Vísir - 17.04.1972, Síða 2
2
VÍSIR. Mánudagur 17. apríl 1972.
VÍSBSm:
Hafið þér komið í Bláf jöll?
Inga Bjarnason. Nei þangað hef
ég aldrei komið. Og ég get ekki
sagt, að ég hafi nokkurn áhuga á
þvi. Og t.d. að fara þangað á
skfði, nei almáttugur, ég hef and-
styggð á skfðum og öllum iþrótt-
um.
Sigriður Gu6jónsdó11 i r ,
Gagnfrsk. Austurbæjar. Já, já
þangað hef ég komið. Ég fór
þangað með skólanum um daginn
iskiðaferðalag. Ogíg vil endilega
drifa mig þangað hið bráðasta
aftur á skiði eða jafnvel á snjó-
þotu!
Jón Sigurosson, loniisiarmauur.
Nei, ekki hef ég nú farið þangað
ennþá, en ég verð að fara að
skella mér. Enda er ég núna að
gera upp skiðin min, en ég hef
ekki komið á skiði frá þvi ég var
14 ára gamall.
Eiður Einarsson, bankastarfs-
maður.Nei, ég er nú lika svo f jári
lélegur á skiðum. En annars væri
gaman að skreppa þangað og
skoða landslagið, ég hefði gaman
af þvi.
Sigrún Jónsdóttir, bankastarfst.
Ekki hef ég komið þangað ennþá.
En ef ég færi, þá væri það ekki i
þeim tilgangi að fara á skiði,
heldur til að sjá mig um. Ég er
nefnilega engin skiðamanneskja.
Elof Wessman, feldskeri. Já,
þangað hef ég komið einu sinni og
það var reglulega skemmtilegt.
En ég hafði engan tima til að fara
á skiði, þvi aö ég var með barna-
börnunum minum og maður
þurfti að sjá um og leika sér við
þau. Annars finnst mér að þarna
þyrfti endilega að vera einhver
kaffisala, svo maður gæti fengið
sér molasopa.
Dagur Þoríeifsson með Vísi
Við fengum Dag Þorleifsson, blaðamann við Vikuna,
til að renna augum yfir Vísi síðustu viku:
Islensk dagblöð hafa gegnt og
gegna einkum tvennskonar
hlutverki: öðrum þræði eru þau
málgögn og áróðurstæki
stjórnmálaflokkanna, hinsvegar
fréttamiðlar. Persónulega hefur
mér alltaf fundist sá ljóöur
mestur á ráði þeirra að
fyrrnefnda hlutverksins hafi
verið sinnt um of á kostnað þess
siðarnefnda. Nú er ekki svo að
skilja að ég hafi á móti fjörugum
og upplýsandi umréðum um
stjórnmál hvort heldur er i ræðu
eða riti, siöur en svo. En
stjórnmálaskrifum dagblaðanna
er yfirleitt ekki ætlað aö fræða og
upplýsa, heldur aö telja fólk á að
styðja þann stjórnmálaflokk, sem
er baráttutæki þeirra hagsmuna
hópa eða stétta er standa á bak
við hvert blaö fyrir sig.
Visir er meö sinn skammt af
þessháttar, en blaðinu til veröugs
hróss er skylt aö geta þess, að sá
skammtur er með naumasta
móti. Ég renndi yfir leiðarana i
fljótheitum og gat ekki annað séö
en þeir væru mjög i anda slikra
ritsmiða yfirleitt. Þó virtust þeir
mér nokkuö greindarleg hugverk
miðað við greinarkorn i miðviku-
dagsblaðinu, birt undir nafni
manns sem var vist einhvertima
forsætisráðherra hérlendis.
Burtséð fra þessu kemst ég
varla hjá að gefa flestum
efnisþáttum Visis fleiri stjörnur
en eina og i sumum tilfellum fleiri
en tvær. Yfirsvipur blaðsins er
fjörlegur og lystaukandi frétta-
svipur, mér liggur meira aö segja
við að slá þvi fram að það sé eina
hérlenda dagblaðið, sem tekur
fréttaflutninginn ákveðið fram-
yfir pólitikina. Ég fæ meira aö
segja ekki annað séð en fréttirnir
séu settar fram á hlutlægan og
hlutlausan hátt, eða allt að þvi; i
Vietnamfféttunum er Þjóð-
frelsisfylking SuöurVietnama
meira að segja kölluð sinu rétta
nafni, en ekki Vietcong uppá
amerisku eins og Mogginn gerir.
