Vísir - 21.01.1972, Page 8

Vísir - 21.01.1972, Page 8
8 V f S I R . Föstudagur 21. janúar 1972, Utgefancu Framlrvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri RitstjómarfulltrUi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstióm Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 15 Prent.smiðja Visis • Reykjaprent hf. • Sveinn R. Eyjólfsson • Jónas Kristjánsson : Jón Birgir/Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 ■ Hverfisgötu 32. Simi 11660 Síðumúla 14. Simi 11660 (5 línur) 225 á mánuöi innanlands i,00 eintakið. - Edda hf. Óhóflegt Bakkusarveldi Tveir kunnir prestar í Reykjavík skýrðu frá því í Vísi í gær, að vínneyzla væri langalgengasta skilnað- arorsokin hér á landi. Yfirleitt væri það eiginkonan, sem æskti skilnaðar vegna drykkjuskapar eigin- mannsins. Jafnframt er Ijóst af tölum, að skilnuðum fiölgar mjög ört. Árið 1967 voru þeir 184, árið 1968 voru þeir 210, og árið 1970 voru þeir 251. Sami öri vöxturinn er á vínneyzlu íslendinga. Árið 1963 drukku íslendingar áfengi, sem svarar 1,93 lítr- um af hreinum vínanda á hvert mannsbarn í landinu. Aukningin var ekki mjög hröð fram til ársins 1968, þegar vínandamagnið var komið upp í 2,17 lítra. En árin 1970 og 1971 tók vínneyzlan verulegt stökk. Hún var 2,50 lítrar árið 1970 og 2,70 lítrar árið 1971. ileildameyzlan á vínanda segir svo sem ekki beint mikið um vandamálin, sem fylgja drykkjuskap. Senni- legt virðist þó, að aukinni vínneyzlu sé samfara auk- inn óhófsdrykkjuskapur, — fleiri fari lengra yfir markið en áður var. Tölurnar um hjónaskilnaði benda til þess, að náið samband sé milli vínneyzlu og skiln- aða. j Hin opinberu skilnaðarmál eru aðeins brot af þeim fjölskylduvandamálum, sem fylgja óhóflegri vín- neyzlu. Á móti hverjum einum hjónum, sem slíta sam- vistum, eru áreiðanlega mörg, sem áfram hanga sam- an í algerlega ófullnægjandi hjónabandi. Og hvort sem drykkjuskapurinn leiðir til skilnaðar eða ekki, eru það bömin, sem þurfa mest að þola. Erlendum mönnum, er hingað koma, dylst ekki hinn fordrukkni bragur, sem er á Reykjavík á vissum tím- um sólarhringsins vissa daga vikunnar, einkum þó í nágrenni veitingahúsa. Fólk kvartar um, að ekki sé fært um miðborgina á þessum tímum vegna útúr- dmkkinna og ónæðissamra manna. Jafnhliða eykst um þessar mundir notkun eitur- lyfja og fíknilyfja af ýmsu tagi, sem sum hver em langtum hættulegri en áfengi. Athuganir á þeim þætti benda til þess, að notkun slíkra efna breiðist óhugnan lega ört út. Það er því sannarlega ekki bjart útlitið í þessum efnum í heild. í ljósi talnanna getur engum dulizt, að nú þegar er orðið mjög brýnt að taka þessi mál fastari tökum en áður og reyna að stemma stigu við skriðunni. Það má ekki gerast aftur, að á fjárlögum, sem hækka um marga milljarða milli ára, sé ekki rúm fyrir fjárveit- ingar til eðlilegrar framþróunar baráttunnar gegn böli áfengis og eiturlyfja. Núverandi baráttuaðferðir eru of veikburða. Öll þjóðin þarf að vakna til vitundar um ástandið og taka höndum saman um tilraunir til úrbóta. Cmáður og ofsóttur maður hefur tekið völd, kominn beint úr fangelsi, þar sem dauðadómur sveif yfir höfði hans og aftökusveitin komin á staöinn til að framkvæma hann. Stjórnarbylting hefur verið framkvæmd, landið liggur í rústum, fátækt fyrir, nú rúið inn að skinni, allt atvinnulíf í kaldakoli Leiðtoginn snýr heim og miiljónamúgurinn hyll ir hann. gleðin yfir heimkomu hans og sigrinum svo takmarka laus, að það er alisherjar þjóð- istönskum yfirvöldum Brot hans var fólgið í því að berjast ■fyrir auknu sjálfstæði Austur- Pakistans. S'íöan hafði hann setið mestan tímann í fangels- um, þó af og til verið sleppt, en jafnan haldið baráttunni á- fram, þangað til hann fór að krefjast algers sjálfstæðis eða heimastjórnar Austur-Pakist ans, með eigin gjaldmiðlj og yfirráðum utanríkisverzlunar. Það hefði komið sér illa fyrir valdsmennina, sem sátu í Vest ur-Pakistan, því að þar með Músíbúr Rakman þjóðarleiðtogi Bangladess. hátíð. En á eftir fylgir vandi hversdagsins, við blasa blákaid ar staðreyndir skorts og erfið- leika og úrræðaleysis, og margt bendir til að tímar sundrungar og illvígra deilna séu framund- an. Þaö er sannarlega enginn tímj til að halda þjóðhátlð lengur. Slík er saga hins nýja ríkis Bangladess, Miklar vonir eru bundnar við leiðtogann Múslbúr Rakman. Hann er nú rúmlega fimmtugur, hefur allan sinn feril verið uppreisnarmað- ur gegn ríkjandj valdsherrum. Hann var sonur lægrj