Vísir - 13.04.1972, Page 3
VÍSIK. Fimmtudagur 13. april 1!172.
3
Söfnun ó fórnarvikunni
komin yfir 500 þúsund
• og stöðugt bœtist við
„Fórnarvikan er enn i gangi Akureyri og Keflavik, en það
hjá sumum og kemur fólk bæði mætti búast við að framlög frá
með framlög hingað á skrif- þessum stöðum bættu drjúgum i
stofuna og eins bætist stöðugt inn söfnunina. „En það bætist stöðugt
á giróreikninginn. Söfnunin er nú á sjóðinn á hverjum degi, og það
komin yfir hálfa miiljón, en var eru bæði uppgjör frá fórnarvik-
25(1 þúsund i fyrra", sagði Fáll unni og eins ný framlög. Enda
Bragi Kristjónsson hjá Hjálpar- gétur fólk að sjálfsögðu látið eitt-
stofnuninni i viðtali við Visi. hvað af hendi rakna til Hjálpar-
Hann kvað enn ekki komið upp- stofnunarinnar allt árið.”
gjör frá stórum stöðum eins og —SG
Norðmenn bjóða
Einari Ólafi heim
RIKIÐ VILL GERA SITT TIL
AÐ AUKA Á TAPIÐ AF
MATTHEUSARPASSÍUNNI
— og innheimtir sína skatta refjalaust af aðgangseyrinum
Einar Ólafur Sveinsson prófessor
mun flvtja fyrirlestra i Noregi i
lok mánaðarins i boði háskólanna
i Osló og Bergen.
Kinar er félagi i visindaaka-
demiunni i Osió og heiðursdoktor
Oslóarháskóia. i fréttaskeyti
norsku fréttastofunnar segir, að
liann sé einhver helzti fulltrúi „is-
lenzka skólans”. —HH.
Nær tvö hundruð manns unnu að
uppsetningu og flutningi á
Mattheusarpassiunni ásamt
stjórnanda verksins, Ingólfi Guð-
brandssyni. „Þegar haft er i
liuga, að langmestur hluti þess-
arar vinnu er unninn án nokkurs
endurgjalds og án þess að vaida
menningarforustunni i landinu
verulegu ónæði, kunna margir af
heyrendum verksins við þetta
tækifæri að lita flutninginn i öðru
Ijósi", segir Ingólfur og bætir við,
„Hinsvegar er mér tjáð að rikis-
kassinn vilji ekki láta þetta tæki-
færi ónotaö sér til eflingar, og að
innbeimtur verði söluskattur af
aðgöngumiðunum til að auka
nokkuð á hallaliðinn, sem þegar
var um kr. 300 þúsund."
Jæja, nú er það ekkert semheitir,
— heiður lands og þjóðar i veði.
Tvö hundruö metrana verð ég að
synda, hvað sem það kostar”.
Hún er einbeitt á svip unga dam-
an okkar, aðeins 3 ára Ólafs-
vfkurmær.
Já, hendurnar aftur á bak, upp á
tábergið, góða spyrnu, svo við-
bragðið verði eins og hjá henni
Ilrafnhildi Guðmundsdóttur og
þeim sundstelpunum fyrir sunn-
ar.
Og þó, — ætli sé ekki vissara að
hoppa heldur i fangið á honum
pahba. Það er miklu öruggara.
Kg syndi bara 200 metrana næst,
— nú eða þá bara þar næst. Þvi
lofa ég þó upp á æru og trú!
Ingólfur kveðst og vilja leiðrétta
ummæli, sem eftir honum voru
höfð um hvernig til hefði tekizt
um flutninginn á þessu mikla
verki. „Þessi tilvitnuðu orð i Visi
á laugardaginn hef ég aldrei sagt,
ég ræddi aðeins um fram-
kvæmdahlið málanna”.
Ingólfur fór og lofsamlegum orð-
um um enska söngvarann
Michael Goldthorpe, sem hljóp i
skarðið fyrir Sigurð Björnsson á
siðustu stundu. Hann keypti nótur
og texta á þýzku. „Það var»eynzlu
hans og staðgóðri menntun —
einnig i þýzku — að þakka, að
hann gat gert hlutverkinu skil”,
segir Ingólfur að lokum. — JBP —
Bezt ao skella ser i 200 metrana!
700% undirskrífta-
listi frá Hafnarfirði
Nokkrar umræður, biaðaskrif
og opinberar yfirlýsingar hafa
veriö gefnar, hvað snertir út-
sendingar frá Kefiavikursjón-
varpinu.
Visir fékk i hendurnar undir-
skriftarlista, sem hrundiö var af
stað af áhugamönnum um sjón-
varp. Einn undirskrifarlistinn
kom frá fjölbýlishúsi einu i
Hafnarfirði með 28 skráðum
ibúum, og varð þátttakan 100%,
hvað undirskriftir snertir, að
börnum undanskildum.
