Vísir


Vísir - 27.04.1972, Qupperneq 3

Vísir - 27.04.1972, Qupperneq 3
VÍSIR. Fimmtudagur 27. april 1972 3 Bjolla um háls kisu Mýsnar taka til fótanna og hlaupa tistandi inn i næstu hoiu. Litlir fuglar biaka vængjum i of- boði og reyna að hefja sig á loft. Hvað er aö ske? Ja, það skyldi þó aldrei vera? Einhver dökk, lið- ug vera læðist fram úr skúma- skoti og stekkur fram, hviss... skellir skoltunum saman og það er búið. Litill fugl að hefja lífið og nú er það búið. „Böivaður kötturinn,” segir vegfarandi, horfir stundar- korn ó vígstöðvarnar, en heldur siðan á brott. Saga, sem endurtekur sig. Timi kattarins er enn á ný að renna upp, og munnvatnið fer að streyma fram i kjafti hans. ,,En þetta er nú bara lifið,” sagði Þorsteinn Einarsson, hjá Dýraverndunarfélaginu, er Visir hafði samband við hann i morgun um köttinn og fuglana. Og hann tjáði okkur að nú færi einn mesti veiðitiminn i hönd, það er að segja i mailok. Þá fara þrastarungarnir að detta úr hreiðrunum, ófleygir, og þá er vist engrar undankomu auðið, ef kisa gamla er nálæg. Siðan heldur þetta áfram alla vega fram i ágústlok. ,,0g það er vist litið hægt að gera,” sagði Þorsteinn ennfremur, ,,Ja, nema þá, ef fólk vildi hengja bjöllur um hals kattarins, eins og tiðkast mikið erlendis, eða þá að halda honum innan dyra.” Og það er kanski ekki til of mik- ils ætlazt þó að fólk hengi bjöllu um háls kisu sinnar, til viðvörun- ar fyrir fuglana. — EA SEXTÍU ÁRA HEILDVERZLUN Heildverzlun Kristjáns Ó. Skagfjörð á sextiu ára afmæli I dag 27. apríl. Verzlunarleyfi Kristjáns Ó. Skagfjörð var gefið út á Patreks- firði 27. april 1912, en fyrirtækið er nú tit húsa að Trvggvagötu 7 i Rvik. í fyrstu vcrzlaði fyrirtækið aðallega með veiðarfæri og máln- ingarvörur, auk allra algengra vara, og hefur fyrirtækið enn nokkuð af þeim umboðum cr byrjað var með. Fyrirtækið var rekið sem einkafyrirtæki til 1951, en 1952 var stofnað hlutafélag um fyrirtækið. Siðan þá hefur fyrirtækið vaxið mjög ört og má geta þess, að þá var upphæð hlutafjár 90 þús. og starfsmenn 3, en nú er hlutafé 6 milljónir og starfsmenn 56. Mestur hluti verzlunarinnar er enn sem fýrr nýlenduvörur og veiðarfæri, en undanfarin ár hafa verið teknir upp nýjir vöruflokk- ar, svo sem: Fiskvinnsluvélar, bátavélar, radarar, fiskleitartæki og margt fleira. Nýlokið er byggingu nýs húsnæðis fyrirtækisins i Hólmsgötu i örfirisey, sem notað er fyrir vörugeymslur, frysti- og kæli- kiefa, skipaþjónustu og fleira. —EA „LISTAHATÍÐ FYRIR ALLA" — verið er að ganga frá samningum um kvikmyndasýningar á hátiðinni — mikil ásókn i miða „Við auglýstum Listahátið fyrir helgina og fólk tók þegar við scr. Okkur hafa borizt þó nokkrar pantanir á miðum. Og allar pantanirnar komu' innan- lands frá. Satt að segja þor'um við ekki að vona að fólk i.eföi svona mikinn áhuga á þessu”, sagði Þorkell Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Listahátiðar '72, er Visir ræddi við hann i gærmorgun. Sagði Þorkell að dagskrár- atriði á hátiðinni væru reyndar enn að mótast. „Það eru ýmis atriði sem við erum enn að athuga og eigum eftir að reka endahnútinn á, varla rétt aö tala mikiö um það á þessu stigi málsins”. — Veröa einhverjar kvik- myndasýningar — var ekki i haust talað um að sýna myndir eftir Danann Dreyer? „Jú það var vist, og einnig Antonioni og pólskar myndir. Pólsku myndirnar eru komnar til landsins, og þær verða sýnd- ar. Við eigum bara eftir að finna þeim stað og stund innan dagskrárinnar”. Miðar eru seldir á einstaka liði