Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 28. janúar 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND r Akærður um morð á 17 þúsund Fyrrverandi nasistaforingi var i gær ákærður fyrir að hafa myrt eða átt þátt i morðum á 17 þúsund gyðingum i Sovétrikjunum á timum annarrar heimsstyrjaldar- innar. Saksóknarinn i Hamborg sagði, að Gerhard Errn, 68 ára, Jhefði gefið fyrirskipan- irnar um,að niu þúsund gyðingar skyldu skotnir i Hvita Rússlandi i september 1941. Hann hefði einnig átt þátt i fjöldamorðum á átta þúsund gyðingum i júni og júlí 1942. Réttarhöld yfir Errn hefjast með vorinu. Saksóknari sagði,að 144vitniyrðu . kvödd til að vitna gegn þessum fyrr- verandi herstjórnarrnanni i her Hitlers. Þá segir saksóknarinn i gyöingum Munchen, Manfred Ludolpth, að hann hafi nærri öruggar sannanir fyrir þvi, að fyrr- verandi Gestapó — foringinn Klaus Barbie hafi búið i Perú undir nafninu Klaus Altmann að undanförnu. Barbie var dæmdur til dauða fjarstaddur af frönskum dóm- stóli. Hann hafði horfið eftir strið og ekki til hans spurzt. Altmann sá i Perú hefur neitað þvi, að hann sé Barbie. Barbie var yfirmaður Gestapós i frönsku borginni Lyon á hernámsárunum. Sak- sóknarinn i Munchen hefur sýnt gögn sin fulltrúa alþjóð- legu samtakanna, sem berjast gegn gyðingahatri, Beate Klarsfeld. Beate hefur tekið ljósrit af skjölunum, og hún segist innan skamms munu fara til Perú. Margir fyrrum háttsettir nasistar eru taldir fara huldu höfði i Suður - Ameriku. Rikis- stjórnir það eru yfirleitt áhugalitlar á að hafa hendur i hári þeirra. I mörgum Suður - Amerikurikjum er mjög fjölmennur þýzkur minnihluti. UMSJÓN: HAUKUR HELGASON r A eftir tímanum Margir japanskir hermenn, sem voru dreifðir um smáeyjar Kyrra- hafsins, þegar stríðinu iauk, fréttu seint af endalokunum.og mörg ár liöu, áður en þeir komu i leitirnar. Shoichi Yokoi hefur þó slegið öll met i þessu, svo að miklu munar. Yokoi, til vinstri á myndinni, var handtekinn í frumskógum Gvam nú i vikunni. Þeir, sem honum náöu eru með honum á myndinni, Manuel Degracia og Jesus Duenas. Það hafði alveg farið fram hjá Yokoi, að stríöi' var á enda fyrir nærri 27 árum. „Hœtt við, að EBE kíppi grundvelli undan byggð segir norski ráðherrunn, sem sagði uj' sé „Hætt er við, að eftir 1982 muni Efnahagsbandalagslöndin kippa grundvellinum undan byggð i Norður-Noregi með veiðum upp I fjörusteina”. Þessi varnarorð mælti Knut Hoem, sem sagöi af sér em- bætti sjávarútvegsmálaráðherra Noregs vegna ósamkomulags við rikisstjórnina um inngöngu i EBE. Bandaríska geimvisindastofnunin ákvað i gærvköldi að skjóta Apollo 16 til tungls hinn 16. apríl eins og til hafði staöið, þrátt fyrir bilanir, sem höfðu fundizt i eldsneytisgeymi. ,,Ef norskir fiskimenn spyrja mig ráða, mun ég biðja þá að greiða at- kvæði gegn aðild að Efnahags- bandalaginu,” sagði Hoem i viðtali við blaðiö Nordlys. Þetta er fyrsta opinberlega yfirlýsing hans, eftir að hann sagði skilið við rikisstjórn Trygve Brattelis. „Eftir þvi sem mér lýst á efni Ferð Apollo 16 haföi áöur veriö frestað um mánuð vegna margs konar