Der- by, sem verða í eldlínunni í kvöld, m. a. leikmenn eins og Hennesey og Durban, sem ekki komast þar í aðalliðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.