Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 1
NÝTT LÍF OG VOR Hann var heldur óstvrkur að reyna að fóta sig kiðlingurinn atarna suður i Sædýrasafni i gærdag. Þar fæddist hann skömmu áður en myndin var tekin. Vorið er greinilega ekki langt undan, þvi stöðugt bætist nýtt líf i safnið þeirra suður á Hvaleyrar- hoitinu. —Sjá baksiðu. ENGIN RÁÐ TILTÆK HÉR TIL AÐ EYÐA OLÍUBRÁK - TILLÖGUM SIGLINGAMÁLASTJÓRA EKKI SVARAÐ KIRKJURNAR EKKI FYRIR KIRKJUTONLIST i • Kirkjurnar á islandi eru litt eða ekki hæfar til fiutnings á kirkjulegri tónlist. Þetta kemur fram i viðtali við Ingólf Guðbrandsson, sem réðst i það að flytja hina miklu Mattheusarpassiu um páskana. Hann reiknar með, að það hafi kostað tónlistar- fólkið eitthvað um 40 þúsund vinnustundir að setja verkið upp. Við ræddum við Ingólf um þetta fyrirtæki i gærdag ★ ★ ★ LÉTT Á BRÚN VIÐ NORÐURBRÚN Það var létt yfir gamla fólkinu i Norðurbrún, þegar við gerðum þvi heimsókn i nýju ibúðirnar, sem afhentar voru I fyrradag. Greinilega er stefnt í rétta átt með byggingum eins og þessum. Viðtöl við nokkra ibúanna — Sjá bls. 3. ★ ★ ★ KROSSFARI NÚTÍMANS Blaðamaðurinn Jack Anderson hefur staðið á bak við margar stærstu frétt irnar. Hann „afhjúpar” valdamenn og leynimakk þeirra og telur sig krossfara gcgn spijjingu. Afhjúpanir Ander-sons hafa valdið þremur sjálfsmorðum. SJA BLS. 6 Sólin hækkar á lofti meö hverjum deginum sem líöur og jafnframt sýna stúlkurnar hærra upp eftir fótleggjunum, þegar þær varpa af sér dragsíðum vetrarskrúðanum á sólskinsdögum. Þessi unga stúlka er 15 ára gagnfræða- skólanemi og heitir Elsa Magnúsdóttir. Hún á að minna okkur á sumarið, sem nálgast óðfluga, og Veðurstofan var eiginlega tilbúin til þess í gær að lofa góðu helgar- veðri. Að vísu verður varla nógu heitt til að fækka fötum að ráði, en gert er ráð fyrir hægum kalda í dag og að hann hangi þurr. Snjórinn, sem þakti borgina í gærmorgun, er á undanhaldi, og vart verður um mikinn snjó að ræða hér eftir í vetúr. Það eru heldur ekki nema tæpar tvær vikur, þar til sumardagurinn fyrsti rennur upp, og honum verður vafalaust fagnað heilshugar nú sem endranær. (Ljósmynd Vísir, Ástþór) ,,Það er ár siðan ég gerði tillögur um að skipulagðar yrðu ráð- stafanir til að reyna að koma i veg fyrir tjón af völdum oliu i sjó. En mér hefur ekki einu sinni borizt svar frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu”, sagði Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóri i samtali við Visi i gær. Allan fimmtudaginn var olian, sem lenti i höfnina i Þorlákshöfn, á afmörkuðu svæði og náði brákin ekki nema um 10 metra út frá fjörunni. 1 gær hafði olian hins vegar dreifzt út um alla höfn, þar sem engin tæki eru til hérlendis til að einangra slika oliuflekki. Hjálmar sagði, aö sú aðferð, sem einna bezta raun hefði gefið, væru flotgirðingar. Þetta væru nokkurs konar gardinur, sem haldið væri uppi með flotholtum. Tveir bátar drægju siðan búnaðinn i V, þar sem olia hefði runnið i sjóinn. í V sjálfu er siðan hafður prammi, sem fleytir oliunni ofan af sjón- um. Tillögur Hjálmars gerðu ráð fyrir að komið yrði upp nokkrum birgðastöðvum, t.d. hjá oliufélög- unum, þar sem geymdur yrði út- búnaður gegn oliumengun, en hægt væri að flytja hann hvert sem væri. Ennfremur yrði komið upp móltökuskilyrðum á hinum ýmsu höfnum svo hægt væri að taka á móti oliu, sem náð væri upp. Siglingamálastjóri sagðist ekki búast við, að nokkuð yrði hægt að gera i oliumálinu á Þorlákshöfn, eftir að olian hefur dreifzt. Hins vegar sagði hann magnið hafa verið fremur litið, sem rann i höfnina, og þvi myndi olian gufa upp og eyðast tiltölulega fljótt. Menn frá Oliufélaginu, sem fóru til Þorlákshafnar, munu hafa reynt að eyða oliunni með kem iskum efnum, en það ekki borið mikinn árangur. Reynt hefur ver- ið að flæma fugla burt frá höfn- inni og fáir hafa lent i brákinni. — SG Svört messa á rússnesku Sjá baksíðu OFULLNÆGJANDI VATNSGÆÐI VÍÐA — Vatnsveitur oft gerðar af vanefnum og misskildum sparnaði segir Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri Unnið er að rannsóknum á þvi, hvernig bezt verði háttað virkjun jarðvatns i Heiðmörkinni ofan Gvendarbrunna. Standa vonir til þess, að þeirri virkjun geti verið lokið inn- an þriggja til fjögurra ára. Þetta kom fram í erindi Þórodds Th. Sigurðssonar vatnsveitustjóra á ráð- stefnunni um matvælaiðn- að, sem hófst í gær. Nefndist erindi vatnsveitu- stjóra Neyzluvatnsöflun á Is- landi. Þar segir hann m.a., að þrátt fyrir að mengun vatns hér á iandi sé litil, verði að telja neyzlu- vatnsöflun margra byggðqrlaga á Islandi allsendis ófullnægjandi hvað vatnsgæði snerti og i ýms- um tilvikum einnig hvað vatns- magni viðkomi. Margar islenzkar vatnsveitur beri þess merki, að þær hafi verið gerðar af vanefn- um og oft misskildum sparnaði, sem komi fram i óvönduðum frá- gangi á vatnsbóli og dreifikerfi. Frágangur vatnsbóla á all- mörgum býlum i sveitum sé á þann veg, að vatnið sé hættulegt ellegar varhugavert til neyzlu. Þá kemur fram i erindi vatns- veitustjóra, að matvælaiðnaður- inn hafi gert óhóflegar kröfur um vatn til kælingar á vélum. Hafi það valdið þvi, að vatnsból með Íitlu en áfbragðsgóðu vatni hafi verið lögð niður eða sniðgengin, en i þess stað virkjuð yfirborðs- vatnsból með nægu vatnsmagni en óhæfu drykkjarvatni. — SB — BOBBY CHARLTON KEMUR — Við kynnum manninn nánar á íþróttasíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.