Vísir - 27.04.1972, Side 7

Vísir - 27.04.1972, Side 7
VtSIR. Fimmtudagur 27. april 1972 7 cTVlenningarmál JÚBÍLEUM Áriö 1974 verður minnzt ellefu alda byggðar á is- landi. Engin Evrópuþjóðer jafn ung. Þó er landið að sinu leyti yngra (álfu vorr- ar yngsta land) og ennþá í smíðum, þótt vika sköpun- arsögunnar sé fyrir löngu á enda viðast hvar á hnettin- um. Árið '74 er unnt að blása til fagnaðar af öðru tilefni en land- töku Ingólfs & Hjörleifs. Þá verð- ur öld liðin siðan alþing fékk lög- gjafarvald, þrjár aldir frá þvi séra Hallgrimur Pétursson sofn- aði burt úr heimi. Þúsund ár á flótta Það var mikið afreksverk að nema og byggja ísland, að sigla á 9. öld útnorður i haf frá Noregi með kindur, kýr og hesta, hey og vatn, smiðatimbur, að breyta hverju skipinu af öðru i nokkurs konar bæjarhús, peningshús og skemmu og láta það fljóta á breiðum úthafsöldum. Og mynd- in er ágæt af sliku skipi á sigl- ingu: vikingar og mjólkurkýr i særoki hlið við hlið. Afrekið minnkar ekki fyrir það, þótt land- námið væri i raun réttri flótti úr Noregi, tignarlegur flótti undan landþrengslum, sköttum og hug- sjóninni um einn konung yfir öllu landinu. Né heldur smækkar það afrekið, þótt norrænir menn ættu forláta góð skip; knörrinn, i blás- andi byr, var hraðskreiðasti far- kostur veraldar, segir Jón pró- fessor Jóhannesson i sögu sinni af íslendingum. Lágkúrulegar þykja manni Vesturheimsferðir i samanburði: snauður almenningur niðri lest- um útlendra gufudalla, hjá fata- koffortum. Þá voru tiu aldir liðn- ar frá landnáminu, fólkið tók sig upp i hrönnum, og héldu þá marg- ir að sú tilraun sem hótst með landnáminu væri að renna út i sandinn, nú sæist að landið væri reyndar óbyggilegt, þótt menn hefðu haldizt hér við i tiu hundruð ár, tslandssögunni væri að ljúka. Hallgrimssteinn og HaNgrímskirkja Svo einkennilega ber við, að átta hundruð árum siðar en Ingólfur & Hjörleifur tóku hér rzszrirzszíirznízrzrzízjmrmsiszsznn Eftir Hannes Pétursson isumnsmjzjzjzjuznszjiszjmjzjzjis land, samkvæmt hefðbundnu ár- tali, andaðist að Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd séra Hallgrímur Pétursson, spedalskur maður og skáld. Hann hafði verið land- námsmaður eigi siður en þeir fóstbræður, numið land handa þjóðinni allri, Ódáinsvelli kristn- um mönnumj þar er öllum dval- arstaður heimill og þó gengur land hans aldrei til þurrðar. Vissulega er skylt að halda i heiðri fundi landsins, en sérhver fagnaðarhátið hans vegna verður sem hvellandi bjalla, ef gleymt ér þeim sem gerðu þjóðinni lifvæn- legt i landinu, héldu þjóðlifinu uppi, varðveittu það fyrir and- legri hnignun. Islendingum hafa verið gefnir nokkrir slikir menn og einn þeirra er séra Hallgrim- ur. Hugmyndin er að minnast land- námsins með sýnilegum verkum: fornaldarbæ, nýrri tslandssögu, ljóða og tónverkasamkeppni, Blaðburðarbarn óskast nú þegar til að bera út ú Langholtsveg Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. VISIR Hverfisgötu 32 Simi 86611. Bifreiðasmiðir — Réttingamenn. Óskum eftir bifreiðasmiðum eða vönum réttingamönnum, einnig laghentum. mönnum, sem hefðu áhuga á bilaviðgerð. Mikil vinna, gott kaup. Bilasmiðjan Kyndill, simi 32778. Til sölu Dönsk vel með farin hjónarúm til sölu. Uppl. i sima 36600 kl. 2-5. Mold. Heimkeyrð