Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 9
VÍSIR. Föstudagur 28. janúar 1972. 9 Keppendur streyma til Vetrar-Olympíuleikanna Japanir eru fyrsta þjóð í Asíu, sem standa fyrir Vetrar-Ólympíuleikum, bg leikarnir í Sapporo hefjast i næstu viku. Þeir munu standa á tímabilinu frá 3 —13. febrúar og þátttak- endur verða frá 35 löndum. island er ekki þar á meðal og er það í fyrsta sinn um langt árabil, sem ísland á ekki keppendur á Vetrar- ólympiuleikum. Fyrstu erlendu Ólympiu-þátt- taVendurnir komu til Sapporo sibastliðinn sunnudag. Ólympiu- bærinn á nyrztu ey Japans Hokkaido mun næstu daga fyllast af fremstu iþróttamönnum heims i vetrariþróttum. Fyrstir komu sovézku keppendurnir, ásamt Pólverjum og Kanadamönnum. t hópnum voru 140 manns. En fleiri keppendur frá þessum þjóðum voru væntanlegir siðar. Reyndar má þó segja, að einn ástralskur keppandi hafi „þjófstartað”, en hann kom til Sapporo fyrir rúmum mánuði og hefur æft þar siðan. Hann hafði engan is til að æfa sig á heima •yrir. Sænsku, norsku og finnsku þátttakendurnir, sem munu verja heiður Norðurlanda á leikunum, komu til Sapporo á þriðjudag. Það er ekki nokkur hætta á þvi, að snjóleysi hindri framkvæmd Ólympiuleikanna. Um siðustu helgi snjóaði mjög á eynni, og snjóstormur hindraði eðlilegar samgöngur i fleiri klukkustundir. Snjór er nú um metri að þykkt i fjöllunum við Sapporo og ef snjó- koman heldur áfram kann svo að fara, að hann verði orðinn tveir metrar, þegar að opnun leikanna kemur. Það er snjómetið i Sap- noro. Lögreglan hefur mikinn við- búnað vegna leikanna, þar sem reiknað er með, að bæði vinstri- og hægrisinnuð öfgaöfl muni hafa sig i frammi þar. 4.000 lögreglu- menn munu verja keppendur fyrir allri ásókn almennings. Vinstri öflin mótmæla peningaaustri i leikana, sem samrýmist ekki hinni sósialitisku hugsjón - og einnig, að Hirohito keisari verður viðstaddur opnun leikanna. Hægri öflin munu mótmæla þvi, að þáttakendur frá kommúnista löndum fá aö taka þátt i leikunum. Um leið og þátttakendur hinna ýmsu þjóða hafa komið til Sap- poro hefurfarið fram fánahylling viðkomandi þjóðfána. Margir fánar eru nú viö hún og Ólympiu- bærinn er að fá á sig alþjóðlegan svip. Stærstu flokkarnir, sem þegar eru komnir til Sapporo eru frá Bandarikjunum eða 170, Vest- ur-Þýzkalandi 157 og Frakklandi 140. Veðurhefur verið skinandi gott i vikunni, sólskin flesta daga, en alltaf snjókoma af og til og snjór- Svtinn Ove Anderson, sem sigraði i Monte Carlo kappakstrinum i fyrra, tókst að ná forustunni á miðvikudag i keppninni nú. Hann er með 10 sekúndu- betri tima, en Frakkinn Bernard Darniche, en báðir eru á Aipine Renault. 1 þriðja sæti er Munari, Italiu, á Lancia, og er hann fjörutiu sekúndum á eftir Svianum. Aðeins Frakkinn i ööru sæti slapp við viti.Finninn Timo Makinen fékk 5 minútna viti á Ford sinum, en er þá i áttunda sæti. Jean-Noel Augert er i öðru sæti samanlagt i heimsmeistarakeppn- inni i stórsvigi, aðeins þremur stigum á eftir landa sinum, Henri Duvillard, Frakklandi, sem hefur 97 stig. Karl Schranz, Austurriki, er þriðji með 83 stig. Þessi mynd var tekin af Augert á móti I ölpunum fyrir nokkrum dögum og þar bar hann sigurorð af þessum frægu köppum með nokkrum