hátiðarinnar, og kosta frá 200 — 400 krónum, ,,viö reynd- um að stilla miðaverðinu mjög i hóf, þetta verður lika hátiö fyrir alla - ef svo má segja, þetta er ekki hátið fyrir eitthvert sér- stakt fólk. Miðaverðið fer samt svolitið eftir þvi hver kostnaður er lagður i einstök atriöi”. Sagði Þorkell og aö eitt sinn hefði staðið til að láta gera islenzka kvikmynd um hátiðina -eins konar kynningarmynd, en. fallið hefði verið frá þeirri ætl- an, ,,ég held mönnum hafi hrosið hugur við, hve dýrt slikt) fyrirtæki myndi verða”. —GG. • • 0KUMENN MISSKILJA, TILGANG ADVÖRUNARUOSA — notuð í tíma og ótíma „Af hverju cru þcssi Ijós þá sett i bilana” segja ökumenn sem misnota aövörunarljósin sem blikka i sifelldu á báöum hliðum á nýrri gerðum bila. Þetta eru algengustu svörin, sem lögreglan fær þegar hún ávitar menn fyrir gáleysi þeirra i meðferð slikra Ijósa. „Það er föst reglugerð fyrir notkun aðvörunarljósa” segir Óskar Ólason hjá umferöardeild. 1 7.gr umferöalaga 4. liö stendur: „Aðeins er heimilt að nota aðvörunarljós bifreiöa ef ökutæki stendur óökufært á vegi eftir árekstur, skemmd eða bilun, þannig að annarri umferö stafi hætta af” (undanskilið sjúkra og lögreglubifreiðar) „Aðvörunarljósin eru sérstaklega gerð vegna aksturs á þjóðvegum” sagði Óskar, ,,en menn nota þau i tima og ótima t.d. ef þeir þurfa að hægja á sér eða stanza andartak, þannig að það er erfitt að átta sig hver þarf i rauninni á hjálp að halda og hver ekki”. „Annars er skilningur ökumanna að aukast á þessu”, sagði Óskar að lokum, „og ég held aö viö séum að komast yfir þetta.” Siglfirðingar fá mun ódýrara rafmagn — 14 aurum ódýrari kilóvattsstund þar en i Reykjavík Siglfirðingar greiða 14 aurum minna fyrir hverja kwst sam- kvæmt heimilistaxta rafveit- unnar þar en Iteykvikingar gera. Þessi mismunur er þó eftir að rafmagnsverð á Siglufirði var hækkað fyrir skömmu úm 11-12%. Ilver kwst er nú scld á kr. 2.70 á Siglufiröi og er þaö 70 aurum lægra en hjá Rafmagnsveitum rikisins. Ekki voru þó allir taxtar rafveitunnar á Siglufiröi hækk- áðir, þvi hitunartaxtinn var lækkaður um 10% vegna niður- fellingar á söluskatti á rafmagni til húsahitunar. Siglfirðingum er að sjálfsögðu mikið i mun að halda þessu hagstæöa rafmagns- verði og eru því ekkert of hressir yfir þeim áætlunum Magnúsar Kjartanssonar að gera landiö að einu raforkusölusvæöi þar sem jafnaðarverð gildi. Hið hagkvæma rafmagnsverö á Siglufirði má rekja til hagstæðra vatnsaðstæöna við Skeiösfoss- virkjun annars vegar og hins vegar til góðrar stjórnar á rekstri rafveitunnar. Þessi 11-12% hækkun á gjaldskrá mun aðeins gefa rafveitunni um 4% meiri tekjur þarsem rekstrarkostnaður hefur aukizt talsvert. -SG Róbert stjórnar í kvöld Sinfóniuhljómsveitin er nú á endaspretti þessa starfsárs, ef við megum bregða iþróttamáli fyrir okkur i þessu sambandi. Róbert A. Ottósson stjórnar hljómleikun- um i kvöld, en á efnisskránni eru verk eftir Wagner, Beethoven og Dovrak. Söngsveitin Filharmónia kemur enn einu sinni til skjalanna og flytur nú Te Deum Dvoraks ásamt hljómsveitinni. TROÐFULLT AF NÝJUM VÖRUM Finnsku vörurnar komnar með úrvali af röndóttum bómullarjersey blússum i öllum iitum, langerma, stutterma og með nýja japanska sniðinu. Sumarpils, jakkar og dragtir. Nokkrir mjög kven- legir kjólar og draktir frá Mary Quant’. o.fl. o.fl. — Búðin er að springa af nýuppteknum vörum. Fanny, tízkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli, Sími 12114

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.