Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 6
G V í SIR. Miðvikudagur 13. október 1971, Flytjum v/ð alla mann- gæzkunq út? „NirfiU“ hringdi: „Það ætla ég að vona, aðein hverjir af þessum talsmönnum fyrir peningasafnanir handa bág stöddum erlendis hafi lesáð „Vís ir spyr“ ykkar í dag (8. okt.). Það kom í ljós, að enginn af þeim spurðu hafð; gefið fé í söfnunina eða fastað um helg ina fvrir Pakistanflóttafölkið. — Einn ^ugðist aldrei hafa gefið i þessar safnanir.' Ekki ég heldur. — Ekki nema átt hafi í hlut einhveriir hér heima, sem misst hafa' allt sitt í eldsvoða eða eitthvað. Og ég held, að fjöldanum cé svipað innanbrjósts og mér í þessum efnum. Það eru svo margir, svo margir hér heima, sem eiga í einhverjum erfiðleik um, bara fjárhagserfiðleikum — og líða brátt áfram skort. Og mér finnst satt bezt að segja, að okkur væri nær að snúa okk ur að því að rétta þeim hjálpar hönd fyrst, áður en við getum notið gleðinnar af þvf að gera einhverjum f alit öði*ám heims- hlutum. Þar sem ég hef heyrt þetta bera á góma hjá fólki, verð ég var við, að margir eru sömu skoðunar og ég. En enginn þeirra vogar sér að láta þetta áldt í Ijós, því að þeim verður t Iagt það til mannvonzku og nirfilsháttar. Af sömu ástæðu vil ég leyna nafni mínu, þvi að viss er ég um, að mönnum þyki ég harö brjósta, og ef þeir vissu nafn mitt, tja .. en Iátum það lággja á milli hluta.' Mér finnst bara að allur þessi náungakærleikur og öll mann- gæzkan, sem liggur að baki fjár söfnunum, þoli ekki svona mik inn útflutning. Nær væri að láta meira gott af sér leiða hér heima.“ Víst er upphlutur fallegur Ein þjóðleg skrifan „Eg var að lesa bréf „V“ f dálkinum „Lesendur hafa orð- ið“ Þar sem hún spyr hvort fsl. upphluturinn sé fallegri en flegn ir kjólar, bæði að ofan og neð- an, — ef ég má svo að orði komast, — þá getur hún huggað sig við það að hún er ekki sú eina sem finnst upphluturinn fallegasta skart sem hver fsl. kona getur verið stolt af að bera. Ég á upphiut sjálf og er ekki neitt svo ýkja gömul, eða 24 ára, en það er aftur á móti annað mál að ég færi ekki í honum á skemmtistaðina hérna. Finnst það ekki passa. En aftur á nlóti skarta ég honum á þorrablótum og eins í Þjóðleik- húsinu og við önnur álfka tæki- færi. P.S. Þetta er nú mitt álit, en ég efast ekki um að karlþjóð- inni finnist hitt meira krassandi, ekki satt?“ Jú. því er vist varla hægt að nelta. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Atvinnurekend ur Óska eftir útkeyrslu eöa öðrum akstri. Hef meira- próf bifreiðastjóra. Uppl. í síma 35931 eftir kl. 7. Sendisveinn óskast til starfa strax, hálfan eða allan daginn. — Uppl. í síma 11421 milli kl. 1 og 5. Sláturfélag Suðurlands Skúlagötu 20. . ... SÍMASKRÁIN 1972 Símnotendur í Reykjavík, Seltjamamesi, Kðpavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnot- endur góðfúslega beðnir að senda breytingar skriflega fyrir 1. nóv. n. k. til Bæjarsímans auðkennt símaskráin. Bæjarsiminn Deilt um Tjömina Menntaskólamenn við Tjörn- ina eru sárgramir kollegum i MR fyrir að apa upp eftir sér þá ungu „tradisjón“ að skfra busa upp úr tjamarvatni. Tjam- arskólamenn vilja halda þvf fram að MR eigi einkarétt á tolleringum busa, en þeir sjálfir á skírninni. Á myndinni eru víst MR-menn að busla í hinu heil- næma skímarvatni Tjamarinn- ar. Gullfaxi í vöra flutningum Þegar harðnar li ári hjá flug- félögum f farþegaflutningum er seilzt yfir í vöruflutninga, enda af miklu aö taka og sér vart högg á vatni hjá skipafélögun- um mitt 1 innflutningnum til jól- anna. Á dögunum flutti Gull- faxi fullfermi af vörum frá Glasgow 15 lestir. Er varan Þessi mynd er ein af mörgum sem nokkrir ungir menn sýna um þessar mundir á Ijósmynda- sýningu. Skemmtilegt „blöff“ i ljósmyndun að tarna, og vita- skuld lítur dæmiö mun verr út en það gerði, þegar listamaður- inn ungj var að búa tij þetta snotra verk sitt flutt á pöllum og tekur losun og lestun þvi tiltölulega skamma stund. Færeyingar borga vel fyrir lambakjötið Um 550 tonn af dilkakjöti af nýju framleiðslunni hafa verið seld tii Færeyja. Færeyingar sækja sjálfir kjötið á eigin skip- um og borga fyrir kr. 75.45 fyrit kílóið um borð f skip. Er þetta talsvert hærra verð en það sem þekkist á þeim mörkuöum, sem opnir eru fyrir þessa fram- leiöslu Reiknað er með útflutn- ingi á 2—3 þúsund tonnum af haustframleiðslunni. Haldorsen til Keflavíkur Þorlákur Haldorsen, listmál- ari er að opna sýningu á 40 oftu og pastelmyndum I Keflavík. Sýnir hann frá n.k. laugardegi í 9 daga ! húsi Iðnaðarmanna- félagsins þar syðra. Opið er daglega frá 4—10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.