Vísir - 18.03.1972, Qupperneq 16
A
Laugardagur 18. marz 1972.
Gúmmítékkar
að upphœð
4,9 milliónir
Skyndikönnun Seöalbankans,
sem við sögðum frá i gær, leiddi i
ljós, að i umferð voru 605 ávisanir
að upphæð samtals um 4,9
milljónir, sem ekki var næg inni-
stæða fyrir. Er þetta heldur lægri
upphæð en við siðustu könnun, en
þá var upphæöin 6,6 milljónir.
Hins vegar var eftir aö reikna út
hlutfalliö miöað við ávisanavelt-
una I þessari siðustu könnun, er
Visir haföi samband við Seðla-
bankann i gær.
Þeir Seölabankamenn sögöu,
aö skyndikönnunin stæði ekki i
neinu sambandi viö hina miklu
sölu á happdrættisskuldabréfum.
Það hefði veriö tilviljun , að þessi
könnun fór fram kvöldið sem
bréfin seldust upp. Ennfremur
kváðust þeir þess fullvissir, að
enginn gúmmitékkur hefði verið
notaður til kaupa á bréfunum. -SG
100 þúsund
til hjálpar
heyrnarskertum
Félaginu Heyrnarhjálp
hefur borizt 100 þúsund
króna gjöf til aö kosta nám
starfsmanns, sem kynni sér
meðferð heyrnartækja.
Skrifstofuvélar h.f. gáfu
féð í tilefni 25 ára afmælis
síns.
Heyrnarskertir þurfa sérstaka
hjálp og leiðbeiningar við með-
ferð heyrnartækja og annarra
hjálpargagna, til þess að tækin
komi að fullum notum. Gjöfin
gerir Heyrnarhjálp kleift að
styrkja nýjan starfsmann til
náms erlendis og veita aukna
þjónustu við heyrnarskerta,
einkum úti á landi.
Stjórnarformaöur Skrifstofu-
véla h.f. er Ottó A. Michelsen.
HH.
Stútur ó ferð
/
Nokkrir ökumenn voru
grunaðir um ölvun viö aksturinn i
nótt og voru teknir til nánari at-
hugunar hjá lögreglunni.
„Annars er þetta ósköp venju-
leg laugardagsnótt” sögðu þeir á
fjórða timanum i morgun.
„Enginn almennilegur árekstur
og enginn fengið ærlegt kjafts-
högg hvað þá meira. Fólkið er á
leið heim til sin af dansleikjum og
margir góðglaðir eins og venju-
lega”. -SG-
„Farið gœtilega I viðskiptum við
brezka og þýzka blaðamenn"
- segir Auðunn Auðunsson skipstjóri - Sunday Times
sleppti helztu rökunum
„Mig langar aö koma á framfæri
eindreginni viövörun til tslend-
inga aö fara gætilega i viðskipt-
um við þá brezku og þýzku frétta-
menn, sem hér eru, og tala helzt
ekki við þá nema að hafa segul-
band.” Þetta segir Auðunn
Auðunsson skipstjóri, en hann
segist eiga um sárt að binda af
viðskiptum við brezka frétta-
menn.
Auðunn sagði, að blaöamaður
Sunday Times hefði sleppt úr viö-
tali viö sig öllu þvi helzta, sem
væri málstað Islands til stuðn-
ings. t grein blaðamannsins
Sayle, sem Visir greindi frá i
fyrradag, var vitnað til ummæla
Auðuns um landhelgismálið.
Auðunn sagði, að þessi grein hefði
verið tiltölulega sanngjörn, en við
hverju mætti búast af öðrum,
þegar þessi blaðamaður hefði
stungiö undir stól helztu rökun-
um, sem Auöunn færði fram
okkur til stuðnings? Auöunn
sagðist þó hafa haft varann á og
heföi túlkur verið viðstaddur við-
talið, þvi aö enskan væri farin að
ryöga hjá sér. Siðan hefði hann
lesið viðtalið hjá Bretanum, en
þegar það kom i Sunday Times
var búið að fella ýmislegt niður,
sem miklu skipti. —Allmargir
brezkir og þýzkir fréttamenn
hafa komið hér við að undan-
förnu. Auðunnsagðistvilja minna
á, að ein helzta kveikja þorska-
striðsins 1958 hefði verið, að
Bretar beittu á ráðstefnu
neitunarvaldi til að koma i veg
fyrir friðun smáfisks við Norð-
austurland.
