Vísir - 21.01.1972, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 21. janúar 1972.
ast á við slika aHsherjarhreyf-
ingu, sem einnig kynni að liða
þeirra riki í sundur.
svo er að líta yfir landið,
hið nýfrjálsa ríki Bangla-
dess, þar sem það liggur rutt
og rúið. Eins og áður hefur
verið lýst hér í þessum greinum
á grimmdarlegt framferð; pak-
istanska hersins sér fá fordæmi.
Heilu bæirnir og borgirnar
voru lagðar í rústir, aðkoman
engu líkari en kjarnorku-
sprengja hefði fallið þar, þar
stendur sums staðar ekki steinn
y^fir steini. Sjálfir segja Bangla-
dessmenn að 3 milljónir manna
hafi verið myrtar, 6 milljónir
heimila hafa verið lagðar í
rústir Allt samgöngukerfið er
í molum, vegir og brýr sprengd
í loft upp og skurðir stíflaðir.
Síöustu dagana. þegar sýnt var
að Pakistanar væru að ,tapa
stríðinu, voru framkvæmd skipu
leg rán og eyðing, sviðið land,
verksmiðjur og vélar voru
brotnar og eyðilagðar, bifreiðum
og öðrum flutningatækjum og
margskyns verðmætum öðrum
var safnað saman og flutt i
brott frá landinu með skipum,
áður en höfnum var lokað, pen
ingabirgðum banka og fyrir-
tækja var rænt eða þær eyöi-
lagðar svo ekkert stendur eft-
ir, engar samgöngur, vélar eða
fyrirtæki. enginn gjaldmiðill,
allt I rústum Áður var búið að
gerspilla te-ekrum landsins og
verða ekkj bættar um margra
ára skeið, júta-verzlunin getur
ekki hafizt fyrr en samgöngum
hefur verið komið á. Og svo
á þetta allslausa land aftur að
taka við þeim 10 milljónum
flóttamanna sem áður höfðu
flúið til Indlands.
jF)ó þjóðhátíðin sé liðin, eru
fánar hins nýstofnaða ríkis
enn við hún, og almenningur
vill sýna hug sinn með því að
festa á sig sjálfstæðistáknið.
En nú blasir staðreyndin við,
Bangladess er á morgni sjálf-
stæðisins eignalaust og allslaust
ríki Og það sýnist vera hið
hrikalegasta vandamál og við-
fangsefni, sem nú þekkist 1
heiminum að koma þessari
ríkismynd. þó ekki væri annað
en á réttan kjöl. I öllum mann
grúanum við Bengalflóa var
áður, meðan allt gekk þó eðli-
lega fyrir sig, talin vera ein-
hver mesta fátækt sem þekktist
í heiminum. Var talið aö meðal
árstekjuf fólks þar. væru lítið
meira en jafngildi 2 þúsund
króna Nú hefur það fólk ekk-
ert, verður að bjarga sér eins
og bezt gengur eins og dýr
merkurinnar, og það kostar
hrikale'gt átak að koma kjör-
um fólksins aðeins upp I það
sama og áður tíðkaðist, hvað
þá að nokkrar frekari úrbætur
séu hugsanlegar.
Það er því ósköp mikil hætta
á því, að líkt fari fyrir Músíbúr
eins og öðrum leiðtogum
frjálsra þjóða sem taka fagn-
andj við völdum á morgni
frelsisdagsins, að hann slitni og
gefist upp á óviðráðanlegum
vandamálum. Það verður svo
ömurlegt eftir þjóöhátíðina,
hvað ekkert miðar áfram. Og
gamal'l uppreisnarseggur, sem
hefur alla ævi gagnrýnt ríkj-
andj valdhafa getur oröið illa
settur þegar hann fær sjálfur
völdin við sllkar aðstæður.
