Vísir - 01.02.1972, Síða 3
VtSIR. Þriöjudagur 1. febrúar 1972.
3
Hans G. Andersen á
hafsfbotnsfundi i Lagos
Áheyrnarfulltrúi á laganefndarfundi
Asíu- og Afríkuþjóða
Hans G. Andersen, sendiherra
og þjóðréttarfræöingur islenzkra
stjórnvaldr er nýkominn heim af
fundi laganefndar Asiu og Afríku-
þjóöa i Lagos i Nígeriu, þar sem
hann sat sem áheyrnarfulltrúi.
Þetta var eins konar undirbún-
ingsfundur þessara þjóöa fyrir
fund, sem halda á i New York i
marz i undirbúningsnefnd haf-
réttarráöstefnunnar , sem ráö-
gert er aö halda áriö 1973.
Hans G. Andersen sagði, að
ekki væri um það að ræða, að
þessi fundur gæti komizt að
neinni einstakri niðurstöðu. I
fyrsta lagi hefði nefndin aðeins
ráðgefandi vald, en þar að auki
hefðu aðildarlöndin mjög skiptar
skoðanir á landhelgismálunum,
allt frá Japan, sem vildi 12 milna
landhelgi, til Kenya, sem krefðist
200 milna landhelgi.
Haffootnsmálin og landhelgis-
málin voru almennt á dagskrá
fundarins. Þó var fyrst og fremst
rætt um það, hvernig staðið yrði
að nýtingu alþjóða hafbotns-
svæðisins, sem yrði utan hafi-
botnssvæða einstakra strand-
rikja. Enn sem komið komið er er
allt á huldu um, hve hafbotns-
svæði einstakra strandrikja muni
ná langt út. Þar er er bæði rætt
um að miða þau við ákveðinn
milufjölda út frá gunnlinum eða
miða þau við ákveöið nýtanlegt
dýpi, t.d. 200 metra.
Hans G. Andersen sagði að
lokum, að þarna hefði að sjálf-
sögðu gefizt gott tækifæri til að
ræða við fulltrúa hinna einstöku
rikja i undirbúningsnefndinni um
sjónarmið Islands. —VJ
Klassíkin d uppleið
AAiklI eftirspurn í gömlu meisturunum,
Kjarval, Ásgrimi og
á uppboðum
Vogun vinnur vogun tapar
segir máltækiö. Islending-
ar virðast ekki vera hrifnir
af þessu máltæki, þegar
þeir fara á listmuna-
uppboð. Allavega finnst
þeim tryggara að treysta
gamalgrónu verðmæta-
mati og kaupa Kjarval,
Ásgrím og Jón Stefánsson,
en að styðja við bakið á
yngri listamönnum og efni-
legum.
Það gerir það að verkum, að
eftirspurn eftir verkum „gömlu
mannane” i málaralistinni er
mikil, jafnframt sem framboð er
fremur litið. Kannske veldur hinu
siðarnefnda einnig allsæmilegur
efnahagur fólks.
t vetur hafa tveir uppboðshald-
arar stundað sina iðju i Reyk-
javik Knútur Bruun, sem verður
með fjórða listmunauppboð sitt i
dag og býður þar upp bækur og
Hilmar Foss, sem hefur forsjá
með listmunauppboðum kennd-
um við Sigurð heitinn
Benediktsson. Hilmar Foss
verður með annað málverkaupp-
boð sitt á vetrinum hinn 8. febrú-
ar. Visir talaði við uppboðshald-
arana. Hilmar Foss sagði, að
hann hefði nú talsvert framboð af
góðum myndum til að hafa á
næsta uppboði, en þó væri erfitt
að hafa upp á verkum eftir þá
Kjarval, Ásgrim og Jón
Stefánsson. „Væri framboðið ekki
Jóni Stefónssyni
svona dræmt væru fleiri uppboð á
okkar vegum. En eftirspurnin er
mikil og einstaklega háir prisar á
uppboðinu i nóvember.
Hilmar sagði, að nokkrir vinir
Sigurðar Benediktssonar héldu
uppboðin i hjáverkum og gæfist
þvi minni timi en efni stæðu til að
sinna málverkasöfnun.
Og stemmingin á uppboðum.
„Það klassiska landslag er á upp-
leið en figurativ og abstraktkúnst
á niðurleið”.
Knútur Bruun segist hingað til
hafa boðið upp bækur eingöngu að
mestu leyti úr hinu stóra bóka-
safni, sem hann keypti i haust.
„Hins vegar ætla ég mér að fara
út i málverkauppboð, min in-
tressa liggur þar.” Ætli ég fari
ekki af stað með málverkaupp-
boð i byrjun marz og hafi kvalitet
og litið framboð. Ég held, að upp-
boðin eins og þau hafa verið hafi
fyrst og fremst verið vettvangur
gömlu meistaranna Kjarvals,
Ásgrims og Jóns Stefánssonar. A
verkum þeirra hefur skapazt fast
verðmætamat, og þegar þau verk
eru i boöi getur íólk, sem selur
reiknað með að fá góða prisa. Ég
er kominn nokkuð langt áleiðis
með að safna saman i uppboð.
