Vísir - 17.04.1972, Síða 10

Vísir - 17.04.1972, Síða 10
■ ■ - I & m£miax*avBB&f!£&&í& VÍSIR. Mánudagur 17. aprfl 1972. VÍSIR. Mánudagur 17. aprfl 1972. Umsjón: Hallur Símonarson Agnar Friðriksson skorar iyrir IR I leiknum gegn Armanni I gærkvöldi. Ljósmynd BB. Kristinn Jörundsson — maður leiksins gegn Ármanni i gærkvöldi. HSK er enn ó uppleið—vann Val og er nú úr fallhœttu! HSK sigraði Val i ís- landsmótinu i körfu- knattleik i gærkvöldi, og hefur þar með að öllum likindum tekizt að forða sér úr fallhættunni. HSK hefur að þessum leik loknum 6 stig, en Borg- nesingar.UMFS,hafa að- eins 2, og enda þótt það sé enn fræðilegur mögu- leiki að UMFS takist að jafna metin við HSK með þvi að sigra i báðum þeim leikjum, sem liðið á eftir, er það 1x2 Úrslit voru talsvert snúin i get- raunaleikjunum á laugardaginn og þvl útlit fyrir, að fáir verði með marga leiki rétta. Úrslitin urðu þessi: x Arsenal-Stoke l-l 2 Birmingham-Leeds 0-3 x Coventry-Manch. City 1-1 xEverton-Leicester 0-0 x lpswich-Sheff. Utd. 0-0 1 Man. Utd.-Southampt. 3-2 1 Tottenham-Chelsea 3-0 2 West Ham-Liverpool 0-2 2Wolves-WBA 0-1 1 Cardiff-Carlisle 3-1 1 Middlesbro-Norwich 10 2 Swindon-Burnley 0-1 Fjórum sinnum 1, fjórum sinnum x og fjórumsinnum 2. talið frekar óliklegt að svo fari. Anton Bjarnason sýndi enn og sannaði i þessum leik, að hann á allt annað og betra skilið en að vera hálfgerður utangarðsmaður, þegar landsiið er annars veg- ar. Hann átti að visu slappa leiki framan af mótinu, en hefur siðan átt mjög góða leiki og oft sýnt frábæra frammi- stöðu, og svo var einnig að þessu sinni. Greinilegt var, hvern Vals- manna HSK-menn tölu hættuleg- astan, þvi þeir settu frá sér fyrstu minutu mann til höfuðs Þóri Magnússyni, en aörir liösmenn léku nokkurs konar svæöisvörn. Þetta gekk vel, þvi bæöi var vörnin mjög opin, og svo átti Þórir auðvelt meö að hrista gæzlumanninn af sér og skora, enda skoraöi hann 32 stig i leiknum, þrátt fyrir gæzluna. Valsmenn náðu 9 stiga forystu fyrir hlé, 40:31, en þegar siðari hálfleikur var rétt nýbyrjaður varð Þórir að hvila,þar sem hann hafði fengið fjórar villur, og ekki stóð á afleiðingunum. HSK skoraði nú hverja körfuna á fætur annarri, og skömmu eftir miðjan siðari hálfleik komst HSK yfir i fyrsta sinn i leiknum, 53:52. Fjórum minútum fyrir leikslok hafði HSK náð 7 stiga forystu, 65- 58, jók hana i 16 stig um tima, og sigraði siðan örugglega með 84 stigum gegn 70. Anton Bjarnason var mjög góður i þessum leik, eins og áður var sagt, og skoraði hann 28 stig, en einnig áttu Guðmundur Böðvarsson og Einar Sigfússon ágætan leik. Hjá Val varð Þórir Magnússon stigahæstur með 32 stig, og hefur nú skorað alls 381 stig i 13 leikjum, eða 29,3 stig á leik. A hann einn leik eftir, og verður þá gaman að vita, hvort Þóri tekst fyrstum manna i Islandsmóti að ná 400 stiga markinu, en til þess þarf hann að- eins 19 stig til viðbótar. Leikinn dæmdu Ilörður Tuiinius og Erlendur Eysteinsson og gerðu þeir það vel. Enn eimir eftir af gamla nöldrinu i einstaka leikmanni.en með ákveðni sinni i leiknum, gerðu dómararnir nöldrarana ákaflega hallæris- lega. Er það ángjulegt, hvernig andúð hefur skapazt á nöldrinu, og má greinilega merkja hana á áhorfendapöllunum, þar sem nöidrararnir skapa sér siður en svo vinsældir. Þetta er rétta stefnan —niður með nöldrið. G.