Vísir - 17.04.1972, Side 7

Vísir - 17.04.1972, Side 7
Kraftaverk vestur í hafinu Enginn hefur orðiö til að stinga niður penna hér i blaðinu um flutning Pólý- fónkórsins á Mattheusar- passíu Bachs sem við höfðum þá hamingju að heyra i fyrsta sinn hér- lendis um bænadagana. Hið háleita hefur hljótt um sig og hreykist ekki upp. Þessi þögn á harla illa við þegar um er að ræða önnur eins tiðindi i tónlistarlifinu — vegna framtaks stjórnandans og flyt- jenda allra og vegna reisnar við- fangsefnisins sem færzt var i fang. Þótt undirritaður ætti smá- vegis hlut að uppfærslunni langar mig samt að fara nokkrum orðum um reynslu mina af verkinu og flutningi þess þrisvar sinnum fyrir fullsetnu húsi fagnandi áheyrenda. Unaðsleg lífsreynsla Ef satt er það, sem stundum er sagt, að lif fámennrar þjóðar hér vestur i hafi sé kraftaverk, þá er tilvistPólýfónkórsins sannarlega kraftaverk i kraftaverkinu. Þessi ótrúlega stofnun er 15 ára um þessar mundir og hefur allt frá þvi hún sá fyrst dagsins ljós verið glæsilegur þáttur i tónlistarlifi okkar. Sigildir menn segja mér, að jafnan er þessi dýrlegi kór »júki sundur munni i söng, þá finnist þeim þeir vera komnir til útlandsins, á einhvern stað, þar sem tónlistin hefur fengið mestan þroska og beztu birk. Og vist er að, að Ingólfur Guðbrandsson hefur ekki sparað áburð og ljós til þess að vöxturinn mætti verða sem beztur, um það ber sá Ruth L. Magnússon: ariur sem unun var að hlýða Halldór Vilhelmsson: innsýn ihið göfuga viðfangsefni árangur vitni, sem ekki á sér hlið- stæður á þessum parti af kringlu heims. I herbúðum þessa mæta tinlistarmanns er ekki horft i neinn tilkostnað, ekki séð i neina fyrirhöfn til þess að vegur við- fangsefnisins geti orðið svo sem maklegt er. Nú á dögunum flutti hann til landsins pipuorgel af beztu og dýrustu gerð til afnota fyrir Mattheusarpassiuna og með orgelinu kom maður, menntaður i meðferð slikra hljóðfæra og kom sá hér upp á landið að hygla hljóðfærinu meðan það stæði hér við. Þetta dæmi er þó aðeins litið brot af þvi tröllaukna erfiði, sem fólgið er i undirbúningi uppfærslu á borð við þessa. En ekki þarf að orðlengja það, að flutningur Mattheusarpassiunnar tókst með þeirri prýði, að hann var unaðsleg lifsreynsla öllum þeim, er höfðu þann heiður að vera þar nær- staddir Af himnum ofan Rúmlega 100 félagar Pólýfón- kórsins tóku þátt i þessum flutn ingi. Þar af var stór hópur að koma fram i fyrsta sinni. Byrjendurnir eru nemendur i Kórskóla Pólýfónkórsins, sem stofnaður var snemma á árinu sem leið og verður að teljast með eindæmum sá árangur, sem þetta söngfólk hefur náð nú þegar. Það var ekki að heyra á kórsöngnum i Mattheusarpassiunni, að þar væru nýliðar meðal söng- kraftanna. Söngur kórsins er ekki siður nú en áður hreinn og tær, sterkur, mjúkur og þrunginn afar smekklegri dýnamik og það er óhætt að segja það strax, að öllum flytjendum ólöstuðum, þá var það söngur kórsins sjálfs, sem bar af á tónleikunum, ekki sizt i kórölunum, sem hljómuðu likt og af himnum ofan. Þetta er ótrúlegt, þegar þess er gætt að mikil! hluti kórsins er skipaður óreyndu fólki, sem hóf nám i Kór- skólanum á siðast liðnu hausti. Auk Pólýfónkórsins söng barnakór, skipaður um þrjátiu börnum, sem juku nýjum og næsta óvæntum tóni i hina mikil- úðlegu kóra verksins: það var eins og að greina undurhreinan englasöng mitt i dramatikinni. Þorgerður Ingólfdóttir hafði á hendi stjórn barnakórsins. Þar hefur hún eins og fyrri daginn innt af hendi ákaflega vandaða vinnu og var mikill sómi að framkomu og framlagi barnanna. Tvær hljómsveitir komufram, hvor um sig skipuð 20 manns. Var það samvalinn hópur, og hygg ég að sjaldan hafi betur til tekizt um hljóðfæraleik, er Pólý- fónkórinn hefur ráðizt i uppfærslu stórverka. Ég leyfi mér að nefna Rut og Unni Mariu Ingólfsdætur. sem voru forfiðlarar sin hvorrar hljómsveitarinnar, og unnu báðar eftirminnilegan sigur. Ég get ekki heldur stillt mig um að hrósa Kristjáni Þ. Stepensen fyrir prýðilegan óbóleik. Fleiri gerðu ágæta vel. Heimurinn i Háskólabíó Ráðgert hafði verið, að hinn góðkunni tenósöngvari, Sigurður Björnsson, færi með hlutverk