Vísir - 18.03.1972, Síða 1
62. árg. — Laugardagur 18. marz 1972 — 66-tbi.
MEÐ FIL SEM FARÞEGA
Það er ekki tekið út með sældinni að fá flugfarþega eins og þá, sem
Cargolux fluttí á dögunum frá Indlandi til Evrópu. Filsungar eru
heldur óþægir farþegar á löngum flugleiðum. Greinilegt er að Cargo-
lux, vöruflutningafélagið nýja, stefnir hröðum skrefum að þvi að verða
risafyrirtæki i flutningum i lofti, sem sifellt fara vaxandi um heim
allan. -SJÁBLS.2
SU STUTTA KOM ÞA EKKIl
— og ballgestir urðu að dansa án Bernadettu
Hœtti að greiða
lausnargjald
Hvernig á að koma i veg
fyrir fiugvélarán og vaxandi
sprengjuhótanir og fjár-
kúgun? „Skelfingardagarn
ir” i bandariskum flug
málum, þegar mörgum flug-
félögum var ógnað af fjár-
kúgurum, sem hótuðu að
sprengja vélarnar, hafa haft
mikil eftirköst. Ráðherra
teiur koma til greina að
banna flugfélögum að greiða
fjárkúgurum lausnargjaid.
SJA BLS. 6.
LESENDUR
TAKA UPP
BUNDIÐ MÁL
Hagmæltir lesendur Visis
láta frá sér heyra i lesenda-
þætti blaðsins i dag. Einn
sem nefnir sig „Sólsting”
birtir stökur tvær um deilur
forstjóra Sunnu og Útsýnar
og ennfremur er það annar
hagyrðingur, sem er á þeirri
skoðun, að Hannibal muni
leysa vandann.
Og i óbundnu máli er
fjallað um skemmu-
byggingar við Kleppsveg og
strætisvagnaferðir i Foss-
voginn. SJABLS2.
Tilgangur
fermingarinnar
Fermingarundirbúningurinn
stendur nú yfir hjá miklum
fjölda unglinga, — og fjöl-
skyldum þeirra. A kirkjusiðu
Visis i dag er fjallað um
ferminguna, fermingargjaf
irnar og fermingar-
veizlurnar. Það er séra
Óskar J. Þorláksson, sem
hefur ritað grein um þetta
efni. Sjá bls. 7.
FRÆGT FOLK
Frægt fólk fyllir NÚ-
siðuna í dag, — nöfn eins og
Philip prins, Diana Dors,
Franco, Chaplin, Angela
Davis og Jim Stewart.
Eigum við aö þyija lengur?
Sjá bls. 8.
VARIZT ENSKA
OG ÞÝZKA
BLAÐAMENN!
Auðunn Auðunsson skip-
stjóri varar islendinga við
brezkum og þýzkum blaða-
mönnum, sem séu nokkuð
hálir, þegar þeir segja frá
ummælum um landhelgis-
málið. -SJABLS. 16.
Sú stutta kom ekki eftir
allt saman, og blaðamenn
voru súrir á svip. „Jú ég á
von á henni í kvöld, en ég
Siðustu leikirnir í A-riðli
ólympiuleikanna á Spáni
verða háðir i kvöld. Fyrst
leika Finnar við
Belgíumenn, og strax að
þeim leik loknum mæta
veit ekki hvenær eða hvar
hún er," sagði maður sem
svaraði i símanúmer
ungfrúarinnar í London og
íslendingar Norðmönnum.
Norska liðið hefur verið
harðskeytt í fyrri leikjum
sínum — skorað 51 mark og
aðeins fengið á sig 10 — eða
skorað 10 mörkum meira
kallaði sig þjón (butler).
Hvarf Bernadettu Devlin var
dularfullt i mesta lagi, þótt
kannski finnist haldgóð skýring
fljótlega. A Norður-lrlandi héldu
en íslenzka liðið og fengið á
sig 10 mörkum færra. Það
verður því erfið raun, sem
islenzka liðið lendir í í
kvöld.
kaþólskir að vísu hátiðlegan dag
heilags Patreks. óeirðir urðu, og
að minnska kosti einn beið bana.
Kannski fór leiðtogi kaþólskra til
að samgleðjast trúbræðrum og
systrum sinum þennan dag? En
afturkall hennar á Islandsför var
sviplegt og „snubbótt”.
Stjórn B.t.barst i gær laust fyrir
kl. 4 tilkynning frá skrifstofu Ft i
Lundúnum fjórum timum áður en
pressuballið átti að hefjast.
Þangað hafði þá borizt bréf
nokkrum minútum áður, þar sem
ritari Bernadettu Devlin segir að
þingmaðurinn hafi ekki i hyggju
að fara til tslands og skili þvi far
miðum sinum. Ekki barst nein
frekari skýring á þessari fram-
komu þingmannsins. Þingmaður-
inn hafði sjálfur fyrir nokkrum
dögum siðan fullvissað stjórn
Blaðamannafélagsins að hann
mundi koma til landsins og sitja
hóf félagsins.
Játar Alþýðubandalaginu
Tók hún sérstaklega fram að það
mundi ekki bregðast að hún kæmi
til landsins og sæti hóf félagsins.
Astæðan fyrir þvi að stjórn
félagsins hringdi til hennar til að
fá vissu fyrir þvi að hún kæmi
voru þau afskipti, sem Alþýðu-
bandalagið hafði haft af fyrir
hugaðri ferð hennar hingað. Al-
þýðubandalagið hefur tilkynnt að
Bernadetta komi hingað i þess
boöi i vor.
Blaðamannafélaginu hafa bor-
izt margar gjafir frá aðdáendum
til hennar. M.a. hafa konur prjón-
að á hana og son hennar og útbúið
dúnsængur og mun félagið að
sjálfsögðu koma þeim gjöfum á-
leiðis.
Pressuballið dunaði engu siður.
SJÁ MYNDSJÁ Á BLS. 3
ERFIÐ
RAUN
islenzka landsliðið vann góðan
sigur gegn Belgiumönnum í for-
keppni ólympiuleikanna á Spáni i
gærkvöldi — 21 marks munur var
i lokin eða 31:10 og i leiknum á
eftir I A-riðlinum sigruðu Norð-
menn Finna nieð miklum mun
eða 22:9 — eða 13 marka munur.
Brúnin lyftist mjög á islenzku
landsliðsmönnunum við þessi úr-
slit og horfurnar á að komast i
milliriöil eru nú miklu bjartari en
eftir fyrsta leikkvöldið, þegar Is
land og Finnland gerðu jafntefli
10-10. Jafnvel þó islenzka liðið
tapaði með 10 marka mun i kvöld
fyrir Norðmönnum verður hlutur
finnsþa liðsins erfiður. Það þyrfti
þá að vinna Belgiumenn með 25
marka mun til að komast áfram i
keppninni.
Þegar tsland og Noregur léku
siðast — i Osló 1969 — varð jafn-
tefli 17:17 og leikir milli þessara
landa i handknattleik hafa oftast
verið jafnir og þvi ástæðulaust að
vera með svartsýni fyrir leikinn
við Noreg i kvöld, þó svo Norð-
mönnum hafi farið mikið fram.
Sjá nánar iþróttir bls. 9.
— Blaðamannafélagiö hafði Iagt sig fram um aö taka vel á móti írsku byltingarkonunni, meðal annars blasti
við stórt spjald meö mynd hennar og umhverfis Islenzk blöð með umsögnum um baráttu hennar.
GÓÐAR TÖLUR
FRÁ BILBAO