,,Vitið þiö,“ sagði hann einu
sinni í ræöu yfir fylgismönnum
sínum, „að þeir hafa hellulagt
strætin í Karach; með vullnen-
ingum sem þeir fá fyrir jútað
okkar!“ Nú er að því komið
að hann sýni hvort hann getur
sjálfur hellulagt strætin í
Dakka meö þeim gullpeningum.
Þorsteinn Thorarensen.
- Ef marka má vanskila-
lista ríkisábyrgðar-
sjóðs er sýnt að árin 1969
:Og 1970 hafa verið góð ár
atvinnulífinu í landinu.
Þessi tvö ár hefur nefni-
lega' brugðið svo við, að
„syndaregistur“ ríkisá-
byrgðarsjóðsins hefur ekki
aðeins stytzt, heldur hafa
upphæðir vanskilaskulda
aðila lækkað verulega.
Vísir hefur undanfarin ár
birt yfirlit yfir vanskil við
ríkisábyrgðarsjóð og birt-
ist hér yfirlit fyrir árið
1970, sem er nokkuð
seinna á ferðinni en yfir-
litin hafa verið. Á árinu
Reyklnn lagði þama yfir Siglufjarðarkaupstað frá Síldarverksmiðju ríkisins á staðnum,
einmitt þessi iðnaður hefur orðið ríkisábyrgð arsjóði þungur I skauti.
innkandi
syndir hjá
^ÍLStí i*gíl&éx ííJOÍOl 3 Ó11|
„Syndaregistur" sjóðsins styttist og lækkaði
verulega 1970 — Visir birtir lista yfir belztu
skuldakóngana
S1970 lækkuðu vanskila-
skuldir við sjóðinn um
jhvorki meira né minna en
,195 milljónir króna eða úr
j577.671.318 í 383.085.343
Ikr.
Þarna munar langmest um
stóra „skuldakónga", sem ýmist
hreinsuðu sig ajveg af listanum
eða lækkuðu skuldir sínar mjög
verulega. Af þessum aðilum má
sérstaklega nefna Flugfélag ís-
lands. sem sléttaði 54 milljón
króna skuld sína við sjóðinn
alveg. Einnig sléttuðu skuldir
sínar Guðmundur Jörundsson
v/ Narfa um 39 miljjónir kr.,
Þorlákshöfn um 21 milljón kr.
og Mjölnir hf. Þorlákshöfn um
11 milljónir kr. Þá lækkaði
Orkusjóður skuld sína úr 30 f
13 milljónir og Fiskiðjuver
Seyðisfjarðar úr 17 milljónum
í 7 milljónir kr. — Aðeíns þessir
6 aöiJar urðu því til að lækka
heildarupphæðina um 152 millj.
'kr.
Alls varð það 41 aðili, sem
jafnaði skuld sína við sjóðinn á
árinu og slapp þannig við að
fá nafn sitt birt í „syndaregistr-
inu“, en 21 nýr aðili bættist við.
Af þessum 41, sem jöfnuðu
skuld sína, voru það sex, sem
gerðu það svo rækilega, að þeir
áttu í árslok 1970 inni hjá
sjóðnum.
Alls voru í árslok taldir ti' 164
aðilar, sem tilgreindir voru í
skuld viö sjóðinn. Af þeim eru
nokkrir taldir til í meira en einu
tilviki, þannig að fjöldi aðila er
nokkru minni, en í yfirlitinu eru
skuldir við sjóðinn flokkaðar
eftir eðJi og tilgangi þeirra lána,
sem sjóðurinn hefur gengizt i
ábyrgö fyrir.
Flestar vanskilaskuldirnar
eru vegna fiskiðnaðarins, og þar
er samanlögð skuldaupphæðin
'einnig mest eða um 163 millj.
króna. Þá voru skuldir vegna
hafnarlána 28 milljónir, vegna
raforkulána 18 milljónir, en
aðrir flokkar eru smávægilegri.
