Vísir - 13.04.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1972, Blaðsíða 1
vism Fáum við „danskar" Kjötiðnaðarmenn sjá ekki fram á að geta framleitt i sumar, ef ekki verður leyft að flvtja inn hráefni utanlands frá. Þá má búast við pylsuleysi á knattspyrnuvöllum landsins, — og hver getur horft á fötbolta án þess að fá sér a.m.k. eina pylsu? Nú er þaö spurningin hvort við- komandi yfirvöld sjá ekki aumur á kjötiðnaðinum og leyfa pylsur? innflutning á hráefni. Þá gæti farið svo að við fengjum danskar pylsur, geröar þó af islenskum kjötiðnaöarmönnum — sjá baksíðu 62. árg. Fimmtudagur 13. april 1972.84.tbl. Léku eins og 3. deildarlið, en sigruðu samt Norska landsliðið i hand- knattleiknum lék eins og 3. deildarlið i gærkvöldi, en það nægði þó til að sigra bandariska landsliðiö i Bergen 17-10 en svo óánægðir voru hinir norsku áhorf endur, að þeir gerðu hróp að norsku leikmönnunum. — tslenzka landsliðið i sundi tekur þátt I átta-landa- keppni i Edinborg 1 sumar og verður það i fyrsta skipti, sem slikt er reynt — en Skotar höfðu forgöngu um, að islenzka sundfólkinu var boðið til þessarar keppni. Sjá nánar iþróttir i opnu. Mesti óska- lagatíminn Þessi árstimi er mesti óska lagatimi ársins. Hún Eydis Eyþórsdóttir hefur þvi nóg að gera, en hún hefur i 9 ár stjórnað þættinum Á frivaktinni. Við ræddum við Eydisi í gær. Þvi eru litil tak- mörk sett hvað margar óskir I geta borizt vinsælum þætti sem þessum, — en hinsvegar eru takmörk hvað hægt er að sinna mörgum, — eða eigum ' við að segja fáum? — Sja bls 17. Launráð brugguð við jarðarför , Mafiunoringinn var auðvitað jarðsettur i gullkistu, og samtimis fóru liðsmenn hans ..Fjölskyldan” á stúfana og myrtu keppinautana. SJA BLS 4. Sharif hrœddur Omar Sharif, hinn heim- skunni kvikmyndaleikari og bidgespilari, lifir i stöðugum | ótta um aö hann fái sím- hringingu, og honum sagt að syni hans hafi verið rænt. Það er hermdarverkamaður einn sem hvilir eins og skuggi á Sharif og hótar honurn stöðugt. — Sjá bls 12 Neyzluvenjur manna breytast L Færri og færri borða heima hjá sér. Þetta er ekki bara þróunin erlendis, — einnig hér á landi hefur þessi þróun hafizt. Þaö eru ýmsar skýringar á breyttum neyzluvenjum fólks. Við segjum nánar frá þeim inni i blaðinuidag. — SJÁ INN— SÍÐUNA á bls 9. KRÓNAN ÁFRAM, — ENAURARNIR SYNGJA SITT SÍÐASTA! Hann heitir Þorsteinn Jónsson, stutti maðurinn á myndinni, og hann hefur með að gera fjöruna fyrir neðan Ægissiðuna. Þar segist hann eyða daglega tölu- verðum tima í grásleppukarlana og útgerð þeirra. A þessari mynd (sem ljósmyndari Visis tók i morgun) sést Steini litli vera að kveðja einn grásleppukarlanna. „Hann lagði sko netin sin hérna úti i gær. Rétt fyrir utan bauju. Núna erhannaö fara og ná i þau”, útskýrði þessi snaggaralegi út- gerðarinaður fyrir land- krabbanum af Vísi. —ÞJM 100 krónu mynt Útgáfa myntar upp i 50 krónur hefur gefizt vel, og sé spurning, hvort ekki verði fljótlega tima- bært að gefa út 100 króna mynt i stað 100 krónu seðils. —HH. Bólan j og skókin j ■ J Bólusóttin i Júgóslaviu er oft ■ ■ nefud sem ein aðalorsök þess ■ 2 að Júgóslavar hafa orðið 2 | 2 áhugaiitlir um að halda 2 | 2 hei msm eistaraein vigið i 2 S skák. Hvort heldur þetta i u hefur eitthvað að segja um ■ Z afstööu skáksambandsins i : : Belgrad eða ekki, — þá er : ■ vist að bólan hefur áhrif ■ ■ varðandi ferðamanna- 2 2 strauminn til landsins.—Sjá 2 2 bls 6 : ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Liklega kemur fljótt að þvi að menn telji óþarft að halda 50 eyringnum, svo að hægt yrði að fella niður allar einingar undir einni krónu. í þvi mundi felast sú mikilvæga hag- kvæmi, að unnt yrði að fella niður tvö núll, sem nú eru notuði bókhaldi. Þetta kemur fram I áliti Seðla- bankans, sem var gerð i tilefni þess, að á Alþingi hefur komið fram tillaga þess efnis frá Birni Pálssyni (F), að rétt væri að kanna hagkvæmni þess að tifalda verðgildi krónunnar. Seðla- bankinn hafnar þessari tillögu að svo komnu. Er bent á reynslu annarra þjóða og sagt, að ókleift virðist að sjá fyrir, hver séu sálræn áhrif slikra breytinga, en fylgismenn tiföldunar leggja áherzlu á þær. Bankastjórn Seðlabankans sé eindregið þeirr- ar skoðunar að á engan hátt sé timabært að tifalda verðgildi krónunnar. Sú eining, sem út úr þvi kæmi, væri þar að auki strax of litil, ef hún ætti eftir sem áður að skiptast i 100 aura eins og nú er. Kostar fjórfalt að slá 10 eyring. 10 eyringurinn, sem nú er smæsta mynteining, sé þegar orðinn of verðlitill og þvi óhag- kvæmur bæði i viðskiptum og myntsláttu. Það kostar nú um fjórfalt verðgildi 10 eyrings að slá hann. Stefna beri aö þvi á næst- unni að losna við 10 eyringinn. Þá verður 50 eyringurinn minnsta mynteiningin um sinn. en einnig hann mundi liklega syngja sitt siðasta fljótlega, og yrði þá krónan eftir sem minnsta mynt, og núll felld niður i reikn- ingi. GOÐA VEIÐI! Sjúkradeildin hrópar á aukinn tœkjakost Á myndinnihértil hliðarmá sjá lækna augndeildar Landakotsspítala við upp- skurð. Fyrirbyflgjandi að- gerðir gegn blindu eru nauðsynlegar og sjálfsagð- ar. — en þessi deild þjáist þó mjög af þvi hversu mjög skortir á að nauðsynleg tæki séu fyrir hendi. Um helgina fer fram fjársöfn- un til að styrkja starfssemi deildarinnar — „rauða fjöðrin" verður þá seld á götum. Samkvæmt heilbrigðisskýrsl- um 1968 um kvilla skólabarna voru um 500 börn rangeygð. — Skráning blindra er i molum, — en kannanir frá 1950 færðu þau uggvænlegu tiðindi að blindutiðni hér væri nær helmingi hærri en meðal grannþjóðanna, — þrir af þúsundi. Óvinurinn sem læknar berjast gegn i þessu tilliti er glákan. — Sjá nánar á bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.