Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 6
6 VtSIH. Föstudagur 28. janúar 1972. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 ( 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 ein- takið. Blaðaprent hf. I þjónustu glæpahringa Danskur ráðamaður hefur sagt, að sennilega hafi eiturlyfjafaraldurinn þar i landi náð hámarki. Eiturlyfin séu að missa það hörmulega aðdráttar- afl, sem þau hafa haft fyrir mörg dönsk ungmenni. En vandamálið hefur ekki verið upprætt, þvi fer fjarri. Eftir er ára- og áratugalöng barátta fyrir lifi og velferð þeirra tugþúsunda, sem hafa fallið fyrir eiturlyfjum i Danmörku. Fleiri munu bætast i þann hóp. Þvi miður eru engin rök til þess, að við getum væntþess, að sögu eiturlyfja fari að ljúka hérlendis. Þær athuganir, sem ýmsir aðilar hafa gert, benda þvert á móti til þess, að vandamálið hafi magnazt undanfarna mánuði. Hvers konar ,,bólur” og tizku- fyrirbæri berast nokkru seinna til íslands enann- arra Norðurlanda. Þetta á við um bæði gott og illt. Eiturlyfjavandamálið er greinilega orðið miklu stærra hér á landi en opinberir aðilar hafa viður- kennt. Við höfum meðal annars notið góðs af þvi, að þeir öflugu alþjóðlegu glæpahringir, sem standa á bak við eiturlyfjasmygl og verzlun með eiturlyf i stór- borgunum erlendis, hafa hvorki haft aðstöðu né áhuga á fslandi. Markaðurinn er litill og gróðavonin minni. Hér er erfiðara fyrir erlenda glæpamenn að fela starfsemi sina. Hlutverk glæpamanna i eitur- lyfjavandamáli heimsins er stærst. Vegna fjár- hagslegt ávinnings svifast þeir einskis að ginna ungmennin og gera þau að þrælum sinum. Ógrynni ungs fólks viða um heim hefur þótzt vera að gera ,,uppreisn gegn þjóðskipulaginu” með þvi að hlýða fremur samvizkulausum glæpalýð en stjórnvöldum „kerfisins”. Þetta unga fólk leggur heilsu sina og jafnvel lif i sölurnar til að þjóna gróðafikn alþjóðlegra glæpahringa. Eins og jafnan er um slik tilvik, kjósa margir að skjóta skollaeyrum við alkunnum staðreyndum um skaðsemi eiturlyfja og fela sig i þess stað bak við slagorð. ,,Þetta er ekki verra en vin, eða jafnvel sigarettur,” kann þetta fólk að segja. Visindamenn i ýmsum löndum hafa undanfarna mánuði gert grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á áhrifum ýmissa eiturlyfja, og þá ekki sizt hass og marihúana. Niðurstöðurnar eru á einn veg. Notkun þessara eiturlyfja veldur varanlegum heilaskemmdum og veikindum, auk alkunnra afleiðinga fyrir þroska neytandans og afstöðu hans til umhverfisins. Eiturlyfjavandamálið hefur aukizt. En það er enn mun minna en gerist viða i nágrannalöndum okkar. Verður að vona, að islenzk ungmenni muni aldrei ganga þá götu til enda. Av MAV V .. J. Sheep gó hóm Það er skoðun margra, að tals- verð þjóðfélagsleg bylting hafi orðið víða á Vesturlöndum á síð- ustu árum. Þessi umskipti eru talin í því fólgin, að með nýrri kynslóð og nýjum viðhorfum sé fólk farið að láta sig skipta meira en áður, hvað gerist i kringum það í samfélaginu. Er þetta stundum túlkað með þeim hætti, að kynslóð sem var að vaxa úr grasi upp úr heimsstyrj- öldinn hafi verið orðin svo öguð og um leið svo þreytt af „eigin þátttöku", að minnsta kosti með- al hernaðarþjóðanna, að hún hafi verið vei sátt með það, að láta aðra ráða fyrir sig. Það varð þvl afar góður jarðvegur fyrir hina svokölluðu atvinnustjórnmála- menn, æði takmarkaðan klíku- hóp, sem deildi völdum i ró og næði með álíka takmörkuðum hópi atvinnuembættismanna. Saman sátu þeir bak við læstar dyr fornfálegra halla og gerðu út um mál þjóða sinna. Þetta vo.ru tímabil ráðstefnuhalda með hringborðum embættismanna og diplómata, og þar voru örlög þjóðanna ákveðin með viturleg- um kansellístíl, án þess að al- menningur, hefði nokkra hug- mynd um, hvað þar væri að ger- ast, né sýndi heldur mikinn á- huga á því. Þetta var gullöld embættisstjórnmálamanna og klæðatízka var svört vandlega pressuð ráðstefnuföt með rak- hnífsbrotum, hvítar nælonskyrt- ur og silkiklútur í vasanum, nauðrökuð neðri andlit. Einstaka sinnum þurfti þó að ganga I gegnum formsatriði þingræðisins og efna til kosn- inga, en menn gátu verið nokk- urnveginn vissir um, að þær breyttu engu til eða frá, smá upp- stokkanir á flokkum og fáeinar persónuskiptingar I valdasessun- um, sem engu breyttu i áhuga- lausu og stöðnuðu þjóðfélagi. Samsvarandi þessu voru flokka- stjórnmálin hugsjónalaus. I hin- um einstöku flokkum vissu menn ekkert fyrir hverju ætti að berj- ast og þetta