Vísir - 08.01.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 08.01.1972, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 8. janúar 1972. cTVIenningarmál Sœnskir ritdómar um Leigjandann: Vanmátturinn í skugga valdsins T verkfallinu á dögunum var A frá því sagt aö Leigjandinn, skáldsaga Svövu Jakobsdóttur. væri nú öðru sinni lögð fram af íslands hálfu til keppnj um hin árlegu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. — Dómnefnd kemur saman til atkvæða- greiðsiu um verðlaunin á mánu daginn, og verða þá úrslit birt. En verðlaunin sjálf verða að venju aflhent á fundi Norður- landaráðs síðar f vetur. Leigjandinn mun hafa feng- ið allgóðar undirtektir dóm- nefndarmanna í fyrra þegar bók in var í framboði i fyrra sinn. í sumar kom hún út í Svíþjóð hjá Bonniers-foriagi í þýðingu Ingegerd Fries, bókaflokki þar sem eingöngu birtist nútímaleg ur skáldskapur, og hefur bók m fengið vinsamlegar viðtökur gagnrýnenda og sjáifsagt mátti vænta leggja flestir gagnrýnendur í sænskum bíöðum mest upp ör pöfftaskri merkingu sögunn ar freista þess að ráða að þeim haétt; í efnisatriði og tákngerv- ingar hennar. hessi íslenzka dænrisaga er aaðráðin í því efni sem mestu sfeSptir. segir f. a. m. Caj Lund- gnen í rftdömj I Svenska Dag- btedet. Það verður með köflum óþægiíega giöggt að sögunni er fjcrst og ftemst ætlað að lýsa stjörwmáteástaTrdin’U á Islandi og þá sér í lagi afstöðu. landsins tfl Bandaríkj- anna . . En það sem Svövu Jakobsdöttur lánast bezt að leysa af hendj í sögu sinni er lýsing fötksrns tilfinningah'fs: þeirrar titfinmngar að vera i senn innilokaður og á berangri, varnarlans og í tryggr; gæzlu — ásamt máttvana bræðj yfir því að vera samábyrgur um atbnrðarás sem maðwr raeður sjáífur engu um. Þessi tílfinn iug gefur sögunni híta og lif þótt, því miður, braki með köfl um í táknikerfum hennar. List rænt jafnvægi sögunnar gengur t. a. m úr skorðum þar sem metmimir i sögunni, húsbóndi og leigjandi, beinh'nis vaxa sam an í einn mann, það jafnvægi hims verulega og óverulega sem þarf til að gera sögur af þessu tagi trúverðugar. En kannski er því ðrðugra að viðhalda sliku jafnvægi þeim mun brýnnj boð skap sem hofundur hefur að flytja. Og það má vera að póli- tísfeár dæmisögur burfi á að hatda hlutlægri yfirsýn, fjar- lægð frá efniviðnum sem bin um gáfuðustu höfundum getur reynzt ofurefli, segir Caj Lund- gpam. Ctjórnmál og bókmenntir eru ^ starfssvið sem mðrgum mun sýnast að eítkj eigi sam- an. En vera má að þetta borfi öðruvísi við á íslandi — þar sem menn hafa tekið bókmennt irnar aivarlega f 1100 ár, segir Anders Ringblom i Syrisvenska r i Svava Jakobsdóttir. Dagbladet Svava Jakobsdóttir er stjórnmálamaöur, og hún er lffca rithöfundur. Það er ó- hætt að geta sér j>ess tij að sæbi sitt á alþingi hafi hún m. a. unnið vegna þess frægðarorðs sem áður fór af bókum hennar. Og það á þá einkum við skáld sögu hennar, Leigjandann, tímabæra pólitíska dæmisögu sem augljóslega fjallar um sam neyti eyríkisins litla við hinn stóra heim og þá sér í lagi Bandarikin ... Svava lýsir í sögunni íslenzkri utanrikispóli tík, allt frá því á fimmta ára- tug aldarinnar, Keflavíkursamn ingnum og inngöngu tslands i NATO .. Það sem fyrir henni vakir er fy'rst og fremst að lýsa auðmýkingunni, því örygg isleysj og óhugnaði sem návist „Ieigjandans‘‘ veldur —. van- mættinum T skugga valdsins. Þá lýsingu leysir hún af hendj með meistaralegu handbragði, mik- illi skarpskvgen; og næmi á fár ánleik smámunanna Hinir hversdagslegustu hlutir fá dulda merkingu. leikast viö á fjarska margbrotinn hátt: áreið anlega þarf íslenzkan lesanda til að ráða dæmi sögunnar trl hlftar •. En Svava Jakobsdótt- ir