Vestur-Þ jóöverjar
„ryksuga",
Belgíumenn fylgja ekki
reglum.
Hann sagðist einnig vilja undir-
strika, að við ættum við fleiri en
Breta að etja. Vestur-Þjóðverjar
kæmu skammarlega fram gagn-
vart okkur i landhelgismálinu,
þvi að hagsmunir þeirra væru tii-
tölulega mjög litlir. Þá hefði verið
of litið á það bent, að Belgiumenn
væru þeir einu af V-Evrópuþjóð-
um, sem ekki fylgdu almennum
reglum um takmörkun á möskva-
stærð. V-Þjóðverjar hefðu full-
komnari veiðitækni en Bretar, og
þeir „ryksuguðu” sjóinn miklu
fremur en Bretarnir. —HH.
Ein floska - eða fœði fyrir 30 manns
Ef þu sleppir þvi að
fara á dansleik i kvöld, en
gefur þess í stað 1000
krónur til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, nægja
þærtil að halda lífinu i 40
manns i einn dag á þeim
stööum, sem hungursneyð
er rikjandi. Andvirði
einnar flösku af áfengi
nægir 30 manns til matar-
kaupa í einn dag og einn
konfektpoki jafngildir
fæðu fyrir tvo daglangt.
Fórnarvika kirkjunnar hefst á
morgun og stendur næstu viku
og eru einkunnarorð hennar
„Hjálpum kirkjunni að hjálpa.”
Þetta er almenn fjársöfnun til
starfs Hjálparstofnunarinnar,
en meðal verkefna, sem stofn-
unin hefur hug á að vinna aö,
er hjálp til handa ibúa Bangla-
desh og til holdsveikra i
heiminum. Ekki er farið inn á
merkjasölu eða aðrar slikar
fjáröflunarleiðir á fórnarvik-
unni, heldur getur fólk komið
framlögum til presta eða sett
þau á giróreikning Hjálpar-
stofnunarinnar nr. 20001.
Fórnarvikan er jafnan haldin
á föstunni og hægt er að fasta á
margan hátt. Það þarf ekki
háar upphæðir frá hverjum og
einum til að hjálpa mörgum,
sem búa við skort. Ef við tökum
sem dæmi, aö 25 5 manna fjöl-
skyldur sleppi einni sunnudags-
máltið, þá nægir andvirðið til að
kosta sjúkrahúsvist' og læknis-
meðferð fyrir holdsveikan
mann i heilt ár. Maður sem
neitar sér um tvo pakka af
sigarettum og gefur andvirðið
til hjálpar hungruðum, getur
með þvi haldið lifinu i einum
svöngum meðbróður i meira en
viku, og þannig mætti lengi
telja.
Það voru prestar, sem lögðu
grunninn að Hjálparstofnuninni
með þvi að samþykkja árið 1969
að leggja 1% af launum sinum
til hjálparstarfsins, og hafa þeir
gertþaðsiðan. -SG.
Flaska handa
Ólafí
Þau gengu á fund ólafs
Jóhannessonar, forsætisráð-
herra og færðu honum að gjöf
flösku af ákaviti. Tilgangurinn
var að minna á að fjörutiu ár
eru siðan stofnuð voru Samtök
bindindismanna i skólum. SBS
hefur i 40 ár barizt gegn bakkusi
og á afmælinu vöktu samtökin
athygli fólks og yfirvalda á ó-
venjulegan hátt.