Fréttaflutningi islenzkra blaða af
erlendum vettvangi hefur að
minu viti lengstum verið mjög
ábótavant^en mér er nær að halda
að þar standi Visir betur i
stykkinu en nokkurt hinna. Það
hrós er fyrst og fremst ætlaö
Hauki Helgasyni, sem mér virðist
taka á flestum hlutum af hlut-
lægni og málefnalegri skarp-
skyggni.
Greinar Ólafs Jónssonar um
menningarmál, föstudagsgreinar
Þorsteins Thorarensens og fleira
innsiðuefni er einnig góöra gjalda
vert. Þar er oftlega á þann veg
um. fjallað að ég á eríitt með að
Imynda mér að þaö sé að smekk
pólitiskra guðfeðra Vísis, en þvi
lofsverðara er að blaðið skuli ljá
slikum höfundum rúm. Grein
Ólafs um Hufvudstads - bladet
sænskfinnska er mjög svo
athyglisverð og áreiðanlega
meira en timabært fyrir
tslendinga að gera gagnrýnar
athuganir i framhaldi af saman-
burði þeim á Morgunblaðinu og
þessum Mogga þeirra Finn-
svianna, sem Ólafur tæpir á.
Þorsteinn fer á kostum i föstu-
dagsgrein sinni þessa vikuna eins
og oftar. Ef marka má skrif hans
er hann ekki einn þeirra manna
er rekst I flokki, og er þaö lofs-
vert. Ég get tekið undir margt i
ádrepunni á læknana, og
þekkingu skortir mig til að geta
með rökum mótmælt þeirri full-
yröingu Þorsteins að þeir séu
gróðastétt mest hér á landi. En á
hitt má benda að læknar eiga að
baki margra ára erfitt nám og
starf þeirra er þess eðlis að það
krefst ekki einungis mánnúðar og
fórnarlundar i rikum mæli,
heldur og yfirburða kunnáttu og
hæfileika. Ég á ólikt auöveldara
með að sætta mig við efnahagsleg
forréttindi slikrar stéttar en
vissra annarra gróða og
„athafna” manna, sem maður oft
freistast til að halda að hafi
margir hverjir ekki annað vit til
að bera en ef til vill svokallað
peningavit.
Þá vil ég ekki láta hjá liða að
gefa Gunnari Gunnarssyni góða
einkunn fyrir kvikmyndagagn-
rýni hans, en á honum tek ég
meira mark en nokkrum öörum,
sem um það efni fjallar i dag-l
blöðum hér. Kveður svo rammt
að(aö ég er tekinn upp á þvi að
hringja Gunnar uppi til að leita
fróðleiks hjá honum um myndir,
sem komnar eru í bióin en honum
hefur láðst að skrifa um.
I þessari viku saknaði ég i
blaðinu greinar eftir Þorgeir
Laugardagurinn
er slappur, maður
Arnar hringdi:
„Þeir eru slappir þarna i út-
varþinu maður. Þegar maður
opnar fyrir tækið i þynkunni á
laugardagsmorgna er Guðmund-
ur Jónsson að þylja kolvitlaus
bréf frá einhverjum kolvitlausum
karlskarfi norður á Akureyri og
svo er eithvert fjas um það hvort
fólk vestur á fjörðum kemst á
dansleik i næsta pláss moldar-
vegarins vegna. Svona kjaftæði
þoli ég bara hreint ekki.
Fyrir hádegi á Jón G. að fá að
sprella alveg eftir vild og spila
fyrir okkur skemmtileg lög. Hins
vegarer vel til fallið að vera meö
dagskrárkynningu næstu viku
eftir hádegi á sunnudögum.
Liggur upp i sófa og nennir ekki
einu sinni að slökkva á útvarpinu.,
Fyrir hádegi á Jón B. að fá að
sprella alveg eftir vild og spila
fyrir okkur skemmtileg lög. Hins
! vegar er vel til fallið að vera með
í dagskrárkynningu næstu viku
eftirhádegiá sunnudögum. Þá er
maður fint afslappaður eftir
steikina. Liggur upp i sófa og
nennir ekki einu sinni að slökkva
á útvarpinu. En i guösbænum
fjörgið upp á laugardaginn. Ekki
veitir af.”
