Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 13
I V í S IR. Miðvikudagur 13. október 1971. Tölvan kemur ekki með fullnægjandi úrlausn nema málið hafi verið brotið áður til mergjar. „Mannlega þættinum verður aldrei sleppt — segir dr. Þorkell Helgason stærðfræðingur i viðtali um tölvuunnar stundaskrár „Tjegar verkefni er unnið fyrir tölvu, verður fyrst að brjóta það til mergjar. Það er almenn reynsla, að ef það er ekki gert getur tölvan ekkj komið með fullnægjandi úrlausn. Hinum mannlega þætti verður því aldrei alveg sleppt. Ef tölva ynní stundaskrár fyrir alla bamaskðla í Reykjavík t. d. þá ættu þær allar að vera álíka vel unnar af tölvunni, en hins vegar geta frumupplýsingamar sem koma frá skólastjórunum verið misjafnar. Ef við tökum sem dæmi, að skólastjóri hafj marga kennara í ekóla sínum, sem eru stúdent- ar viö háskólann og uppteknir í námi en kenna þegar þeir hafa tíma aflögu þá getur tölvan ekki breytt þeirri staðreynd, og stundaskráin verður ekki eins og bezt verður á kosið,“ segir dr. Þorkell Helgason stærðfræðing ur I viðtali við Fjölskyldusíðuna um tölvunnar stundaskrár. f sumar hefur dr. Þorkell athug að gerð stundaskráa með tölvum í öðmm löndum m. a. 1 Þýzkalandi og á Norðurlönd- um. Niðurstaða hans af þessum athugunum er, að stundatöflu- gerð með aðstoð tölvu virðist vera fullkomlega framkvæman- leg nú orðið. „Kostimir við slíka stunda- töflugerð era t. d. hraðinn. Eftir að frumupplýsingar hafa komið á undirbúningur gagna í tölv- una ekki að taka langan tíma og síðan ætti það aðeins að taka brot úr degi að gera stunda töfluna í tölvunni. Flestir virðast einnig vera sammála um að meöalgæði stundaskráa séu meiri, ef þær eru gerðár í tölvum. Einnig er auðvelt að gera nýja stunda- töflu, ef aðstæður breytast t. d. á miðjum vetri. Forvinnan er hins vegar lengri og undirbúningur framgagna þarf að vera nákvæmari og jafn- vel getur komið í ljós við hann, þegar málið er grandskoðað, aö æskilegt væri að gera skipulags breytingar. Þær tölvuforskriftir, sem ég hef athugað eru ekki fullnægj- andi á þann hátt, að tryggt sé, að þær gefi alltaf fullunnar stundaskrár. Það fer veralega eftir því hversu mikið tillit er tekið til aðstæðna skólakerfis- ins. Þess vegna verðuf oftast að aðlaga forskriftimar því skólakerfi, sem þeim er beitt á.“ TTvað kostar stundatöflugerð { tölvu? „Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef frá nokkrum löndum þá er hann erlendis 10—100 kr. á nemanda á ári og er þá stofnkostnaður ekki talinn með, aðeins rekstrarkostnaður." — Er hægt að vinna stunda- töflu í tölvu hér? „Það er mjög erfitt. Engin af þessum tilbúnu forsendum, sem ég hef athugað virðast ganga á þær tölvustærðir, sem við eigum núna og hvort hægt er að nota þær í væntanlega vél Skýrslu- véla fer eftir því hvaða stærð verður tekin á leigu. Þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að troða forskriftun- pm inn f minni vél og kaupa sér frið með því. Tökum sem dæmi þýzka forskrift, sem ég hef athugað. Hún er miðuð við stundatöflu fyrir skóla með 80 kennurum og milli 40 og 50 bekkjum. Þessi forskrift þarf vél af ákveðinni stærðargráðu. Hins vegar getur verið hægt að koma henni inn í helmingi minni vél en þá er ekki hægt að leysa vandamálið fyrir svo stóran skóla.“ Og ti] að skýra betur út hvert yrði verkefni tölvu í sambandi við stundatöflugerð má taka dæmi um þýzkt kerfi. Forskrift- in, sem tölvan vinnur eftir, gerir tölvunni kleift að raða saman kennuram, fögum, bekkjum og stofum á kennslustundir, þó er ætlazt til, að ákveðið hafi verið hvaða kennarar eigi að kenna hverjum bekk. Hún ræður við vandamál sins og fjöltíma- og fjölbekkjastundif og að bekkj- um sé skipt. Hægt er að útiloka vissar stundir fyrir hvern kenn- ara. Forskriftin er miðuð við einsetna skóla. -4 - SB yölskyldan og íjeimilid Smurbrauðstofan Njólsgata 49 Sími 15105 ] MUNIÐ RAUÐA KROSSINN Bifvélavirkjar óskast Bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast nú þegar, mikil vinna, gott kaup. FIAT-ÞJÓNUSTAN Síðumúla 35. Sími 31240. _ Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð á Bústaðabletti 8, miðvikudag 20. okt. 1971, kl. 15.00 og verður þar seldur gaffallyftari, Clark, talinn eign HeJIu- og Steinsteypunnar sf. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Háaleitisbraut 58—60 mikviku- dag 20. okt. 1971 kl. 10.00 og verður þar seld kæli- kista, talin eign Söbechsverzlunar. Greiðsla við ham- arshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungoruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Bogahlíð 17, miðvikudag 20. okt. 1971 kl. 9.30 og verður þar seld dísil ljósavél, Inter- national, talin eign Þórarins Kristinssonar. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda á hluti í Hverfisg. 64, sem boðinn var upp hinn 27. júlí sl. fer uppboð fram að nýju á eigninni sjálfri, mánudag 18. okt. n. k. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ásgarði 101, þingl eign Hallgríms A. Kristjánssonar fer fram á eigninni sjáJfri, föstu- dág 15. okt. 1971, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar og Skúla J. Pálmasonar hrl., fer fram opinbert uppboð að Suðurlandsbraut 12, miðvikudag 20. okt. 1971, kl. 10.30 og verður þar seld brotvél, talin eign Bókbindarans. Greiðsla við ham- arshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Jóns Arasonar hdl., fer fram opinbert upp- boð að Súðarvogi 28, miðvikudag 20. okt 1971, kl. 16.00 og verður þar seld hjójsög (CUMA-VEB.) taiin eign Trétækni sf. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættiö f Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.