varð mestpart persónulegt karp og hæfnisæf- ingar einstakra kappa, hver þeirra prýddi fegurst einhvern stól. Einhver hannibalur kom og steypti stepháni, og svo kom ein- hver gylfagaur og steypti pún- verjakappanum með nýjum liðs- safnaði sem spratt upp úr jörð- inni, en hugsjónir voru á reki I ölduslætti verðbólgunnar. Nú ku þetta allt hafa breyzt. Nú er klæðnaðurinn orðinn mest- part subbuleg molskinnsföt, lubb- ur og loðnur, og á þetta sjálf- sagt að túlka það, að nú sé það ekki lengur ytra byrðið sem skiptir máli, heldur hinn innri maður, fyrir utan það, að van Dyck skegg getur verið æði flott í stæl. En megin munurinn er þó sá, að breyting er sögð hafa orðið á lífsviðhorfum, nú er að rísa ný kynslóð, sem lætur sig skipta það sem er að gerast í kringum hana. Nú er risið upp gegn valdníðslu og ofríki emb- ættiskerfisins. Nú er farið I mðt- mælagöngur og efnt tii óeirða og göturóstra, hreyfingar fara um lönd og almenn krafa rís upp um alþýðuaðild að ákvörðunum valdsins. Og það er staðið gegn æðri áætlunargerð og þær sveigð- ar á bak aftur. Já, það er alveg víst að heimurinn hefur breytzt. Og þessi breyting er að sjálf- sögðu til bóta. Það er vissulega aðkeppnisvert að dreifa valdinu, og gera það tengdara málefnum en persónum. Hið gamla kerfi var olltof mikið uppgerðarlýð- ræði, og það hafði óneitanlega gleymzt, að valdið er gert fyr- ir mennina, og á að mótast eftir þörfum samfélagsins, en ekki að- eins að vera leiktæki valda- græðginnar. En jafnvel þó einhver slík um- skipti hafi orðið í lífsviðhorfum manna, eru öll vandamál ekki leyst, og allt kál úr ausu sopið. Ekkert töfraráð verður fundið upp i eitt skipti fyrir öll til að leysa alla rembihnúta hins eftir- sótta valds. Það er hætt við að misnotkun og valdníðsla birtist bara í öðrum myndum, menn klæða sig í önnur gervi, leita eftir lýðfylgi með nýjum aðferð- um og afvegaleiða fólkið með > allskyns vafasömu lýðskrumi. Það er aðferðin að stíga niður úr skýjunum, „vér erum mann- legir, oss ber að vera alþýðleg- ir“. Það er nú sérstaklega að einni nýrri stjórnunaraðferð í nýjum stíl, sem hér skal vikið að. Það er sú tizka, sem nú er að komast á, að efna til og spana upp hreyfingar. Þær sýnast vera gerð- ar í góðum tilgangi, það er valið eitthvert fagurt og rómantískt viðfangsefni og það gert að há- leitu baráttuefni, oft með mjög hæpnum og öfgakenndum rök- semdum, en af þvi að hið til- búna baráttumál er svo fagurt, þá má engum leyfast að draga neitt í efa í boðskapnum. Og nú vill svo til, að í þéttbýlislöndun- um þar sem mikið er um margs- konar efnaiðnað, gera ýmiskonar umhverfisvandamál vart við sig í sívaxandi mæli. Þar hefur þvi sjálfkrafa komið upp eðlilegt andóf gegn hættulegri mengun í í náttúrunni. Þessa flugu höfum við hér norður á því svala Islandi gleypt við, eins og hverri annarri erlendri tízkuuppákomu, og stofnað til hreyfinga um uppá- tækið, þó að hæfi síður við okk- ar aðstæður. Þar við bætist svo, að það kemur sér svo þægilega fyrir ossið í sumum til að stíga niður úr skýjunum og sýna, hvað „vér erum mannlegir." Dæmi um þetta eru þær hei'- ferðir, sem hafa þotið upp fyrir svokallaðri landvernd. Hér er ekki dregið í efa að málefni er fagurt, menn geta séð fyrir sér Mannskæður býflugnafaraldur Átta bandariskir visindamenn hafa verið í Brasiliu til að hjálpa landsmönnum að kveða niður mannskæðan ófögnuð, „drápsbý- flugur”, sem hafa tekið toll af lifi manna og dýra víða i Brasiliu að undanförnu. Býflugurnar fóru norður landið með hraðanum 200 milur á klukkustund. Þær munu dreifast og hægja á ferðinni, en visinda- mönnum telst til, að þessi plága muni riða yfir Bandarikin eftir svo sem átta ár. Þessi plága er að sumu leyti manna verk. Býflugur þessar komu til Brasiliu fyrir nmmtan árum, þegar plontu- fræðingur hugðist nota þær til að bæta hunangsuppskeruna. Hann kom með 29 drottningar og eitt- hvað af þernum, og flugurnar urðu vegna mistaka að plágu, stjórnlausar, og dreifðust yfir Brasiliu og nokkur nágrannalöna. Með sérstökum mælitækjum komust bandarisku visinda- mennirnir að þvi, að hinar skæðu býflugur eltu fórnardýr sitt yfir- leitt i um 100 metra. En i norð-austur héruðum Brasiliu, þar sem minna er um blóm en sunnar, vex árásarhvöt dýranna, og þau hafa stundum elt fórnardýrið allt að 700 metra. Eitur býflugnabits þessa er mjög hættulegt, og hættan vex við það, að þær gera oftast árásir i hópum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.