Vísir tekur nú saman eins og
áður Jista yfir stærstu skulda-
kóngana. Fyrst eru þeir tijtínd
ir, sem voru í meira en 5 millj.
kr. vanskilaskuld við ríkisá-
byrgðarsjóðinn í árslok 1970:
Síldarverksmiðjur ríkisins
Vörður h.f. Patreksfirði
Orkusjóöur
Ríkissj. v/ láns f Bretl. 1968
Skallagrímur h.f. Borgamesi
Fiskiðjuver Seyðisfjarðar
Miðneshreppur
Jóhannes Kristjánsson, Rifi
68.638.464 kr.
13.900.086 —
13.063.828 —
10.574.679 —
9.297.277 —
7.472.960 —
5.707.585 —
5.583.606 —
V
Þeir aðrir, sem voru í árslok [vanskilaskuld við rikisábyrgðar-
1970 í meira en milljón króna jsjóð voru.
Akraneskaupstaður
FJateyjarhreppur, S-Þing.
Neskaupstaður
Seyðisfjarðarkaupstaður
Vestmannaeyjakaupstaður
Rafmagnsveitur ríkisins
v/héraðsrafveitna
Meitillinn h.f. Þorlákshöfn
Niðursuðuv. Kr. J. & Co.
Noröurstjarnan h.f.
Oddafell h.f. Bakkafirði
Siglufj.kaupst. v/Rauðku
Sig, Ágústss,, Stykkishólmi
Sænsk ísl. frystihúsið
Vopnafjarðarhreppur
Otgeröarfél. Akureyringa
Kísiliðjan, Mývatnssveit
Steindór Kr. Jónss., Akurey.
Ríkissj. v/óendurh. erl. lána
Ríkissj. v/Stofnl.d. landb.
SkuJdaskiIasj. útvegsm. R.
Vitamálastj. v/sanddælu
Daníel Þórhallsson
Guöm. Jónsson, Rafnkejsst.
Haraldur Böðvarss., Akran.
Heimaskagi h.f. Akranesi
Hólanes h.f.
Hraðfr.hús Grundarfj. hf.
Hraðfr.hús Langeyrar
Hraðfr.hús Ólafsfj. h.f.
Hraðfr.hús Ólafsvíkur h.f.
Hraöfr.hús Patreksfj.
Hraðfr.hús Tálknafjarðar
Hraðfrystistöð Keflavlkur
Hraðfrystistöð Vestm.eyja
Hraðfr.stöð f Reykjavík
Karvel Ögmundsson-
Kaupfélag Stykkishólms
Kirkjusandur h.f. Ólafsvík
Kveldúlfur h.f. Hjalteyri
Auk þessara skulda við ríkis
ábyrgðarsjóö eru stórar van-
skilaskuldir, sem ekki eru flokk-
aðar á milli einstakra aðila.
Marshajllán vegna Síldar- og
fiskimjölsverksmiöja 43 milljón-
ir og vanskilaskuldir vegna ICA-
lána 5.5 milljónir kr.
ilJö v
4.321.262 kr,
2.772.854 —
1.463.169 —
1.612.631 —
1.399.945 —
4.565.452 —
1.863.249 —
1.157.686 —
2.429.900 —
3.408.553
4.185.331
1.943.337
1.456.907 —
3.315.714 —
3.034.176 —
1.083.304 —
1.662.383 —
1.958.740
1.582.175 —
2.130.000 —
2.445.936 —
1.147.087 —
3.095.791 —
1.586.569 —
4.130.811 —
1.629.963 —
1.004.560 —
4.106.242 —
2.881.990
3.785.230 —
1.016.707 —
2.259.262 —
2.375.986 —
2.350.407 —
2.377.326 —
2.738.923 —
1.542.457 —
1.535.056 —
4.072.385 —
Þannig eru skuldir vegna lána
fyrir austurþýzk skip tæpar 76
milljónir kr.
Þegar vanskil við ríkisábyrgð-
arsjóð á árinu 1971 liggja á
lausu mun Vísir birta „synda-
registur" fyrir Það ár. —VJ.