Vísir - 13.04.1972, Qupperneq 10
Það var fjölmenni á sundmóti skólanna í Sundhöllinni á þriðjudagskvöld og hart bari/.t i hinuin ymsu greinum. Ilér eru nokkrir piltar úr
Menntaskólanum i Hamrahlið, seni settu svip sinn á mótið, og brostu mjög þegar BB smellti af þeim mynd. Við segjum nánar frá úrslitum
mótsins hér i opnunni siðar.
Léku eins og 3. deildarlið
Stórleikur Manchesterliðanna
Landsliðið
í sundinu!
Landsliðsnefnd Sundsambands
islands hefur nýlega endurvalið
eftirtalda karla og konur til
landsliðsæfinga i sundi að lokinni
BIKARKEPPNI SSÍ 1972.
KONUR:
Bára ólafsdóttir Á
Bjarnfriður Vilhjálmsd UBK
Elin Gunnarsdóttir Umf.Self.
Elin llaraldsdóttir Æ
Guðmunda Guðm.d. Umf.Self.
Guðrún Haildórsdóttir iA
Guörún Magnúsdóttir KR
Hallbera Jóhannesd. iA
Helga Gunnarsdóttir Æ
Ilildur Kristjánsdóttir Æ
lirafnhildur Guðm.d. Umf.Self.
Ingunn Rikharðsdóttir ÍA
Jóhanna Stefánsd. Umf.H og Ö
Salome Þórisdóttir Æ og
Vilborg Sverrisdóttir SH.
POLSKUR
LISTVEFNAÐUR
HANDOFIN VEGG- OG GÓLFTEPPI
FEGURÐ í LITUM OG FORMI
EKKERT TEPPI EINS
PRÝÐIÐ HEIMILIÐ MEÐ KELIMTEPPUM
KELIM
VERZLUNIN
LAUGAVEGI 42
SÍMI 26435
unnu þó Bandaríkjamenn
— Áhorfendur gerðu köll að norska landsliðinu í Bergen í gœrkvöldi
Fullskipað hús áhorfenda
— 2300 manns — sáu norska
landsliðið í handknattleik
sigra Bandaríkjamenn 17 -
10 í landsleik í gærkvöldi
og var norska liðið mjög
mistækt i leik sinum — lék
á köf lum eins og 3. deildar-
lið, og það varekki fyrr en
lokamínúturnar, að liðið
tók sig á, enda höfðu
áhorfendur þá gert hróp að
því fyrir hina slöku
frammistöðu.
Norska fréttastofan NTB segir
norska liðið i einhverri lægð eftir
undankeppnina á Spáni og virðist
þá likt á með frændþjóðunum
komið, ef dæmt er eftir lands-
leikjum íslands við Bandarikin.
Norska liðið byrjaði nokkuð vel
i gærkvöldi og ekki leið á löngu
þar til liðiö hafði 5 - 1 forustu, en
lokakafli fyrri hálfieiks var
ótrúlega slakur og staðan i hálf-
leik 9-6 fyrir Noreg.
t siðari hálfleiknum tókst
norska liðinu ekki að skora sex
fyrstumínúturnarog það var ekki
fyrr en undir lokin að liðið tók sig
á gegn lélegu, bandarisku liði —
og segja norskir bandariska liðið
nákvæmlega jafnlélegt og það
var fyrir þremur árum, þegar
Norðmenn léku sinn l'yrsta lands-
leik við það.
Enginn norsku leikmannanna
sýndi venjulega getu — aö sögn
NTB. Markhæstir voru Harald
Tyrdal með fjögur mörk, þar af
tvö úr vitaköstum, Inge Hansen 3,
Per Ankeren, Pal Cappelen, Carl
Wang og Thorsten Hansen tvö
hver, en Jon Reinertsen og
Harald Hegnar skoruðu eitt mark
hvor. Norska liðið misnotaði
fjögur vitaköst i leiknum. Rock
Abrahamson var beztur Banda-
rikjamanna og skoraði fjögur
mörk.
KARLAR:
Axel Alfreðsson Æ
Elias Guðmundsson KR
Finnur Garöarsson Æ
Flosi Sigurðsson Æ
Friðrik Guðmundsson KR
Guðjón Guðmundsson ÍA
Guömundur Gislason Á
Gunnar Kristjánsson Á
Ilafþór B. Guðm.s. KR
Leiknir Jónsson Á
Páll Ársælsson Æ
Sigurður ólafsson Æ
Stefán Stefánsson UBK og
Þorsteinn Hjartars Umf.H og Ö
Landsliðsnefnd áskilur sér rétt á
bréytingum á þessu vali liðsins
hvenær sem er.
