Vísir - 08.01.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 08.01.1972, Blaðsíða 1
Enginn ísl. leikmannanna þorði að skjóta í lokin! 62. árg. — Laugardagur 8. janúar 1972. — 6. tbl. og jafntefli varö i landsleiknum vib Tékka 12-12 Dómsvaldiö litils metið: Lofaði fundi — en fór svo úr landi Viröing fyrir dómstólum landsins viröist ekki rista djúpt hjá mörgum „fjármála- mönnum“. — Karl Jóhanns- son, stjórnarformaöur sam- nefnds hlutafélags, hefur ver ið úrskurðaður gjaldþrota ásamt með hlutafélaginu. — Vegna hlutafjáreignar hans í ööru hlutafél., Norðurbakka hf. gerði skiptaráðandi þá kröfu til stjómarformanns þess fyrirtækis, Edward Löw dahl, að hann héldi stjómar- fund hjá Norðurbakka hf. fyr ir 4. janúar sl. og mundi skiptaráðandi sitja þann fund í stað Karls Jóhannssonar, til að kanna fjárhagsástæður félagsins og að hve miklu leyti væri unnt að koma hlutafjáreign Karls Jóhanns- sonar í verðmæti, sem unnt væri að nota til að greiða kröfuhöfum á þrotabú hans. Ofangreindur Edward Löw- dahl skrifaði undir bókun þess efnis hjá borgarfógetembættinu, að hann mundi afhenda skipta- ráðanda bókhald Norðurbakka hf. 23. desember og halda stjóm arfund ekkd seinna en 4. janúar síðastliðinn. — Hvorugt hefur hann efnt og mun nú dveljast er lendis. Hlutaféð, sem Karl Jóhanns- son er skrifaöur fyrir í Norður- bakka nemur 730 þús. krónum, og skiptir verulegu máli í þessu gjaldþrotamáli að reyna að koma þessu hlutafé í verðmæti til að mæta krðfum í þrotabú hans og hlu-tafélag, en þessar kröfur muitu fyrirsjáanle-ga nema milljónum. Aðrar eignir Karls nema aðeins 40—50 þús. krónum. Eitthvað mu-n vera óijós-t, h-ve mi-kið er að baki þessum hluta- bréfum Karls. — H-ann bar það fyrst fyrir skiptarétti, að hann hefði ekki greitt inn hlu-taféð. Þegar nánar var að gáð kom þó í ljós, að þegar hlutafélagiö var sfcráð hjá sýslumanninu-m í Ár nessýslu, var skráð, að a-Mt hl-uta féð væri þegar innborgað. Karl breytti þá framburði sínum og sagði, að Karl Jóhannsson hf. hefði greitt hluta-féð, en Karl hafði notað naf-n fél-agsins til að gefa út innistæðulaus-ar ávísan- i-r að upphæð 1,2 mil-ljónir króna til að greiða ýmsar skuldbinding ar Noröurbakka hf. — VJ EG LEIK GARÐAR HOLM — segir Jón Laxdal, Islendingur, sem kemur heim oð utan „Jú — nú ætla ég að stanza að- eins hér heima — ég verð hér fram á næsta haust. Leik tvö hlut, verk hér í Þjóðleikhúsinu, og I j sum^r verðum við hér að gera kvikmynd udd úr Brekkukotsannál Laxness,“ sagði Jón Laxdai, leik ari, er Vísir ræddi við hann í gær. „Ég hef ekki leikið á ísdenzku sviði í 15 ár — ekkj síðan áður en ég fór til Þýzkalands. Og þá lék ég aðeins smáhlutverk, enda var ég þá 5 Þjóðleikhússkólanum." — Séð eitthvað ísíenzkt á sviði? Hefur leiklist hér hrakað eða vax ið fiskur um hrygg síðan þú fórst? „Ég< veit það ek-ki. Ég hef nefhi lega ekkert séð hér í 15 ár. I kvöld fer ég að sjá Kristnihaldið í Iðnó. Það verður það fyrsta.“ Jón Laxdal mun ieika i vetur Othelló í samnefndu verki Shake- spears, og einnig mun hann leika i Sjálfstæðu fólki, sem seinna i vetur verður fært upp í leikrits- formi Og svo Brekkukotsannáli í sum ar. Hver gerir þá mynd? „Norður-þýzka sjónvarpið. Það er stærsta sjónvarpsstöðin í Þýzka landi. Raunar verður þessi sjón varpsmynd gerð í samvinnu nokk- urra stöðva. Nordvision — sam- vinnunefnd Norðurlandasjónvarps- stöðvanna er með í þessu og líka sjónvarp I Sviss — og einhver fleiri held ég.“ — Hver verður lei-kstjóri? ,,Ro!f Headrich — hann skrifar lika handritið. Leikarar verða all ir ísilenZkir, og Rolf kemur hingað fljótlega, sér frumsýningu Othelló hér, og þá verður ráðgazt við leik ara og höfunó um handritið og fleira." — Kannski höfð samvinna i tæ-kniefnum við íslenzka sjónvarp ið? „Já — það kemur mjög til mála — sem mest samvinna við þá.