Forsætisráðherra var færð
flaskan, og mælzt til þess að
innihald-hennar yrðineytti „sið-
ustu áfengisveizlunni sem rikis-
stjórnin héldi, — og að sú veizla
yrði mjög fljótlega”. -GG
Jöfn tilboð í
hitaveitu Nessins
Aðeins 1.3 milljónir milli efsta og neðsta
Hásetahluturinn á loðnunni:
300.000 á hœstu bátum
- meðaltekjur sennilega kringum 120.000 krónur
Hlutur háseta á loðnubát i vetur
hefur að likindum eftir allan
veiðitimann verið i kringum
100.000,00 krónur.
Og það er vist ekki afskaplega
há upphæð miðað við núverandi
verðlag og lengd veiöitimans.
Loðnuveiðin hófst kringum 20.
janúar. Og raunar ekki fyrr en
um mánaðamót jan./feb. hjá
flestum bátanna. óhætt mun að
áætla að vertiðinni hafi lokið
kringum 10. eöa 12. marz, þannig
að á liðlega einum mánuði,
kannski einum og hálfum, hefur
háseti á loðnubát haft um
100.000,00 krónur i hlut, og er
vitanlega vel að kominn, þar sem
það er aðeins mjög stuttan tima
úr árinu, sem hann hefur slikar
tekjur.
Haunar hafa sumir haft tals-
vert meira en 100.000,00 og aðrir
minna. Við reiknuðum út aflahlut
háseta á loönubát, sem veiddi
10.000 tonn. Og það var aöeins
einn bátur, sem veiddi svo mikið.
Háseti á aflahæsta bátnum, sem
var um siðustu helgi Eldborgin
frá Hafnarfirði með 10.167 tonn,
mun hafa haft aðeins yfir 300.000
krónur i hlut. Og skipstjóri hefur
100% i viðbót, þannig að dágóður
skildingur hefur farið um hendur
þeirra á aflahæstu skipunum eftir
þessa vertiðardaga, enda munu
mennirnir hafa lagt á sig miklar
vökur og vinnu við að afla þessa
fjár.
A sunnudaginn var voru afla-
hæstu skipin Eldborg með 10.167
tonn, Jón Garöar með 9.059 tonn,
Gisli Arni meö 8.886 tonn, Súlan
meö 8.367 tonn og örfirisey meö
.124 tonn.
Sést af þessari upptalningu, að
það eru einungis mjög fá skip sem
eru i hæsta flokknum, og er án efa
óvarlegt að áætla meðalhlut há-
seta eftir loðnuvertiðina hærri en
um 120 þúsund krónur. —GG.
Menn hljóta að taka ofan hatt
sinn fyrir islenzkri verkfræöi-
stétt, þegar þeirsjá tilboö eins og
þau, sem borizt hafa í lokaáfanga
hitaveitu Seltjarnarness. Alls
bárust 5 tilboö i verkiö og munaöi
aöeins 1,3 miiljónum króna á
lægsta og liæsta tilboöinu, sem
veröur aö teljast ótrúlega litiö
miöaö viö alla þá óvissu faktora,
sem alltaf hljóta aö vera i svona
verkum.
Lægsta tilboðið barst frá Loft-
orku sf. 8.318.510 kr., en fast á eftir
fylgdu Aðalbraut sf. (Guðmundur
Einarsson i Breiðholti h.f. o.fl.)
8.454.940 kr. og Vesturverk h.f.
(Guðmundur G. Þórarinsson
form. Skáksambandsins o.fl.)
8.776.740 kr. Nokkuð hærri voru
þeir Sigfús Sigurðsson 9.220.320 kr
og Eggert Sigurðsson o.fl.
9.645.339 kr.
Tilboöin eru mjög áþekk þeirri
kostnaðaráætlun, sem gerð hafði
verið fyrir verkið, en auk sjálfrar
hitaveitulagnarinnar var gert ráð
fyrir þvi i útboðinu að gera
ýmis önnur verk fyrir hreppinn,
svo sem að leggja gangstéttir,
raflagnir og fleira.
Lokið var að leggja hitaveitu i
um helming húsa á Nesinu i
fyrrasumar. Þau hverfi, sem nú
verður lagt i, eru Lambastaða-
hverfið og Strandahverfið. Verk-
inu á að ljúka siðast i september
og verður þá öll byggðin á Nesinu
komin i hitaveitusamband. -VJ