tæknilegra vandamála. Auk þess hafði geimfarinn Charles Duke verið sjúkur. sérstöku ákvæðanna um Noreg, höf- um við enga tryggingu fyrir þvi, að Efnahagsbandalagið muni veiða innan 12 milna landhelgi, þegar 10 ára aðlögunartimabilinu lýkur árið 1982. Ég markaði sérstöðu með til- liti til þess, að aðild að EBE ætti ekki að koma niður á ákveðnum hluta landsmanna. Ef við eigum að fá kröfur okkar samþykktar, þegar aðlögunartimabilinu lýkur, verðum við aö hafa einrómastuðning i ráð- herranefnd EBE. Takist það ekki, verðum við varnarlausir.” Þetta voru efnislega ummæli Knut Hoems. Hann minnti á, að Evrópurikin beini kröftum sinum að þvi að koma sér upp stórum fiski- skipaflota, sem sækti til að veiða á fjarlæg mið. Fyrir stóra hluta Norður-Noregs mundu veiðar upp i landsteinum tákna fólksflótta og auðn. FER SAMT Ein frægasta söng- kona heims látin Mahalia Jackson, sem kvöld i Chicago, 60 ára telja má, að hafi verið að aldri. þekktasta óperusöng- Hún var einkum kunn kona heims, lézt i gær- fyrir negrasálma sina. Heróín fyrir einn milljarð Handtökur í New York og Marseille Fjórir Bandarikjamenn hafa verið handteknir I New York fyrir að liafa smyglað fjörutiu kíló- grömmum af heróini frá Frakk- landi. A svarta markaöinum i New York selst þetta magn fyrir rúman milljarð islenzkra króna. Heróininu var smyglað til Bandarikjanna i kössum, sem kampavinsflöskur voru i. Tveir af j mönnunum fjórum voru hand- teknir i fyrrinótt eftir æsandi 1 eltingaleik lögreglu við þá. 20 kiló ! heróins fundust i bifreið þeirra, j auk um 13 milljónir isl. króna i peningum og skammbyssa. Siðar voru tveir aðrir hand- teknir, þegar húsleit var gerð i Palisades Park i New Jerseyfylki skammt frá New York. Lögregl- an fann i ibúðinni önnur tuttugu kiló af heróini i kassa, þar sem kampavinsflöskur voru geymdar. Seinustu sex mánuðina hefur eiturlvfjadeild lögreglunnar i New York lagt hald á 114 kiló af heróini. Alika mikið magn hefur náðst i Evrópu á þessuum tima, þegar verið var að undirbúa smygl þess til Bandarikjanna. Franskir tollverðir hafa fundið leynilega eiturlyfjaframleiðslu- stöð. Franska lögreglan sagði i gær, að þarna muni hafa verið um að ræða einhvern stærsta heróin- framleiðenda á Marseillesvæð- inu, en þar eru aðalstöðvar heróinframleiðenda i Frakklandi. Stöðin var falin i ibúð i Mar- seille. t henni var fullkominn út- búnaður til fjöldaframleiðslu á heróini úr morfini. Sextugur karl og 57 ára kona hans voru hand- tekin á staðnum Merki heróins fundust á veggjum ibúðarinnar, og litils háttar magn fannst. Greinilega hafði staðið til að flytja fram- leiðsluna til annars staðar. Blekstúlkunni sleppt Unga stúlkan, sem kastaði á laugardag poka með bleki I Edward Heath, forsætisráðherra Breta, veröur látin laus i dag með þvi skilvröi, að hún fari brott frá Belgiu. Fréttastofan NTB hafði þessa frétt eftir heimildarmönnum i Brussel i morgun. Marie-Louise Kw’iathowski kemur fyrir rétt i Brussel i dag. Mun þá samkvæmt heimildarmönnunum, verða fallið frá ákærunni, ef hún fari strax úr landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.