Vísir - 19.11.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1971, Blaðsíða 4
4 V I S ( R . Föstudagur 19. nóvember 1971. 150 SKUTU I 15 MÍNÚTUR í fimmtán mínútur stóð ungfrú heimur, meðan 150 ljósmynda- vélum var beint að henni. Stanzlaus skothríð, hróp og köll, segir Martin Chillmaid fréttaritari okkar í London. Einn í hópnum var ljósmyndari frá Vísi, Ástþór Magnússon, sem tók meðfylgjandi myndir. Sýna þær Fanneyju Bjamadóttur úr Vestmannaeyjum í keppninni ásamt ungfrú Hollandi, en hin myndin sýnir hina ný kjörnu UNGFRÚ HEIMUR — hina dökku ungfrú Brasilíu. Allirvilja P1ZZA PlE NÝJAR GERÐIR DAGLEGA M-A. Spaghetti PIZZÁ Hamborgara PIZZA Ananas PIZZA Kabarett PIZZA með 4 teg. ALLTAF NÝBAKAÐ OG HEITT LYSTUGT — LJÚFFENGT og FALLEGT til framreiðslu SMÁRAKAFFI Laugavegi 178, sími 34780 „Ég heiti Múhammed Alí! Flugmaöurinn, sem lenti á þjóðveginum í Borgarfirði fyrra fimmtudagskvöld komst, sem betur fer slysataust frá ævintýri sínu ásamt farþeganum, enda. þótt skilyrði til lendingar væru öll hin verstu. Til Borgamess komust þeir flugmaður og far- þegi ,,á puttanum“. Þar gáfu þeir sig fram hjá Herði lögreglu- manni Jóhannessyni. „Ég heiti Múhammed Alí“ sagði flugstjór inn. Óvenjulegt og þó kunnug- legt nafn það. Maðurinn er arab- ískrar ættar eins og nafnið bend ir til. Þjóðhöfðingjar og landar vorir Svo er að sjá á fornum bók- um að forfeður vorir hafi helzt ekki mikið viljað eiga saman við aöra en höfðingja að sælda, er þeir skruppu út fyrir land- steinana Eflaust eru kóngar og keisarar okkur enn kærastir allra, enda sagt aö óvíða renni konungsblóð í æðum í eins miklum mæli og í íslendingum. En það gerist sjaldgæfara að við göngum á fund kónga Níels P. Sigurösson gekk hins vegar á fund Eftsabetar II. Englands- drottningar á dögunum og af- henti trúnaðarbréf sití ' sem amhassador ; i landinu„._.Pierrg Trudeau forsætisráðherra Kan- ada mundj líka eftir Islending- um á Leifsdaginn í október, — sendj hann samkomu íslendinga ámaðaróskir með daginn. Flýði eftir árekstur Ökumaður einn sté fast á bensírigjöfina. þegar hann hafði lent i smávægilegum árekstri. Var greinilegt að maðurinn mundi hafa meira en iítið ó- hreint mjöl í pokahorninu. Tal- stöðvarnet lögreglunnar var nú sett í gang, lýsing á bíinum var komin um alla Stór-Reykjavik innan stundar svo og bílnúmer- ið. Hafnarfjarðarlögreglan náði líka sökudólgnum innan stund- ar. Kom i ljós að bílstjórinn var enginn annar en hinn kunni ökumaður Stútur við stýrið Góður árangur af starfi einstæðra Leiðrétting hefur þegar fengizt á ýmsum baráttumála félags einstæðra foreldra. Til dæmis má nefna hækkaðan barnalif- eyri og ekkjumenn sitja nú við sama borö og ekkjur.hvað snert ir barnalífeyri. Skóladagheimil- um hefur verið komið á lagg- irnar í tveim hverfum borgar- innar og loks má nefna að fyrir milligöngu borgarinnar hefur félagið fengið gott skrifstofuhús næði í Traðarkotssundi 6, og veitir félagsráðgjafi þar upp- lýsingar þeim sem þess óska. Sumarfríið um jóíaleytið? Flugféiagið er að hugsa til hreifings suður á bóginn eins og farfugiarnir á haustin. Það er til Kanaríeyja, sem fljúga á, en tilraunir með vetrarorlof sem þetta virðast ætiq að ganga vel Samtais fóru 750 fslend- fngar á vegum félaqsins i fyrra f 9 feröum, en í vetur verða ferðirnar 10 talsins oa hefur all- mikið verið bókað Við vísum öilum nánari upplýsingum til feröaskrifstofanna eða Flugfé- lagsins — eða aug'ýsinga um þessar skemmtilegu ferðir, sem hefjast um jólaleytið, eða 16. desember. Vilja slátur en fá ekki fyrir „westan“ „Enn kunna margar eldri konur listina en nú eru engir orðnir eftir í Winnipeg eða annars staðar, sem vilja koma undan fyrir þær blóði til slátur- gerðar". Þetta segir Caroline Gunnarsson hinn ötuli ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu i blaöi sínu, þegar hún flettir í blööun- um ,,að heiman“ og les um slát- urgerð íslenzku húsmæðranna. Talmeinafræðingur kominn heim Zonta-klúbbarnir vinna gott starf, og hver þeirra um sig sinn ir sínu sérsviði. í Reykjavík hugar klúbburinn að málefnum barna, sem hafa skerta heyrn. Nýlega er kominn heim kenn- arí frá Danmörkú, sem var styrkþegi Zonta-systra og nam tal - meinafræði. Mun hann taka tií starfa hjá Fræðsluskrifstofu R-víkur. Annar ungur maður er við nám á styrk frá Zonta, hann er í Noregi. Báðir starfa að því að kenna í almenum skólum, en þar er talið rétt að böm starfi innan um heil- brigða nemendur og í eðlilegu umhverfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.