i lóðir. Uppl. i sima 86586 Aðeins eftir kl. þjóðarbókhlöðu. Fornaldarbær- inn er orðinn að líkani, sagnfræð- ingarnir sitja trúi ég sveittir og með uppbrettar ermar hver við sitt skrifborð, skáldin ganga um gólf og yrkja kantötur, en þjóðar- bókhlaðan er að leysast upp i agg og nagg. Litið ber á þvi, að ártið séra Hallgrims Péturssonar sé skammt undan, nema kirkjuturn- inn á Skólavörðuholti eigi ein- samall að bera honum vitni. Munu sumir telja að þar sé ærinn bautarsteinn. En kirkja helguð séra Hallgrlmi, hversu hályft sem hún er, getur ekki ein sýnt skylduga ræktarsemi við skáldið, þótt hún kunni að gagnast sem tákn þeirrar virðingarer vér sýn- um honum. Og smeykur er ég um, að Hallgrimssteinn að Saurbæ þyki jafnan hugtækara minnis- merki um vort fátæka trúarskáld og barningsmann en sá oddhvassi steinn sem risinn er á Skóla- vörðuholtinu 70 metra hár. Turn úr orðum Nú þegar turninn er kominn á holtið og visar til sigurhæða, finnur maður bezt að annan turn vantar i minningu séra Hall- grims. Sá turn á að vera úr pappir og prentsvertu og fræðilegum strangleika, með öðrum orðum: ný gagntæk rannsókn á verkum hans og ævi. Kannski er það merki um und- irbúning slikrar smiði, að nýleg * . llallgriimir l’étursson. bók, sem helguð er dr. Steingrimi J. Þorsteinssyni, hefur m.a. að geyma grannskoðun Jóns Sam- sonarsonar magisters á vissu ævisögulegu efni sem varðar séra Hallgrim. Þar er dregið fram, hversu æviágrip hans eftir Half- dan Einarsson skólameistara á Hólum verður til stig af stigi, en að greinarlokum tekur höfundur upp áður óprentaða ævilýsingu séra Hallgrims eftir Jón prófast i Hitardal, grundvöll margs er seinna var rakið til sonar hans, Vigfúsar prófasts Jónssonar, og Halfdanar Einarssonar. Hér er mjög greinilega i sakirnar farið eins og vænta mátti af Jóni Sam- sonarsyni. Fátt væri samboðnara séra Hallgrimi Péturssyni á ár- tiðinni 1974 ellegar brýnna en hliðstæð rannsókn á skáldskap hans öllum, andlegum og verald- legum, með visindalega textaút- gáfu i huga. Með slikri útgáfu kynnu að fullsannast þau orð sem Jón prófastur i Hitardal hefur um skáldskap Hallgrims i fyrr- nefndri ævilýsingu, að varla sé ,,sú gamanvisa og kvæði eftir hann, ef rétt fengist, að ekki megi þekkja frá annarra kveðskap.” 7. ILMANDI BRAUÐ OGISLENZKT SMJÖR ...mm Þegar á bragðið reynir veljum við smjör. Nýtt brauð beint úr bakaríinu, heitt og ilmandi. Þá er freistandi að sneiöa sér enda, skella á hann ekta íslenzku smjöri og . . . mmmmm . . . Rúnnstykki eru bezt heit. Við eig- um í rauninni að nenna að hita þau upp. Heitt og ilmandi með íslenzku smjöri á milli mmm...... Ristað rúgbrauð bragðast stórkost- lega, heitt og ilmandi. (Vissuð þér það?) Auk þess er það hollara þannig og auðmeltara. En á heitu brauði höfum við smjör — því þá reynir á bragðið. Jtl ®L m Flatköku má gjarnan velgja í brauðristinni. Hún er betri volg. En smjör skal á hana, ef gæðin eiga að haldast, því: þegar á bragfiið reynir veljum við alltaf smjör. Það er einfalt verk að baka brauð og það borgar sig. Rjúkandi heitt brauð, beint úr ofninum, þegar ilmurinn fyllir eldhúsið, skapar stemningu sem launar fyrirhöfn- ina. íslenzka smjörið beint á heita sneiðina mmm..........

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.