Vísir


Vísir - 21.01.1972, Qupperneq 13

Vísir - 21.01.1972, Qupperneq 13
V 1 S I R . Föstudagur 21. janúar 1972. 13 Klæðskerasaumaðar skyrtur fyrir karlmenn — og konur Charvet heitir fyrirtæki eitt í Frakklandi, sem verzlar með skyrtur. Skyrturnar eru frá- brugðnar öðrum skyrtum að því leyti, að það eru klæðskerar, sem sníða þær til eftir máli hvers við- skiptavinar. Fyrirtækið er gamal- gróið og virt og hefur haft marga fræga viðskiptavini t.d. Kennedy forseta, Rockefeller auðkýfing og de Gaulle. En til þess að ná til stærri hóps viðskiptavina hefur fyrirtækið far- ið út í fjöldaframleiðslu eins og svo mörg hinna svokölluðu há- tizkuhúsa. Það kemur samt ekki í veg fyrir mjög góða afgreiðslu af hálfu fyrirtækisins. Enn sem fyrr tekur klæðskeri mál af hverj- um nýjum viðskiptavini og með málbandið í hendinni segir hann til um hvort viðskiptavinurinn get- ur notað staðlaða stærð, ef ekki, þá gerir verzlunin nauðsynlegar b'reytingar, sem felast kannski í því að hálsmálið er víkkað eða ermar styttar, og það ókeypis. Þetta getur fyrirtækið gert að sögn forráðamanns þess vegna þess, að það hefur eigið starfslið. Kynslóöabilsins gætir ekki á tízkusýningum. Þótt herramir séu frjálslega klæddir þá falla þeir ekki í aldursflokk þeirra kornungu. SUMARTÍZKA FYRIR KARLA Og þess vega eru allir skyrtu- hnapparnir handsaum-aðir á skyrt- urnar en ekki með saumavélum, jafnvel á fjöldaframleiðsluskyr- turnar. En það er meira gert fyrir þá, sem kaupa klæðskerasaumuðu skyrturnar. Málið er tekið og pappasnið gert eftir líkamsmáli viðskipavinarins, málið og sniðið er geymt í spjaldskrá, s^m er breytt eftir þörfum eftir þvl sem árin líða, t. d. er ekki óalgengt að mittismálið stækki með árun- um. Þrátt fyrir það að fyrirtækið er gamalt að árum þá fylgist það vel með og var fyrsta skyrtufyrir- tækið I Frakklandi, sem kom með skyrtur í ýmsum litum á markað- inn. Nú hefur það 80 mismunandi liti, sem viðskiptavinir geta val- ið milli — það nýjasta frá þeim núna eru marglitar óreglulegar rendur á skyrtunum. Forstjóri fyrirtækisins segir, að vel skyrtuklæddur maður eigi að velja skyrtuna eftir lit á bindi sínu og starfi. „Bankamaður á að líta út eins og bankamaður,“ seg- ir hann, „og poppsöngvarinn eins og poppsöngvari." — Hvenær skyldi koma að þvi að þeir, sem verzla með kvenfatn- að hafi þessa skoðun? En þetta var útúrdúr — hann segir ástæðuna fyrir þvi að svo margir karlmenn gangi i lejðin- legumí skyrtum vera þá, að þeir séu hræddir við yfirmenn sína. Um leið og þeir séu komnir í meiri ábyrgðarstöðu öðlist þeir meira sjálfstraust og hætti á breytingu I skyrtuvali. Skyrturnar frá Charvet þykja ekki mjög dýrar, og klæðskera- saumuðu skyrturnar eru aðeins 20% dýrari en fjöldafram- leiðsluskyrturnar og þá eru upp- hafsstafirnir kannski saumaðir á. Það hefur vakið athygli að þetta karlmannaskyrtufyrirtæki selur einnig skyrtur á kvenfólk. Það er langt slðan það byrjaði á þvi. Einn viðskiptavinanna var sjálf Chanel en það var áður en hún byrjaði sjálf með tízkuhús. „Sum- ar konur hafa alltaf gengið I skyrtum", segir forstöðumaðurinn. „Öðru hvoru kemur það fyrir að tfzkan beinist eftir okkar línu.“ Og það er einmitt það, sem tízk- an gerir núna. Buxnadragtimar taka á sig æ meiri karlmannssvip, skyrtan og bindið eru metsöluflik- ur vetrarins og tvær af skyrtum Charvets hafa komizt á forsíðu franska tízkublaðsins Elle í vet- Þessar skyrtur voru sýndar á vortízkusýningunum í Róm, sem hafa staðið yfir undanfarið. Hirðu- leysislegur en vel klæddur á karl- maðurinn að vera í sumarhitun- um þar syðra, eflaust á þessi tízka einnig eftir að koma á norð- lægari breiddargráður. Og nú skulum við kíkja betur á myndina. Buxurnar eru með beinum skálmum, uppbroti og fremur víðar. Skyrturnar eru hafðar utan yfir og leðurbelti prýða búninginn. í frétt um þetta efni frá fréttastofunni UPI er þess getið sem sjálfsagðs hlutar, að karlmaðurinn, sem ekki vill nota tösku með axlareim eigi völ á öðru, nefnilega litlu veski, sem er fest á beltið. —SB— ur. Konur eru velkomnar í verzlan- ir Charvet þar sem þær hafa líka áhuga á gamaldags karlmannanátt- skyrtum og sloppum. Þó er þetta karlmannaheimur enn og forstjórinn biður viðtal- anda sinn að segja í guðanna bænum ekki, að þeir hjá Charvet selji blússur. — SB — I Charvet hefur feng- ið tízkuna í lið með sér að þessu sinni en karlmannafatn- aður ýmiss konar er mjög vinsæll hjá kvenþjóðinni í vetur — hér er ein hinna klæðskera- ■ saumuðu skyrtna í kveniegri útgáfu. Blikksmiðir — Járniðnaðarmenn Framleiðslufyrirtæki til sölu, hentugt fyrir tvo. Uppl. í síma 11820. Skiptafundur Skiptafundur í þrotabúi Oks hf., steypustöð, Hafnarfirði, verður haldinn í dómsal embætt- isins, Hafnarfirði, fimmtudaginn 27. jan. 1972 kl. 4.00 e. h. Lögð verður fram virðingargerð á eignum búsins og rætt um meðferð þess. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 19. jan. 1972. Einar Ingimundarson. Vanir rafsuðu- menn óskast BORGARSMIÐJAN HF. Sími 41965. ATVINNA Hitaveita Reykjavíkur vill ráða konu til starfa á mælaverkstæði við Grensásveg. Laun skv. samninguni við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar. Umsóknir sendist skrifstofu HR, Drápuhlíð 14, fyrir 1. febr. n. k. HITAVEITA REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.