Vísir - 03.05.1972, Page 2
2
VISIR. Miðvikudagur 3. mai 1972.
vhnsm:
Fóruö þér í kröfugöngu 1.
maí?
Gunnhildur Snorradóttir, hús-
móðir.Nei, reyndar gerði óg það
nú ekki, og ef satt skal segja, þá
hef ég aldrei á ævinni farið i
kröfugöngu, og ég hef bara engan
áhuga á þvi.
Jónas Guðlaugsson, skrifetofu-
maður. Nei, ég fór ekki i kröfu-
göngu. t kröfugöngu hef ég ekki
farið, siðan ég var smástrákur,
og þá þóttist maður jafnvel vera
nokkuð, sem kallað er nasisti, en
ég er nú löngu vaxinn upp úr þeim
barnaskap.
A g n a r Tryggvason,
framkvæmdastjóri. Nei, ég fer
yfirleitt aldrei i kröfugöngur, og
ég hef bara vist aldrei gert það.
Kannski maður sé lika orðinn of
gamall núna.
Bragi ólafsson, skrifvélavirki.
Nei, það er nú lika orðið ósköp
langt siðan ég hef farið i kröfu-
göngu. Þetta er bara framtaks-
leysi i manni að drifa sig ekki.
Reidar Jóhann óskarsson, bil-
stjóri. Nei, ég fór ekki i kröfu-
göngu 1. mai, og ég hef mjög svo
takmarkaðan áhuga á þess hátt-
ar göngum. Ég fer mjög sjaldan.
Gisli Gestsson, sendibilstjóri.
Nei, það er vist bara bezt að segja
eins og það er. Ég fór ekki og geri
yfirleitt litið að þvi að ganga i
svona göngum. Ég hef vist bara
aldrei farið. En það er ekki það,
að ég hafi þar með sagt eitthvað á
móti þeim. Siður en svo.
Siglir á 20 feta segl-
bát umhverfis landið
,,Ég er alveg hissa á að islend-
ingar skuli ekki stunda meira
siglingar hérna en gert er.
Aðstaðan er prýðisgóð”.
Svo scgir David Jarvis, sem er
nú staddur hér á landi á vegum
fyrirtækis, seni framleiðir báta,
og nefnist það Hurley Marine
I.TD t
i gærdag kom hann til landsins
ásamt 20 feta seglbát frá fyrir-
tækinu llurley, sem hann ætlar aö
sigla umhverfis landið og reyna
siðan að selja.
Ilann mun dvelja hér i Reykja-
vik um það bil tvær vikur og sigla
þá bátnum i höfninni og lengra og
leyfa þvi fólki, sem hefur áhuga,
að reyna bátinn.
Siðan mun hann sigla i kringum
landið með viðkomu á mörgum
stöðum og gefa einnig þeim, sem
ekki búa i höfuðborginni, kost á
að reyna farkostinn.
Hringferðina telur hann munu
taka um það bil tvo og hálfan
mánuð.
Báturinn mun liklega kosta 400
þúsund krónur, en hér á landi er
aðeins einn bátur frá þessu fyrir-
tæki, en af annarri gerð.
Bátar sem þessi hafa oft tekið
þátt i kappsiglingum i Englandi
og þá staðið sig með prýði. Einnig
hafa þeir mikið verið notaðir til
æfinga i sjóhernum, en fram-
leiðsla á þessum bátum hófst
fyrir um það bil 7 árum.
David Jarves er ekki óvanur
siglingaháttum hér á tslandi, þvi
að hann hefur verið hér á vertið,
og var hér siðast i fyrravetur.
Hann hafði í hyggju að sigla á
bátnum hingað til lands, en
ekkert tryggingafélag þorði að
tryggja bátinn. Þó er báturinn
talinn fullfær i þvilika siglingu.
Bátar þessir hafa verið seldir
viða um heim, meðal annars til
Suður-Afriku og Astraliu, en hér
verður hann til prufu i fjóra mán-
uði —EA
Hann kom meö Dcttifossi í gærdag farkosturinn og hér sjáum við hann I
lestinni. David Jarvis, lengst til hægri.
Hann tekur sig vel út, þessi 20 feta seglbátur, en þessi er nákvæmlega
eins og sá sem tslendingum gefst nú kostur að að sigla.
HÁLFUR NEMANDI í EINUM HREPPI
„Meðalfjöldi nemenda I Þing-
vallahreppi er e.s i árgangi og
gert er ráð fyrir að þeir sæki
skóla að Ljósafossi fyrstu 4 náms-
árin, síðan á Selfossi, Flúðum,
eða annarsstaðar þar sem henta
þykir.
Svo segir m.a. i tillögum sem
fram hafa komið um skólaskipan
á Suðurlandi og lýsir þetta vel
þeim vanda sem hin dreifðu
byggðarlög eiga viö að etja i
skólamálum. Samband sunn-
lenzkra sveitarfélaga hélt aðal-
fund ekki alls fyrir löngu og komu
þarfram tillögurum breytingar á
skólaskipan. Eru þærmiðaðar við
9 ára skólagöngu sem samfellda
heild, sem skipt verður i 4 skóla-
stig eftir aldri nemenda.
Hrepparnir á Suöurlandi eru
milli 30 og 40 og þvi óhjákvæmi-
legt að aka þarf sumum nem-
endum til og frá skóla, aðrir búa i
heimavist og enn aðrir sækja
heimangönguskóla. t fámennum
hreppum verða það ekki margir
nemendur sem falla inn i hvert
skólastig eða árgang eins og i
Þingvallahreppi, þar sem aðeins
hálfur nemandi er á hverju stigi I
einu.
