Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 16
vísm Föstudagur 28. janúar Viðurkennum Bangla Desh í næstu viku (slenzka ríkisst jórnin hefur ákveðið að viður- kenna Bangla Desh sem sjálfstætt ríki sama dag og hin Norðurlöndin gera það og erum við i sambandi við þau vegna málsins, sagði Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, í viðtali við Vísi í morgun. Utanríkisráðerra kvaðst ekki vita enn, hvaða dag Norðurlöndin viðurkenndu Bangla Desh, en taldi sennilegt að það yrði í næstu viku. —VJ BSRB ætlar í hart Þolinmæðin brostin. Verða veikindaforföll? Greinilega mun þolinmæði BSRB gagn- vart seinlæti og við- brögðum hins opinbera við kröfum þess vera að þrotum komin, og af ályktun, sem gerð var í lok þings BSRB í nótt, má ráða, að banda- lagið býr sig undir að fara í hart. Þessi ályktun var samin á sérstökum fundi á þinginu, og hófst hann siödegis i gær, en lauk ekki fyrr en um kl. 1 i nótt, en hún er svohljóöandi: ,,Þar sem fyrir liggur, aö laun starfsmanna rikis og sveitarfélaga hafa dregizt verulega aftur úr launum annarra launþega, þá er eölilegt og sjálfsagt, aö sam- tök þeirra krefjist launa- hækkana fyrir þann fjöl- menna hóp opinberra starfs- manna, sem á tvimæla- lausan rétt til kjarabóta sambærilegum þeim, sem verkalýösfélögin hafa samiö um. Ariö 1964 synjaði rikis- stjórn og Kjaradómur rétt- mætum kröfum rikisstarfs- manna um 15% launa- hækkun til samræmingar viö launabætur, sem aðrir laun- þegar höföu fengiö. — Leiö- rétting á þvi náöist ekki fyrr en i kjarasamningum rikis og bæjarstarfsmanna fyrir ári siöan. — Það væri mikil skammsýni aö endurtaka þetta nú. Þvi beinir þingiö þeirri eindregnu áskorun til rikis- stjórnarinnar, aö hún semji tafarlaust við BSRB og sýni þannig i verki vilja til að viröa sanngirniskröfur og samningsrétt opinberra starfsmanna, i stað þess að leita skjóls hjá lögskipuðum geröardómi. Þingiö lýsir yfir fullum stuðningi við réttmætar kröfur og málsmeðferð bandalagsstjórnar og Kjara- ráðs i yfirstandandi kjara- deilu.” Jafnframt þessari ályktun ákvaö þingiö „aö hefja almenna undirskriftasöfnun meðal starfsmanna rikis og bæja um land allt til stuðnings þessari sjálfsögöu kröfu og HEIMILD TIL NAUÐSYNLEGRA AÐGERÐA.” Visir spurði formann BSRB, Kristján Thorlacius, hverjar þessar nauösynlegu aðgerðir kynnu hugsanlega að verða, en hann færðist undan að svara þvi, en sagði: ,,Þó vil ég taka fram, aö á þinginu var full sam- staöa og menn einhuga, og undirskriftasöfnun er ekki sprottin af þvi, að þar hafi rikt nokkur sundrung á neinn hátt.” Þegar er hafinn undir- búningur að þvi aö láta undirskriftalista ganga á milli BSRB-manna með for- mála um að fela stjórninni að beita sér fyrir nauðsyn- legum aðgerðum til að knýja fram viðunandi samninga. BSRB hefur ekki verk- fallsrétt, eins og kunnugt er, og „Aðgerðirnar”, sem ekki eru á þessu stigi skýrðar nánar gætu verið með ým- sum hætti — almennar upp- sagnir, skyndilegur „veikinda” faraldur, „slowdown”, o.fl. -GP. Átta hæða blokkin Hærri en Hall- grímskirkiuturn • ef reiknað er frá sjávarmáli Kfst uppi I Breiöholti ber viö himin hæsta Ibúöarhús borgarinnar — og reyndar hæstu' byggingu Reykjavikur, þvl „Atta hæöa-blokkin” er fáeinum metrum hærri en sjálfur ilallgrimskirkjuturn, ef miöaö er viö sjávarmál. Fjörutiu og tvær ibúðir voru afhentar eigendum sinum i þessu eina og sama húsinu um jólin, sagði okkur Páll Friöriksson, húsasmiðameistari, þegar við hittum hann þar upp frá i vikunni. „Reyndar bara i einum húshlutanum, þvi að ennþá er betta ekki nema BARA þriðji hluti af allri sambyggingu húss nr. 2-6 við Æsufell,”sagði Páll. Þegar húshlutar nr. 2 og nr. 4 hafa bætzt við biistjórablokkina, eins og nr. 6 er almennt kallað, þá verða þarna komnar undir eitt og sama þakið 126 fjölskyldur. Svo að hér er ekki um að ræða neitt smákot. Helmingur þessara fyrstu ibúð- areigenda i húsinu er þegar fluttur inn