yfirburðum. inn þvi aukizt um nokkra sen- timetra. Æfingakeppni er háð þar dag- lega, einkum i stökkpöllunum og hafa japönsku keppendurnir vakið mikla athygli, en einnig Austur-Þjóðverjarnir Henry Glass og Reiner Schmidt. Stökk 2.17 innanhúss Sovézki hástökkvarinn Rustam Akhmetov, sem varð þriðji á Evrópumeistaramótinu i Helsinki sl. sumar, stökk 2.17 metra á innan- hússmóti i Moskvu nú i vikunni. Enginn æf- ingaleikur Vegna afmælishátiðar 1S1 á laugardag verður enginn æfinga- leikur hjá úrvalsliði KSl á Mela- velli þann dag, en hins vegar verður æfing hjá piltunum á sunnudagsmorgun — ekki þó leik- ur. Tvær breytingar hafa orðið*20 manna hópnum, sem upphaflega var valinn til æfinga. Jóhannes Eðvaldsson, Val, er farinn til Suður-Afriku og Jón Alfreðsson, Akranesi, treysti sér ekki til að stunda þessar æfingar. 1 staðinn hefur einvaldur KSl valið þá Harald Sturlaugsson, Akranesi, gamalreyndan landsliðsmann og Gisla Torfason, hinn efnilega Keflviking, sem var fyrirliði Faxaflóaúrvalsins sl. sumar. MMUt Fyrsta skíðamótið í flóðljósum lyfturnar eru starfræktar alla daga. Skiðalyfturnar eru fjórar og geta þær flutt á annað þúsund manns á klukkustund. Ein þeirra — T-lyfta, sem tekin var i notkun fyrir rúmum tiu árum, er enn stöðugt i gagninu og hafa verið gerðar á henni endurbæt- Það er heillandi sjón að sjá skíðamenn renna sér niður fagrar brekkur af kunnáttu og leikni og inn- an skamms gefst tækifæri til að sjá slíkt í keppni hér í flóðljósum. Skíðadeild KR hyggst gangast fyrir skíðamóti i Skálafelli að kvöldi til, og munu þá brekkurnar baðaðar flóð- Ijósum. Dagur hefur enn ekki verið á- kveðinn — eða réttara sagt kvöld — en verður gert fljótlega. Flóðljós voru tekin i notkun við skála KR i Skálafelli á sl. vetri og hafa þau reynzt mjög vel. Og nú er sem sagt fyrsta skiðamót- ið hér á landi i flóðljósum á næsta leiti. Skiðadeild KR mun nú eins og undanfarna vetur starfrækja skiðasvæði sitt við Skálafell. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfrækslunni og eru þær einkum fólgnar i rekstri skiðalyftanna. Fólk, sem hygg- ur á skiðaferð i miðri viku getur óhikað farið i Skálafell, þar sem ur og flutningsgeta aukin. Tvær lyftur eru af Stargerð og er önn- ur þeirra staðsett i framhaldi af T-lyftunni og með þvi fæst 1200 m skiðabrekka. Hin Star lyftan er einkum fyrir byrjendur. Fjórða lyftan er 100 m löng tog- lyfta, staðsett við skálann. oe er hún eingöngu ætluð börnum um helgar. KR-ingar hafa ákveðið að hafa fastar ferðir á fimmtudög- um i Skálafelli — en fugurra út- sýni en þar er vandfundið i nágrenni Reykjavikur. Farið verður kl. fimm. Heigarferðir verða eins og undanfarin ár kl. tvö á laugardögum og sunnu- dögum kl. 10. Vegna aukinnar aðsóknar al- mennings að gistirými skáians i Skálafelli, hefur verið ákveðið að takmarka fjölda dvalargesta i 60-70 og ganga félagar i Skiða- deild KR fyrir með gistingu. Margt var um manninn i Skálafelli um siðustu helgi, þótt þangað væri aðeins jeppafært. Nokkur hundruð manns voru i brekkunum bæði á laugardag og sunnudag. Þá reistu KR-ingar einnig skúr fyrir starfsmann við eina lyftuna, og er myndin tekin við það tækifæri. —hsim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.