vdrðist ekkj sjálf taka af- dráttarlausa afstöðu, t. d. til herstöðvarinnar í Keflavík. Sg an'gerist öll í.meðvttund kon unnar I sögunni. I sögulok er hún að lamast. Okkur er ekki gefið til kynna hvað gera skuli. Við vitum það eitt aö þetta ástand þessi lamandi niöurlæg ing, er óþolandi Það er ljóst að þessi lýsing hefur átt sterkan hljómgrunn á íslandi, einkum á meöal ungs fölks, segir> And- ers Ringblom að lokum. En eftir er að sjá hverju skáldkon an fær tíl vegar komið sem stjórnmálamaður. gtílsháttur Svövu Jakobsdótt- ur er' ekkj sér í lagi „ís- lenzkur“ heldur mótaöur af al- þjóðlegri hefð expressjónrsma og absúrdisma. Hún setur tákn ræna atburðarás niður í hvers dagslegt umhverfi sem lýst er út í hörgul — rýfur þannig raunsæj frásagnarinnar, en jafnframt er furðum sögunnar lýst með raunsæislegum hætti. Þessj sögutækni er ættuð frá Kafka, segir Gunilla Bergsten í Upsala Nya Tidning. Leigjandinn fjallar um ötta .. En þótt sagan sé ekki dæmi saga þar sem hvert efnisatriði hefur til að bera alveg tiltekna merkingu má greina ýmis tákn kerfi í sögunni. Þannig er nær tækt að sjá 1 sögunnj dæmi um pólitíska stöðu íslands i vernd og skjóli Bandaríkjanna sem jafnframt felur í sér nýjan háska. Otj fvrir dyrum þeirra stendur neyðin sjálf, þriðji heim urinn sem ekki verður útilok aður tij lengdar ... En um fram allt er Leigjandinn heim spekilegs efnis. Sagan fjallar um mannlega einveru óttann við hið óþekkta, bæði innra með manni sjálfum og hin ytri myrkravölcl, sérllagj dauðann. Þannig séð lýsir saga Svövu Jakobsdóttur algildum mannleg um vanda — áhrifamikið ve’-k t sínu litla broti 1 öörum sænskum ritdómum er 1 víða tekiö í svipaðan streng, einatt meö sterkum lofsyrðum um bókina. Þannig segir rithöf undurinn Karl Rune Nordkvist í Arbetarbládet: Saga Svövu Jakobsdóttur minnir mann ósjálfrátt á ann- an mikilsháttar norrænan rithöf und, Tarjei Vesaas. Hann kafar í djúp mannlífsins með þv{ að tjá innrj vanda og spennu. Sögu fólk Svövu Jakobsdóttur er gætt dularfullu, viökvæmu Kfi. Sagan lýsir kennd ókunnugleilca sem allir þekkja við lífshætti þar sem orð eins og „öryggi“, „sannfæring“ hafa æ minná' gildi. I Arbetet, Málmey. segir Lisa Genell-iHarrie: Hinn sarnanþjappaði texti Leigjandans er gæddur spennu sem leiðir hugann að leikskáld um eins 0g Beckett, Ionesco eða Pinter. Vera má að sagan liti öðruvísi út án fordætnis absúrdistanna sem þegar eru klassískir höfundar. En án Svövu Jakobsdöttur vissum við minna en ella um það hvernig getur reynzt að búa á Islandi — fyrir opnu hafi, rótt einsog við opnar dyr,' við fjárstyrk og vernd „leigjandans“, óréiðu og ótta allt að magnþroti. J^eigjandann í sögunnj má taka sem tákngerving er- lendra áhrifa á íslandi, segir að lokum Anderz Harning í Göteborgs-Tidningen: amerískr- ar gervimenningar sem brátt tekur fyrir kverkar fornrar þjóö menningar. Hér getur' ekkj orö ið um neitt samlífi aö ræða: peningadrekinn hlýtur að fara með sigur af hólmi. En hvað verður þá eftir af „örygginu"? Því er örðugra að svara eða spá í þaö hvort . nýtt öryggi komj f staðinn ... Á aöfanga dagskvöld ber nýr gestur að dyrum Það er þá sem menn- imir tveir, leigjandi og húsráð- andi taka að vaxa saman í einn, nýjan mann ... Sögunni Iýkur með þessari mynd í hálf rökkr; og frosti Þá hefur slð ustu leifum. sjálfijaa|5is, verið fórnað á altarj j jjryggisins. Svava Jakobsdóttir veit hvaö Evrópu bíður ef hinn ókunni verður ekki stöðvaður í tæka tíð. Smurbrauðstofcm Njálsgatd 49 Sími 15105 Auglýsingadeild VÍSIS ER TIL HÚSA AÐ HVERFISGÖTU 32 Opið alla virka daga kl. 9- nema laugardaga kl. 9-12 SÍMAR 11660 og 15610

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.