Þá er i Dyrhólahreppi svo dæmi
séu tekin 3,5 nemendur i aldurs-
árgangi og gert er ráö fyrir að
þeir þurfi að sækja 3 skóla, að
Ketilsstöðum, Vik og Skógum.
Þarf þá að aka nemendum allt
upp i 25 km til að komast i tima.
Gert er ráð fyrir fjölda skóla á
Suðurlandi fyrir þessa aldurs-
flokka og verða skólabilar á
fleygiferð fram og til baka um
þetta vfölenda svæði Annars eru
þessar tillögur mjög itarlegar og
þar bryddað á ýmsum nýmælum.
Sjónvarpið stöðugt
að klippa Fœreyjar
Reiður Færeyingur hringdi:
„Fyrir nokkrum vikum var
sýndur i sjónv. þáttur frá Færeyj-
um og þá var það tekið fram að
um fyrri hluta væri að ræða. Mig
er farið að lengja mikið eftir
seinni hlutanum sem ekki hefur
bólað á ennþá. Ég hef grennslazt
fyrir um málið hjá sjónvarpinu en
fæ bara þau svör að verið sé að
klippa hann niður. Ef svona held-
ur áfram er ég hræddur um að
endirinn verði sá að myndin verði
klippt niður i ekki neitt. Þess
vegna vil ég beina þeim tilmælum
til sjónvarpsins að þeir sýni
seinni hlutann hið bráðasta
meðan eitthvað er eftir af hon-
um.”
í kjölfar Leifs og
Eiríks
5. april, 1972
A leið frá Venuzuela til Englands.
Ég sigli um heimshöfin og horfi
oft i huganum heim, og sýnast
mér f jöllin blá og mennirnir mikl-
ir.
Þvi lengur sem ég sigli verða
þeir æ meiri i minum augu, sæ-
fararnir, er upphaflega sigldu til
tslands, Grænlands og Vinlands.
Það er vafalitið, að þeir hafa
verið djörfustu og snjöllustu far-
menn allra tima miðað við að-
stæður, og þar bera þeir hæst
feðgarnir Eirikur og Leifur svo og
þeirra fólk.
Menn minnast liðinna atburða
og manna á ýmsan hátt. Nú legg
ég til, að framkvæmd verði fyrsta
islenzka hnattsiglingin með is-
lenzk-smiðuðum bát (Leifur
Eiriksson) þjóðhátið 1974
til minningar um þetta fólk og
dáðir þess.
Nú spyr ég. 1) Eru á íslandi
karlar og konur, sem vilja fara
slika ferð? 2) Eru á Islandi ein-
staklingar, félög og opinberir
aðilar, sem vilja styrkja slika
ferö? Ef einhverjir eru, vinsam-
legast sendið mér linur.
Svavar H. Guðmundsson
m/t Agneta Billner
Billnerbolagen, Skeppsbron 5&6
Göteborg, Sverige.
Álfabyggðin
í Hafnarfirði
Hafnfirðingur, sem horft hefur
yfir Norðurbæinn, skrifar:
„Ég var að enda við að lesa
umsagnir Visis um Norðurbæinn i
Hafnarfirði og fannst á öllu, að
greinarhöfundur væriekki mjög á
þeim slóðum. Og ekki finnst okk-
ur Hafnfirðingum bagi að, hve
mikið hefur verið malbikað i
Firðinum. Mér finnst Visir gera
fullmikið úr kostum skipulags
gamla bæjarins og ókostum þess
nýja.
Það segir sig sjálft, að ef á að
byggja bæjarhverfi, er erfitt að
hlifa landinu algjörlega, þar sem
húsin og göturnar eiga að vera.
Eða hver vill láta göturnar vera
hlykkjóttar eins og fjárgötur og
húsin standa hingað og þangað?
En mér finnst alveg sjálfsagt að
skilja eftir verulega stóra bletti af
hrauninu eins og guð og eldur
hafa gengið frá þessari náttúru-
smiði. Og það á ekki einu sinni að
gróðursetja á þeim. Við höfum
nógu mörg önnur svæði til aö
gróðursetja á. Þá geta þessi
svæði orðið gósenland fyrir álfa,
og raunar virðist þessi náttúru-
smiði hafa verið gerð sérstaklega
fyrir þá. Aldrei hef ég heyrt að
álfar hafi búið i skógi. Og þá gæt-
um við Hafnfirðingar boðið álf-
ana velkomna til okkar, enda hef-
ur heyrzt, að það sé orðið full-
þröngt um þá á Stór-Reykjavik-
ursvæðinu.
Visir minnist á, að allt sé slétt-
að og sprengt bara vegna þess,
hve menn séu skotglaðir. En ég
veit þó undantekningu frá þvi.
Einn sem byggði blokk skildi eftir
álfáklettsem lenti innanlóðar hjá
honum og stendur drangurinn
alveg við altanið.
Þessi húsbyggjandi telur það
mikið happ að hafa hlift klettin-
um, og virðist það vera orðin al-
menn trú, að ekki hafi þurft menn
til að byggja þetta hús, og hefur
það þó ekki orðið á eftir öðrum
húsum i byggingu. Ég vil benda
húsbyggjendum og húseigendum
á það að láta kletta standa
óhreyfða, ef þeir eru svo heppnir
að klettar standa á lóðum þeirra.
Það verða þá einhverjir eftir til
að taka á móti flótta-álfum, sem
missa sina bústaði undir hús og
götur.”