Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 10

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 10
10 VISIR. Miðvikudagur 13. október Í371. Þjóðverjar slá okkur út í sundlaugamenningunni Það verður ekki anna<$ sagt en að Þjóðverjar hafi nú slegið okkur íslendinga út í sundlaugamenning- unni, sem svo mjög hefur verið státað af hér Á ferð með Loftleiðum á ,dögun- um, heimsóttu fréttamenn m. a. Wellenbad, — Öldubaöið í Diissel- dorf eða Þuslaraþorpi,. eins og Nóbelsskáldið mun hafa kailað borgina einhverju sinni. Þarna er með vissu millibili fram kallað öldurót mikið með sogdælum og er að vonum feikna vinsælt af sundlaugargestum. Laug þessi er Imjög fullkomin og sannarlega-væri jgaman að geta buslaö í öldum í |Laugardalslauginni, en fátt mun vera að vanbúnaði að setja slíkt upp hér, nema e.t.v peningahlið málsins — Myndin var tekin af Þjóðverjum í öldugangnum. — JBP Verið að stofna nýjan háskóla „Raunverulega þýðir þetta að verið er að stofna nýjan háskóla „verkfræðiháskóla“, og flytja með því verkfræði námið heim,“ sagði Magnús Már Lárusson rektor Háskól- ans í viðtali við Vísi í morg- un. I fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn arinnar er gert ráð fyrir ,,ráðn- ingu 12 nýrra kennara meö fullri kennsluskyldu í svokall- aðri verkfnæðiskor, er hafi 40% prófessorslauna, en' verði und- anþegnir rannsóknarskyldu. Hér er um nýskipan að ræða, er mið- ast við það að umræddir kenn- arar sinni jafnframt öðrum stöj'fum á sviði atvinnulífsins. Tilgangur þessarar nýskipunar er sá að leita eftir nánari tengsl um kennslunnar við atvinnulif- ið, en forðast jafnframt, að sí- vaxandj þörf háskólakennslunn- ar fyrir sérhæfða kennslukrafta á þessu sviði dragi um of til sín þjónustu þessara aðila frá at- vinnuvegum þjóðarinnar. -Af þessum 12 stöðum eru 4 í byggingarverkfræði, 3 í véla- og skipaverkfræði og 5 í raf- magnsverkfræði." Háskólárektor sagði, að verk- fræðinemar gætu núna aðeins stundað nám í þrjú ár hér heima og siðan tæku við vand- ræðin viö að komast að við er- lenda háskóla. Með ráðningu þessara nýju kennara væri unnt að Ijúka almennu fjögurra ára verkfræðinámi hér heima, en síðan gætu þeir sem vildu bætt við sig tveggja ára framhalds- námi erlendis. Ef þetta frum- varp verður samþykkt verður hægt að ráða í stöðurnar frá 1. jan. 1972. Kostnaður við þessa ráðningu er áætlaður liðlega tvær milljónir króna. Ekki liggja fyrir tölur um heildarfjölda nemenda í verk- fræðinámi við háskölann þar sem almenn skráning hefur ekkj farið fram, í haust innrituðust hins vegar 69 i verkfræði og 93 í raungreinar. Rektor tók fram, að þeir sem nú stunda nám í verkfræðideild myndu ljúka því samkvæmt eldri reglugerð. I DAG m IKVÖLD FUNDIR MINNINGARSPJÖLD Fjörufifl. Fundur í kvöld kl. 20.30. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé. .Opiö í kvöld. B.T. og Helga. TILKYNNINGAR • Náttúrulækningafélag Reykja- víkur. Fundarboð. Félagsfundur NLFR verður í matstofu félagsins Kirkjustræti 8 fimmtud. 