Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Laugardagur 8. apríl 1972. vfentsmt: Hafið þér orðið mikið var við verðhækkanir undanfarið? Uunnar porsteinsson, verna- maður. Já, já, ég er nú hræddur um það. Mér finnst hafa orðið gifurlegar verðhækkanir, og þá á til dæmis áfengi, tóbaki og mat- vörum. Þetta get ég ómögulega sætt við mig. Og það er ekki hægt að sætta sig við það heldur, þegar verkamaður hefur ekki orðiö nóg i sig aö éta, nema þræla baki brotnu. Birgir Ilelgason, húsgagna- smiður.Já, það hef ég orðið var við, þrátt fyrir verðstöðvunina. Af þvi sem hækkað hefur, má til dæmis nefna tóbak, áfengi og matvörur. Það er ekki svo gott að sætta sig við þetta, þegar svona stendur á. Gunnar Sigurðsson, laganemi. Nei, ég hef litið orðið var við verðhækkanir, en það er þó kannski ekki að marka það, þar sem ég á litla peninga og litið til að eyða. Maður hefur þó orðið var við þetta i dagblöðunum, þó að þetta komi ekki svo mikið við Guðmundur Stein g rim sson, iðnaðarinaður. Já, ég hef orðið var við þetta, og er mjög óánægður. Kjötvörur og mat- vörur, þetta hefur hækkað alveg gifurlega. (iuðrún J ohannesðoUir, húsmóðir. Nei, ekki hef ég nú fundið svo mikið fyrir þessu. En það er nú heldur ekki svo mikið að marka mig, þvi að ég er ekki nema ein i heimili. En samt held ég að það hafi orðið þó nokkrar hækkanir, og svo heyrir maður það i auglýsingum. húsmóðir. Já, ég hef orðið mjög mikið vör við þessar hækkanir. Ég er nú með 8 manna fjölskyldu, og það hefur orðið gifurleg hækkun á öllu hjá mér Fjörutíu þúsund vinnustundir að baki Mattheusarpassíunni — Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri segir fró ýmsu varðandi flutning stœrsta kórverks, sem hér hefur verið flutt til þessa — Og hann fer líka nokkrum orðum um „óhœfar kirkjur".*,.. —Hversu margar vinnu- stundir liggi aö baki flutn- ingi Pólýfónkórsins á Mattheusarpassíunni? Og Ingólfur Guðbrandsson hamrar hugsandi í borð- plötuna á skrifborðinu sínu í Utsýn. Hann grípur blað og blýant, reiknar við- stöðulaust i nokkrar mínútur, lítursíðan upp og segir án þess að blikna eða blána: —Það hafa verið að minnsta kosti fjörutíu þúsund vinnustundir. Og Ingólfur heldur áfram: — Það er i rauninni ekki svo óskap- legur timi, þegar það er haft i huga, að Póiýfónkórinn var að hálfu leyti skipaður röddum, sem þarna voru að þreyta sina frum- raun. Og ég er á þvi, að það megi kallast bara vel af sér vikið, hver- nig flutningurinn tókst til. Þetta er nefnilega i fyrsta skipti, sem svo viðamikið kórverk er tekið til flutnings hér á landi, og þeir, sem þátt tóku i flutningnum, voru litt eða ekkert kunnir slikum átökum sem þessum. Enginn taldi þó eftir sér þessa miklu vinnu, og það var auðíundið, eftir að allt var um garð gengið, að flestir voru til i að reyna aftur við svo lagað siðar Ekki var Passiuflutningurinn öllum eins timafrekt verk? —Nei, ekki alveg öllum svarar Ingólfur, og hann getur ekki varizt brosi, þegar hann rifjar upp þau ósköp, sem gengu á þegar útvega þurfti tenósöngv ara með aðeins sólarhrings fyrirvara, þegar Sigurður Björnsson veiktist. — Við fengum i hans stað Michael Goldthorpe frá London — sem kunnugt er. Hann hafði aldrei sungið þessa passiu á þýzku, og það varð þvi hans fyrsta verk að hraða sér i , hljómplötuverzlun til að verða sér úti um hljómplötu með Matt- heusarpassiunni á þýzkri tungu. Það má með sanni segja, að Michael hafi unnið frábært afrek, þvi hann söng sitt hlutverk óað- finnanlega með Pólýfónkórnum á skirdag — án þess þó að hafa fengið tækifæri til að æfa það með kórnum áður. ÓHÆFAR KIRKJUR Það þurfti að fá orgel lcigt frá London til að spila á við Passiu- llutniiiginn? — Já, það kom ekki til af góðu, svarar Ingólfur söngstjóri — og verður brúnaþungur. Þarna er nefnilega komið að atriði, sem hann er ekkert alltof hress yfir. — Hérlendis var ekkert nothæft orgel fáanlegt. Það var að sjálf- sögðu ekki hægt að koma þvi við, að flytja neitt kirkjuorgel lands ins i Háskólabió. En liefði ekki verið hægt að koma þvi við, að flytja Matt- heusarpassíu i einhverri kirkj unni? — Nei, þaö er einmitt þar, sem hnifurinn stendur i kúnni. Það er raunar einmitt i kirkjunum, sem mögulegt ætti að vera að flytja svona kórverk Guði til dýrðar, en það er bara það, að kirkjurnar okkar allar eru ónothæfar til annars en'messugjörðar. Arki- tektarnir okkar hafa ekki tekið tillit til annars i formi og efnis vali, þegar þeir teiknuðu kirkj urnar. Þær eru i hálfgerðum „klúbblókölum” með