Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 16
:rv;:V' iV/ !; ííotRun TAXTJ UPfTlÆe rSýwri — • .£> */ í-'í h | p 1 i j /' t t ( ÍAi *K; >■ Cii av éHiiíííéí 111 AttS'&R* 102939,00 , •;/ . Þriðjudagur 19. október 1971. Helmingur dómaranna konur Vinsfri flokk- arnir sundrað- ir 6 ísafirði Mjög treglega hefur gengið að koma á fót vinstri stjóm á Isafirði og í gær slitnaði upp úr viðræðum þeirra, þegar Alþýðu flokksmenn töldu sig ekki geta samþykkt kröfur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Viðræður standa nú yflr milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. í tilraunum til að mynda meiri- hluta í bæjarstjórn eftir kosningarn ar munu þrír fundir hafa verið haldnir milli vinstri flokkanna fjög urra. í dag verður annar fundur, sem Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn eiga sín í milli um myndun meirihluta. í kosningunum hlutu sjálfstæðis menn fjóra bæjarfulltriia kjöma, Hannibalistar tvo og Alþýðuflokk ur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag einn hver. —HH — Færist / vöxt að konur nemi lög og vinni lógfrædistörf Skammt er að minnast þess, að Það færist í VÖXt að Af sex fulltrúum embættis- Dómarafulltrúar gegna dómstörf fyrrverandi dómsmálaráöherra, , ■ . , ins er því helmingurinn konur. um jafnt á við dómara. var frú Auður Auðuns. —GP konur leggi ut a braut -------------------—“— .........—~ —....................—™ lögfræðistarfa í þjóðfé- laginu, og nú í haust hafa innritast í laga- deild Háskóla íslands um 40 stúlkur. — Embættisprófi í lögfræði hafa lokið á þessu ári fjórar kcm ur, en í fyrra luku tvær em- bættisprófi. 1 dag gegna þrjár konur dóm arastörfum og hafa gert undan farin ár. Allar þrjár starfa hjá Borgardómaraembættinu f Reykjavík, og höfum við ekki spumir af að konur gegni slik um störfum hjá öðrum embætt um. Sú fyrsta, sem tók tH starfa hjá borgardómi — Auð ur Þorbergsdóttir, hefur starfað sem fulltrúi sl. 7 ár. Fyrir fjór um árum bættist svo önnur £ fulltrúahópinn, Hólmfrtður Snæ bjömsdóttir, og Kristin Briem, fulltrúi, hóf störf í fyrra. Auður Þorbergsdóttir í dómarasæti í gær. Til hægri við hana er ritari hennar. ism | Stúdentinn varð sigur- sæll í keppni <við stórfyrir- tækinl Ungur íslenzkur nemandi i arkitektúr, Trausti Valsson, vann um 200 þús. krónur í hug myndasamkeppn; um skipulags- , breytingu á einu stærsta verzl- 1 unarhverfi V-Berlínar. Þeir, ^ sem verðlaun hlutu í þessari ; keppni voru nær einvörðungu \ verkfræðifyrirtæki, og arkitekta / samtök, en Trausti hlaut þriðju * > verðlaun, 8 þúsund mörk, en þrenn þriðju verðlaun vom veitt. . Traustj á eftir, eitt ár í námi sínu í arkitektúr. Hann er ■ stúdent frá Reykjavík 1967 og sr ekki sízt þekktur af skóla "éiögum sínum fyrir teikningar í Faunu, nemendatali Menntaskól- ans, Hann er sonur Vals Lárus -onar Háaleitisbraut 47 í Reykja /ík. Berlinger Morgenpost segir :vo frá úthlutun verðlaunanna ■ann 13. október: Meðal verð-1 ; aunahafanna er íslenzkur L túdent, sem býr 1 Berlín, 7 Trausti Valsson, en hann býr í 1 i laiser Friedrich-Strasse og hef 1 ur auðsjáanlega orðið fyrir „in- -pírerandi“ áhrifum af nábýlinu við „Wilmersdorfer" við úrlausn ' sína. j Samkeppnin stóð um gerð ';öngubrúa milli stórverzlananna „Wilmersdorfer‘‘ til þess ætl ) uðum að auka öryggi gangandi ^ fólks í þessu mikla verzlunar a hverfi. — JH / Ók á barnavagn — Var oð þurrka móðu af bilrúðunni Kona sem var á gangi eftir Byggðayegi á Akureyri í