Vísir - 19.11.1971, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Föstudagur 19. nóvember 1971.
9
Hér hefur námsstjóri Norðurlands, Valgarður Haraldsson, ná ð tali af Jóni Skaftasyni, en upp við vegginn bíða tveir Norð-
lendingar eftir sínum þingmönnum.
HORNAFUNDIRÁ ALÞIN6I
„BÍDDU AUGNABLIK GÓÐI. Ég skal athuga hvort hann er
við“, segir þingvörðurinn og snarast inn í þingsalinn. — í
dyragættinni snýst hann á hæl og kallar „Hvað var nafnið
aftur?“ Eftir stutta stund kemur þingmaðurinn fram — ef
hann hefur tök á — tekur hjartanlega í hönd þess er kominn
er. En að loknu handabandi og venjulegum ávarpsorðum blas-
ir vandamálið við. Hvar er hægt að ræðast við í Alþingis-
húsinu? Dyr eru opnaðar á flokksherbergi, þar er annar þing-,
maður fyrir I samræðum við kjósanda og oft verður þrauta-
lendingin sú, að draga sig út í horn og standa þar upp á end-
ann.
\
Þetta er sagá sem þingmenn
kannast mætavel við cíg þá
ekki síður þeir, er þurfa að
ná tali af þeim meðan þingfund
ir standa yfir. Það er bókstaf
lega ekkert rúm fyrir þá er
vilja ná tali af þingmanni sín-
um Y ró og næöi. Stundum er
setzt niður í „Kringlu" kaffi-
stofu þingmanna, og þar má
sjá menn halla sér fast að þing
mönnum og ræða við þá í hálf
um hljóöum um þau mál sem
liggja' þeim á hjarta.
Sumir norpa úti fyrir dyrum
þin^hússins, áður en fundir hefj
ast og horfa hvössu augnaráði
til hægri og vinatri. Staóráönir.--*
í því að láta ekki þingmanninn
sleppa óséðan inn. En þótt
skemmtilegt sé að vappa um
Austurvöll á sólheitum sumar-
dögum, er það harla Ktið gam-
an á frostköidum vetrardögum.
Því draga menn sig inn í hlýtt
þinghúsið þótt þar sé lítið svig
rúm til samræðna.
Erindi þeirra sem þurfa að
ná tali af þingmönnum eru marg
vísleg. Þessa dagana eru það
einkum skólamál sem menn ut
an af landi þurfa að ræða um
Þótt Bjartmar Guðmundsson sé hættur þingmennsku hefur
hann gaman af því að kíkja inn í þinghúsið. Fá sér í nefið og
rabba við Jóhann Hafstein.
við þingmenn sina Fjölmargir
hreppar vilja nýja skóla, en
að sjálfsögðu er ekk; hægt að
veita öllum úrlausn Því ríöur
á að halda vel á spöðunum og
mjaka má'.unum áfram við þing
menn kjördæmisins. „Að vísu
sögðu þeir allir fyrir kosningar.
að þeir ætluöu að gera þetta
og gera hitt. En mín reynsla
er nú sú, að mönnum hættir til
að gleyma sumum loforðum eft
ir að þedr eru komnir suður",
sagði einn aldraöur maður utan
af landi við blaöamann Vísis á
dögunum. Hann var búinn að
bíða lengi I þinghúsinu efíir
þingmanninum „sínum“. Ekki
kvaðst hann hafa komið gagn
gert til Reykjavíkur Y þeim til-
gangi. En það voru nokkur mál
í sveitinni' hans, sem þurfa að
fá úrlausn. Sem hreppsnefndar-
manni þótti honum sjálfsagt að
líta inn „til höfðingjanna og
vita hvort nokkuð hefði þokað“,
eins og hann komst að orði.
