Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 3
3 VtSIK. Laugardagur 8. apríl 1972. „Við erum komnir í rœtt við íbúana við Norðurbrún örugga höfn" Bergljöt Bjarnadóttir og Melgi Pálsson — Viðerum ióskaibúðinni. ég held, að það sé ekki hægt annað en að vera ánægður. Og svo hef ég isskáp, en svoleiðis hef eg aldrei áttáður.Hugsasér, hægt að halda mjólkinni kaldri án nokkurra vandkvæða. ,,Hvenær fluttirðu inn?” ,,Ég flutti inn 1. febrúar, en þá voru ibúðirnar teknar i notkun. Áður bjó ég i Grundarlandi hjá mági minum. Og ég var fegin að komast hingað, sjá um mig sjálf, elda ofan i mig og þess háttar. Ég er nú 70 ára siðan i fyrrasumar, og það er bezt að vera einn. Svo er ég nú lika alveg hætt að vinna. Ég varð að hætta, þvi að það henti mig það óhapp að brotna á báðum fótum og báðum höndum. Eftir það gat ég ekkert unnið.” „Hvað gerið þið ykkur til skemmtunar hér?” Ja, ég prjóna nú til dæmis vett- linga, hosur og annað. Svo megum við fara á kvöldvökur niðri á Hrafnistu og fáum þar lika fótaaðgerðir, og þær ætla ég að nota mér. Og eins og ég segi, ég get ekki imyndað mér annað en allir eigi eftir að verða ánægðir hér.” 1 ibúð númer 117, sem er hjóna ibúð, búa þau bjónin Helgi Pálsson og Bergljót Bjarnadóttir. Við bönkuðum upp á. „Jú viðerum ánægð hér,” segir Helgi, „enda flutti ég stutt þakkarávarp hér við afhendingu i gær og lýsti yfir ánægju okkar fyrir hönd hinna. Við erum lika afskaplega frjáls hérna, og þessu er ekki hægt að likja saman við elliheimili. Hér getum við haft alla okkar hluti hjá okkur, og það l'innst okkur gamla fólkinu gott. Áður leigðum við i Bogahliðinni, en við hölum alltaf leigt þau 20 ár, sem við höfum búið hér i Reykjavik. Aður bjuggum við i Haukadal i Dýrafirði.” — Og Bergljót, eru ekki einnig ánægö hér?” „Jú, ég verð það örugglega, en mér leiddist hræðilega hérna fyrst, ég hafði enga matarlyst og gat ekkert sofið. Og einhvern veginn finnst mér ég svo ung hérna, ég er ekki nema 61 árs, en maður verður fylgja karlinum sinum, og hann er nú orðinn 72 ára. Annars er meðalaldurinn hérna 73 ár, svo þið sjáið, að ég er langt fyrir neðan. En það er dálitið skemmtilegt, að þegar við komum hérna fyrst til þess að skoða ibúðirnar, meðan enn var verið að byggja, varð ég lang- hrifnust af þessari ibúð sem við búum i núna. Ég hét á litla stúlku, og það vildi svo til, að við l'engum ibúðina. L>ess vegna kalla ég hana óskaibúð. En hér eru mikil þægindi. Gluggatjöldin fylgdu t.d., en það er auðvitað vegna samræmisins utan frá að sjá. Svo fengum við isskáp, þannig að viö urðum að selja okkar. Og svo er útsýnið mjög lallegt.” Á leið okkar út hittum við fyrir þá Arna Knudsen og Guðmund í.Guðmundsson, og tókum við þá tali. „Ánægðir, jú, jú, við erum ánægðir, þó að kannski sé alltaf hægt að finna einhverja Kristin Einarsdóttir — Aldrei hef ég haft isskáp áður. Arni Knudsen — Auðvitað er hægt að finna vankanta. vankanta, en það talar maður ekkert um. En hér er rólegt og gott að vera.” — Þið gripið auðvitað i spil eða annað á kvöldin?” „Nei, við höfum nú ekki gert það. Við þekkj umst ekki svo vel ennþá, en það stendur nú eflaust allt til bóta. En við getum horlt á sjónvarp og þess háttar. En það er lyrir öllu, að okkur likar vel, og við erum komnir i örugga höfn.” — EA Guðmundur i. Guðmundsson — Ég er kominn i örugga höfn. legt, og húsakynni eru skemmti leg og björt. Á leið okkar eftir einum ganginum sáum við opnar dyr að