Vísir - 12.01.1972, Síða 8

Vísir - 12.01.1972, Síða 8
V1 SIR . Miðvikudagur 12. janúar 1972. VÍSIR Utgefanai Reykjaprent hf. Framkvæmdastjöri Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri Jónas Rristjánsson Fréttastjóri : Jón Birgir*'Pétursson Rítstjómarfulltrúi Valdimar H. Jóbannesson Auglýsingastjóri Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar Hverfisgötu 32. Símar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn Síðumúla 14. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15,00 eintakið. Prentsmiðja Visis — Edda hf. Reiðarslagið „Undirmenn á farskipunum hafa nú loks knúið við- semjendur sína til undanhalds í kjaradeilunni, sem staðið hefur á annan mánuð. Árangur kjarabaráttu sjómanna er umtalsverður og hækka laun þeirra um nær 50 af hundraði.“ Þannig lýsti Þjóðviljinn í gær niðurstöðu samkomulagsins, sem samninganefndir sjómanna og skipafélaga gerðu með sér um helgina. Fréttin um, að sjómenn hefðu síðan fellt samkomu- lagið, kom eins og reiðarslag. Eitthvað hafði komið fyrir, sem fólk skildi ekki. Ætlar þessi vitleysa eng- an endi að taka? spurðu menn. Fyrst var stofnað til verkfalls einmitt á þeim tíma, er viðkvæmar kosn- ingar til stjórnar Sjómannafélagsins stóðu fyrir dyr- um, þótt flestir spáðu þvi þá þegar, að samningar mundu ekki takast fyrr en að aflol$nu stjórnarkjöri að hvorki meira né minna en fimm vikum liðnum. Loks eftir bið og bæn, þegar markaður fyrir sjáv- arafurðir okkar í útlöndum var farinn að spillast og vöruskortur í augsýn heima fyrir, náðist samkomu- lag, sem báðir listamir í Sjómannafélaginu virðast hafa staðið að. Alda feginleika leið yfir þjóðfélagið. Menn glöddust yfir því, að öllu verkfallsböli væri bægt frá. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega eftir að úrslit urðu kunn, settust samn- ingsaðilar aftur á rökstóla, en án nokkurrar bjart- sýni. Nálægt helmingi þeirra manna í Sjómannafé- laginu, sem atkvæðisbærir voru í málinu, höfðu greitt atkvæði, og þar af aðeins 33 með samkomulaginu en 96 á móti. Úrslitin eru því ekki að nf lítilli þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það voru þvi margir í gær, sem spáðu enn langvinnu samningastríði. Og cnn nv.-v.i menn hr.!:’r. áfram að knsta fjöreg^l þjóðarinnar á milii sín. Skammdegisvoríð Varla er um annað meira talað en skammdegisvorið, sem ríkt hefur frá jólum með 6,4 gráða meðalhita, einmitt á þeim tíma, sem oft er hvað kaldastur á árinu. Þetta eru svo sannarlega mikil viðbrigði í svartasta skammdeginu. Ferðaáhugamenn eru í sjöunda himni, því að þeim eru nú allir vegir færir. Byggingamenn fagna því líka að geta unnið samfellt að framkvæmdum sínum. Bændur geta beitt búpeningi sinum og sparað heyin. Og ekki er talið líklegt, að hlýindin leiði tíi þess, að viðkvæmur gróður fari af stað og deyi svo í síðari frostum, nema þá að blýindin komi tíl með að standa iengi enn. Forsetinn húðskammar mig á hálftíma fresti'' „Nixon imyndar sér, að hann ráði, en grunar embættismenn sina um græsku" — Kissinger gekk illa að reka erindi forsetans „Forsetinn húðskammar mig á hálftima fresti fyrir það, að við séum ekki nógu harðir við Indverja. Hann var að hringja rétt einu sinni. Hann trúir því ekki, að vlð hlýðn umst fyrirmælum hans. Hann vill styðja Pakistan, en honum finnst, að allt, sem við gerum, fari á annan veg.