Vísir


Vísir - 25.03.1972, Qupperneq 2

Vísir - 25.03.1972, Qupperneq 2
2 Vfsir. Laugardagur 25. marz 1972. VfeUSPTR: Hafið þér hugsað yður að sjá Oklahoma? Edda Hannesdóttir, Langholts- skóla. Ja, ég veit það bara varla. Mig langar reglulega til þess, en ég hugsa að ég fari ekki, nema þá ef það verður skólasýning, þá fer ég alltaf i leikhús. Jóhanna Guðbjartsdóttir, mcnntaskólanemi.Já, ég er alveg ákveöin i þvi. Og ég fer auðvitað alveg örugglega, ef það verður skólasýning. Annars fer ég stund- um i leikhús. Guðmundur Breiðfjörö. Nei, ætli ég geri það nokkuð. Ég fer hvort sem er ekki neitt, maöur heldur sig orðið heima. En ég fór þó i leikhús á minum yngri árum, það er ég nú hræddur um. Stefán Einarsson, framkvæmda- stjóri.Nei, alveg örugglega ekki, mig langar hrein og beint ekki neitt. Svo geri ég ósköp litið að þvi að fara i leikhús. Gunnar Bjartmarsson, verka- maður. Ég veit það eiginlega ekki. Ég hef satt að segja engan sérstakan áhuga á þvi. En þetta væri nú kannski athugandi, þar sem maður fer i leikhús, ef sýnd eru stórverk. Halldóra Jóhannesdóttir, húsmóð- ir.Nei, aftur á móti ætla ég endi- lega að reyna að fara á Matt heusarpassiuna hjá Pólýfón kórnum. En ég þori nú ekki að fullyrða þetta alveg, það getur vel verið að maður skelli sér bara lika i leikhúsið. 1 hifandi roki og rigningu fylgdust nemendur úr Kennaraskólanum náið með bílum og gangandi fólki. Þrátt fyrir lögregluþjóninn voru umferðarbrotin mörg. KENNARAEFNI KANNA UMFERÐ . . . og hvaða einkunn fó svo 1489 ökumenn sem leið áttu framhjá í roki og rigningu? ,,Með þessu komast nemendur i lifrænt samband i umferðar- fræðslunni og átta sig mun betur á þvi, sem verið er að kenna” sagði Guðmundur Þor- steinsson ökukennari i samtali við Visi i gær. Hann hefur verið með umferðarnámskeið i fjórða bekk Kennara- skólans að undanförnu og lét hluta af nemend- mmm nn mrn 'U Glaumbœr eða rúm fyrir geðsjúka Guðrún Jónsdóttir skrifar: ,,Margoft er búið að segja frá þeim skorti, sem rikjandi er á sjúkrarúmum fyrir geðsjúka, og nú fyrir skömmu las ég einmitt grein um þetta i Visi. Þar kom fram, að rúmum fyrir geðsjúkl- inga hefur ekki fjölgað svo nokkru nemi i 20 ár. Þetta þykir mér ljótur blettur á starfi þeirra, sem með völdin hafa farið, og ekki heyrist neitt frá þeirri stjórn, sem nú situr, um að stórátak sé á döfinni. En á þessu timabili hefur orðið mikil aukning á hvers konar geö- sjúkdómum, allt frá taugaveiklun og upp i alvarlega sjúkdóma. Mér er tjáð, að þriðji hver maður þurfi að leita geðlæknis einhverntima á ævimii, en hvaöa möguleika hefur þetta fólk á lækningu, þegar mörg hundruð sjúkrarúm vantar? Nýlega var stofnaður félags- skapur, sem nefnist Glaumbæjar- hreyfingin, eða eitthvað svoleiðis. t stjórn þessa félags sitja bæði unglingar og ábyrgir fullorðnir menn. Markmiðið er að fá þvi framgengt, að Glaumbær verði endurreistur eða þá byggður verði nýr skemmtistaður fyrir tugi milljóna. Þessar kröfur eru settar fram þegar salir í randýr um skólabyggingum standa auðir á hverju kvöldi, en þar mætti hæglega koma fyrir leiktækjum og efna til kvikmyndasýninga fyrir unglinga, svo dæmi séu nefnd. Seðlabankinn ætlast til, samkvæmt