Vísir - 29.04.1972, Síða 2

Vísir - 29.04.1972, Síða 2
2 VÍSIR. Laugardagur 29. apríl 1972. vfentsm-- Teljiö þér að Bretar muni beita hervaldi eftir 1. september?^ Kristján Sveinsson, vaktmaftur. Alveg örugglega held ég það. Eft- ir þvi öllu að dæma, sem þeir hafa verið að segja Bretarnir og svo eftir fyrri reynslu held ég, að það sé alveg öruggt. Ilöskuldur Skarphéðinsson, 1. stýrimaður á Ægi. Nei, ég býst alls ekki við þvi og held það sé enginn grundvöllur fyrir þvi hjá þeim. Svo var ég nú þarna lika 1958, og ég held, aö þetta verði ekkert svipað. Það yrði lika von- laust að vinna á togurunum við slikar aðstæður. Guðmundur Kjærncsted, skip- herra á Ægi. Ég er ekki i vafa um það, að ef ekki næst samkomulag um 50 milur, þá beita þeir hik- laust hervaidi. Garðar Pálsson, eftirlitsmaður hjá Landhelgisgæzlunni. Nei, ég held varla. Tel það mjög óliklegt, ef litið er á fyrri reynslu. Asta Gunnarsdóttir, húsmóðir. Almáttugur, ég hef bara ekki hugmynd um það. En maður reiknar nú varla með þvi, að þeir fari að beita hervaldi. Ólafur Guðlaugsson, tæknifræö- ingur. Nei, þaö held ég alls ekki. Ég er viss um, aö þeir hafa lært af þessu i siðasta skiptið, og þeir hafa séð, að þetta hefur ekki borgað sig. „Þorskastríð yrði alvarlegt ófall fyrir fiskkaupmenn" //Nógu hættulegt að stunda sjó" „Þorskastrið er slæmt fyrir viðskiptalifið”, segja Hullkarlar. „Það er nógu hættulegt að stunda sjóinn, þótt ekki þurfi að berj- ast.” Fiskkaupmenn i Hull segja sem svo: „Nú skortir nýjan fisk, og frekari minnkun yrði alvarlegt áfall fyrir okkur. Við verðum að reyna að finna einhverja aðra leið en þorskastrið. Það hlýtur að vera einhver leið.” En Austen Laing og aðrir tog- arakarlar eru svo gramir, að þeir telja þorskastrið koma mjög til greina. „Við viljum i lengstu lög forð- ast bannaðgerðir, en okkur finnst ekki við einhliða aðgerðir un- andi.” Hann segir, að „tslendingar taki ekki tillit til annarra.” Vísismenn rœða við togarakarla í Hull ,,Viö munum biðja um vernd fyrir öllum afskipt- um íslenzkra fallbyssu- báta, hvenær sem við verð- um við okkar löglegar veið- ar á úthafinu!" Þetta sagði Austen Laing fréttamönn- um Vísis, þegarþeir litu við i skrifstofum samtaka brezkra togareigenda i Hull. Austen Laing er kunnur af að hamast gegn íslendingum i land- helgismálinu, en i þetta sinn var hann rólegur, en augsýnilega ólg- aði tilfinningaeldurinn undir niðri. „Hafið umhverfis tsland er sameiginlegur arfur mannkyns- ins”, sagði hann. Laing mælir þó ákaft með takmörkun veiðinnar og hvetur tslendinga til að „hafa samvinnu við aðrar þjóðir, sem hafi áhuga á að setja reglur um takmörkun veiðanna”. Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndin hafi verið stofnsett i þessu augnamiði, og flest þau riki, sem stundi veið- ar við tsland, eigi aðild að nefnd- inni og muni fylgja settum regl- um. „islendingar sekir í eyðingu sildar og ýsu" Hann hefur litla trú á, að Is- lendingar muni gera miklar ráð- stafanir til að vernda fiskinn, eft- ir að landhelgin hefur verið færð út. „tslendingar áttu mikla sök á eyðingu sildarstofnsins,” segir hann, „og þeir áttu sinn þátt i of- veiði á ýsunni.” En hann fellst ekki á, að þorskurinn sé i hættu,og ef svo væri, ætti að eiga við vandamálið með alþjóðlegu samstarfi. „Ég held, að það sé miklu fremur, að fiskimönnunum is- lenzku gremjist, að annarra þjóða skip hafa betri veiðitækni en þeir, heldur en að verið sé að eyða miðunum. Ég er fylgjandi aukinni tækni. Með henni vex framleiðni og sjómenn fá betri aðstöðu. Þeir þurfa ekki að vera jafnlengi á sjónum og áður.” Sama hljóð var i strokknum hjá David Shenton, framkvæmda- „Ég held, að það sé fremur, að Islenzku fiskimönnunum gremjist, að annarra þjóða skip hafa betri veiöitækni,” segir Austen Laing I viðtali við fréttamenn Vísis. stjóra flutningaverkamanna- félagsins i Hull. „Við getum ekki