Vísir - 28.03.1972, Page 8

Vísir - 28.03.1972, Page 8
8 Vísir. Þriðjudagur 28. marz 1972. Rokdýrt — nofnið Cardin stendur ó því „Hönnun” er tizkuorð, sem hefur stungið upp kollinum og fest sig i málinu á skömmum tima. Verkfræðingar vilja eigna sér orðið, cn samt hefur það óspart verjð notað af þeim, sem teikna húsgögn og ýmsa aðra notahluti. Núna eru jafnvel föt „hönnuð”. A erlendum vettvangi hefur tizkuteiknari einn skipt yfir og er nú meir og meir farin að „hanna” ýmsa hluti. Það er Frakkinn Cardin. „Það er jafnauðvelt að teikna borð eins og kjól”, sagði hann og hófst siðan handa. Nú eru það ekki eingöngu mini- kjólar, sem koma frá teikniborði Cardin, heldur einnig skrifborð, sjónvarpskastarar, leirtau, pappaöskjur. Eða eins og sagt hefur verið: „allt, sem er dýrt fyrir neytandann”. I þetta fyrirtæki sitt mun Cardin setja einn þriðja hluta tekna sinna, milljarðar eru nefndir i þvi sambandi. Búizt er við, að vörur, teikn aðar af Cardin og með merki hans, muni flæða yfir markaðinn. Cardin hefur þegar gert „hönn unar-samning” við 45 fyrirtæki i ýmsum löndum, þeirra á meðal Vestur-Þýzkaland, Italiu, Japan og Bandarikin. Tizkuteiknarinn heldur nöfn unum á viðskiptasamböndum sinum leyndum að mestu leyti, vegna þess að framieiðandinn á ekki að njóta góðs af Cardin- vörunum með þvi að láta sitt vörumerki fylgja með einnig. Einnig á svokallaður Cardin- leyndardómur að ýta undir kaup- skapinn. Aðalteiknari Cardin, sem heitir Cardin við skrifborðið fræga. Hj úkrunarkvennabún- ingur eftir Cardin. Alain Carre segir: „þegar eitt- hvert fyrirtæki pantar frá okkur teiknun á rúmfötum, munu þau seljast á okkar nafni en ekki þess. Við getum ráðið lit og munstri. Varan ber okkar merki, en ekki hinna. Framleiðandinn mun einnig öðlast kjark með þvi að voga einhverju.” I vöruhúsunum i Paris er nýjasta uppfinning Cardin einnig ætluð lúxusneytandanum. Það er silfurlit pappaaskja með litrikum hringum og bókstöfum Cardin. Innihaldið er 60 bréfvasaklútar. Þessi varningur varð til þess, að franskt blað varpaði fram spurningu varðandi lúxusum- búðirnar: „Hvers vegna að kaupa 60 bréfavasaklúta á 75 krónur vegna þess að nafn Cardin er prentað á pakkann? Það er nefnilega hægt að fá 100 stykki af bréfvasaklútum á þessum sömu stöðum, en i látlausari umbúðum, á 26 krónur. Nafn Cardin er dýrt. Ef það kemur fram á einhverri vöru- tegund, kostar það stórfé. Og Cardin færir út kviarnar og kemur upp fleiri og fleiri teikni- stofum. Frægt Cardinverk er skrifborð, sem hann gerði fyrir italskan for- stjóra. Það er vafflaga, pressað saman úr efninu polyester, i kúlu- laga apparati er komið fyrir sjón- varpi, sima, kalltæki, plötu- spilara, sigarettukveikjara. Þrjár glerkúlur ljóma i litum regnbogans, þegar ýtt er á hnapp. Cardin segir, að hann hafi búið þetta skrifborð til fyrir hvildarhlé mannsins, sem starfi. Dýr hlé það — hvildarborðið kostaði rúma hálfa milljóh. Cardin hefur búið til fimm stykki og býst við að geta lækkað verðið, eftir að hafa selt 20 stykki. Cardin vill ekki aðeins veita þreyttum forstjórum stuðning i önnum dagsins: bráðum munu smábörnin hvila i Cardinbarna- vögnum og konur prjóna á Cardinprjónavélar. Bráðum getur fólk með tilfinningu fyrir tizkunni borðað af Cardindiskum, Cardinmerkið á gúmmí- bát, postulíni, bréfvasa- klútum — og allt rokdýrt. sett á sig Cardinúr og þurrkað sér með Cardinhandklæðum. Tizkuteiknaranum finnst ekkert eins spennandi og að „hanna” fyrir framtiðina. Hann hefur búið til geimfarahúsgögn fyrir þýzkt fyrirtæki, sem vinnur með tölvur. Næsta vor ætlar hann að sýna framtiðarhönnun sina, allt frá baðherbergi með öllu til- heyrandi til kaffivélar. Cardin fóryfir i iðnaðarhönnun, eftirað Parisartizkan fór að hafa minni áhrif. Kollegar hans i tizkunni láta sér fátt um finnast um framkvæmdasemi hans. En Cardin er rólegur og segir, að fyrir tólf árum hafi hann fyrstur þeirra komið með fjöldafram- leiðsluföt og orðið að athlægi meðal þeirra. „Nú búa þeir allir til fjöldaframleiðslu. Þeir fara einnig allir út i hönnunina. Og þeir eru þegar komnir af stað! -SB- riixiNi I SÍÐAN J Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir PASKAINNKAUP ☆ Sömu góðu vörurnur. Snmu Iúgu verðið. ☆ Meiru úrvol. Betri búðir. Meiri broði. ☆ Betri þjónusio. Sífelld þjónusfu. xuupimLu,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.