Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 3
VISIR. Föstudagur 28. janúar 1972, 3 Iðnaðarmenn að störfum I Norðurbrún 1, þar sem verið er að ljúka við teppalagningu á göngum og fleira, áður en Ibúarnir fiytjast inn eftir mánaðamótin. Aldraðir flytja / I • / /1 /X* i njonaibuoir Fyrstu dagana i febrúar geta væntanlegir ibúar Norðurbrúnari farið að flytja inn i splunkunýjar ibúðirnar. Þá.verða 52 ein- staklingsibúðir og 8 hjónaibúðir tilbúnar, en félagsmálastofnunin hefur staðið fyrir byggingu þessa húss, sem er eingöngu leigt öldr- uðu fólki. ,,Þetta fólk er svo til allt á aldrinum 70—80 ára, og mikill meirihluti þess getur séð um sig sjálft”, sagði Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri i viðtali við Visi. Hann sagði talsverða eftirsókn hafa verið eftir húsnæðinu, þegar það var auglýst til leigu, en ekki meiri en reiknað hefði verið með. Umsóknirnar voru 160. Þess er að vænta, að leyst verði úr þörfinni, sem ekki var hægt að fullnægjaiað einhverju leyti með nýju húsi fyrir aldraða, sem byrjað er að teikna. 1 þvi verður svipaður fjöldi ibúða og i húsinu að Norður- brún. Það hús verður við Stóra- gerði i námunda við hjúkrunar- heimilið, sem verið er að byggja við Grensásveg. En húsið við Norðurbrún er austan við Hrafnistu. Félagsmálastjóri sagði. a.ð i husinu við Norðurbi ún væn aga'l tomstundaaðstaða. ba'ði lyrir fólkið i húsinu og eins l'yrir lolk i nágrenninu. og ætlunin va*ri að hafa sameiginlega aðstöðu tynr það. t.d. spilakvöld og ýmislegt annað. Nú er verið að ganga frá húsinu að Norðurbrún, og voru iðnaðar- menn þar að störfum, þegar Visir kom þar við i gær, við lagningu dúka, teppa, rafmagns og fleira. Einstaklingsibúðirnar sam- anstanda af geymslu, baði. eldhúsi, svefnkróki og stofu, en hjónaibúðirnar eru með sérsvefn- herbergi. Ibúðunum fylgir is- skápur auk eldunartækja og gardinur. Haukur Bjarnason verkstjóri sagði, að framkvæmdir við bygg- inguna hefðu hafizt i nóvember 1969. Upp á siðkastið hefðu 25—30 menn unnið við bygginguna að jafnaði. ,,Það er búið að vera dálitið mikið um að vera núna undan- farið, þegar margir iðnaðarmenn hafa verið að vinna hér”. Hann segir húsið vera tæpa 2000 fermetra að stærð. tvær hæðir og kjallara undir hálfu húsinu. 1 kjallara er tómstundaaðstaða, en á hæðunum eru setustofur, sjón- varpsherbergi og bókaher- bergi. —SB— Nú eru kjörbúðir og vöruhús í uppgangi - en röðin kemur að nýrri tegund smáverzlana, segir i niðurstöðum norskrar ra.nnsóknar um smásöluverzlunina Litlu verzlanirnar munu eiga meira fylgi að fagna i framtíðinni en á sjöunda áratugnum, þegar kjörbúðum og vöruhúsum óx fiskur um hrygg. — Og til aö standast samkeppnina munu litlu verzl anirnar vera i Ibúðarhverfum nálægt neytandanum og nálægt strætisvagnamiöstöðvum og hafa lengri opnunartima. Þetta segir I niðurstöðum norskrar rannsóknar á verzlunarháttum, sem tók fimm ár aö framkvæma og lauk I siðustu viku. 1 nágrannalöndum okkar hefur gengið á ýmsu i sambandi við opnunartima verzlana, staðsetn- ingu þeirra i borgum og hvernig neytandinn hefur getað notfært sér þá þjónustu, sem verzlanir veita. Þar hefur þróunin i verzlunarháttum yfirleitt verið á undan þróuninni, sem hér hefur orðið. Við höfum einnig tekið upp nútimalegri viðskiptahætti, en ef til vill aðeins seinna en nágranna- löndin. Þess vegna ættum við að geta lært af fenginni reynslu þeirra og rannsóknum, sem þau hafa látið gera um þessi mál, þegar við þurfum að leysa þau vandamál, sem koma upp hjá okkur. Nýjasta vandamálið, sem upp hefur komið hér, er opnunartimi verzlana. Sem stendur er málið a* þvi stigi, að kaupmenn og verzl- unarfólk verða að semja um það. En það kemur að neytandanum fyrr en siðar og hvað gera eigi fyrir hann. Og litum nú til reynslu Norð- manna af nútimaverzlunarhátt- um. Nýlega lauk umfangsmikilli rannsókn á norskri smásölu- verzlun og áætlun um hana fram til ársins 1980. Þessi rannsókn hefur staðið yfir i fimm ár, og voru niðurstöðurnar kunngerðar i siðustu viku. Norska framleiðslu- stofnunin framkvæmdi rann- sóknina, sem kostuð var af ýmsum landssamböndum, t.d. norsku kaupmannasamtökunum og fleiri. Rannsóknin sýndi það m.a., að i lok sjöunda áratugarins hefur vöxtur kjörbúðanna og vöruhúsa verið mestur i smásöluverzlun- inni. Þaðertalið að i náinni fram- tið muni það leiða til þess, að þörfum margra neytenda verði ekki fullnægt og þess vegna muni vaxa upp ný tegund smáverzlana, sem bjóði meiri þjónustu en stór- verzlanir geta gert. Hinar nýju smáverzlanir munu sennilega, i samkeppnisskini, leggja áherzluna á það atriði, að neytandinn eigi greiðan aðgang að þeim, með þvi að hafa þær ná- lægt húsnæði neytandanna og ná- Kjörbúðir hafa átt miklum vinsældum að fagna siðasta áratug. ÍINN! I 5ÍÐAN = lægt strætisvagnaendastöðvum. Sennilega muni einnig verða lögð áherzla á lengri opnunartima, sem sé þjónusta við hinn aukna fjölda neytenda, sem eigi erfitt með að gera innkaup sin á venju- legum opnunartimum. Þessi rannsókn er sú umfangs- mesta, sem gerð hefur verið á verzlunarháttum i Noregi. Norski viðskiptaráðherrann ræddi um rannsóknina við ýmsa hags- munaaðila verzlunarinnar i Noregi fyrir helgina. Meðal þess, sem norski viðskipta- málaráðherrann taldi mikilvægt við rannsóknina, voru áhrif verzl- unarinnar, þegar ný hverfi risu upp. Framtiðarspár sýndu, að það yrði ekki á kostnað gömlu miðborganna, þar sem þær væru fulltrúar fyrir mikil samfélags- leg, efnahagsleg og menningarleg verðmæti, sem verzlunin ætti drjúgan þátt i. -SB- KOKUOUFT BARNAFFEÖA . ■ ••nú telja sérfræðingar, að röðin komi að nýrri tegund smáverzlana, sem muni hafa það fram yfir kjörbúðirnar að vera nálægt heimilinu og hafa frjálsari opnunartlma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.