lögum frá alþingi, að þjóðin kaupi happdrættisskulda- bréf fyrir fleiri hundruð milljónir, svo hægt verði að leggja veg yfir Skeiðarársand. Ein aðalforsend- an er sú, að það verði svo gaman fyrir landsmenn að geta keyrt hringinn i kringum landið á sumrin. Alþingismenn stórhækka laun sin án þess aö spyrja, hvort þeir eigi rétt á þvi eða ekki, og helmingur þeirra virðist sitja á þingi i hjáverkum. A meðan berst litill hópur lækna og annarra að þvi er virðist um annast umferðar- könnun i hádeginu i gær. t roki og grenjandi rigningu sviptust nemendur til og frá á 9 gatnamótum borgarinnar. Sumir gáfu gaum að gangandi vegfarendum og skrifuðu sam- vizkusamlega hjá sér allar vit- leysur, sem þau uröu á. Aðrir beindu haukfránum augum að bilaumferðinni og rituðu mis- kunnarlaust niður þá, sem ekki fóru eftir settum reglum. Blaut- ir en ánægðir héldu skólanemar siðan i Kennaraskólann og tóku saman niðurstöður. Sam- kvæmt þeim fóru samtals 1489 ökutæki um þan gatnamót, sem vöktuð voru, en athugunin stóð yfir i um 20 minútur. Af þessum fjölda stöðvuðu 12,5% of seint við gatnamót og 4% svikust al- veg um að gefa stefnumerki. vonlitilli baráttu fyrir fjármagni til að byggja yfir geðsjúklinga. Þetta skilningsleysi ráðamanna og raunar alls almennings lýsir þvi kannski bezt, hvað það eru margir, sem þyrftu að fara til geðlæknis. Skortur á hælum fyrir vangefna er einnig geysimikill, en gagnvart þvi virðist sama sinnuleysið rikjandi. Sjúklingar, sem biða ár eftir ár án þess að fá pláss á hælum fyrir geðsjúka eða vangeína, fara ekki i kröfugöngur á fund ráðherra. Það heyrist litið frá þessu fólki, þvi sjálft hefur það ekki mögu- leika á að vekja athygb á málinu. En hvernig er það meðþetta unga og heilbrigða fólk, sem vill um- bylta þjóðfélaginu og bæta það? Þvi tekur það ekki upp baráttu fyrir litilmagnann? Það er sjálf- sagt gott að halda fundi um Irland og Viet-Nam, en væri ekki ráð að lita sér nær?" Djammið í DAS Amor hringdi i okkur og kom á framfæri eftirfarandi skáldskap: Flestum virtist vera bras og vænlega ekki horfa með „djammið” sem að var i Das hjá Dagrúnu og Torfa. Svo voru það 12% ökutækja, sem gáfu stefnumerki of seint, og er þá miðað við 25 metra vegalengd frá gatnamótum. Ekki var heldur allt i sóman- um hjá gangandi fólki. Þarna i rokinu voru 106 hræður að bægslast áfram, og 37% af þeim gengu ranglega yfir götu, en 23% gættu illa að sér og sýndu óvarkárni. Um 60 nemendur tóku þátt i þessari könnun i gær, og i dag munu 60-70 fjórðubekk- ingar framkvæma sams konar athugun. Guðmundur Þorsteinsson sagði, að þetta væri i fyrsta sinn sem kennaraskólanemar gerðu þessa hluti, en taldi upplagt að fá framhaldsskólanema til að annast svona athuganir. Og ekki sizt væri það gott fyrir kennara efniaðöðlaststaðgóða þekkingu á umferðarmálum. —SG Þóttist hafa litla lyst, leyndi ástarfuna, i tryllta tveggjamannavist tók hann bústýruna. Kalda landsins kræfi sonur kúnni ekki að blikna, en hún var eins og aðrar konur, sem eiga til að vikna. Amor. AUGLYSINGA- \xsxxx% DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SIIVII 00 lí sxxxxszxxsxxxxx

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.