Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 3
,1 * V1SIR. Þriðjudagur 19. október 1971. I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I IU1I Heath skapar óvissu um atkvæðagreiðslu um EBE — Gefur þingm'ónnum Ihaldsflokksins frjálsar hendur — Óvænt yfirlýsing forsætisráðherra Það er mikil ringulreið í stóru flokkunum brezku, eftir að Edward Heath for- rætisráðherra flutti þann óvænta boðskap í gær- kvöldi, að þingmenn íhalds flokksins væru frjálsir að því, hvernig þeir greiddu at kvæði, þegar þingið fjallar um inngöngu í Efnahags- bandalagið í næstu viku. Heath tók þessa ákvörðun eftir fund með nánustu samstarfsmöinn um sínum í ríkisstjórn. Nú hefur skapazt ástand, sem fréttamenn segja að gæti kollvarpað öMum út reikningum á því, hvernig atkvæði mundu faila um málið. Atfcvæða greiðsla verður senniiega næsta fimmtudag. Áður hafði forysta 1- haldsflokksins staðið fast á þvf að krefjast þess að allir þingmenn filokskins greiddu atkvæði með að iiditnni. Ijréttamenn i London reikna með því, að Heath hafi breytt um stefnu til að reyna að neyða forystu Verkamannaflokks;ns til að gefa sín „Vil ekki taka við verð- laununum með leynd'' — segir Solsjenitsyn um þingmönnum einnig frjálsar hendur. Ef þaö gerðist, mundi Heath væntanlega geta reiknað með meirihluta — stuðningi við að- ild. Þótt nokkrir af flokksbræörum hans mundu greiða atkvæði gegn henni, fengi hann á mót stuðning margra þingmanna Verkamanna- flokksins. Þingflokkur Verkamannaflokks ins kemur saman í dag til að fjalla um, hvemig hann skuii standa við atkvæðgreiðslu um EBE-málið. — Reiknað er með aö milli 10 og 40 af þingmönnum íhaldsflokksins 1 bréfi ti'l norska blaðamannsins Per Egil Hegge segir Nóbelsverð- launahafinn Alexander Solsjenitsyn að hann sé tilbúinn að taka við verðlaununum hvenær sem vera skuli í Moskvu. Hann vilji samt ekki fallast á það, sem hann kallar „tillögur Gunnars Jarrings um að taka á móti verðlaununum með leynd“. Rithöfundurinn segir, að hann vilji taka við verðlaununum opin- berlega. Hins vegar leyfi ástandið í Sovétríkjunum það ekki, og því sé ekki um annað að ræða en bíöa. Heath forsætisráðherra. Johnson hafnaði kröfum herstjórnar um innrás Lyndon Johnson fyrrver andi forseti Bandaríkjanna hafnaði tillögu herforingja árið 1964 þess efnis, að Bandaríkin skyldu gera hemaðarárás á Norður-Ví- etnam. Þetta kemur fram í útdrætti úr endurmining- um hans, sem verið er að birta í New York Times. Æðsta herstjórn Bandaríkjanna' lagði það til eftir för Robert McNamara hermálaráðherra til Suður-Vfetnam í marz 1964 að innrás skyldi gerð f Norður-Víetnam. Sovézkir f jölmiðlar hafa ekki sagt frá árásinni Fjölmiðlar í Sovétríkjunum höfðu í morgun ekki skýrt frá árásinni á Kosyg'n forsætisráðherra. Hins vegar segir blaðið Pravda frá hjartnæmum móttökum, sem forsætisráðherrann hafi hlotið í Kanadaförinni. Blaðið segir, að samt munj sumum í Kanada ekki líka, að vinsamleg samskipti vaxi milli ríkjanna. Það var sfðdegis f gær, að ungur maður brauzt gegnum raðir ör- yggisvarða og réðst að Kosygin. Atburðurinn gerðist í Ottawa, og sovézk; forsætisráðherrann haföi lokið fyrstu tveggja stunda sam- ræðum við Pierre Trudeau forsæt- isráðherra Kanada. Ungi maðurinn, klæddur leðurjakka, varpaði sér á Kosygin, sem nærri féil við. Maðurinn mun vera iandflótta Ungverji. Samkvæmt fásögn Johnsons mæltd McNamara með því, að Bandaríkjamenn skyldu vera tilbún ir að gera tilteknar aðgerðir gegn Norður-Víetnömum á landamærun- um meö þriggja daga