Töldu þeir ástæðu til að vekja
athygli á þessu, þar eð ekki væri
ósennilegt, að meginþorri
islenzkra sjónvarpsnotenda sé
andvigur ályktun og vilja Rithöf
undasambands Islands og skoðun
formanns útvarpsráðs i valfrelsi
i sjónvarpsútsendinum?
Á listanum eru þessar spur-
ningar:
Eruð þér fylgjandi frjálsum
afnotum sjónvarpssendinga,
hvaðan sem þær kunna aö berast,
nú eða i náinni framtið?
Alitið þér að yður sé ekki hætta
búin frá sendingum bandariska
sjónvarpsins á Keflavikurflug-
velli?
Eruö þér á móti afskiptum og
hömlum stjórnvalda á út-
sendingum Kefla v ikursjón-
varpsins?
Eruð þér eindregið með
stækkun sjónvarpsins á Kefla-
vikurflugvelli, þannig að sem
flestir geti notið sendinga þaðan?
Viljið þér standa fast á
valfrelsi yðar i framtiðinni á
sjónvarpsefni hvaðan sem það
kemur án þess að stjórnvöld
skipti sér af þvi?
Viljið þér ekki hafa rándýran
tækjubúnað yðar eins og hvert
annað stofustáss 20 klukkustundir
á sólarhring?
Eruð þér fylgjandi stofnun
Félags Islenzkra Sjónvarps-
notenda, sem kemur til með að
standa vörð um hagsmuni yðar i
framtiðinni?
— EA
Leiðrétting
Reiknimeistara hér á Visi
varð illa á i mcssunni I gær.
Sagði hann aö 500 ensk pund,
sem snillingurinn Menu.hin á að
fá fyrir að halda hér tvo fiðlu-
konserta á Kistahátiö jafngiitu
1,1 milljón Isl. króna. Vitanlcga
er þetta voðaleg vitleysa, þvi
500 pund jafngilda fremur lið-
lega 100 þúsund krónum.
Reiknimeistarinn er hér með
sviptur sinni nafnbót. -GG.
Fjölskylda fœr
4,4 millj. króna
„Það er óskapleg ánægja að af-
henda þetta og þvi meiri hlýtur
hún aö vera að taka við þessu,”
segir Einar Long umboðsmaöur
Happdrættis Háskóla islands i
Hafnarfirði eftir að hafa afhent
4.4 milljónir króna.
Á mánudag var dregið i happ-
drættinu, og hæsti vinningurinn,
fjorir milljón króna vinningar,
kom á númer 56071. Allir þessir
miðar eru i eigu sömu fjölskyld-
unnar i Hafnarfirði, sem á einnig
röð af miðum, svo hún fær til við-
bótar 400 þúsund krónur.
Ekki vill fjölskyldan láta nafna
sinna getið. Eins og áður segir
var dregið i Happdrætti
Háskólans mánudaginn 10. april
og voru dregnir 4,100 vinn
ingar að fjárhæð 26,520,000
krónur. —EA.
Húsbyggingar hafn-
ar á Siglufirði
Þrir húsgrunnar voru
grafnir fyrir páska á
Siglufiröi. Kannski engin stór-
frétt, aö grafnir séu grunnar aö
ibúðarhúsum. Það er hins vegar
stórfrétt, að Siglfiröingar hugi að
þvi að byggja yfir sig. Þar hafa
menn lengi undanfariö hugaö
meir að þvi að komast úr húsum
og burtu en að byggja steinhús
yfir sig tii frambúðarnota.
Er það Byggingafélag
verkamanna á Siglufirði, sem
byggir húsin þrjú, sem eru rað-
hús, og er áætlað að hefja fram-
kvæmdir við þau af krafti með
vorinu. Kaupverð hvers húsanna
er áætlað 2,2 milljónir, og er
húsunum þegar ráðstafað. Verðið
er hins vega aðeins áætlað, enda
óvarlegt að fastsetja bygginga-
kostnað langt fram i timann á
þessum verðbólgutimum. -GG
Byrja þegar Skagfirðingar hœtta!
Um isama leyti og Skagfiröingar
fara að hvfla lúin bein eftir hina
miklu Sæluviku sina, — þá byrja
nágrannarnir með sína Húnavöku
á Blönduósi. Vakan hefst á
siðasta vetrardag, 19. april n.k.
Geysif jölbreytt og mikið
skemmti „prógramm” hefur
verið sett upp, og dansleikir
verða margir, dansað öll kvöld
vökunnar og munu
Selfyssingarnir Þorsteinn
Guðmundsson og félagar halda
uppi fjörinu.
Búast þeir Húnvetningar viö
miklum gestakomum á vökuna.
Þessi mynd af tveim flugvélum
Vængja h.f. er af flugveliinum á
Blönduósi, en Vængir heldur uppi
áætlunarflugi þangaö, auk þess
sem Norðurleið sér um fiutninga
landveginn.
' v ' ^
- é
> ' - •.Jiv
■Kk ' * *• •*-
■ „í# ** - • ,h
.# ■
\ .
.■• ... * =*
%
0
m.