Þ. Billy Bremncr, fyrirliði Nóði betri tíma innanhúss í 800 m.en ískindsmetið er Fjögur ný Isl. met innan húss i frjálsíþróttum voru sett i gær í Laugardalshöll- inni á sameiginlegu innan- félagsmóti Ármanns og UMSK. Eitt þeirra, 800 m hlaup kvenna, þar sem Ragnhildur Pálsdóttir hljóp á 2:26.8 mín er betra en islandsmetið úti og sýnir vel hve miklu má bú- ast við i sumar af þessari bráðefnilegu íþróttakonu, en sem kunnugt er setti hún mörg íslandsmet í fyrra frá 400 upp i 3000 m önnur i 800 m hlaupinu varð Unnur Stefánsdóttir, ný hlaupa- stjarna úr HSK, og hljóp hún vegalengdina á hinum ágæta tima 2:29.7 min. Fyrsta keppnisgreinin var 1500 m hlaup karla og þar keppti Agúst Ásgeirsson, IR, sem gestur og bætti tslandsmet sitt á vega- lengdinni Hnn hljóp á 4:11.0 min. — frægur timi það i 1500 m hlaupi þvi lslandsmet Geirs Gigja var sá sami og stóð það met lengi. Annar i hlaupinu varð Einar Óskarsson, UMSK, sem hijóp á 4:20.9 min. Keppt var i fyrsta skipti i 800 m hlaupi karla á innanhússmóti hér og varð þvi sigurvegarinn i hlaupinu þvi um leið islenzkur methafi. Og sigurvegarinn varð Bjarki Bjarnason, UMSK, sem hljóp vegalengdina á 2:13.2 min. Annar varð Ragnar Sigurjónsson, UMSK, á 2:15.1 min. 1 600 m hlaupi kvenna setti Lára Sveinsdóttir, Ármanni, nýtt Is- landsmet i fyrsta skipti, sem hún hlaypur þessa vegalengd. Timi hennar var 1:47.5 min og'hefði ef- laust getað verið mun betri, ef ekki hefði komið til misskiningur. Þær Lára og Ragnhildur Páls- dóttir misreiknuðu sig i hlaupinu — heyrðu rangt köll brautardóm- ara — og héldu að einn hringur væri eftir — en þeir voru þá tveir- — og tóku þvi alltof fljótt loka- sprett i hlaupinu. Þær fóru yfir markið og hættu, en var þá sagt frá mistökunum, Lára tók þá sprett á ný, en Ragnheiður ekki. önnur i hlaupinu varð Björk Kristjánsdóttir, UMSK, á 1:48.7 min. Þriðja Sigrún Sveinsdóttir, Armanni, á 1:49.3 min og i fjórða sæti varð Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, á 1:56.9 min en hún átti eldra metið i hlaupinu. Þá var einnig keppt i hástökki karla og kvenna og i kúluvarpi kvenna á þessu innanfélagsmóti. i hástökki karla sigraði Elias Sveinsson, ÍR, stökk 1.90 metra. Annar varð Karl West, UMSK, með 1.80 metra og þriðji Sigurður Ingólfsson, Ármanni, með 1.75 metra. I hástökki kvenna sigraði Sigrún Sveinsdóttir, A, stökk 1.45 m og Asa Halldórsdóttir, A, stökk einnig sömu hæð. 1 kúluvarpinu bar Gunnþórunn Geirsdóttir , UMSK, sigur úr být- um — varpaði 9.09 metra. önnur varð Unnur Stefánsdóttir, HSK, með 8.32 metra. —hsim. Kristinn, var maður dagsins þegar IR gersigraði Ármann Leeds komið \ úrslit í bikarkeppninni ensku m B8 Wilson lieeur á vellinum. hann vann Birmingham 3:0, en Arsenal og Stoke gerðu jafntefli Hið frábæra lið Leeds er komið í úrslit i ensku bikarkeppninni, sem verð- ur á Wembley-leikvangin- um í Lundúnum 6. maí, en hverjir verða mótherjar Leeds-leikmannanna i úr- slitum er enn ekki vitað, því Arsenal og Stoke gerðu jafntefli í leik sínum í Birmingham á laugardag l-l. i Sheffield hafði Leeds nokkra yfirburði gegn Birmingham City og vann með 3-0, en leikmenn 2. deildar liðsins börðust af krafti alian tímann, þó uppskera yrði litil. Þegar Leeds tókst að skora eft- ir 18 min má segja, að áhorfendur á leikvelli Sheffield Wed. hafi vit- að að hverju stefndi og fallegt var markið. Það var virkilegur Leeds-stimpill á þvi. Peter Lori- mer gaf fyrir markið — Alan Clarke skallaði frá stönginni fyrir fæturMike Jones, sem skoraði af stuttu færi. Aðeins 7 min siðar átti Lorimer eitt að sinum frægu skot- um og knötturinn söng i netinu án þess markvörður Birmingham næði að lyfta höndum. Þriðja mark Leeds skoraði Jones eftir undirbúning fyrirliðans Billy