14. okt. kl. 21. Fundarefni: Kosning full- trúa á 13. landsþing NLFÍ. — Stiórn NLFR, BLÖÐ OG TÍMARIT # Verzlunartíðindi 5. hefti 22, ár- gangs er nýkomið út. Forystu- grein blaðsins fjallar um lokunar- tíma sölubúða og hina nýju lok- unartímareglugerö fyrir Reykja- vfkurborg sem tók gildi 1. þ. m. Þá er viðtal við Óttar Möller for- stjóra Eimskipafélagsins um starf semi og framtíðaráform Eim- skips. Nýr viðskiptaráðherra, — Lúðvík Jósepsson, — er kynntur. Sagt er frá skýrslu verzlunarmála nefndar. I hagræðingarþætti er fjallað um mikilvægi kælingar á matvöru. Minningargrein er um Óskar Norðmann framkvæmda- stjóra. Viðtöl viö Hervald Eiríks- son stórkaupmann og Andreas Hauge fulltrúa Bordens Kjemi. Sagt er frá bandarískri rannsókn um aukna og/eða minnkandi eftir- spurn eftir vörum. Þá er greint frá framkvæmdum Kaupmannasam- takanna að Marargötu 2, og bygg- ingarhappdrætti . sem samtökin hafa stofnað til í því sambandi. Blaðið er skreytt mörgum mynd- um og er 'forsfðumyndin af verzl- unarhúsinu að Laugavegi 66. -— Verzlunartíðindi eru málgagn Kaupmannasamtaka íslands. Rit- stjóri blaðsins er Jón I. Bjarna- son. Formaöur Kaupmannasam- takanna er Hjörtur Jónsson. VISIR 50éS2S3 fyrir 20 aura basarinn heldur áfram og einnig verða seldir pakkar á 1 krönu, með ýmsum vörum í, þar á meðal pakkar með buxna- efni í, sem eru 30 króna virði. Kom‘ð og reynið. Vísir 13. okt. 1921. 1 - x - 2 Leikir 9. október 1971 1 X 2 - z ,\r*onal — Newcastle 1 u Covcntrj’ — Leeds 1 z 3 0 1 1 ** - Crystal Palacc — W.B.A. Derby ■— Tottcnhnni X Z -2 ITnddcrsf’Id — Mnn. Utd. \ ’! 2 0 -Í3 Ipswich — Nott’m For. X 1 - / lyiverpool — Chelsea X 0 - 0 Manch. City — Evcrton 1 1 - 0 Sheffield Utd. — Stoke Z X - i 3 Wcst Ilam — Leicester X 1 - / Wolves —• Southampton ‘XI 4 -la Portsmouth — Preston i íx / ~\i Minningarspjöld Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftírtöldum stöðum: Blómav. Blómið, Hafnar- stræti 16, Skartgripaverzl. Jóhann esa,- Norðfjörö Laugavegi 5 og Hverfisgötu 49, Minningabúðinni, Laugavegi 56, Þorsteinsbúð Snorrabraut 60, Vesturbsejar- apóteki, Garðsapóteki, Háaleitis- apóteki. ÚtsöluStaðir, sem bætzt hafa við hjá Barnaspítalasjóði Hringsins. Útsölustaðir: Kópavogsapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Árbæjarblóm ið, Rofabæ 7. Hafnarfjörður: Bóka búð Olivers Steins. Hveragerði: Blömaverzlun Michelsens. A'kur- eyri: Dyngja. Minningarspjöld Liknarsjóðs Kvenfélags Laugarnessóknar fást í Bókabúðinni Hrísateig 19 sími 37580 hjá Ástu Goðheimum 22 sími 32060 Guðmundu Grænuhlíö 3 sími 32573 og hjá Sigríöi Hofteig 19 sími 34544. Minningarkort Sly&avamaféiags íslands fást í Minningabúðinni Laugavegi 56. Verzl Helmu Aust- urstræti 4 og á skrif-stofunni Grandagarði. VEÐRIÐ ÍDAG Austan gola og Iéttskýjað fyrst gengur í suðaust- an og sunnan kalda og siðan stinningskalda og slyddu eða rign- ingu með kvöld- inu. t ANDLÁT Dagbjartur Gíslason Granda- vegi 4 andaðist 6. okt. 67 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl. 1.30 ámorg- un. Hólmfríður Sigurðardóttir, Rán argötu 9, andaðist 7. okt. 73 ára að aldri. Hún verður jarðsnngin frá Fossvogskirkju kl. 1.30 á morgun. Guðbjörg Óiafía Magnúsdóttir, Bugðulæk 2, andaðist 4. obt. 81 árs að aldri. Hún verður jarðsimg- in frá Fossvogskirkju kl. 3.00 á morgun. Ferðafélagskvöldvaka verður í Sigtúni annað kvöld og hefst kl. 20.30 (Húsið opnað kl 20.) Efni 1. Tryggvi Halldórsson sýnir lit myndir frá Borgarfirði eystra Langanesi, Rauðunúpum, Nátt- faravíkum og víðar (Myndirnar teknar í Ferðafélagsferð í ágúst sl.) 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 1. Aðgöngpmiðar á kr. 100.00 seld ir í bókaýerzlunum ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. Ferðafélag Islands i 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.