“ Petta voru orð Kissingers, helzta ráðgjafa Nixons Banda ríkjaforseta, á fundi nefndar bandaríska öryggisráðsins — orð, sem ekki áttu að koma fyrir sjónir almennings, en blaðamaðurinn Jack Anderson hefur birt með meira góðgæti úr leyniskjölum frá fundum öryggisráðsins. Þetta mál hefur vakið mllda athygli og minnkað virðingu manna fyrir for setanum. Rikislögreglan PBI vinnur að því að finna, hver ber ábyrgð á þessum „leka“, sem verður að teljast háskalegur bandarískum stjómvöldum. Ef orðréttar ræð- ur manna á fundum hins há- lejmilega öryggisráðs forsetans geta borizt til Jack Andersons, gætu þær ailt eins borizt til hó- vinanna" beina leið Reyndar er ekk; um marga að ræða, þv’i að fáir menn hafa aðgang að skjölunum „Kæmi sér verr fyrir Nixon en mig, ef ég segði frá heimildar- mönnum“ Anderson sýnd; mönnum skjalatösku sína með um tutt- ugu möppum með alls konar leyniskjölum, fundargerðum og símskeýtúm3 um Indlandsmálið: Hann vil; ekki gefa upp nafn þeirra, sem hafa fengið honum skjölin en segir að þeir séu „mjög háttsettir‘‘ i embættis- mannaliöi Nixons. „Ef ég skýrði frá nöfnum heimildarmanna, mundj það valda ríkisstjóminni meiri vandræðum en mér‘‘, segir hann. Anderson ritar reglulega grein ar, sem birtar eru I um 700 blöðum í Bandaríkjunum, meöal annars hinu áhrifamikla Wash- ington Post. Hann hafði í grein- unum dregið í efa yfirlýsingar stjórnvalda um „hlutleysi'* í deilum Indverja og Pakistana. Þegar aðrir báru brigður á kenningar Andersons, birti hann leyniskjölin. Skjölin eru nákvæmar fund- argerðir frá þremur fundum ör- yggisnefndarinnar, þar sem sitja æðstu ráðunautar Nixons I her- málum. Fyrsti fundurinn var 3 desember, en þá hófst strtð Indverja og Paídstana fyrir alvöru. Þann dag geröu pakist- anskar flugvélar loftárásir á ýmsa fiugvelli í Indlandi, og Indira Gandi lýst þvf yfír, að Indland væri í styrjöld. án þess að nokkur striðsyfirlýsing væri gefin. Skjöl Andersons eru rituð á pappír herstjómar Bandaríkj- anna, o.g efst og neðst á hverju blaði var stimplað „mjög mikið trúnaðarmál" (secret sensitive). Tillögum um „smygl“ illa tekið Anderson segir, að.-Nixon og Kissinger hafi haft áhuga á að smygla aðstoð tíj Pakistana. Á einum stað segir Kissinger. að forsetinn „fmyndi sér“, að „hann ráði" og lýsir áhyggjum vegna þess. að lítið verði úr fyrirskipunum hans. Kissinger hafi spurt ráðsmenn, hvort „við höfum rétt til að fela Jórdaníu og Saudi-Arabíu að vera milli liðir fyrir bandaríska' hemaðar- aðstoð við Pakistana'*. Þessu var andmælt af öðrum ráðs- mönnum Kissinger sagði, að „hver, sem það væri, sem væri að dreifa upplýsingum (um af- stöðu stjómvalda) um núver- Henry Kissinger vildi smygla vopnum til Pakistans •......7. X ' § : Nixon fór dult með af stöðu sína og kvartaði um blekkingar embættismanna við sig. Umsjón: Haukur Helgason andi ástand, bakaði sér reiði forsetans“ Forsetanum fyndist , að farið væri á bak við sig. Fyrirskipanir hans drukknuðu í embættismannakerfinu. Bandartkin og Pakistan gerðu samning um vamarmál árið 1959. Ein aðalspuming fundar- ins var, á hvem hátt þessi samningur hefði gildi f þessu máli, þar sem ekki var um aö ræða árás kommúnistaríkis á Pakistan og raunar ekki um stríðsyfirlýsingu að ræða. Bandarisk flugvél meö 20 tonn Fréttamenn hafa skýrt frá þvf, að nokkrum klukkustund- um áður en flugvélar Pakistana gerðu árásir á indverska flug- vellj þennan morgun, hafi bandarísk flugvél lent T Karachi, höfuðstað Vestur-Pakistan, og affermd hafí verið um tuttugu tonn á pakistanskar herbifreiö- ar. Ennfremur kemur fram, að Westmoreland hershöfðingi hafði mjög rangar hugmyndir um, hve lengi Pakistanar gætu varizt í Austur-Pakistan og taidi þá mundu standast í einar þrjár vikar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.