einni ibúðinni.og kom húsráðandi auga á okkur og bauð okkur þegar i stað að ganga i bæinn. Boðið var þegið með< þökkum. Húsráðandi er Kristin Einarsdóttir, „Ertu ekki ánægð hér, Kristin?” „Ja, almáttugur! á betra verður ekki kosið. Húsbændur okkar hér eru alveg prýðilegir, og „Hér er alveg guðdómlegt að vera, og ég get ekki imyndað mér annað en að allir séu ánægðir.” Þetta segir Kristin Einarsdóttir, ibúi i ibúð nr. 102 i ibúðarhúsi fyrir aldraða við Norðurbrún, en liúsið var, eins og kunnugt er, tekið formlega i notkun i fyrra- dag. Visismenn lögðu leið sina upp á Norðurbrún i gærdag, spjölluðu við ibúa og þrömmuðu um húsið þvert og endilangt. Þar virðist allt gert til þess að gera gamla fóikinu lifið ánægiu- KVWWWWWWVWWVWWWWS/WWWWWVWWWWVWS/WS/VWWVVWWWWWVWWWWVWWWWW Einhuga með 50 milunum Skagamenn héldu á dögunum borgarafund um landhelgismálið að Hótel Akranesi. Það kemur vist fæstum á óvart að þar var einhuga stuðningi lýst við stefnu rikisstjórnarinnar i landhelgis- málinu og skorað á stjórnvöld að kvika i engu fyrir hótunum er- lendra aðila i þessu lifshagsmuna máli okkar. Þegar húsin fara á flakk Ekki eru þau þjál i umferðinni, húsin, þegar þeim dettur i hug að fara i ferðalag eins og þetta hér á myndinni hans Bjarna Boga- sonar. Húsíð var flutt úr Múla- hverfinu inn fyrir Elliðaár, enda vandað að smið og á að þjóna eig- endum sinum á nýjum stað á komandi árum. Með ýmsum til- færingum rafveitumanna, sem klifu litt beizlaðir upp og niður staura, tókst að vinna húsinu braut eftir aðalumferðaræðum, og með svolitilli þolinmæði öku- manna, greiddist vel úr öllu saman. Nýja varpan lofar góðu Þriðja leiðangri rannsókna skipsins Bjarna Sæmundssonar á árinu lauk núna fyrir páskana. Var aðallega reynt fyrir sér með nýja tegund botnvörpu, sem rutt hefur sér til rúms erlendis á undanförnum árum. Leiðangurs- stjóri var Guðni Þorsteinsson og skipstjóri Sæmundur Auðunsson, en óvenju gestkvæmt var um borð þessa daga, stýrimannsefni úr Reykjavik og Eyjum, — auk þess 3 skipstjórar, 8 netagerðarmenn og 2 tæknimenn. Reyndi þvi mjög á áhöfn skipsins og stóðst hún öll sin próf með mestu prýði. Varpan lofar góöu að sögn Hafrann- sóknarnefndar og verður reynd um borð i islenzkum togara á næstunni. Æskan og kirkjan Æskulýður landsins sækir nú kirkjur af kappi, að sögn, og ræðir trúmál sin á milli. Jesúbyltingin er komin til Islands,- hvort sem þar er um tizkubólu að ræða eða eitthvað úr varanlegra efni. A myndinni, sem tekin var fyrir nokkru i Bústaðakirkju, sést greinilega, að æskufólkið fyllir kirkjuna. Þennan dag afhentu skátarnir kirkjunni skátafánann að gjöf, en séra Ólafur Skúlason tók við gjöfinni. Frimerkjaáhuginn samur og jafn Frimerkjasafnarar eru fjöl- mennir á tslandi, og eru raunar á öllum aldri, börn með nokkur merki i dós, og þeir eldri með dýrindis söfn sérstimpla, útgáfu- daga og afbrigða. Elzta félag fri merkjasafnara hér er þó ekki nema 15 ára gamalt. Það heitir Fálag frimerkjasafnara og rekur það upplýsingastöð fyrir safnara að Amtmannsstig 2 og veitir Sig- urður Ágústsson henni forstöðu. Opið er miðvikudaga frá 5—7 og laugardaga frá 3—6. A aðallundi félagsins i febrúarlok var Jónas Hallgrimsson kjörinn formaður, Halldór Sigurþórsson, varafor- maður, Hermann Pálsson, ritari, óskar Jónatansson, gjaldkeri, Þór Þorsteins, Sigurður Agust- sáon og Björn Bjarnarson, með- stjórnendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.