gær, ak anili bárnakérru og með 4ra ára dóttur sína við hlið sér, varð fyrir bifreið, sem ekið var í hum átt á eftir þeim mæðgum. Billinn slapp að vísu hjá konunni, en lenti utan i barnakerrunni og velti henni með komungu baminu innanborðs. Við áreksturinn féll litla telpan, sem gekk við hlið móð- ur sinnar, í götuna. Það var lán í óláninu, að öku- maðurinn hafði ekið lúshægt — á aðeins 15—20 km hraða, efltir því sem hann hélt sjálfur. En móða hafði verið á framrúðu bílsins, og sá ökumaðurinn illa út og alls ekki mæðgurnar með barnakerruna. Þeg ar áreksturinn vildi til, var hann jafnframt með hálfan hugann við að þurrka móðuna af rúðunni. Barnakerran skemmdist mikið, en barnið i henni sakaði ekki hið minnsta. Konunn; varð mikið um óhappið, en barnið var hún með í gæzlu fyrir nágrannakonu sína. Dóttir hennar slapp með smáskeinu eftir fallið á götuna. — GP HANDRIÐ EÐA „BILRIÐ ? — Beðið eftir að uppsetningu varnargirðingar verði lokið á Vesturlandsveginum □ Umferð verður mjög fljótlega hleypt á kafla nýju hraðbraut- arinnar, Vesturlandsvegar. Baldur Jóhannesson verkfræðing ur Mats sf., sem annast eftirlft með framkvæmdum þessum, tjáði Visi í morgun, að verktakinn, Aðalbraut hefði lokið að steypa ’ 2. áfanga' Vesturlandsvegar um síðustu mán- aðamót, eða svo. „Þessu seinkar reyndar aðeins,“ sa'gði Baldur „það fer eftir því hvort þeir geta verið búnir að ganga frá köntum og setja upp „handriðið" meðfram veginum þar sem hann liggur á háu uppfylling unni framhjá Grafarholti. Fyrst um sinn verður mönnum því aðeins leyft að aka á steypunni upp að Gufunesafleggjara, eða svo,“ sagði Baldur. Engri innferð verður sem sagt hleypt á veginn fyrr en „handriðið“ verður komið upp, en Baldur tjáði Visi að þeir verkfræðingar væru í vandræðum með að finna' orð yf ir þetta fyrirbæri, sem á ensk- unni kallast „gardrii“. Sumir hafa stungið upp á „b'flrið", og skýra það með þvi, að um sé að ræða álfjöl sem bílar riði á áður en þeir sting ast út af. Við auglýsum hér með eftir heit um yfir „gardril". — GG SKÝRSLUVÉLARNAR HIKSTUÐU — 702 jbús. kr. reikingur / stað 2 jbús. HITAVEITUREIKNINGURINN: Hér hikstaði tölvan íbúum Vitastígs 8 brá heldur • betur í brún nú um daginn, þegar þeir fengu reikninginn frá Rafmagsveitu Reykjavíkur, en hann hljóðaðj upp á 102 þúsund krónur hvorki meira né minna. Þar sem þetta átti nú aðeins að vera venjulegt afnotagjald fyrir venjulega íbúa sendu íbúarnir auðvitað kvörtun. Þó látið hafi veriö týra í hauströkkrinu og hitaveitan hafj verið ósparlega notuð í fyrstu vetrarfrostunum, gat það fjárakornið ekki kostað svona mikið. Enda kom á daginn að þarna myndj einhvers staðar liggja fisk ur undir steini. Sökudólgurinn fannst eftir lokkra leit. Reynd ist það vera einn áf þessum afkastamiklu vélskröttum, sem haldið hafa innreið sína inn á alla opinberá kontóra og fá nú skellinn af öllum svona glappa- skotum. Skýrsluvélar Rafmagns- veitunnar höfðu sem sé hikstað eitthvað og skrifaö út 102 þús. kr. reikning £ stað rúmlega 2ja þús. kr. nótu fyrir rafmagn og hita. Starfsfólk skrifstofunnar sagði í viðtali við Vísi 'i gær, að þetta' kæmj afarsjaldan fyrir þessar ágætu vélar. En auðvitað gæti slíkt gerzt einu sinni á tíu ára fresti eða svo, þar sem sendir væru út á annað hundrað þúsund reikningar — Og þegar öllu er á botninn hvolft ber vélin ekki ein sökina, þar sem hún mun hafa verið mötuð eitt hvað óhollustusamlega. —JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.