Bremner og Leeds er þar með komið i úrslit i þriðja skipti i bikarkeppninni, en félagið hefur aldrei sigrað þar. Tapaði fyrir Liverpool i úrslitum 1965 og fyrir Chelsea 1970 eftir tvo leiki. Aðalleikurinn var hins vegar i Birmingham, þar sem bikar- meistarar Arsenal léku við deildabikarsmeistarana, Stoke City. Nokkur forföll voru hjá Stoke — Conroy, Mahoney og Pejic ekki með vegna meiðsla eða leikbanns, og Stoke lék greinilega upp á að ná jafntefli, þar sem þessir leikmenn verða væntan- lega með á miðvikudag. Stoke lék sem sagt mjög varnarkenndan leik og það þó liðið léki undan sterkum vindi i fyrri hálfleiknum. Arsenal var betra liðið, en ekk- ert mark var skorað i hálfleikn- um. Strax i byrjun siðari hálfleiks — eða á þriðju minútu — fékk George Armstrong knöttinn frá Charlie George rétt utan vita- teigs, spyrnti viðstöðulaust og þrumuskot hans hafði Gordon Banks enga möguleika að verja. Sigurinn virtist nú blasa við leikmönnum Arsenal, þvi þeir nutu nú einnig aðstoðar hins sterka vinds. Leikurinn gekk lið- inu mjög i hag — en þá gripu ör- lögin inn i — Bob Wilson mark- vörður Arsenal slasaðist það illa, að hann varð aö yfirgefa vöilinn eftir nokkra stund og er vafasamt að hann leiki með i bráð. Miðherj- inn John Radford fór i markið og varði aö minnsta kosti þrisvar snilldarlega, en i lokin var þó Arsenal heppið að tapa ekki leiknum. Wilson hélt áfram að leika fyrst eftir að hann meiddist og það voru mistök. A 25 min tókst Stoke að jafna. George Eastham gaf fyrir markið — Wilson komst ekki að knettinum, en Denis Smith, miðvörður Stoke, skallaði að marki og af Peter Simpson lenti knötturinn i markinu. Rétt á eftir munaði litlu að Stoke tæki forust- una. Knötturinn var i vitateig Arsenal og þulur BBC hrópaði — Wilson liggur á vellinum, hann getur ekki hreyft sig, og það voru mikil átök i vitateignum. Peter Dobing spyrnti á markið, en þversláin kom Arsenal til bjargar. Knötturinn hrökk út aft- ur og á siðustu stundu tókst McLintock að bjarga. Eftir þetta skipti Arsenal um markmann og Radford sýndi vel að hann var vandanum vaxinn, en Ray Kenn- edy miðherjinn, sem kom i stað hans, var meira i eiginn vitateig en Stoke lokak. ieiksins og skýrir það nokkuð gang leiksins þá. En ekki voru fleiri mörk skoruð og liðin mætast að nýju á mið- vikudag. Þá verður leikið á leik- velli Everton i Liverpool — Goodison park. 121 þúsund áhorfendur sáu báða þessa leiki og greiddu fyrir það 148 þúsund pund — eða um 33 milljónir islenzkra króna. STIGAHÆSTIR: Þórir Magnússon Einar Bollason Agnar Friðriksson Kristinn Jörundsson Birgir Jakobsson Guttormur óiafsson Kolbcinn Pálsson 381 (29,3) 269 (22,4) 259(21,6) 253 (21,1) 221 (18,4) 206 818,7) 205 (17,1) Þrenn einstaklingsverðlaun eru veitt i tslandsmótinu. Leik- menn 1. deildariiðanna veija sjálfir „Besta leikmanninn” úr sinum hópi, verðlaun eru veitt fyrir hæstu stigaskorun móts- ins, og virðist Þórir Magnússon vera búinn að slá eign sinni á þau nú þegar, og loks eru veitt verðiaun fyrir beztu vita- bittnina. Virðist þar vera hörku- barátta milli Einars Bollasonar, Jóns Sigurðssonar og Agnars Friörikssonar, og munar, eins og sést hér fyrir ofan, aðeins 0,4% á efsta manni og þeim þriðja i röðinni. Allir eiga þessir leikmenn tvo leiki eftir, og verð- ur nú spennandi að fylgjast með þvi, hvernig þessum leikmönn- um tekst upp i vitahittninni það sem eftir er. Hún er framúr- skarandi góð hjá þeim öilum, en nú getur eitt misheppnað skot svipt viðkomandi verðlaunum. skoraði fjörutíu stig í leiknum