„Að sjálfsögðu er alltaf gam
an þegar maður-getur gert mönn
um greiða en það ér heldur ekki
óalgengt að ekki sé hægt að
leysa vandræði manna sem til
okkar leita," sagði einn gamal-
reyndur þingmaður við blaða-
mann VIsis. Ekki kvaðst hann
hafa staöið Y gleraugnakaupum
fyrir sína kjósendur, en þeir
leituðu til sín með allt miili
himins og jarðar. >ó væri beiðni
um fjárhagslega fyrirgreiðslu til
einhverra framfaramála algeng-
ust. Annar þingmaður sagði, að
siim vinnudagur stæði oft
langt fram á kvöld, því eftir
að heim væri komið kæmu kjós-
endur I heimsókn eða hringdu
og væru að biðja hann um að
ýta nú svolYtið á eftir hinu eða
þessu Ekki sagðist hann telja
ónæðið eftir, síður en svo. En
hins vegar væri það skolli baga-
legt að geta -ekki haft aðstöðu
I þinghúsinu sjálfu tii að sinna
erindum manna. Sumir væru
að fárast yfir hugmynd um
stækkun alþingishússins eða
byggingu nýs húss og töldu
þingmenn geta verið ánægða
með núverandi húsnæði. — „En
það eru ekki bara þingmennimir
sem verið er að hugsa um. Við
erum líka að hugsa um þá fjöl-
mörgu, sem eiga við okkur er-
indi“, sagði þessi þingmaður.
Hann kvaðst álíta að það væri
alþingi, sem ætti að sjá fyrir
húsnæðj til sl’ikra viðtala, en
ekki stjómmálaflokkamir.
Meirih'.uti þeirra gesta er
koma I þingið em karlmenn.
Veika kynið G^etta er nú vist
orðið bannorð) sést þó stöku
sinnum á vappi á göngunum, en
það er miklu sjaldnar. Um
þessar mundir sitja þó fjórar
konur á alþingi, og mætti þvi
búast við að konur leituðu meira
Dyrum þinghússins er svipt
upp og aðsópsmikill binsmaöar
snarast inn. Það er asi á mann-
inum, enda þingfundir byrjaðir.
Upp úr einu homi anddyrisins
sprettur lágvaxinn maður.
Hann ber græna skjalatösku
undir hendinnj og nánast hleyp-
ur þingmanninn uppi, rétt í
þann mund er hann ætlar að
æöa upp stigann. Litli maður-
inn bankar I bak þingmannsins
og biður um aö fá áheyrn stutta
stund. Þeir tyila sér niður i
stó'.a og sá litli fer að draga
skjöl upp úr tösku sinni og
sýna hinum. Jafnframt lítur
hann hálfgerðum gmnsemdar-
augum á þá er fram hjá ganga,
L'ikt og hann sé hræddur um
að þeir muni kikja á skjöiiin.
Þingmaðurinn flettir skjölunum
og þeir hvíslast á. Eftir nokkra
stund lítur aiþingismaðurinn á
klukkuna. stendur upp og réttir
hinum höndina „Ég skal gera
það sem ég get“. segir hann
alvöraþrungnum rómi, „en það
eru mörg ljón á veginum".
Siöan gengur hann I átt til þing-
sala. Litli maðurinn gengúr
fram hjá mér út og svipurinn er
allur léttari en meðan á biðinni
stóð. Skólinn, vatnsveitan,
gatnagerð eða guð má vita
hvað. Þingmaðurinn haföi jú
Iofað að gera sitt og horfurnar
þvY mun betri. Þegar hann opn-
ar dyrnar koma þrír menn inn.
Þeir ganga til eins þingvarð-
anna og taka hann tali. Eftir aö
hafa hlustað á þá segir hann
stundarhátt: „BYðið þið aðeins
ég skal gá hvort hann er við“.
Nýr gangafundur er i undir-
búningi. — SG
Sjávarútvegsmálaráðherra ræðir hér við útvegsmenn utan al
landi. Viðræðustaðurinn er stigahorn.
í þinghúsið. En kannski vilja
þær bara alveg eins tala við
þingmenn af sterka kyninu.
(Nú varð mér aftur á i mess-
unni).
1