og liðið tæpt ár, siðan byrjað var að steypa i fyrstu mótin á jarðhæðinni. — Smiðir, teppalagningamenn, málarar o.fl. voru að leggja siðustu hönd á þaö sameiginlega i atvinnubil- stjórablokkinni, þegar okkur bar að. A sama tima hefur þegar verið hafizt handa við hina hlutana. Grunnarnir voru sprengdir i klöppina i sumar, og nú er unnið að þvi að steypa upp nr. 2. — Páli sagði okkur, að um 50 manns hefðu unnið þarna hjá verktakanum Breiönolt h.f., þegar mest var um að vera og i kringum jólin. Þeir létu vel af þvi, hvernig gengi að koma upp mótunum og steypa, þrátt fyrir sjóinn. Smiö- irnir þurftu fyrst að berja tomm- uþykkann klaka úr öllum götum, áöur en þeir gátu nokkursstaðar skrúfað bolta fastan, og allir hlutir voru þaktir snjó. Kalsaverk — og kom sér vel, að þarna voru menn, sem virtust vel á sig komnir og i góðri þjálfun, þvi að annað hvert andlit sem þarna brá fyrir, hefðu lesendur þekkt aftur frá þvi á handbolta- vellinum i Laugardalshöll. GP— HtALX OURT ROAI 0OM W 1, JP-innréttingin merkt viötakanda. Þessi innrétting, sem mundi kosta tslending um 250 þúsund krónur, kostar uppsett I ibúö I Englandi tæpa hálfa milljón. Það er kalsaverk að binda jám og slá upp mótum I snjónum þessa dagana, og smiöirnir þurfa að brjóta þumlungsþykkan klaka úr hverju gati, áður en þeir geta skrúfað nokkurn bolta fastan. En þeir ætla ekki að láta kuldann aftra sér mikið, ef þeir hugsa sér að ljúka þessum áfanga i september næsta. Vatnsflóð ollf vandræðum Slagveöriö I nótt olli viöa vandræöum. Vatn safnaöist fyrir á götum, þar sem frost var enn ekki fariö úr niöurföllum. Við gatnamót Sundlaugavegar ogLaugalæjar myndaðist t.d. tslendingar eru farnir að flytja út innréttingar. . . „svona eina og eina I senn”, svaraöi Jón'Pétursson, eig- andi og forstjóri JP-innréttinga, fyrirspurn okkar. „Þeirsögðu mér hjá HEALS, sem er stærsta húsgagnaverzlunin i London, að þeir heföu ekki smiði til aö vinna svona innréttingar, og þeir flytja inn til Englands frá Þýzka- landi lika”, upplýsti Jón okkur. Þeir voru að senda af staö aðra sendinguna, þegar ljósmyndara okkar bar þar að garði i gær. „Þetta eru palisander-innrétt- mikil tjörn um þaö bil hnédjúp. Fæstir bilstjórar áttuöu sig á dýpt vatnsins og óku þar rakleitt út I. Margur færleikurinn þoldi ekki vatnsganginn yfir kveikjuna og kæfði á sér. Sátu menn svo þar ingar, sem ég hef haft hér á boð- stólum siðustu 3 árin. Englend- ingana vantar slikar innréttingar I stærri ibúöir. — Fyrsta einingin, sem ég sendi þeim, var á borö við innréttingu I 3 eða 4 meðalibúöir hér”, sagði Jón Pétursson. Hann sagöi, að afgreiðslutimi fyrri inn- réttingarinnar heföi verið 5 vikur, og það hefði veriö sami timi og tekið heföi Englendingana að verða sér úti um það sama i sinu heimalandi. „Þeim virðist hafa likað hún vel, þvi að ég horfi fram á þrjár pantanir til viöbótar i vor”. —GP. fastir og komust ekki lönd eða strönd. Frá þvi um klukkan eitt i nótt og fram á fimmta timann, voru menn þarna að ýta bilum sinum eða draga bil náungans upp úr pollinum, og lögreglan var mönnum til aðstoðar. Jeppi lögreglunnar lónaði þar við poll- inn fram eftir nóttu, og bjargaði „drukknuðum” bilum og hold- votum bilstjórum áfram. Vatn mun viða hafa flætt inn i hús, einkum kjallara vitanlega, en viö fréttum þó af konu vestur á Bræðraborgarstig, sem býr á efri hæð. Svo mikiö vatn safnaðist fyrir á svölum iðúðar hennar, að flæddi inn i ibúöina, og varð hún að eyða nóttinni i vatnsaustur. Astand var viða slæmt. Mikiö vatn var t.d. á Hafnarfjarðar- vegi, einkum þegar nær dró Hafnarfirði og sátu á timabili bilar lens á Flatahrauni á móts við Norðurbæjarhverfið. Var þar lögregla til taks, en einnig hjálp- samir vegfarendur, hreystimenni sem höfðu ánægju af að göslast um i vatninu og draga eöa ýta bilum i gang. — GG Islendinqar smíða inn réttingar fyrir Breta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.