-t- Viö höfum ákveöiö aö
taka þátt í átta landa
keppni í sundi, sem háð
verður í Edinborg dagana
28. og 29. júlí i sumar, sagði
Torfi Tómasson, formaður
Sundsambands islands,
þegar blaöiö náöi tali af
honum i gær. Aðrar kepp-
nisþjóöir veröa Skotland,
Belgía, israel, Noregur,
Spánn, Sviss og Walesog er
einn keppandi frá hverri
þjóö i hverri grein og
keppandi má aöeins taka
þátt i tveimur greinum,
auk boðsunda. Stig fyrir
einstaklingssund eru 9 fyrir
fyrsta sætið, sjö fyrir annað
og svo niöur i eitt fyrir
áttunda, en í boösundunum
eru þessi stig tvöfölduð,
þannig að 18 stig eru fyrir
fyrsta sæti.
— Þessi keppni milli þjóðanna
hefur verið háð árlega siðustu
árin. Siðasta keppni var háð i
tsrael i fyrra og þar sigraði Spánn
með 114 stig eftir mjög harða
keppni við Skota, sem hlutu einu
stigi minna, Sviss var i þriðja sæti
með 96 stig, þá Noregur með 91,
Wales 86, Israel 56 og 53.
Það var fyrir milligöngu Skota,
að Islendingum var boðið að taka
þátt i keppninni i Edinborg i
sumar. Það boð hefur sem sagt
verið þegið — en um framhaldið
hefur ekki verið tekin nein á-
kvörðun og kvort við verðum með
árlega. Það er nokkuð dýrt að
halda keppnina i Reykjavik —
greiða þarf uppihald 16—20
keppanda frá hverju landi, en
þeir greiða. hins vegar ferða-
kostnað sinn. Ef tsland gerist
fastur þátttakandi i þessari
keppni má búast við þvi, að slík
átta landa keppni yrði háö hér
• 1973 eða 1974. En það voru sem
sagt Skotar sem báru fram tillögu
við hinar þjóðirnar að fsland yrði
með i Edinborg i sumar og féllust
hinar þjóðirnar strax á það.
Mjög gott samband hefur verið
við Skota i sundinu undanfarin ár
og landskeppni til skiptis i hvoru
landi. En vegna þessarar þátt-
töku i 8-landa-keppninni i sumar
fellur landskeppnin niður við
Skota i sumar — hún átti að vera
hér heima og færist fram um eitt
ár.
Þessar þjóðir, sem við komum
til með að keppa við i sumar eru
ekki nein stórveldi á sviði sund-
sins, þegar á heildina er litið, en
eiga þó ýmsa mjög góða sund-
menn og konur i nokkrum
greinum. Spánn og Skotland hafa
mesta breidd — hinar þjóðirnar
eiga nokkra góða einstaklinga
eins og við. Nokkrir sundmenn
hafa mikla sigurmöguleika i
sinum greinum, einkum þó
Guðjón Guðmundsson frá
Akranesi i 200 m. bringusundi, en
i keppninni i fyrra urðu þeir
Daniel Wilkie, Skotlandi, og
Pedro Balcelles, Spáni, i fyrsta og
öðru sæti á 2:33.0 min. i þvi sundi
— Guðjón er þvi fremri þeim. Þá
vann Norðmaðurinn Ulf
Gustavsen 100 m. skriðsund á 55.6
sek. en Finnur Garðarson var á
undan honum i skriðsundi hér á
Norðurlandamótinu i Reykjávik i
fyrra og Guðmundur Gislason er
með mjög sviðaðan árangur og
beztu menn þessara þjóða i flug-
sundi og fjórsundi. Þessir þrir
islenzku sundmenn ættu þvi að
hafa mikla möguleika að verða
meðal hinna fremstu i Edinborg
— einnig F'riðrik Guðmundsson i
400 m. skriðsundi og Sigurður
Ólafsson ef framför hans verður
jafn stórstig i framtiðinni og
verið hefur að undanförnu. Hins
vegar hafa islenzku stúlkurnar
ekki mikla möguleika á verð-
launum.
Keppnisgreinar og röð greina er:
Föstudagur 28. júli kl. 7.30.
1. grein: 400 metra skriðsund
kvenna.
2. grein: 200 metra flugsund
karla.
3. grein: 200 metra bringusund
kvenna.
4. grein: 100 metra skriðsund
karla.
5. grein 100 metra baksund
kvenna.
6. grein 400 metra fjórsund karla.
7. grein: 1500 metra skriðsund
karla.
8. grein: 4x100 metra fjórsund
kvenna.
9. grein: 4x100 metra fjór
sund karla.
Laugardagur 29. júli kl. 2.30.
10. grein: 400 metra skriðsund
karla.
11. grein: 100 metra skriðsund
kvenna.
12. grein: 400 metra fjórsund
kvenna.
13. grein: 200 metra baksund
karla.
