Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Föstudagur 28. janúar 1972. DAVID FROST — sá marfrægi sjónvarpsmaður — hefur loksins gefið sér tima til að ganga i það heilaga. Þessi 32ja ára gamli Amerikani, sem hefur tugir milljóna i árslaun, hefur gengið að eiga Diahann Carroll, 35 ára gamla sjón- varpsstjörnu, sem oftlega leikur i sjónvarpsmyndum meö þeim Lucy Ball og Doris Day. Þau Frost og Carroll felldu fyrst hugi saman fyrir um þrem árum og þá auðvitað i sjón- varpssal. Diahann Carroll hefur áður haft kynni af hjónabandi. Hún var lengi gift Mont Kaye, um- boðsmanni sinum, og með honum á hún dótturina Súsönnu, sem nú er 12 ára gömul. Það er heldur ekki svo langt siðan það slitnaði upp úr um- töluðu ástarsambandi hennar og hins biakka leikara, Sidney Poitier. Honum hafði Carroll kynnzt, meðan á töku myndar- innar Porgy and Bess stóð. Þá var það, sem Hollywood — blöð- in völdu þau „sætasta par ver- aldar”. Ekki slorlegt það, eða hvað? Það, sem kom i veg fyrir, að samband þeirra Carroll og Poitiers yrði nánari en raun varð á, var það, að Poitier gat ekki, er til kom, hugsað séi«að skilja við konu sina, fyrst og fremst vegna barna þeirra. MELINA MERCOURI griska leikkonan og friðar- baráttukonan hefur gefið út sina fyrstu bók, „Fædd grisk”. Er þar um að ræða sjálfsævisögu, sem fjallar einna mest um hjónaband leikkonunnar og kvikmyndaleik, en þó einkum og sér i lagi ást hennar á Grikk- landi og andúö hennar á her- foringjastjórninni. CATERINA VALENTE — sú heimsfræga söngkona — hefur svarað játandi bónorði ensks pianóleikara, sem heitir Roy Budd og er 22ja ára að aldri og þá um leið 19 árum yngri en söngkonan. Hann þar bóðorðið upp við hana , er þau voru fljúgandi á milli New York og Lugane. Við sameimimst ekki - segir presturinn - og Simon Spies staðinn að þuí að fara nwð flapur dtt — Það er hreinasta tjara hjá Símoni Spies, þegar hann segir, aö samruni okkar ferðaskrifstofa sé hugsanlegur. Það getur verið, að þetta sé einhver óskhyggja af hans hálfu, en okkur hér dreymir ekki um samvinnu af neinu tagi. Og því fáránlegra verður þetta, ef maður veltir fyrir sér uppbyggingu þessara fyrirtækja. Við eigum 24 flugvélar — en hann er bara með fimm. Svo sagði Tjöruborgarprestur- inn danski, séra Eilif Krogager, þegar danskir blaðamenn spuröu hann út i yfirlýsingu, sem Spies gaf nýlega um möguleika á sam- runa ferðaskrifstofu sinnar við skrifstofu Tjöruborgarklerksins. Undirbúningur i fullum gangi — Það er langt siðan við settum allt okkar af stað við að undirbúa ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ blaðsins Politiken að hugs- anlegu merki Spies- Tjæreborg-samsteypunnar. mikla innrás á Evrópumarkað, sem kemur til framkvæmda þegar Danmörk fer i EBE. Við höfum komið okkur upp skrif- stofum i Lúxembourg, i Lichten- stein, og á Kýpur. Einnig erum við með á prjónunum nýstárlegar smáferðir um Evrópu, en þeim verður stjórnað héðan frá Dan- mörku. Við höfum ekki áhuga á að setja upp skrifstofur i Þýzka- landi — Það tekur þvi ekki, við erum nefnilega ágætlega i sveit settir. hér. — Harðnandi samkeppni hér heima i ferðabransanum? — Ferðamál hér norðurfrá eru það flókin, til þarf sérþekkingu og vissa aðlögun, þannig að enginn utanaðkomandi aðili getur farið i förin okkar. Við óttumst ekki samkeppni af neinu tagi. Engin samvinna við SAS Nákvæmlega engar fyrir- ætlanir varðandi samvinnu við Spies? — Nei. — Það var eitt sinn rætt um samvinnu við SAS? — Það var einu sinni. já, en það gildir ekki lengur. Simon Spies — furðufugl í heimi danskra fjármála. I fyrstunni virtist honum flest mögulegt — nú þykir hann meiri gasprari en framkvæmdamaður. séra Eilif Krogager: Þetta hefur. verið óskhyggja hjá Símoni. — Þið hafið sem sé ekkert með Spies að gera? — Við höfum ekkert samband — nema ef kalla mætti það sam- band, að hann varð sér úti um hér um bil sama simanúmer og við höfum i Kaupmannahöfn. Við höfum simann 11 — 41 — 00, en hann náði sér þá i 11 — 42 — 00. JANE FONDA — ameriska kvikmynda leikkonan fræga — samdi á siðasta ári mótmælareviu eina mikla, par sem hún ræðst all harkalega á striðsrekstur ameriskra i Vietnam. Yfirvöld i bæði Ameriku og S - Vietnam bönnuðu sýningar á ádeiluverki þessu þegar i stað. Jane og að- stoðarmaður hennar við gerð reviunnar, hann Donald Suther- land, létu þó ekki hugfallast. Nú hafa þau klastrað saman kvik- myndahandriti upp úr reviunni og hyggjast hefja kvikmynda- tökuna fljótlega. — Og nú velta menn þvi fyrir sér, hvort kvik- myndin verði einnig bönnuð. JOHNNY CASH „Gunfight” heitir kvikmynd, sem söngvarinn frægi Johnny Cash leikur i um þessar mundir. „Gunfight” er gerð fyrir samskotafé, og kemur ekkert Hollywood-fyrirtækið nálægt þeirri mynd, eins og reyndin er að verða með svo margar kvik- myndir þar vestra. En það eru engin venjuleg fjárfestingarfyrirtæki, sem leggja fram fé i þessa mynd Johnny Cash. Til dæmis snöruðu „Jicarilla Apache” Indiánar út 200 milljónum dollara til gerðar myndarinnar, og segir höfðingi þessara mexikönsku Indiána, „Við litum á okkur hér sem hluta- félag eins og hvert annað hluta- félag”. Og höfðinginn haföi sérstakan áhuga á að styðja við bakið á Johnny Cash, vegna þess að JOHNNY er Cherokee Indiáni að einum fjórða. „Gunfight” er svo vitanlega vestri og fjallar um einn ungan byssumann, sem kemur til þorps eins og hittir þar annan byssu- mann. Sá er kominn til ára sinna, og leikur Kirk karlinn Douglas hann. Cash og Douglas i „Gunfight”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.