Vísir - 13.04.1972, Page 12
12
VÍSIR. Fimmtudagur 13. april 1972
Hótar að rœna
syni Sharífs!
— sökum þess, að leikarinn lék á móti
Barböru Streisand í myndinni „Funny Girl'
Omar Sharif lifir í
stöðugum ótta um að hann
fái símahringingu, og
honum sagt, að syni hans
hafi verið rænt.
Ef svo skildi fara veit
Omar Sharif spiiar viö son sinn Tarek I London, en á meðan vappa
llfverðir utandyra.........
Sharif, að Tarek, 14 ára
sonur hans, er í höndum
egypzks hermdarverka-
manns, sem hefur svarið
þess dýran eið, að ná sér
niðri á Sharif.
Egyptinn hefur ekki veitt Sharif
stundlegan frið siðan Omar lék á
móti gyðinga —leikkonunni
Barböru Streisand i kvik-
myndinni „Funny Girl”.
,,Hvar sem ég er hef ég það
stöðugt á tilfinningunni, að hann
sé á hælum mér. Hvort sem ég er
staddur á heimili minu i Paris, i
Deauville, að glettast við hrossin
min, ellegar þá að skemmta mér i
London. Alltaf finnst mér sem
þessi mannfjandi sé ekki langt
undan,” segir Sharif.
t simahringingum og sendi-
bréfum minnir Egyptinn Sharif
stöðugt á ætlunarverk sitt.
Og þessi heimsfrægi kvik-
myndaleikari er ekki i nokkrum
vafa um að hermdarverka-
maðurinn muni standa við orð sin
einhvern daginn. Drengurinn og
móðir hans eru stöðugt undir
eftirliti lögregluvarða á heimili
sinu i London.
Sótt er að drengnum úr tveim
áttum. Arabiskir byltingarmenn
leggja fæð á hann sökum þess, að
hann er guðsonur Hussein Jór-
daniukonungs.
Vinir og kunningjar Sharifs
telja höfuðástæðuna fyrir þeirri
ákvörðun leikarans, að hætta
kvikmyndaleik vera þá, að
þannig geri hann sér vonir um að
hermdarverkamennirnir láti
hann og son hans i friði.
Sharif heldur þvi þó sjálfur
fram, að það sé liklega sama
hvaða leiðir hann fari, sá dagur
muni engu að siður koma, að syni
hans verði rænt og i gegnum sima
verði honum sagðar fréttirnar:
,,Syni yðar hefur verið rænt!”
Nei, nei, svona ilia farinn er Omar ekki þrátt fyrir hótanir hermdar-
verkamanna. Hann er bara þarna i þvi gervi, sem hann ber I nýjustu
mynd sinni, „She Will Tell Him on the Island”, en þá mynd var verið að
gera i Sofia i Búigaríu nú fyrir skömmu.
Bandarikjamenn eru farnir að óttast, að
þessi annariegi svipur kunni að færast
yfir forseta þeirra nú að lokinni Kinareisu
hans.
Vill gera stórmynd
um dauða Mussolinis
Mun annaöhvort Brando eða Steger leika Mussoiini?
Sergio Pastore, italskur kvikmyndaframleiðandi hefur
Marlon Brando i einum sima og Rod Steiger i öðrum.
Báðir vilja þeir gjarna fara með hlutverk Mussolinis i
næstu kvikmynd Pastores „Fimm hinztu klukkutimar
Mussolinis og Clöru Pattaccis”.
Þessa stundina fæst Pastore við gerð myndarinnar
„Silkihálsklútarnir sjö,” sem er hrollvekjandi glæpa-
mynd. Myndin er tekin i og utan við Hótel Sheraton i
Kaupmannahöfn.
Gerð Mussolini-myndar Pastores hefst á næsta hausti,
næstum samtimis töku myndar Italo Zingarellis, sem
einnig fjallar um Mussolini. I þeirri mynd fer Richard
Burton með aðalhlutverkið.
JEANETTE LEN
fransk-italskri kvik-
myndaleikkonu, 24 ára
gamalli, hefur verið falið
hlutverk ástmeyjar
Mussolinis, sem deilir
dauðanum með honum i
næstu k'vikmynd Sergios
Pastroes um fimm siðustu
klukkutimana i lifi einræðis-
herrans liðna. Jeanette er
einnig með i kvikmyndinni
um „silkihálsklútana”, sem
Pastore er að gera um
þessar mundir. Henni er
fleira en leikhæfileikar til
lista ' lagt. Hún hefur náð
talsvert langt sem rit-
höfundur, en þekktast. rit-
verka hennar er að likindum
bók hennar um Martin
Luther King.
BOB HOPE
Á FLANDRI
Það verður ekki annað
sagt en að Bob Hope sé
víða á ferðinni. Hann
hefur að undanförnu
eytt tíma sínum i
Saigon, — merkileg ferð
það, — en hér er hann
einungis í bíltúr í kvik-
myndaborginni Holly-
wood. Þessi risastóra
andlitsmynd hans á að
prýða anddyri golf-
klúbbs á Palm Spring,
og er þarna verið að
koma myndinni áleiðis
þangað.
A meðan stúlkur út um viða veröld leggja brjóstahaldara sina á hilluna, færa
beljurnar í Kent I Englandi sér þau áhöld i æ rikara mæli i nyt, alls ófeimnar. Þessi
virðist I það minnsta ekki blygðast sin svo mikið fyrir að ganga með júgrið sitt i
þessháttar apparati.