fvrirvara og frekari aðgerðir með mánaðar fyr- irvara. McNamara hefði sagzt vera and víg-ur þessum hernðaraðgerðum, en hann heföi talið viturlegt að vera viðbúinn. Þegar herstjómin mælti svo á- kaft með tafarlausum aðgerðum, innrás í N-Víetnam, bentu nánustu ráðunautar Johnsons honum á það að Suður-Víetnam stæði höllum fæti bæði stjómmálalega og hern- aðarlega. Þeir sögðu að talsverðir möguleikar væru á því, að Kína og Sovétríkin tækju beinan þátt í Ví- etnamstríðinu. Johnson fól kanadíska' fulltrúan- um í alþjóðlegu eftiriitsnefndinni með Víetnam, Blair Seaborn að kom ast að raun um hvort einhverjir möguleikar væm á friðsamlegri lausn deilunnar. Honum var hins vegar svarað með áróðurssókn N- Víetnam, segir Johnson og stjórnin í Hanoi lokaði dyrunum fuMkom lega fyri-r friðartillögum Banda- ríkjamanna. muni greiða at’kvæði gegn aöild. Um 70 af þingmönnum Verka- mannaflokksins með varaformann flokksins Roy Jenkins í farar- broddi mundu greiöa atkvæði með aðild, ef þeir hefðu frjálsar hend- Umsjón Haukur Helgason Fischer vann í 66 leikjum I Bandaríski stórmeistarinn Bobby Fischer tók forystuna í skákeinvig inu í gærkvöldi, þegar Sovétmað urinn Petrosjan varö að gefa skák ina eftir 66 leiki. Þá hafði Petrosj- an fjögur peð og hrók en Fischer tvö peð, biskup og hrók, segir í skeyti frá fréttastofunni NTB. Eftir að sex skákir hafa verið tefldar, hefur Fischer því þrjá og hálfan vinning og Petrosjan tvo og hálfan vinning. Ræninginn vildi fá stærri flugvé! 28 ára maður, sem í gær rændi farþegaflugvél, gafst upp í nótt fyr ir einum lögregluþjóni í kanadísku riddaralögreglunni á flugvellinum í Vancouver. x Flugvélarræninginn Lavon Thom as -rændi Boeing 737 þotu frá flug- félaginu Consolidated Airlines í A1 aska og neyddi flugmanninn til að lenda í Anchorage. Þar fengu far- þegar, sem voru 31, að fara úr fíug vélinni. Flugvélin fékk eldsneyti í Vancouver og var síðan flogið f átt til Kúbu en klukkustundu síðar kom hún aftur tíl Vancouver, þvf að Thomas vildi fá sér stærri flugvél. Þegar lent var gekk Bruce North rop lögregluþjónn um borð og nokkrum mfnútum seinna kom ræn inginn góðfúslega út með honum. Thomas hafði verið að ljúka við að afplána dóm fyrir manndráp, og áður hafði hann setið inni fyrir flakk og að hafa ólöglega skotvopn í fórum sínum. Bernadette Devlin úti í alla nótt Bernadette Devlin og annar þing maður frá Norður-írlandi stóðu i alla nótt fyrir utan bústað brezká forsætisráðherrans við Downing- stræti til að leggja áherzlu á kröf ur um opinbera rannsókn á fullyrð- ingum um að fangar í fangelsum i Norður-írlandi sæti pynthtgum. Ákærurnar komu fram í hinu ráðsetta blaði Sunday Times. Ríkis stjórnin hefur ekkert látið frá sér fara um ásakanirnar, en blöð og þingmenn Verkamannaflokksins hafa látið f ljós áhyggjur. Sundav Times segir, að „heila- þvottur“ sé gerður á föngunum eft ir fyrirmyndum frá Sovétríkjunum. Edward Heath forsætisráðherra og Harold Wilson foringi stjóm arandstöðunnar ræddust við um málið í gær á einkafundi. Ekki hef ur verið skýrt frá einstökum atrið um í samtali þeirra, en heyrzt hef ur, að Heath hafi sagt frá sérstök- um dómstóli, sem hafi veríð komi? á fót í Belfast til að fjaila um mál þeirra, -sem eru handteknir án dóms og laga. Ætti þessi dómstóll að fjalla um ákærur vegna slæmrar meðferðar í fangelsum. 1 Norður- frlandi geta stjórnvöld handtekið menn án ákæru samkvæmt sérstök um neyðarástandsreglum, sem stjórn-in hefur sett.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.