embætt- ismanns við héraösdómstól einn við Bengaliflóa, kominn af fjöl- skyldu með sæmilega afkomu miöað við það sem tíðkaðist á þessu mesta þéttbýlis og fá- tæktarsvæði heims. Að þarlend um sið ákváðu foreldrar honum gjaforð í bamalbirúðkaupi 14 ára gamall kvæntist hann 3ja ára telpu. Ungur var hann send ur til háskólanáms í Kalkútta, þar hóf hann f stúdendahópn um baráttu gegn brezku ný- lenduherrunum, og Leiðin liá innan skamms beint inn í brezk herfangelsi. Síðan var hann 1 hópi múhameðstrúarmanna, sem vildu ekki þo'la forræði Hindúa og barðist fyrir stofnun Pakistans. Hann var í hópi þeirra, sem héldu þjóöhátið, þegar ríkið Pakistan var stofn- að. En sú dýrð stóð ekk; lengi. Aöeins árj síðar var hann að nýju handtekinn og nú aif pak- hefðu þeir tapað megninu af gjaldeyristekjurn sínum, sem fengust fyrir júta og strigafram leiðslu við Bengalflóa. Enn var Músíbúr handtekinn og fram fóru mikil iandráðaréttarhöld, sem höföu þó aðallega þau á- hrif að gera hann að þjóðhetju meðal þjóðar sipnar. Þegar loks ins var efnt til nýrra kosninga' hlaut flokkur hans Awami- bandalagið 90% allra atkvæða T Austur-Pakistan. sem gef hon um öl] þingsætj á héraðsþing inu í Dakka og hreinan meiri- hluta á sjálfu hinu sameigin- lega ríkisþingi 1 Rawalpindi. Hann hefði þá í rauninni átt að taka við völdum í öllu Pakistan ríki. En hinn valdsmannslegi Jæja Kan herforingi var nú ekki á þvf aö fela þessum uppreisn arsegg völdin. Þvert á móti sendj hann herflutningaskip til Austur-Pakistans og beitti þvi miskunnarlaust í hinu hryllileg asta blóðbaði til að bæla niður sjáfstæðishreyfingu Bengala. Samtímis því lét hann taka Músíbúr höndum og flytja hann sem fanga í eyðimerkur- kastalann f Vestur-Pakistan. Þar voru svo haldin ný land- ráðaréttarhöld yfir honum fyrir herrétti. 4~|g nú tók að draga til úrslita. ^ Hinn 4, desember sl. eftir að styrjöld var hafin við Ind- verja kvaddi Jæja Kan þá þrjá menn sem sátu I herdómstóln- um é smn fund og skipaði þeim að kveða upp dauðadóm yfir Músíbúr. Þeir gerðu sem fýrir þá var lagt. Framkvæmd dauða- dómsins var þó enn frestað þar til 15. desember, þegar ind verski herinn var kominn að borgarhliðum Dakka. Þá sat Jæja Kan í bækistöð sinni og var í súru skapi, herir hans höfðu beðiö ósigur bæði á aust ur og vestur-vígstöðvunum og var farið að bera á uppreisnum í ýmsum herflokkum. Ærður af slæmum fréttum úr öllura átt- um er sagt að hann hafi æpt í æðiskasti: „Ég hefðj átt að láta drepa þennan mann sama dag- inn og hann var handtekinn. Hengið hann nú.“ Og nú skyldj gera svo sem einræðisherrann skipaði. Sér- stök aftökusveit hersins var send frá Rawalpindi tiú kastala fangelsins. Hún hóf þegar und- irbúning og tók m.a. að grafa gröf fyrir fangann. Var honum sagt, að það væri loftvamagröf, en hann skildi. að það var hans eigin gröf En nú var komið að úrslitastund, stríðslok ásamt valdabyltingu, Jæja Kan var steypt af stólí. í BIlu öngþveit- inu er þó talið hætt við þvf, að aftökuskipunin hefði o’rðið framkvæmd, ef fanga- vörður einn hefði ekki notfært sér stjómleysið til að flytja Músibúr úr fangaklefanum og fela hann í íbúð sinni. þaö er þvl ekki ofmælt, að Músíbúr Rakman haifi sloppið úr greipum dauðans. Og þegar hann snýr heim er hann viðurkennd þjóðhetja og þjóðarleiðtogi hins nýja nkis Bangladess. En nú sýnist breyta um hlutverk. Fram að þessu hefur allt æviskeið hans mark- azt af uppreisn gegn ríkjandi valdhöfum. Nú er hann sjálfur orðinn óumdeildur valdhafi. Hann hefur að vísu á bak við sig þingræðislegan meirihluta, raunar allt þing landsins, en hann er um leið einvaldur í kraftj persónulegrar frægðar sinnar. En nú reynir á, hvemig honum ferst aö stjóma og byggja upp. Strax og hann kom úr hinni undarlegu Lundúnaflugferð sinni, heim til valda sýndj hann kraft sinn og viljastyrk. Hann stofnaðj ríkisstjóm og vakti það athygli, að hann leysti alla þá menn frá störfum sem Ind- verjar höfðu skipaö til bráða- birgöa. Þetta kom á óvart, því að það er augljóst, að Bangla- dess veröur fyrst um sinn að styðjast við hjálp Indverja. En Músíbúr Rakman ætlar sér augsýnilega ekki að verða neinn indverskur Ieppur. Og þetta kann aö vekja ótta um ný vandamál. Hiö gamla bar- áttumið Músíbúr hefur veriö að sameina alla Bengal-þjóöina í eitt sjálfstætt ríki, en þar meö eru líka talin héruð í Ind- landi, ásamt stórborginni Kal- kútta. Hugsazt getur, að Indverj ar þurfi innan skamms að tak- i '

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.