14. grein: 100 metra flugsund
kvenna.
15. grein: 200 metra bringusund
karla.
16. grein 4x100 metra skriðsund
kvenna.
17. grein: 4x100 metra skriðsund
karia.
Friðrik nálg-
ast metið
Friðrik Guðmundsson, hinn
ungi skriðsundsmaður úr KR,
nálgast stöðugt met Guðmuiidar
Gislasonar, Á, i 400 m.skriðsundi
á 25 m. braut.
A sundmeistaramóti Hafnar-
fjarðar i gærkvöldi synti Friðrik
vegalengdina á 4:32.4 min. en
met Guðmundar er 4:31.5 min.
Guðmundur varð annar i sundinu
i gærkvöldi á 4:35.6 min. og
Finnur Garðarson, Æ, þriðji á
4:36.1 min, sem er hans bezti timi
á vegalengdinni.
Guðjón Guðmundsson,
Akranesi, synti 200 m. bringusund
á 2:31.1 min. skammt frá tslands-
meti sinu á vegalengdinni, og i 100
m. skriðsundi vakti ung stúlka úr
Hafnarfirði Vilborg Sverris-
dóttir, athygli, en hún synti á
1:08.1 min. Salome Þóri»sdóttir
sigraði á 1:08.1 min.
HEIMSMET
Sovézki lyftingamaðurinn
Rafail Belenkov setti á þriðjudag
nýtt heimsmet i pressu i bamtan-
vigt — lyfti 128 kilóum. Hann átti
sjálfur gamla metið, sem var
127.5 kg.
JAFNTEFLI HJA STOR-
VELDUNUM í ÍSHOKKÍ!
Stórveldin i isknattleik,
Tékkóslóvakía og Sovét-
rikin, mættust i gærkvöldi
i heimsmeistarakeppn-
inni i Prag og allt virtist
benda til þess, aö Tékkar
færu meö sigur af hólmi,
þvi þeir höfðu 3-1 yfir,
þegar aðeins rúmar fjórar
minúturvoru til leiksloka.
En þaö nægöi ekki.
Sovézku leikmönnunum
tókst að jafna í 3-3 í geysi-
sterkum lokaspretti og
sennilega ráöast úrslit
ekki fyrr en þjóðirnar
mætast öðru sinni 20.
apríl.
Tékkar byrjuðu mjög vel i
leiknum og skoruðu tvö fyrstu
mörk leiksins. Sovézku varnar-
mennirnir virtust talsvert
taugaóstyrkir gegn hinum létt-
leikandi Tékkum, sem léku
hreint snilldarlega meira en
helming leiksins, en höfðu ekki
úthald og likamsstyrk á við
heimsmeistarana undir lokin.
Sovétrikin, sem eru á höttunum
eftir tiunda HM-titlinum i röð,
virkuðu þó ekki eins sterk og
á Ólympiuleikunum. Meðal
áhorfenda að leiknum i gær-
kvöldi voru sjö þúsund frá
Sovétrikjunum.
t hinum leiknum i gærkvöldi
urðu Sviar að láta sér nægja að
sigra Finna aðeins með 2-1, að
visu uppbót eftir tapið á
Ólympiuleikunum, en engan
veginn sannfærandi sigur. Jafnt
var 1-1 langt fram i leikinn.
Staðan i heimsmeistara-
keppninni eftir leikina i gær-
kvöldi er nú þannig.
Tékkóslóvakia
Sovétrikin
Sviþjóð
Finnland
Sviss
V-Þýzkaland
ÍSLENZKT SUNDFÓLK í ÁnA
LANDA KEPPNI í EDINBORG!
KNÖTTURINN
Á STAURNUM
Hann getur skallað hátt og
| langt, landsliðsbakvörður þeirra
Vestmannaeyinga, Ólafur Sigur-
i vinsson, að minnsta kosti virðist
knötturinn hafa komið sér mak-
indalega fyrir þarna efst á
staurnum eftir skalla hans
(nr.2X Þetta var i æfingaleik við
FH ekki alls fyrir löngu,
Ljósmynd Guðmundur
Sigfússon.
— en City sigraði og hefur nú náð Derby að stigum
Manchester City hlýtur
beinlinis að verða enskur
meistari — sigra í deilda-
keppninni — sögöu frétta-
menn BBC eftir stórleik
Manchester-liöanna, sem
háöur var á leikvelli
United, Old Trafford, í
gærkvöldi. Og Manch.City
sigraöi meö 3-1 og hefur nú
54 stig eins og Derby og
bæði liðin eiga eftir að
leika þrjá leiki og þau leika
innbyröis á Maine Road í
Manchester hinn 22. apríl.
Það liö, sem tapar þá, hef-
ur varla möguleika lengur
á meistaratitlinum.