“ — Ákveðið um hlutverk? „Nei — og þó! Eitt er ákveðið Ég á að leika Garðar Hólm Og það á vel við. fslendingurinn sem kemur heim utan úr löndum!" Jón Laxdal hefur undanfarið ■ Nei, — þessi föngulegi hópur er því miður ekki innan seilingar. Mynd þessi var tekin í Bangkok um síðustu helgi og sýnir fjðrar af stúlkunum, sem þar kepptu um titilinn Miss Charming 1972. Fyrir miðju er eiginkona forseta keppninnar, en stúlkurnar eru talið frá vinstri: fulltrúi Filippseyja, sein varð númer 4 í keppninni, Kalifornía númer 5, Alaska númer 3. Yzt til hægri er svo Matthildur Guðmundsdóttir, sem var fulltrúi íslands í kenpninni. — Siá viðtal við hana á bls. 16 i dag. leikið sem fastráðinn leikari við Ziirioher Schauspiel-haus“, en einn ig hefur hann leikið mikið fyrir sjönvarp og í stöku kvikmynd t. d. mynd sem sýnd var hér í haust, Hannibal - Brooks, sem Tónabló sýndi. „Ég lók skæruliða í þeirrl mynd, John að nafni, annars sá ég aldrei þessa mynd. Mér er sagt að hafi verið breytt mjög síðarmeir — það er svo langt síðan þetta var — ég held þeir hafi lengt hana eft-ir að ég lék í henni.“ — GG 50 sent á hvern íslending Hið glæsilega tilboð Skáksam- bands íslands hefur vakið athygli í heimspressunni. Hið kunna blað Intemational Herald Tribune get- ur þess til dæmis á forsíðu, að ís- lendingar haf; boðið sem svarar 50 sentum (44 kr.) fyrir hvert manns barn, karla, konur og böm í land- inu. Biaðið segir, aö a’drei hafi verið boðið neitt þvílíkt fyrir keppnis- stað í skákkeppni og nú er gert. - Það nefnir fyrst tilboð Júgóslava, 152 þús. dollara, og telur, að á síðustu þrjátíu árum hafi áður mest verið boðið 12 þús. dollarar, sem hafi verið í einvígi Fischers og Petrosjans í Argentínu i haust. Það getur upphæðar tilboðann-a og segir, að í tilboði Frakka hafi verið boðin fimm prósent af sjón varps- og kvikmyndaágóða, sem gæti orðið feikimikill, og ferðastyrk ! ir fyrir skákáhugatnenn um þveran Jón I.axdal — Hefur ekki leikið heiminn til P-arísar, eins og blaðið | hér í 15 ár, leikur í vetur Othelló kemst að orði. — HH og í Sjálfstæðu fólki. íslenzka landsliðið í handknattleik hafði mikla möguleika á sigri gegn Tékkum í gærkvöldi — vár með knöttinn síðustu 3 mín. leiksins og staðan var 12—12. En ásamt brot um Tékka og kjarkleysi ísl. leik- mannanna við skotin — enginn þorði að eiga á hættu að glata knett inum og missa ef til vill jafntefl- ið — mnnu lokmínútumar áfram, þar til flauta dómarans hljómaði, og markskot var ekki reynt. Skiljanlegt, þvi íslenzka liðið hafði vissulega komið mjög á ðvart — farið fram úr ölium vonum, sem við það vom bundnar. Nær allir bjuggust við miklu tapi — en lands liðsmennimir létu það ekki á sig fá, sýndu stórgóðan vamarleik all an leikinn og það ásamt mjög góðri markvörzlu Hjalta Einarssonar allan tímann, og stjömu- leik Sigurbergs Sigsteinssonar færði ísl. liðinu þennan góða árangur — árangur, sem vissulega yljaði áhorf- endum mjög. Viöar Símonarson skoraði fyrsta mark leiksins, og leikurinn var allt af mjög jafn. þar til Tékkar náðu tveggja marka forskoti 6—4, en ja-fnað var í 6 — 6 fyrir hlé. I s.h. höfðu Tékkar aöein-s tvíveg is yfir, en fsl. ldöið yifirleitt með fór ustu 8—7, 10-9, 11—10 og 12-11, en Tékkum tókst að jafna þegar sjö mín. voru ef-tir. Lokamínútum a-r verða minnisstæðar — öl-lum, sem voru í Laugardalshöllinni og spenna gífurleg. Mörk íslands skor uðu Sigurbergur 3 Axel 2, Viðar 2, Gísli 2 (1 víti), Stefán G. 1, Björgvin 1 og Gunnsteinn 1. ísl liðiö var óheppið að vinna ekki' leikinn — átti 7 staegarskot og annar dönsku dómaranna lokaði augunum fyrir tveimur augljósum vítum, sem það á-t-ti að fá. í dag kl. fjögur verður s-íðari Iandsleikurinn við Tékka, og verð- ur sú breyting gerð á ísl. liðinu, að Birgir Finnbogason kemur í stað Hjalta. Fjórir falla út úr liðinu sem voru í því í gærkvöldi.þeir Björgvin Björgvinsson, Páll Björgvinsson, Sigfús Guðmundsson og Stefán Gunnarsson. í staðinn koma inn þeir Ágúst Ögmundsson Geir Hallsteinsson, Ólafur Jónsson og Georg Gunnars son. H. Sím. Eru oð fylla sláturhúsið af kisilgúr „Við erum búnir að troðfylla vöruskemmu okkar og að verða búnir aö fylla sláturhúsið,“ sagði Höskuldur Sigurgeirsson á Húsa- víkurskrifstofu Kísiliðjunnar í sam tali við Vísi. Að jafnaði er skipað út kísilgúr frá Húsavík einu sinni viku, en nú hefur ekki farið farm ur síðan 2. desember. Höskuldur sagði að það væri mjög misjafnt hvað farmarnir væru stórir Stundum færu 200 tonn eina vikuna og svo kannski 1000 tonn þá næstu Ekki hefur þetta útskipunars-topp nein áhrif á verksmiðjuna sjálfa, og er þar unn ið af fullum krafti. Þá bjóst Hösk- ultíur ekki við að þetta hefði telj- andj áhrif á markaðinn erlendis. Við spurðum hann hvað ætti að gera þegar sláturhúsiö vær-i orð ið fullt, en birgðir eru nú um 3000 tonn. „Næst setjum við um borð í skip." —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.