og sýndi frábœran leik að öllu leyti Ekki varö Ármann til þess aö leggja stein i götu iRinga í gærkvöldi vestur á Nesi, þegar þessi lið mættust í íslandsmótinu í körfuknatt- leik. IRingarnir hafa sjaldan verið betri, og gerðu sér meira að segja litið fyrir og fóru yfir 100 stiga markið í annan sinn á einni viku. Virðist liðið vera mjög að færast í sitt gamla form, og er maður þegar farinn að hlakka til að sjá úrslitaleikinn við KR þann 29. april. Þessi tvö lið, IR og KR, eru örugg- lega þau lang-beztu í 1. deild- inni nú, sennilega mjög jöfn að styrkleika, en eins ólík hvað leik snertir og dagur og nótt. Margir spáðu Armanni velgengni i mótinu að þessu sinni eftir að liöiö haföi sigrað i Reykja- vikurmótinu á mjög sannfærandi hátt. Þaö hefur hins vegar fariö svo, að sjaldan eða aldrei hefur jafn illa gengið hjá liðinu og i Islandsmóti þvi, sem nú stendur yfir. Bæði er það, að ekki hefur náðzt eins mikið og efni stóðu til út úr aðal-stjörnu liðsins i Reykjavikurmótinu, Birgi Birgis, sem ekki hefur náð sér veru- lega á strik allt mótið, og svo hitt, að liðið nær illa saman, bæði i vörn og sókn. Þetta er þó misjafnt, og þegar liðinu tekst vel upp, skipar það sér á bekk með þeim beztu, og getur þá sigrað hvern sem er. ÍRingar eru ekki alveg blankir, þar sem er hinn stjórsnjalli ieikmað- ur Kristinn Jörundsson. Frekar lágur i loftinu, miðað við þessar körfuboltasleggjur yfirleitt, en öllum klókari við að skora úr erfiöustu aðstæðum. Var Kristinn áberandi beztur IRinganna I leiknum, enda skoraði hann 40 stig — þar að aðeins tvö úr vitaskotum. Armenningarnir byrjuðu af mikl- um krafti, og komust i 10-3. Ekki varð það til að draga úr vonum áhorfenda eftir jöfnum leik, en IR- ingar skoruðu 6 næstu stig, og staðan var 10-9 fyrir Armann. Þá tók Ármann enn mikla skorpu á 1R- körfuna, og náði 18-9, en ÍR skoraði þá 8 stig i röð, 18-17 fyrir Armann. Armann. Kristinn Jörundsson kom IR yfir i fyrsta sinn i leiknum, þegar liönar foru rúmar 10 minútur af fyrri hálf- leik, 23-22, og i hálfleik haföi IR 12 stig yfir, 45-33. í siðari hálfleik var allur vindur úr Ármanns-liðinu, og IRingar eins og á velheppnaðri skotæfingu, svo að si- fellt dró sundur með liðunum, 59-43, 70-51 og þegar fimm minútur voru til leiksloka hafði IR 25 stig yfir, 84-59. Þeir notuöu svo siöustu minúturnar vel, skelltu pressunni á Armenn- ingana, stálu boltum, og tókst að ná hinum eftirsóttu 100 stigum, og tveimur betur en það, en Armenn- ingar skoruðu 69. gþ Staðan í íslands- mótinu í körfunni KR 12 12 0 985:815 24 ÍR 12 11 1 1055:820 22 Valur 13 7 6 917:950 14 1S 12 6 6 800:877 12 Þór 11 4 7 657:660 8 Ármann 12 4 8 826:878 8 HSK 12 3 9 790:875 6 UMFS 12 1 11 818:973 2 VITAHITTNI: Einar Bollason 43/33 76,7% Jón Sigurðsson 34/26 76,5% Agnar Friðriksson 59/45 76,3% Þórir Magnússon 64/46 71,9% Kristinn Jörundss. 48/33 (68,8% Einar Sigfússon 42/28 66,7% Skólamótið ÚRSLITALEIKIJKlWN í Skóla- móti KSÍ verður háður. _i dag á MelaveUinum og hefst lefleut'1 imi ki. 17.00. Liðin sem mætast í úrslitaleiiknuim er Menntaskól- rnn í Reykjavik og Háskóli Is- lands, en þessi tvö lið hafa oftast lei'kið ti'l úrslita í Skólamótinu, 9íðan það hóf gönigu sina 1969. Men-ntaiskólimn í Reykjavik sigr- aði í mótinu 1969 og 1970, en Háskólinn hefur eigi enn náð að sigra. Báðir hafa þvi til mikils að vinna. Að leiik loknum mun formaður KSÍ Albert Guðmunds- son afhenda sigvrvegurunum bikar þann sem keppt er um, en gefandi hans er KSÍ.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.