En snúum okkur aftur að leikn-
um i gærkvöldi — hann var hreint
stórkostlegur að sögn frétta-
manna, enda fá lið á Englandi,
sem hafa jafn mörgum snilling-
um á að skipa og þessi tvö lið.
Ekkert mark var skorað i fyrri
hálfleik, en þegar klukkustund
var af leik náði Manch: Utd. for-
ustu með marki miðvarðarins.
Martin Buchan — fyrsta markið,
sem hann skorar fyrir lið sitt. En
það stóð ekki lengi — eftir aðeins
eina minútu hafði Francis Lee
tekizt að jafna fyrir City — 33ja
mark hans á leiktimabilinu. Atta
minútum siðar skoraði Lee aftur
eftir aukaspyrnu Mike Summer-
bee og fjórum minutum fyrir
leikslok skoraði Rodney Marsh,
sem kom inn sem varamaður rétt
áður, þriðja mark City og tryggði
sigurinn, en allt gat brugðizt til
beggja vona fram að þvi marki —
knötturinn hafði gengið milli
marka i hröðum sóknarlotum.
Einn leikur annar var háður i 1.
deild i gærkvöldi. — Úlfarnir léku
á heimavelli gegn Chelsea og töp-
uðu enn einum leiknum 0-2. Þar
með er Chelsea komið upp i sjötta
sæti i 1. deild með 44 stig — einu
stigi á eftir Arsenal, en hefur leik-
ið einum leik minna, og með
sama stigafjölda og Tottenham,
en Tottenham hefur leikið tveim-
ur leikjum meira. Úlfarnir eru
enn með 41 stig eftir 37 leiki og
virðast eyða öllum kröftum i
UEFA-keppnina, þar sem þeir
hafa alla möguleika á að komast i
úrslit.
Einn leikur var háður i 2. deild
og Cardiff vann þar mjög
þýðingarmikinn sigur á heima-
velli gegn Orient 1-0. Við það
skaut Cardiff bæði Fulham og
Charlton aftur fyrir sig i deildinni
og hefur mikla möguleika að
verjast falli eftir að hafa verið i
næst neðsta sætinu i allan vetur.
Neðslu lið eru nú (Watford er fall-
ið).
Preston 36 11 11 14 48-48 33
Cardiff 37 9 13 15 50-60 32
Charlton 38 12 8 18 54-67 32
Fulham 38 12 7 20 45-65 31
Watford 37 4 8 25 22-66 16
A Skotlandi léku Celtic og
Kilmarnock i undanúrslitum bik-
arkeppninnar skozku og áttu leik-
menn Celtic i litlum erfiðleikum
að trygga sér sæti i úrslitaleikinn,
sem verður annað hvort við
Rangers eða Hibernian, en þessi
lið leika i hinum undanúrslita-
leiknum á laugardag.
Coltic sigraði Kilmarnock 3-1
að viðstöddum 50 þúsund áhorf-
endum. Dixie Dean skoraði tvö
mörk fyrir Celtic og Macari það
þriðja, en Cooke skoraðu fyrir
Kilmarnock, sem barðist hraust-
lega, en vonlausri baráttu gegn
ofureflinu.
LA VIÐ AÐ LANDSLIÐS-
ÆFINGIN LEYSTIST UPP
Orvalsliö KSí gerði jafn-
tefli við Fram i gærkvöldi
á Melavellinum 2-2 í
æfingaleik, semvarvið að
leysast upp um tíma.
Rétt fyrir hlé, þegar úrvalsliðið
hafði eitt mark yfir (1-0)
kastaðist i kekki milli Þorbergs
Atlasonar, markvarðar, sem lék
með Fram, og dómarans,
Jóhanns Gunnlaugssonar, sem
lauk með þvi, að dómarinn visaði
Þorbergi af leikvelli. Þjálfari
Fram, Guðmundur Jónsson, ák-
vað þá að leikmenn hans hættu
leiknum, og gengu leikmenn liðs-
ins af leikvelli
Landsliðseinvaldinum, Haf-
steini Guðmundssyni fannst
þetta ekki góð málalok i æfinga-
leik, þar sem hann hafði kallað
leikmenn langt að til
æfingarinnar. Hann ræddi þvi við
Jóhann dómara og Guömund
þjálfara og tókst að koma þvi til
leiðar að haldið var áfram með
æfinguna, og annar dómari
dæmdi siðari hálfleikinn — en
Hafsteinn tók skýrt fram i
morgun, að auðvitað yrðu
dómarar að halda þessum leik-
jum innan ramma laganna, þó
um æfingu sé að ræða. Mörk
úrvalsins i gærkvöldi skoruðu
Hermann Gunnarsáon og
Eyleifur Hafsteinsson; en fyrir
Fram skoraði Erlendur
Magnússon.