Vísir


Vísir - 18.03.1972, Qupperneq 13

Vísir - 18.03.1972, Qupperneq 13
Vfsir. Laugardagur 18. marz 1972. 13 i DAG | 1 KVðLP | í DAG I “•213S „BAATAN" Baatan nefnist biómyndin, sem sjónvarpið sýnir i kvöld, og er hún byggð á sannsögulegum atburönm úr siðari heimsstyrjöldinni, og bendir sjónvarpið á að myndin er alls ekki við hæfi barna. SJÓNVARP • Laugardagur 18. marz 16.30 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 17. þáttur. 16.45 En francais. Frön- skukennsla i sjónvarpi 29. þátt- ur. Umsjón Vigdis Finnboga- dóttir. 17.30 Enska knattspyrnan. Leicester City — West Ham United. 18.15 íþróttir. M.a. myndir frá landsleik i isknattleik milli Finna og Svia. (Nordvision — Finnska sjónvarpið), og frá Meistaramóti Isíands i frjáls- um iþróttum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmyndaflokkur. 6. þáttur. „Guil af kvenmanni.” Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Myndasafnið. M.a. myn- dirum nýjan Disneyskemmti- garð, kjarnorkuver, málverka- rannsóknir og nýjar aðferðir við húsbyggingar. Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartansson. 21.35 Bataan.Bandarisk biómynd frá árinu 1942, byggð á sann- sögulegum atburðum úr siðari heimsstyrjöldinni. Leikstjóri Tay Garnett. Aðalhlutverk Robert Taylor, George Mur- phy, Thomas Mitchell og Lloyd Nolan. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist á Bataan-skaga við Manilaflóa á Filippseyjum, og greinir frá vörnum Banda- rikjamanna og Filleyinga gegn Jaoönum. Hópur hermanna er skilinn þar eftir, til þess að gæta mikilvægra mannvirkja og verjast árásum fjandmann- anna, svo lengi sem kostur er. Myndin er alls ekki við hæfi barna. 23.25 Dagskrárlok. ÚTVARP # Laugardagur 18. marz 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Viðsjá Haraldur ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 islenzkt mál Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar cand. mag. frá s.l. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir. Barnatimia. Framhaldsleikrit: „Ævintýra- dalurinn” (áður Utv. 1962) b. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri segir frá merkum Islendingi, Páli Melsteð sagnfræðingi. 16.45 Barnalög sungin og leikin 17.00 Fréttir. A nótum æskunnar Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Úr myndabók náttúrunnar Ingimar Óskarsson náttúru- fræðingur hvetur okkur til aö sýna gróðrinúm nærgætni. 18.00 Söngvar I léttum tón 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Könnun á vegar- og brúar- gerð á Skeiðarársandi Dag- skrárþáttur gerður af Páli Heiðari Jónssyni. M.a. talað við verkfræðinga, alþingismenn og Skaftfellinga beggja vegna sandsins. 20.15 Forkeppni ólympíu- leikanna: Handknattleikslýsing frá BilbaoJón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik i keppni íslend- inga og Norðmanna. 20.4 5 Hljómplöturabb Guðmundur Jónsson bregöur plötum á fóninn. 21.30 „Blessuð gamla fóstran”, Smasaga eftir P.G. Wodehouse i þýðingu Asmundar Jónssonar. Jón Aðils leikari les fyrri hluta sögunnar (og siðari hlutann kvöldið eftir). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (41). 22.25 Útvarpsdans undir góulok 01.00 Dagskrárlok. Útvarp, kl. 15.15: „Stanz" - Þeir heita Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson, og auk þess að vera i viöskiptafræði i Háskólan- um sjá þeir um þáttinn „Stanz”, sem er i útvarpinu á hverjum ein- asta laugardegi. Þeir hafa nýlega tekið við stjórn þáttarins og hafa ekki sent frá sér nema 4 þætti, en sá 5. er i dag. Við fórum og röbbuðum dálitið við þá, þar sem okkur langaði til að fræðast nánar um þennan þátt. „Við vinnum að þættinum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. A þriðjudögum og miðvikudögum erum við uppi um allan bæ að ræða við fólk, og svo Hér sjáum viö þá Arna Ól. Lárusson og Jón Gauta en þeir sjá um þáttinn „Stanz” ** !Pt m w IS(L «- 8- «- 8- «- * «- * «- 8- «- 8- «- 8- «- * «- Jf S- * «- * «- * «- 8 «- * «- 8- «- 8 «- 8 «- 8 «- 8 «- 8 «- 8 «- 8 * ■ «- * s- 8- S- 8- «- 8- «- 8- S- 8- «• 8- 8- S- 8- S- 8- S- 8- «- 8- S- 8- S- 8- S- 8- «- 8- «- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- «- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- S- 8- «■ 8- S- 8- S- 8- $■ . .. '-■m. m Spáin gildir fyrir sunnud. 