Þakka fyrir
fjörgandi lesefni
Jón T. simar:
„Ég hef fullan hug á að þakka
Visi fyrir margar skemmtilegar
greinar og fréttir sem hann hefur
fært mér. Ég er orðinn aldraður
maður og búinn að missa konuna
fyrir mörgum árum. Helzta
dægradvölin er þvi að lesa, en
jafnvel beztu skáldsögur komast
ekki i hálfkvist við skemmtilegt
dagblað og Visir hefur jafnan
reynzt mér bezt. Ég nenni ekki
lengur aö lesa allar þessar minn
ingargreinar sem fylla Morgun-
blaðiö enda kominn á grafar-
bakkann sjálfur og leiðist að lesa
alla þessa lýgi um góða
kunningja. En það er alltaf hægt
að opna Visí an þess aö rekast á
þessar væmnu greinar sem
eru til þess eins aö sannfæra
Þorgeirsson, sem stundum
fjallar þar um sjónvarpsefni.
Sjónvarpsgagnrýni viröist annars
hafa dottið að mestu niður i dag-
blöðunum og er ekki andskota-
laust. jafnfyrirferðarmikill liður
og sjónvarpið er orðið i daglegu
lifi þorra manna. Með tilliti til
þess teljast menn eins og Þorgeir
sem fjallar um málin af faglegri
þekkingu og viti og er undan-
dráttarlaus og”heiðarlegur i
gagnrýni sinni, beinlinis til
brýnustu lífsnauðsynja.
Mikið plass er lagt undir
iþróttir og sport og er það
sjálfsagt i hlutfalli við almennan
áhuga á þessu, svo áð ég ætla ekki
að lasta það. Hvort þeim lið eru
annars gerð góð eða slæm skil i
blaðinu get ég ekki dæmt um,því
að ég man varla til að hafa fylgst
með iþróttafréttum siðan ein-
hverntima fyrir fermingaraldur.
A laugardaginn var kirkjuþáttur;
slikir þættir I dagblöðunum
hérna munu að jafnaði álika
upplýsandi um trúmál og trúar-
brögð og leikararnir og annað
flokkspólitiskt efni um stjórnmál.
Og að lokum — það er alltaf
gleðilegt að sannreyna að forn-
kunningi manns Tarsan apa-
broðir skuli vera i fullu fjöri.
Vonandi verður hann enn án
ellimarka er degenerað leiðinda-
pakk á borð við James Bond
verður löngu dautt og grafið.
gamlan mann eins og mig um að
ég muni vakna dauður að morgni.
Og ég er meira að segja farinn að
fylgjast með, hinum og þessum
kynbombum, sem kynntar eru i
blaðinu þinu og svei mér þá ef ég
verö ekki ungur i annað sinn við
þann lestur.
En aðalatriðið var nú það, að
þakka Visi fyrir það skemmtilega
efni sem hann færir mér. Og mér
finnst alveg út i hött aö skammast
,út i iþróttafréttirnar. Þær eru lif-
lega skrifaðar og þótt ég hafi
aldrei komið i þessa Laugardags-
höllþá finnst mér aö ég sé farinn
að þekkja hana út og inn og þá
ekki siður handboltastrákana.
Þið skuluð halda áfram á þessari
braut og blaðinu mun vel
farnast.”
..og kvenmannsrödd
gargaði eitthvert
símanúmer...........
J. Tryggvason simar:
„I nýju simaskránni fletti ég
upp um daginn, þegar ég þurfti að
hringja i ákveðna deild hjá borg-
inni. Stóð þar að skiptiborð væri
opið kl. 9-12 og 13-17. Nú, klukkan
var bara hálffimm svo ég grip
simann og hringi. En viti menn,
það er einhver kvenmannsrödd,
sem svarar og gargar eitthvert
simanúmer, og siöan slitnar sam-
bandið. Mér þótti þetta sérlega
undarlegt og hringdi strax aftur.
Lagði ég mig nú i lima við að
hlusta, þegar svarað var. Og
sami kvenmaðurinn kallar eitt
hvað á þá leið, að vaktmaður sé i
sima hitt og þetta. Skildist mér þá
að þarna væri simsvari I sam-
bandi, og gafst upp við fleiri
tilraunir.
En mig langar til að fá það upp-
lýst, hvort simi borgarfyrirtækja
lokar fyrir kl. 17 og ef svo er,
hvers vegna það sé ekki gefið upp
i simaskránni.”
HRINGIÐ í
SÍMA 86611
KL13-15