samþykkt einhliða útfærslu Is- lendinga”, segir hann. „Við bú- umst að visu ekki við, að samn- ingar standi endalaust, en við væntum þess, að við samninga sé staðið.” „Alltaf er skortur á fiski”, segja kaupmenn. —AM/MC/HH. Bannað að mótmœla dýrtíð þann 1. maí? Sigriður Bjarnadóttir simaði: „Þaö eru vist ekki allar konur, sem hafa eins marga launapoka og hún Inga Birna okkar, kennari alþingismaður og formaður menntamálaráös, og kannski eitthvað fleira. Mér blöskrar dýr- tiðin eins og öðrum konum, ekki sizt þar sem ég er á ellilifeyri. Nú, ég hringdi þess vegna i skrifstofuna hjá verkakvenna- félaginu Framsókn og spuröist fyrir um það, hvort félagið mundi ekki mótmæla dýrtiðinni, nei, þaö verður ekki gert, var svarið, og mér visað á að tala við 1. mai- nefndina, þar svaraði ekki. Svo ætlaði ég að ná i einhvern hjá Nýju landi, Bjarna Guðnason, sem ég kannast við, eða einhvern annan, þar svaraði ekki heldur. Og siðast reyndi ég að ná i ykkur hjá Lesendur hafa orðið. Það er góðra gjalda vert að bera eintóm landhelgisspjöld 1. mai, — en hvernig stendur á þessari einstefnu I kröfum? Getur það verið, að verkalýðs- félögunum sé bannað að gera kröfur til rikisstjórnarinnar, sem nú situr? Nei, mér finnst, að þið á Visi ættuð að birta daglega greinar eins og eftir þennan Geir Andersen á miðvikudaginn. Hann hitti sannarlega naglann á höfuð- ið i sinum skrifum. — ” Jónas Gunnarsson kaupmaöur i Kjötborg hringdi: „Við erum einir 18-20 kaupmenn i Reykjavik, sem þykir illa meö okkur farið. Við erum einu atvinnu- rekendurnir á landinu sem er bannað aö vinna l.mai. Kaupmanni, sem vinnur með fjölskyldu sinni i verzluninni, er bannað að vinna á sama tima og afgreiðslufólk i sjoppum en Iátið vinna, þennan dag, sem það á réttilega að eiga fri. • t reglugerðinni um opnunar- tima verzlana i Reykjavik er bannað að hgfa opið þennan dag. Allir aðrir kaupmenn á landinu mega hafa opið þann sama dag. Við teljum, að með þessu reglugerðarákvæði hafi borgarstjórn og ráðherra brotið lög. Hinir pólitísku þuklarar G.M. hringdi: „í lesendadálki VIsis á fimmtu- daginn birtist bréf frá manni nokkrum, sem sagöi frá viðskiptum sinum við hina póli- tisku þuklara I húsnæðismála- stjórn. Þetta voru svo sannarlega orð i tima töluö. Annars er náttúr- lega ómögulegt að átta sig á, hvaö Hannibat er aö fara, þvi hann er snillinguráöafla sér vinsælda. En hvort sem hann meinar þessa ádrepu á húsnæðismálastjórn eöa ekki, er hún fyllilega réttmæt. Viö erum hér samankomnir 10 vinnufélagar og flestir höfum þurft að leita á náðir pólitikus- anna þarna hjá húsnæðismála- stjórn. Sjálfur talaöi ég oftar en einu sinni við fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, jiegar ég var aö býggja, fékk ákveðin fyrirheit sem reyndust haldlaus loforð. Þegar ég fór að kynna mér þetta nánar komst ég að raun um aö það var ekki nóg að tala viö sjálfstæðism. Eg þurfti lika að tala við krata. Annars gekk hvorki né rak. Og það er enginn smáræöis timi, sem fer I það aö reyna að ná tali af þessum köllum. Maður þarf að biða og biða eftir viðtali, seinast fer maður að hringja, en þá tekur ekki betra við. Þegar þeir vita, að i simanum er maður, sem þeir eru búnir aö svfkja, láta þeir einfaldlega segja, að þeir séu ekki viðlátnir. Þegar ungt fólk fer að byggja, er húsnæðismálastjórn oft fyrsti opinberi aðilinn, sem það á við- skipti við. Það er ekki til aö vekja traust á áreiðanleik hins opinbera hjá þessu fólki, þegar þessi aðili byrjar á að svikja gefin loforö. Þetta unga fólk lendir svo oft i baxi með vixla og aðrar skuld- bindingar vegna þess arna. Það er til skammar fyrir Morgunblaöið að reyna að bera i bætifláka fyrir þetta fyrirkomu- lag. Þvi það er fyrirkomulagiö, sem viö erum aö gagnrýna, en ekki viðkomandi menn persónu- lega. Kaupmönnum bannað að vinna 1. maí

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.