bólstruð sæti og teppi út i horn. Ég hafði gert mér nokkrar vonir um að Bústaðakirkja yrði brúkleg, en þær vonir brugðust. Nú virðist Hallgrimskirkja vera eina vonin. Og Ingólfur spyr: — Hvernig er hægt að reisa svo dýrar og miklar byggingar sem kirkjur hverja á fætur annarri og ætla þeim að standa áraraðir, jafnvel aldir án þess að ihuga betur notagildi þeirra? Pólýfónkórinn hefur reynt margar kirkjur, en enn finnst okkur sem við stöndum á götunni með kirkjulega tónlist. TAP— ANÆGJA Þrátt fyrir að nær 2800 manns hafi borgab sig inn i Háskólabió um páskana til að hlýða á Matt- heusarpassiu kom hún út með tapi. — Það var séð fyrir, segir Ingólfur. Það var ekki einu sinni gert ráð fyrir svo góðri aðsókn, sem raun varð á Og Ingólfur söngstjóri heldur áfram: — Mér er efst i huga þakklæti til allra flytjenda fyrir þá miklu alúð, sem þeir lögðu i verkið, kóranna, einsöngvaranna og hljóðfæraleikaranna. Og einnig til áheyrenda, sem fylgdust með flutningnum af einlægum áhúga. Það er óhætt að segja, að það hafi rikt mikil stemning i salnum. Fjöldi fólks hefur lika hringt til min eða skrifað eftir flutning passiunnar til að láta i ljós þakk- læti sitt. Margir hafa lika sent mér blóm i þakklætisskyni. Mér og flytjendum öllum er lika kærkomið að hafa fengið þetta tækifæri til að veita svo mörgu fólki hlutdeild i jafn stórkostlegu listaverki, sem Mattheusar- passian er. Mér er ljóst, að flutningurinn var langt frá þvi að vera full- kominn, en hitt tel ég skipta meiramáli.að áhrif verksins náðu fram. Bæði i hugum flytjenda og áheyrenda. MISSKILNINGUR Áður en viðtali Visis við lngólt lauk, notaði hann tækifærið til að leiðrétta misskilning, sem upp kom i fjölmiðlum. — Viða var svo komizt að orði, að önnur hljóm- sveitin hafi verið skipuð hljóð- færaleikurum úr Sinfóniuhljóm- sveitinni, en hin nemendum Tón- listarskólans. Sannleikurinn er hins vegar sá, að báðar hljóm- sveitirnar voru skipaðar hljóð- færaleikurum úr Sinfóniuhljóm- sveitinni, auk þess sem önnur þeirra var til viðbótar skipuð nokkrum nemendum Tónlistar- skólans i Reykjavik og fimm islenzkum hljóðfæraleikurum, sem eru við nám eða kennslu er- lendis, en homu heim gagngert til að taka þátt i flutningi Matt- heusarpassiunnar. —ÞJM. LESENDUR j HAFA /Áyt ORÐIÐ Engin afbrýðisemi í garð Jónasar Þ. skrifar: „Fyrir skömmu birti lesenda- dálkur Visis bréf frá manni, sem héltþvi fram, að afbrýðisemi réði mestu um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á för Jónasar Árna- sonar til Englands. Að minu mati er það misskilningur, að afbrýði ráði rtokkru um gagnrýnina á þeim vinnubrögðum, sem hér hafa verið viðhöfð. Persónulegir kostir eða vankostir sendimanns- ins skipta nánast engu máli. Gagnrýnin er málefnaleg. 1 fyrsta lagi hefur verið bent á, að kynning á utanrikisstefnu ls- lands á erlendum vettvangi, hvort heldur i landhelgismálinu eða öðrum efnum, eigi að vera i höndum utanrikisráðherra og ráðuneytis hans. Það er gjörræði og siðleysi af öðrum ráðherra að hrifsa forræði þessara mála úr höndum utanrikisráðherra og senda á eigin spýtur sendimann eða „roving ambassador” milli landa til þess að túlka með sinum hætti utanrikisstefnu landsins. t s t jórnarsamningnum var kommúnistum ekki falið forræði þessara mála, og það er vafalaust i óþökk meginþorra landsmanna, að þessi flokkur hafi forystu um túlkun og framkvæmd á þessari utanrikisstefnu. i öðru lagi hefur verið bent á, að kommúnistar hafi frá fyrstu tið notað landhelgismálið öðrum þræði til að reyna að reka fleyg á milli tslands og annarra vest- rænna lýðræðisþjóða. Kommún- istar hafa aldrei dregið dul á þessa viðleitni sina og er ekki við þá að sakast, þótt þeir fylgi yfir- lýstri stefnu sinni. En aðrir geta sakazt við sjálfa sig, ef þeir kjósa að loka augunum fyrir augljósum staðreyndum. Ef kommúnistar fá að ráða ferðinni i utanrikismál- um, er hætt við, að iðja þeirra heppnist og þeim takist að slita þau vináttubönd, sem enn knýta okkur við aðrar vestrænar lýð- ræðisþjóðir. Þá væri takmarki þeirra náð og leiðin inn i sæluriki „alþýðulýðveldanna” greið og auðrötuð i fótspor Tékka og Ung- verja, svo dæmi séu nefnd. Ein- hverjum þykir eflaust öfgakennd og óskemmtileg sú hugsun, sem hér hefur verið hugsuð til enda. En við megum minnast þess, að örlög Tékka og Ungverja er ekki uppdiktuð grýlutrú og „auðvalds- lygi”, heldur bláköld og óhugnan leg staðreynd, sem blasir við allra augum.” VÍSIR ií™86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.