Vísir - 17.04.1972, Síða 3

Vísir - 17.04.1972, Síða 3
VtSIR. Mánudagur 17. apríl 1972. 3 Ný atvinnugrein: Rœktun og tamning hrossa til útflutnings Nýr atvinnuvegur er I uppsigl ingu, þar sem er ræktun og tamn- ing hrossa. Seljendur fá nú mun betra verö fyrir hrossin erlendis en veriö hefur, er jafnvel talaö um margfalt verö miðað við verö^ fyrir þrem—fjórum árum. 1 ár má gizka á, aö hross veröi flutt út fyrir 43 milljónir króna. Nefnd hefur verið talan 60 milljónir. Agnar Tryggvason hjá Sam bandi islenzkra samvinnufélaga sagði, að i ár flytti það út 700—800 hesta á alla markaði erlendis. Meðalverð sé 45—50 þúsund fyrir stykkið, einstaka stóðhestar séu seldir á 150—175 þúsund krónur, en barnahestarnir séu tiltölulega ódýrir og fari allt niður i 30 þúsund krónur. Agnar sagði, að árið 1969 hefðu 1650 hestar farið úr landi, en margir af þeim hefðu verið teknir beint úr högunum. Nú sé farið að selja fullunna hesta fyrir stór- hækkað verð. 1969 hefði meðal- verð verið 15 þúsund krónur, nú sé verðið þrisvar til fjórum sinnum meira en þá. Flutningsleiðin væri nú miklu heppilegri, þar sem væru flug- vélar i stað gripaflutningaskip anna. Meðferðin væri allt önnur á hestunum og hægt að taka þá i notkun strax eftir að þeir væru komnir út. Agnar sagði, að nú væri að myndast atvinnugrein, þar sem væri hrossatamning, og hún örv- aði mikið umsvif i sveitum. Fjöldinn allur af ungum mönnum hefði kynnt sér hrossatamningu, og væri gifurleg vinna i kringum hana og hrossaræktun hags- munamál fyrir bændur, milljóna- fyrirtæki. Ekki væri hætta á, að gengi á hestastofninn. Nú væru 38—40 þúsund hestar á Islandi. — Svona útflutningur ætti að stuðla að meiri hrossarækt og leiða til betri reiðhesta. Asgeir Hjörleifsson fram- kvæmdastj. S. Hannessonar og Co. sagði fyrirtækið flytja út 100—300hesta árlega. Gerðar séu meiri gæðakröfur nú en áður, og i siðustu sendingu hafi meðal- verðið verið 53 þúsund krónur á hest. — begar fyrsta sendingin var að fara fyrir svona 10—12 árum, þurftu hestarnir aðeins að hafa fjórar lappir og ganga áfram, en nú er það ekki nóg. I fyrra hafi forseti smáhestaeigendafélagsins i Þýzkalandi og Sviss verið með tamninganámskeiö hér, og úti á landi hafi verið efnt til nám- skeiða, sem voru byggð á þvi, sem hann hafði kennt. — Þeir gera aðrar kröfur til hestanna en við hér. —SB— Fógœtum dúfum stolið Pörupiltar stálu á föstudags- kvöldiö fimm mjög svo fágætum og dýrum dúfum frá Gunnari Guöjónssyni, sem býr á Ægissiöu 64. „Þetta voru þrjár „svartar nunnur”, svokallaöar, og tvær „gular nunnur”, sagöi Gunnar VIsi i morgun. „Ég hef ræktaö þetta lengi. og geymdiþær i bilskúrnum hjá mér. lleld helzt aö einhverjir prakkar- ar hafi tekfð þetta, og ef foreldrar þeirra veröa varir viö fallegar, óvenjulegar dúfur hjá börnum sinum, er hægt aö hafa samband viö mig i sima 24646. Annars vinn ég i Þjóöleikhúsinu”. —GG Grunsamlegur með glerskera Æði grunsamlegur maður var á vappi i nótt á bak við Apótek Vesturbæjar. Voru lögreglumenn’ á eftirlits- ferö þar um nágrennið um klukk- an eitt i nótt, og sáu þeir þá til ferða manns nokkurs, sem þeim fannst að þeir þyrftu aö athuga. Kom i ljós, þegar lögreglumenn tóku hann tali þar á bak við apó- tekið, að maðurinn var all vel vopnaður til innbrots. Bar hann með sér létt verkfæri af ýmsu tagi, sem sem rúðuskera og fleira, sem gott er að nota við inn- brot. Játaði maðurinn þar á staðnum að hann hefði ætlað inn að brjót- ast. Tóku lögreglumenn hann i sina vörzlu og hafa áhuga á að yfirheyra hann frekar —CjCj POPPIÐ SIFELLT VINSÆLT „Einn pop, einn pop, tvo pop - 23 pop. Ha, hvað segirðu. Ég sagöi tuttuguogþrjápop. Já, gerðu svo vel.” Þessi oröaskipti áttu sér staö i einu kvikmynda- húsa borgarinnar um daginn og allir biógestir kannast viö pop- kaupin þótt óvenjulegt sé aö menn kaupi 23 poka i cinu. En þctta er þó dagsatt og sýnir lik- lega hina miklu og sivaxandi popkornsþörf þjóöarinnar. „Þetta er algjörlega ómiss- andi biófæða og þýðir ekki að reyna aö hamla á móti pop- kornsneyzlunni. Við hættum einu sinni að selja þesáa fæðu hérna en þá hafði fólkið hana bara með sér sem nesti” sagði Friðfinnur i Háskólabiói. Hann sagðist alltaf kaupa þetta inn eftir hendinni enda færi svo mikið fyrir vörunni aö vonlaust væri að koma nokkru magni fyrir. „Annars er þetta allt i lagi, að visu dálitill óþrifnaöur sem fylgir popinu, en þetta skemmir þó ekki tennurnar.” En það er dálitiö misjafnt hvað bióin selja mikið af pop- korni. „Það selzt náttúrlega langmest á barnasýningum og myndum sem einkum eru ætl- aðar ungu fólki. En svo á spenn- andi glæpamyndum rifur fólk á öllum aldri þetta i sig” sagði einn bióstjórinn viö Visismenn. Viða um bæ keppast menn við að framleiöa popkorn og láta vel af sölunni. „I þessu er mais- baunir, feiti og salt. Fólk getur borðað sig satt af þessu ef nógu mikið er etið” sagði einn fram- leiðandinn. Og popið rennur út, eða kannski inn og út.__ „ „Iss þetta klárast á einni sýningu", sögöu stelpurnar I Tónabfó, hlaön ar popi. Ml SUMAR FRAMUNDAN Sumarið kemur á fimmtudag. En við höfum lengi verið í sumarskapi. Þess- vegna bjóðum við nú aðeins upp á vörur, sem henta íslenzku sumri. — Vikulegar nýjar vörur. Ný- komnir stuttir kjólar og stutt pils (1295 kr). Stóru alpahúfurnar komnar aftur. Buxur í 20 litum (f rá 995 kr). Síðir samkvæmiskjól- ar o.fl. o.fl. FANNY 7 tízkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli, sími 12114 „Til fiskiveiða förum..." Hvítasunnuferð nvs Gullfoss til Vestmannaeyja FRA REYKJA VÍK 19. MAÍ TIL REYKJA VÍKUR 23. MAÍ VERÐ FRÁ KR. 4.218,-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.