Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972. J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 œ 13125,13126 Saumastúlka Vön saumastúlka óskast. última Kjör- garði. Uppl. hjá klæðskeranum. íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn er laus til ibúðar 1. september næstkomandi. Fræðimönnum eða visindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að visindaverkefnum i Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af ibúð- inni. íbúðinni, semi eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður, og er ibúðin látin i té endurgjaldslaust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en þrir mánuðir og lengstur tólf mánuðir. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borizt stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben- havn V, eigi siðar en 1. júni næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir til- gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi óskað er eftir ibúðinni. Æskilegt er að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs manns um fræðistörf umsækj- anda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. Kjarnorkan i Keflavik Fréttin um Kjarnorkuna og kvenhyllina i Keflavik i gær birt- ist af vangá nokkuð seint Búið var að sýna leikinn 9 sinnum um sfð- ustu helgi, — og vegna stórkost- lega góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að sýna leikinn á föstu- dags-og laugardagskvöld, 5. og 6. mai. Kjarnorka og kvenhylli er eftir Agnar Þjóðarson og fjallar um alþingismann nokkurn, sem freistar að sölsa undir sig jörð undan háttvirtum kjósanda vegna úraniums, sem taliö er að finnist á laiidareigninni. Myndin, sem hér fylgir, er af Karli Guð- jónssyni, einum elzta leikara i Keflavik, og Albert K. Sanders i hlutverkum sinum. Þarna sitja þeir á Austurvelli og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Jöfn kosning hjá leigubilstjórum Ekki var munurinn á A og B-lista hjá Bifreiðastjórafélaginu Frama ýkja mikill, þegar talið var upp úr kjörkassanum. A-listinn, borinn upp af Bergsteini Guðjónssyni Hrevfli o.fl. hlaut 241 atkvæöi, en B-listi borinn fram af Sæmundi Lárussyni o.fl. hlaut 208 atkv., 14 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Varaformaöur er Þorvaldur Þor- valdsson frá BSR, ritari Lárus Sigfússon, Bæjarleiðum, gjald- keri Jón Þorbergur Jóhannesson, Borgarbilastöðinni, meðstjórn- andi Guðmundur Amundason, Hreyfli. Verk Hallgrims vekja athygli erlendis Tónlistarháskólinn I Regensburg i Þýzkalandi hefur beðiö Hall- grim Helgason tónskáld að semja verk fyrir tvö pianó i tilefni af 100 ára afmæli stofnunarinnar á næsta ári. Þá hefur háskólinn i Saskatchewan i Kanada látið gefa út kynningarrit um dr. Hallgrim. Þá má geta þess, að á hljómleik- um I Berlin i febrúar s.l. voru fluttir ,,Sex islenzkir dansar” fyrir hljómsveit eftir Hallgrim, en á efnisskránni voru að auki verk eftir Britten, Bernstein og Aulen. 1 sama mánuði hélt Dómkapelmeistarinn i Mainz, H. Hain pianóhljómleika, þar sem hann lék verk eftir Beethoven, Schubert og pfanósónötu nr. 1 eft- ir Hallgrim. Smjörþúfa. Greinilega hefur auglýsingaher- ferðin fyrir islenzkt smjör borið árangur. Fyrrum smjörfjall upp á hátt á annað þús. lestir er nú að- eins litil „þúfa”, 290 tonn, sem er minna en verið hefur undanfarin 8-10 ár. Af 30% osti voru til 160 tonn þann 1. april og af 45% ostin- um um 200 tonn aö sögn Öskars Gunnarssonar, framkv.stjóra Osta og smjörsölunnar. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Sparisjóðs Kópavogs verða nokkur skulda- bréf með vcði i Þjórsárgötu 4, Einarsnesi 6 og Byggðar- enda 4 seld á opinberu uppboði aö Skólavörðustíg 11, miö- vikudag 10. mai 1972, kl. 15.00. Á sama stað og tima verður seldur vixill eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar hri., að fjárh. kr. 107.917.00 — Greiðsla viö hamarshögg. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Cítroen — viðgerðir Annast allar almennar viðgerðir bifreiða. Sérhæfðir i mótorstillingum, hjólastillingum, ljósastillingum og afballans á hjólbörðum i öllum stærðum. Pantanir teknar i sima 83422. MÆLIR BÍLASTILLING Dugguvogi 17. 2 - 17. leikvika — leikir 29. april 1972. Úrslitaröðin: 2X1 — 11X — X12 — 12X. ' 1. vinningur: 11 réttir — kr. 52.000,00. nr. 8516 79714+ 25465+ 82792 39690+ 61476 72224 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.900.00. 89 nr. 16711 nr* 32786 nr. 42514 nr. 73058 1601 >> 17802 > > 32787 » 43080 > > 73293+ 2882 > > 17811 > > 32915+ » 47301 > > 75831 4364 + > > 19552 + > > 33419 » 55028+1 > > 75843 4590 > > 23479 »> 33904+ » 56163+1 > > 78501 + 4668 > > 25903 »> 36114+ » 57701 , > > 79618 4885 + > > 26654 > > 36162 ” 57980 >> 81262+ 5570 ^ > > 26711 > > 36180+ ” 59734 > > 81389 6656 ,, 27029 + > > 37099+ ” 61474 > > 83232 7228 >» 28349 > > 38348 ” 61475 > > 83693 8443 > > 28959 > > 39693+ ” 61515 ” 84764 12142 ,, 29953 »> 40965+ ” 63303 + > > 85041 + 12261 + »> 30150 + »> 41748 ” 65864 >> 85217 + 12277 + »> 30908 > > 41812 ” 71184 > > 85316+ 12278+ »> 30931 >» 42227+ ” 72522+ > > 88481 + 13989+ >, 31448+ > > 42250+ ” 72580 (+ nafnlaus) Kærufrestur er til 22. mai. Vinningsupphæðir geta lækk- að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 17 leikviku verða póstlagðir eftir 23. mal. Handhafar nafnlausra seöla veröa að framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstööin — REYKJAVIK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.