19 marz Hrúturinn21.marz-20.april. Skemmtilegur dagur yfirleitt, einkum fyrir yngri kynslóðina. Skemmri ferðalög geta orðið ánægjuleg, en lengri naumast æskileg, en geta þó tekizt vel. Nautið21april-21.mai. Það er ekki óliklegt að þú verðir gripinn nokkurri löngun til að lyfta þér eitthvað upp, og ætti það ekki að saka, ef þú gætir hófs i öllu. Tviburarnir22.mai-21.júni. Það litur út fyrir að þetta verði að ýmsu leyti ánægjulegur sunnu- dagur, enda þótt annriki komi i veg fyrir að um hvildardag verði að ræða. Krabbinn22.júni-23.júli. Allt bendir til að þetta geti orðið þér ánægjulegur dagur, einkum fyrir þá sem yngri eru. Þeim eldri verður hann skemmtilegastur heima. Ljónið24.júli-23.ágúst. Skemmtilegur dagur, en ekki til lengri ferðalaga samt. Þú ættir að geta notið ánægjulegra stunda i hópi með nánum vinum þegar á liður. Mcyjan24.ágúst-23.sept. Það gengur vist allt sinn vanagang i dag., og hvildar ættiröu að geta notið, að minnsta kosti þegar á liður. Taktu lifinu með ró og hugsaðu þinn gang Vogin24.sept.-23.okt. Það getur oltið á ýmsu i dag, en 1 heild ætti hann að vera skemmtilegur. Það er að minnsta kosti óliklegt að þú fáir næði til að láta þér leiðast. Drekinn24.okt.-22.nóv. Et þú heíur hvilt þig vel, ætti þetta að geta orðið þér ánægjulegur sunnu- dagur —að þvi tilskildu, að þú takir lifinu með ró allt til kvölds. Bogmaðurinn, 23.nóv.-21.des. Þægilegur hvild ardagur, sem naumast veldur nokkrum straumhvörfum. Vel til þess fallinn að þú athugir þinn gang og skipuleggir vikuna fram undan. Steingeitin22.des.-20.jan. Enda þótt einhver vonbrigði setji svip sinn á daginn, fer þvi fjarri að hann verði óskemmtilegur, einkum mun kvöldið verða ánægulegt. Vatnsberinn21.jan.-19.febr. Þú færð að öllum likindum ákjósanlegt tækifæri til að gleðjast i hópi góðra vina, en gættu þess samt að taka kvöldið snemma og hvila þig. Fiskarnir20.febr.-20.marz. Þetta ætti að verða skemmtilegur sunnudagur einkum hvað snertir yngri kynslóðina. Vissara að fara að öllu með gát á ferðalagi, eins þótt skammt sé farið. ■¥ ■¥ -ít * -ft -k -tt * -k -n -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k ■tt -k -ti -k -tt -k -tt -k -h -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ti -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k -ít -k -tt -k -tt -k -ít er þátturinn sjálfur tekinn upp á fimmtudögum”. Mikið af bréfum? „Já, já, þaö berst alltaf dálitill slatti, en mjög oft fáum við bréf, sem hljóða t.d. svona: Ég er þrettán ára Kvenna- skólastúlka. Af hverju má ég ekki borða poppkorn i strætó? Ég er fimmtán ára drengur. Af hverju má ég ekki taka bilpróf fyrr en 17 ára? Sumir segja að þið semjið bréf- in sjálfir, eitthvað til i þvi? „Nei, við semjum ekki bréfin sjálfir. En við verðum oft að semja efni i þáttinn, þ.e.a.s. taka upp eitthvert nýtt efni, og svo geta orðið umræður um'það. En yfirleitt berst okkur alveg nóg af bréfum. Og við svörum þessum bréfum og leitum álits hjá almenningi. Yfirleitt er fólk mjög fúst að svara okkur, er við komum þrammandi með mikrafóninn, aðeins einn hefur sagt nei. Eitt- hvað skemmtilegt komið fyrir? O, jú, jú. Einu sinni spurðum við einhverja konu um álit á ein- hverju i umferðinni. Aumingja konunni varð ákaflega bilt við og dembdi einhverju út út sér og snaraði sér siðan beinustu leið inn 1 næstu verzlun. Eftir smástund kom hún hlaupandi út aftur og bað um að fá aö svara spurn- ingunni aftur, þvi að hún hefði ekkert vitað hvað hún var aö segja. Svo er okkur einn þátturinn dálitið minnisstæður, þvi að það var ákaflega erfitt að ganga frá honum. Við biluðum og tækin bil- uðu og allt var i „skralli”. Eruð þið ekkert hræddir um að verða uppiskroppa með efni? „Nei, nei, alls ekki. Umferðar- mál er nokkuð, sem aldrei verður klárað. Við höfum t.d. visst efni i þætti og fáum svo bréf sama eðlis fyrir næsta þátt og verðum þá að svara þvi, og þannig. gengur þetta áfram. Svo erum við nú lika gamlir starfsmenn Umferðar- ráðs, svo að þetta ætti að blessast. Annars er furðulegt að fólk skuli halda, að við höfum meira vit á umferðarmálum en hver annar, það er fjarstæöa”. Hvernig veljið þið músikina? „Við veljum hana mjög vis- indalega! Nei, satt bezt að segja, þá höfum við ekkert vit á músik og veljum því oft þau vinsælu gömlu lög á meðan við vorum ungir. Við erum mjög litið með poppið i dag, en reynum samt að hafa músikina létta og reynum að gera öllum til hæfis” -EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.