guðspjallamannsins. Allir, sem heyrðu og muna frammistöðu Sigurðar i uppfærslu Pólýfón- kórsins á Jóhannesarpassiunni á páskum 1967, vita að þar ■ hafði verið valinn réttur maður á réttan stað. Þvi miður varð ekki af þvi, að Sigurður syngi og komu til veikindi hans, og voru nú góð ráð dýr, svo sem oft vill verða. Stjórnandinn brást þó fljótt og vel við og útvegaði ungan söngvara frá Bretlandi, Michael Gildlhorp að nafni. Það er full ástæða að ljúka sérstöku lofsorði á þann ágæta mann,þviað auk þess sem hann hafði mjög stuttan og raunar engan tima til undirbúnings þessum tónleikum, þá hafði hann ekki sungið verkið áður á þýzku. Þegar tekið er með af þessum aðstæðum. sést að Goldthorp vann hér mikið afrek. Hann hefur létta og hljómfagra rödd og kunni ég þvi einkar vel, hve virðulega og látlaust hann flutti guðspjallið. Flutningi hins helga texta hæfir ekki of ábúðar- mikill söngur. Goldthorp sýndi þarna guðfræðilega innsýn, liggur mér yið að segja, sem er næstanauðsynleg iviðfangsefni af þessu tæi. , Halldór Vilhelmsson söng orð Krists. Hér er söngvari á ferð, sem allrar athygli er verður. Halldór hefur verið i stöðugri og stórstigri framför undanfarin ár og hér kom hann fram sem sjálf- stæður og öruggur söngvari, geysi-vandaður og gæddur djúpri innsýn i hið göfuga viðfangsefni. Innsetnigarorð heilagrar kvöld- máltiðar söng hann með til- þrifum, fágun og hófstillingu þess manns, sem öðlast hefur fullt vald yfir miðli sinum, röddinni. Ég óska Halldóri til hamingju með glæsilega frammistöðu. Rut L. Magnússon verður mér minnisstæð i þessum flutningi. Hún er nú i mjög góðri æfingu og voru alt-ariurnar að þessu sinni meðal hins bezta, sem ég hef heyrt til hennar. Ruter afbragös söngkona, og i i „Buss'und Reu'" fór hún á kostum, svo að unun var á að hlýða. Guðfinna D. ólafsdóttir söng sópran ariurnar og sannaði enn einu sinni ágæti sitt með nákvæmri og hljóm- fagurri rödd og afbragðs skýrri t e x t a m e ð f e r ð . Ingimar Sigurðsson söng Pétur og bassa- ariur fyrsta þáttar. Honum tókst bezt upp i nr. 28 og 29 (Der Heiland fallt vor seinem Vater niler — og — Gerne will ich mich bequemen.) Var ekki laust við að áheyrendur skyggndust upp á pallinn að gá að hvaðan þessi sterka og góða rödd ætti upptök sin, er Ingimar hóf að syngja. Guðmundur Jónsson söng æðsta prestinn, Pilatus og bassaariu annars þáttar (Gebt mir meinen Jesum wider). Guðmundur stóð sig með ágætum, en arian var, að minum dómi flutt of hægt. Það hefur kannski fleirum fundizt, þvi að hljómsveitin var dálitið að reyna að komast fram úr Guð- mundi. Rúnar Einarsson, Elin Sigurvinsdóttir og Asta Thorstensen fóru með smærri hlutverk. Það var vel til fundið að bera þátt tilbeiðslunnar ekki með öllu fyrirborð. 1 þremur sálmum tóku áheyrendur undir sönginn. Þá voru tónleikagestir i Háskólabiói orðnir fulltrúar gjörvallrar kristnu heimsbyggðarinnar sem syngur hinum þyrnum krýnda konungi voldugan lofsöng ihugun og tilbeiðsla Engu óblindu auga verður litið á starf Pólýfónkórsins gegnum tiðina, án þess að taka eftir ákveðinni heildarstefnu i vali á viðfangsefnum. Kirkjuleg tónlist hefur ætið skipað öndvegi á tón- leikaskrá kórsins. Auk þess sem slik meðvituð heildarstefna hlýtur i hverju starfi að vera af hinu góða, þá hygg ég að einnig sé hér um að ræða myndarlega lyftistöng kirkju og kristindimi á Islandi . Oftar en einu sinni hefur Pólýfónkórinn la’gt drjúgan skerf til kristinnar tilbeiðslu og ihugunar á stærstu hátið kristinna manna, páskunum. Ég minnist þriggja stórverka Bachs, fyrir utan Mattheusarpassiuna: Jóhannesarpassian 1967. H-moll messan 1968, að ógleymdri Jóla- óratóriunni á jólunum 1969. Hafi Pólýfónkórinn og Ingólfur Guðbrandsson heiöur og þökk fyrir afrek sitt, og megi blessun fylgja starfinu i framtiðinni. Pólýfónkórinn meðstjórnanda sinum, Ingólfi Guöbrandssyni. Myndin var tekin á æfingu I vetur. VÍSIR AUGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SIIVIIS66/n Járniðnaðarmenn, rennismiðir og menn vanir vélavinnu óskast. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra H/F HAMAR Sími 22123

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.