Vísir - 01.02.1972, Page 5

Vísir - 01.02.1972, Page 5
VtSIR. Þriðjudagur 1. febrúar 1972. 5 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Þúsundir gegn slökkviliði UMSJON: HAUKUR HELGASON Þúsundir kröfugöngu- manna söfnuðust í gær- kvöldi fyrir utan brezka sendiráðið í Dublin og köst- uðu milli 25 og 30 bensín- sprengjum i sendiráðið. Fólkið reyndi eftir megni að hindra, að slökkviliðið kæmist að byggingunni til að slökkva eldinn, sem bensínsprengjurnar ollu. Mannfjöldinn var að mótmæla atburðunum i fyrra kvöld i Londonderry, þar sem brezkir hermenn skutu til bana þrettán borgara. Bensinsprengjurnar hæfðu flestar framhlið sendiráðsins. og urðu töluverðar skemmdir.en annars slokknaði eldurinn af sjálfu sör. Slagsmál urðu tið milli kröfu- göngumanna og lögreglu. sem varð að beita kylfum til að varna þvi, að æstur mannfjöldinn bryt- ist inn i bygginguna. Forsætisráðherra Irlands, Jack Lynch, kvaddi i gær heim sendi- herra landsins i London til að mótmæla fjöldamorðunum, er berzku hermennirnir frömdu i Norður-lrlandi. Lynch krafðist þess jafnfram, að allir brezkir hermennyrðu tafarlaust kvaddir burt frá hverfum kaþólskra manna i borgum Norður-Irlands. Utanrikisráöherra Irlands Patrick Hillary kemur i kvöld til New York, þar sem hann mun ræða við embættismenn Samein- uðu þjóðanna um ástandið i Norður-Irlandi. Búizt er við að utanrikisráðherrann muni siðan fara til Washington og Ottawa og ræða við fulltrúa bandarisku og kanadisku rikisstjórnanna um málið. Brezka stjórnin tilkynnti i gær. að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að rannsaka atburðina i Londonderry. Við umræður um málið á brezka þinginu réðst hin 2!iára Bernadetle Devlin á innan- rikisráðherrann R e g i n a I (i Maudling, eftir að hann hal'ði gefið skýrsiu um aiburðina i SJÓNVARPSEFTIRUT Handtaka Irving og konu hans Níu sjónvarpsmyndavélar liafa verið teknar i notkun á Östbanestasjon i Oslo til aðstoðar við eftirlit með járnbrautunum. Mvndavélaarnar eru tengdar sjónvarpsskcrmum á skrifstofu stöðvarstjórans. Norðmenn vænta mikils af þessu eftirliti. Londonderrv frá sinum sjónar- hóli. Bernadette kallaði ráð- herrann ..morðóðan hræsnara" og sakaði hann um að ljúga, en ráðherrann sagði, að brezku her- mennirnir hefðu ekki hlevpt af skotum, fyrr en eftir að á þá hefði verið skotið af leyniskyttum Kernadetta réðst á innanríkis- ráðherrann Maudling við umræður i þinginu. Tiudeau fa*r að lievra um ástandið á Norður-irlandi af vör- um ilillary. Fóstureyðingar i vöxt i Bretlandi Löglegum fóstureyðingum hefur farið fjölgandi i Bretlandi, og i fyrra nam fjölgunin 50 prósentum. h'óstureyðingar hafa verið sem hér segir (löglegar): 1908 - 22.250 1909 - 54.158 1970 - 83.849 1971 - 120.774 Fóstureyðingar i stúlkum 10 ára og yngri höfðu einnig aukizt um 50% i fyrra. Frakkar fengu aðeins enskt blað Frakkar urðu i morgun að vera án morgunblaðanna sinna, þegar þeir snæddu. Fleslir franskir blaöamcnn eru i sólarhrings verkfalli til að mótmæla versn- andi aðstöðu i starfi, að þvi er segir i fréttaskeyti NTB. Engin morgunblöð komu út i Paris. Ritstjórar blaðsins Le Parisien gerðu að visu tilraun lil að gefa út minna blað en venju- lega, en skömmu áður eri blaðið átti að fara i prentun, urðu þeir að viðurkenna, að tilraunin hefði misteki/.t. Eina blaðið á götunni var enska blaðið International Herald Tri- bune, en við það blað vinna engir franskir blaðamenn. Þrátt fyrir rikisstyrk seinustu ár hafa fjárhagsvandræði frönsku blaðanna slöðugt vaxið. Kostnað- ur hefur aukizt, kaupendum fækkað og auglýsingum. Um tólf þúsund blaðamenn eru i verklalli, og það nýtur einnig stuðnings blaðamanna við franska útvarpið og sjónvarpið, en i útvarpi og sjónvarpi mun i dag einungis verða sendar stuttar fréttir. Arið 1945 voru 35 dagblöð i Paris. Nú eru þau 11 og aðeins eitt, Le Monde, er rekið með hagnaði. i Svissneska lögreglan gaf i gær út handtökuskipun á hendur rithöfundinum Clifford Irving og konu hans Edith, sem er fædd í Sviss, eftir aö höföu fundizt sem nemur um 35 milljónir Rithöfundurinn dularfulli Clifford Irving, ööru nafni Heinz Dieter Irving. ísl. króna á þeirra vegum í banka í Zurich. Peter Veleff saksóknari skýrði frá þvi, að lagt hefði verið hald á þetta fé og bankanum fyrirskipað að greiða það ekki út. Hann sagði, að kona nokkur. sem sennilega væri Edith Irving, hefði opnað reikning og tekið bankahólf á leigu. Konan notaði vestur-þýzkt nafnskirteini með nafninu Hanne Rosenkrantz. Veleff sagði, að handtökuskip- unin á hendur Irvings hljóðaði á nafnið Heinz Dieter Irving, en það er hið raunverulega nafn rithöf- undarins. Irving er bandariskur rikisborgari, en býr i Ibiza á Spáni. Clifford Irving hefur verið mik- ið umræddur að undanförnu, þvi að hann hefur fullyrt að „rikasti maður heims’’ Howard Hughes hafi átt við sig viðtöl, sem hann hafi tekið saman i ævisögu. Mill- jarðamæringurinn Hughes fer huldu höfði, og ýmsar sögur eru á kreiki um afdrif hans. Rödd i sima hefur neitað þvi, að Irving hafi átt nein slik viðtöl við Hughes, en Irving lagði fram sk- jöl, er virtust rituð með hendi Hughes. Austur og vestur saman gegn isnum. Vestur-þýzki ísbrjóturinn Wisent (framar) og Wolf frá Austur-Þýzkalandi eiga erfitt uppdráttar L baráttunni viö Isinn á Elbu. Dögum saman hafa tólf Isbrjótar frá báðum hlutum Þýzkalands unnib að ruöningi á 80 kilómetra svæði árinnar milli Lauenburg og Schnackenburg, en þar eru landmæri Austur og Vestur-Þýzkalands um ána. Vonazt er til, að umferð geti komizt I eðlilegt horf eftir viku.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.