Þar hef ég að likindum 25-30
númer og skipulegg það á þann
veg, að hafa i bland yngri og eldri
málara og taka fyrir færri mál-
ara og færri myndir.
Þessi bókauppboð min hafa
gengið mjög vel, og hef ég einnig
sent skrárnar til fornbókasala á
Norðurlöndum og i Bretlandi og
hef slegið bækur til Bretlands. Ég
hef haft bókauppboðin sem næst
mánaðarlega og mun halda þvi
áfram i vetur”. —SB—
Fimm vilja
Listahótíð
Fimm manns hafa sótt um
stöðu framkvæmdastjóra listahá-
tlðar, sem haldin verður i Reykja
vik i vor. Ivar Eskeland, fram-
kvæmdastjóri Norræna hússins,
hefur gegnt starfi framkvæmda-
stjóra listahátiðar fram til þessa,
en hann er nú á förum héðan, fer
alfarinn þann 4. febrúar n.k., og
mun nýi framkvæmdastjóri lista-
hátiðar taka við þá.
Umsóknarfresturinn um fram-
kvæmdastjórastöðuna rennur út i
dag, og i kvöld kemur hingaö til
lands hinn nýi forstöðumaður
Norræna hússins, Finninn Jyrki
Mántila.
íslenzk skuldabréf boðin á
1 siðustu viku voru boðin út
skuldabréf frá tslandi að fjárhæð
15 milljónir dollara á hinum al-
þjóðlega dollaramarkaði. Fjórir
bankar i London, New York,
Brussel og Dusseldorf annast
lánsútboðið. Lánið er til 15 ára,
nefnvextir 8% á ári og skulda-
bréfin seld á 99.5% af nafnverði.
stjórna
Mantila mun ekki gegna starfi
framkvæmdastjóra listahá-
tiðarinnar, eins og forveri hans i
Norræna húsinu, þótt hann muni
sjálfsagt hafa einhver afskipti af
hátiðinni.
Ivar Eskeland sagði Visi i gær,
að nú væri svo að segja búið að
ganga frá dagskrárliðum fyrir
listahátíðina, og myndi væntan-
legur framkvæmdastjóri skýra
frá tilhögun hátiðarinnar fljót-
lega eftir að hann tekur til starfa.
Rætt hefur verið um að hafa
sérstaka kvikmyndadagskrá,
kvikmyndahátið innan listahá-
tiðar, en enn hefur ekki verið full-
komlega gengið frá þeim þætti
listahátiðar. —GG
erlendum markaði
Lánið er hagstætt að sögn fjár-
málaráðuneytisins, afborgunar-
laust fyrstu 3 árin, og 60% af
endurgreiðslum falla ekki fyrr en
á siðustu sex árunum. Hafa bréfin
hlotið góðar viðtökur og selzt vel.
Féð á að renna til raforkufram-
kvæmda hérlendis.
CHANELLÍNAN
SÖM VIÐ SIG
— þrátt fyrir það, að Chanel er liðin
Eitt tizkuhúsanna i. að halda sinni linu,sama
Paris er þekkt fyrir það, hvað á gengur i tizku-
heiminum. Það er hús
Chanel. Það er sagt, að
Chaneldragt geti enzt
ævina út. Og eftir að
Chanel lézt,hefur stefnu
hennar verið haldið
áfram.
Nú er þaö tizkuteiknari að nafni
Gaston Berthelot, sem stendur að
baki þeim fötum, sem sýnd eru á
tizkusýningum Chanelhússins, og
að sögn tizkufréttaritara tekst
honum að viðhalda Chanellin-
unni.
Klæðnaðirnir eru enn úr sömu
efnum, að visu þykir tizkufrétta-
ritara International Herald
Tribune, að tviddragtirnar séu
ekki eins frumlegar og áður,
a.m .k. ekki hvað munstur snertir,
en þær haldi sinum Chanelsvip.
Linan er eins og áður fellt pils,
sidd um hnéð og gullkeðjur til
skrauts.
En sjón er sögu rikari, og á
myndunum, sem fylgja með.sést
linan, sem ýmsir tizkuteiknarar
fylgja um þessar mundir og föt,
sem sýnd voru á tizkusýn-
ingunum i Paris.
—SB-
Laroche sótti linuna aftur i
timann til 1930 eða þar um bil.
Hér eru það tennisföt, sem hafa
haft áhrif á gerð þessara klæðn-
aða. Peysurnar eru með beinum
öxlum og það má geta þess, að
daman er i felldu pilsi við blúss-
una og peysuna.
■<------------------m
Chanellinan er söm við sig. Hér
er ein hinna sigildu tviddragta i
Chanelstil. Dragtin er i litunum
dökkbláu og hvitu. Undir jakk-
anum er hvit silkiblússa.
Castillo heitir tizkuteiknarinn,
sem stendur að baki þessum föt-
um. Annað er útikjóll með sigildu
sniði úr röndóttu ullarefni, hvitu
og dökkbláu, en hvitt á kraga og
ermaliningum Hin fötin eru
köflóttur ullarkjóll I litunum
rauðu, svörtu og hvitu, en yfir
honum er ermalaus jakki.
<--------------m